Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 57
missti fljótttrú á sósíalíska kerfinu. Frá 1950 til 1955 starfaði Kojic fyrir júgóslavneskt fyrirtæki í New York, þar sem hann hitti konuefni sitt, Guðrúnu Óskarsdóttur, dóttur Óskars Halldórssonar, útgerðar- manns. Árið 1955 fluttust þau Guð- rún og Kojic til íslands. Þau eignuð- ust fjórar dætur, írenu, Helenu, Milunku og Alexöndru. Eftir að hann kom til íslands vann Kojic fyrst í fyrirtæki tengda- föður síns. Eftir að starfsemi þess dróst saman um 19ö7-68; fór Kojic að fást við verzlun milli Islands og Jugóslavíu. Þetta var mjög erfitt viðfangsefni, þar sem margar höml- ur voru á utanríkisverzlun bæði í Júgóslavíu og á Íslandi, og Kojic uppskar ekki alltaf eins og hann átti skilið. Á tveim sviðum tókst honum mjög vel. Annað var í sam- bandi við Sigölduvirkjun, þar sem Kojic var umboðsmaður fyrir En- ergo-Project. 1985 var júgóslavn- eskt fyrirtæki með lægsta tilboð í vélar og tæki fyrir Blönduvirkjun. En af einhveijum ástæðum fékk það aðeins lítinn hluta af verkinu. Hitt var í sambandi við útflutning á lopa frá Islandi. Fyrir um 25 árum komst Kojic í samband við ungan júgóslavneskan hönnuð að nafni Dobrila Smiljanic frá Sirogojno í Júgóslavíu. Þetta samband átti eft- ir að vera mjög mikilvægt bæði fyrir sveitaþorpið Sirogojno, fyrir Kojic og fleiri t.d. Álafoss hf. Fyrsta árið voru aðeins flutt út nokkur hundruð kg af ullarlopa, en það jókst fljótt og frá 1977 hefur Sirogojno vefið einn mikilvægasti bandkaupandi frá Álafossi. Fyrir Sirogojno hafði sambandið við Kojic mikla þýðingu, og hefur það gert Dobrilu og fjallabæinn Sirogojno þekkt um alla Júgóslavíu. Sirogojno selur nú ullarflíkur um allan heim, sem eru eingöngu pijónaðar úr íslenskri ull. Fyrir Sirogojno hafa þessi viðskipti við ísland haft í för með sér að bærinn er í dag mjög nýtískiluegur og til fyrirmyndar fyrir önnur júgóslavnesk sveita- þorp. Þetta er saga, sem því miður mjög fáir íslendingar þekkja. Það var í sambandi við útflutning á íslenzku bandi að ég kynntist Kojic fyrir um það bil 10 árum. Við vorum báðir útlendingar, sem höfðum kvænst íslenskum konum og áttum þess vegna auðvelt með að skilja hvor annan. Auk þess var Kojic mjög skemmtilegur maður, sem kunni margar sögur. Oft rædd- um við um ástandið í Júgóslavíu, sem lá honum mikið á hjarta, og hann gerði mikið til að efla sam- bandið milli Júgóslavíu og íslands, miklu meira en skylda hans sem ræðismaður var. Árið 1988 var honum veitt hin júgóslavneska al- þýðuorða með gullstjömu. Hann átti þann heiður skilið, .en fá lönd hafa átt betri fulltrúa hér á íslandi. Milutin Kojic mun verða saknað af mörgum, sem hafa kynnst hon- um, bæði íslendingum og Júgóslöv- um, og ég votta konu hans og ijöl- kyldu mína dýpstu samúð. Ernst Hemmingsen Við kveðjum nú á íslandi Milutin Kojic, mