Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 1
68 SIÐUR B 272. tbl. 78. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýr forsætisráðherra tekur við í Bretlandi: Major stokkar upp í stjórninni Heseltine verður umhverfisráðherra London. The Daily Telegraph. JOHN Major, hinn nýi forsætisráðherra Breta, tilkynnti í gær. tölu- verðar breytingar á ríkisstjórninni. Michael Heseltine, sem laut í lægra haldi fyrir Major í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins á þriðjudag, verður umhverfisráðherra og mun meðal annars hafa það verkefni með höndum að endurskoða nefskattinn svokallaða. Dougl- as Hurd, sem einnig var í framboði í leiðtogakjörinu, verður áfram utanríkisráðherra. Kona var í forsæti bresku ríkisstjórnarinnar í hálft tólfta ár eins og kunnugt er en nú bregður svo við að einung- is karlar eru í henni. Major tók við embætti forsætis- ráðherra í gær. í stuttu ávarpi fyr- ir utan embættisbústað í Down- ingstræti 10 hyllti hann Margaret Thatcher forvera sinn sem yfir- burða forsætisráðherra. Hann sagð- ist staðráðinn i að sameina íhalds- flokkinn og skapa stéttlaust þjóðfé- lag í Bretlandi. „Ég vil að við byggj- um þjóðfélag sem er ánægt með sjálft sig, fullt sjálfstrausts og reiðubúið að bæta kjör þegnanna.“ Einnig mátti ráða af orðum hans að fylgt yrði aðhaldssemi í ríkisfjár- málum og samruna Evrópu yrði mætt með opnum huga. Það einkennir breytingar Majors á ríkisstjórninni að nánustu aðstoð- armenn hans í baráttunni um leið- togaembættið í flokknum komast nú til meiri metorða. Norman Lam-. ont aðstoðarijármálaráðherra tekur við embætti fjármálaráðherra, en því starfí gegndi Major áður. Chris Patten umhverfisráðherra verður formaður íhaldsflokksins. Kenneth Baker lætur af formennsku og verð- ur innanríkisráðherra. Cecil Parkin- son, einn helsti stuðningsmaður Thatcher, sagði af sér í gær en hann gegndi embætti samgöngu- málaráðherra. Annar stuðnings- maður hennar, David Waddington, hverfur úr embætti innanríkisráð- herra og verður leiðtogi lávarða- deildarinnar. Sjá umfjöllun um forsætisráð- herraskiptin í Bretlandi á bls. 32-33. Reuter John Major býður fyrrum keppinaut sinn, Michael Heseltine, velkom- inn í ríkisstjórnina á tröppunum við Downingstræti 10. Evrópubandalagið: Fiskveiði- stefnan gjaldþrota Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MANUEL Marin, framkvæmda- stjóri fiskimála innan Evrópu- bandalagsins (EB), sagði við blaða- menn í Brussel í gær að ef frani- kvæmd fiskveiðistefnunnar yrði ekki breytt blasti við hrun fiski- stofna bandalagsins. Sóknargeta fiskveiðiflota EB er af sérfræðingum áætluð 40% um- fram mögulegt þol fiskistofna og sókn í þorsk og ýsustofna í Norð- ursjó er fjórum sinnum meiri en stofnarnir eru taldir þola. Marin seg- ir að til greina komi að banna veiðar á hrygningarsvæðum í Norðursjó á tímabilinu nóvember til mars. Óhjá- kvæmilegt sé að stækka möskva á þorsk- ogýsuveiðum í 120 millimetra en nú eru þeir 60-90 millimetra. Þýskaland: Neyðaraðstoð við Sovét- menn hleypt af stokkunum Moskvu. dpa. Reuter. UMFANGSMESTU áætlun Þjóð- verja á seinni árum um neyðar- aðstoð við erlent ríki var hrund- ið af stað í gær. Þýska sjónvarp- Kröfur í Svíþjóð: Carlsson birti bréf til íraka Stokkhólmi. Helsinki. Reuter. Frá Lars Lundsten, fréttarilara Morgunblaðsins. ÞESS var krafist í Svíþjóð í gær að stjórnvöld birtu opinberlega bréf sem Ingvar Carlsson forsætisráðherra sendi Saddam Huss- ein íraksforseta í því skyni að fá leysta úr haldi 58 Svía sem þar eru í gíslingu. Talið er að bréfið, sem lesið var upphátt á lokuð- um fundi íraska þingsins, hafi valdið því að ákveðið var að Svíarn- ir fengju fararleyfi. „Hvað stóð eiginlega í bréfi Carlssons til Saddams Husseins?" spyr Svenska dagbladet sem er hægrisinnað. „Verði leyndinni ekki aflétt munu grunsemdir um að Ingvar Carlsson hafi skaðað álit Svía á aiþjóðavettvangi vaxa.“ Leiðtogar sænska Vinstriflokksins, áður kommúnista, hafa tekið undir kröfurnar og segjast telja að það muni ekki valda neinum skaða að birta bréfið. Stjórn jafnaðarmanna er háð stuðningi Vinstriflokksins á þingi. Sænska sjónvarpið og dagblöð segja að írösk yfirvöld hafi túlkað bréfíð svo að Svíar heiti því að taka aldrei þátt í vopnuðum átök- um við Persaflóa. Svíar styðja við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak vegna innrásar Saddams í Kúvæt og hafa gefið í skyn að þeir væru reiðubúnir að leggja til hermenn í lið SÞ ef nauðsyn krefði. Aðstandendur þeirra níu Finna sem enn eru í haldi hjá írökum krefjast nú aðgerða af hálfu Mauno Koivisto Finnlandsforseta til þess -að gíslarnir komist úr landi. Finnum hefur gengið mun verr að ná sínum ríkisborgurum út en t.d. Svíum. Telst þetta stafa af því að Finnar eiga sæti í Örygg- isráði SÞ og hafa þar stutt refsiað- gerðir gegn írökum. Paavo Váyr- ynen, fyrrum utanríkisráðherra, og Ulf Sundqvist, sem meðal ann- ars hefur gegnt embætti mennta- málaráðherra, hafa undanfarna daga dvalið í Bagdad en þeim hef- ur gengið illa að fá gíslana lausa. Sjá „Úrslitakostir..“ á bls. 33. ið var með beina útsendingu frá Leníngrad, en þær er mikill matarskortur eins og víðast hvar í Sovétríkjunum. Helmut Kohl kanslari og Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra ávörpuðu þýsku þjóðina og hvöttu hana til að koma Sovét- mönnum til bjargar. Fulltrúi Kohls er nú í Moskvu til þess að skipuleggja neyðaraðstoðina. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá því í gær að Gor- batsjov hefði ákveðið að aflýsá ferð til Noregs þar sem hann átti að veita friðarverðlaunum Nóbels viðtöku 10. desember næstkomandi. Var skýringin sögð sú að ástandið í landinu væri svo slæmt að forsetinn ætti ekki heimangengt. Gorbatsjov hitti Horst Teltschik, háttsettan aðstoðarmann Kohls, í Moskvu í gær til að skipuleggja aðstoð Þjóðverja. Að sögn Teltsch- iks munu tíu til fimmtán þýsk ráðu- neyti taka þátt í að stjórna neyðar- aðstoðinni sem er einkum fólgin í peningagjöfum og sendingu mat- arpakka til Sovétríkjanna. Teltsch- ik er í Moskvu ásamt sendinefnd til þess að tryggja að aðstoðin berist í réttar hendur og fá sem nákvæmastar upplýsingar um það hvernig Þjóðverjar geti hjálpað Sovétmönnum að rétta efnahaginn við. Teltschik sagði að rætt yrði um hvernig hægt yrði að auðvelda tollskoðun, tryggja viðunandi geymslu matvæla og að Þjóðverjar fái að fylgjast með dreifingu hjálp- argagna. Að hans sögn hafa Sovét- menn lagt til að háttsettir embætt- ismenn beggja ríkja hittist á tíu Reuter Kartöflusekkir þessir í Rostock í Þýskalandi bíða þess að þeim verði skipað um borð í skip áleiðis til Sovétríkjanna. daga fresti til að bera saman bæk- ur sínar. Þýskalandsdeild alþjóðlegu hjálparstofnunarinnac Care ætlar að útbúa 20.000 matarböggla á næstu vikum sem sendir verða með flutningabifreiðum til Sovétríkj- anna. Fyrsta flugvélin með matvæli fer frá Hannover í dag. Rauði krossinn ætlar að senda bifreiða- lest til Moskvu á morgun. Matvæl- unum verður dreift í næstu viku með hjálp starfsmanna Rauða krossins í Moskvu og þýskra að- stoðarmanna. í Hollandi er einnig að hefjast peningasöfnun fyrír Sovétmenn. Geir Lundestad, forseti norsku Nóbelsstofnunarinnar, sagði í gær að erfitt yrði að breyta dagsetn- ingu afhendingar friðarverðlaun- anna að ósk Gorbatsjovs. Verð- launin væru alltaf afhent 10. des- ember á dánardægri Alfreds Nob- els. Sovéskir heimildarmenn Reut- ers-fréttastofunnar benda á að leiðtogafundur Varsjárbandalags- ins og miðstjórnarfundur sovéska kommúnistaflokksins fari fram um sama leyti og kynni það að hafa haft áhrif á ákvörðun Gorbatsjovs. Hið ótrygga ástand í Sovétríkj- unum er talið skýringin á þeim ummælum Dimitríjs Jazovs varn- armálaráðherra á þriðjudag að herinn hefði rétt á því að veija sig fyrir árásum óbreyttra borgara. Leiðtogar þings Litháens for- dæmdu yfirlýsingu þessa í gær og sögðust líta á hana sem dulda ógn- un við sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.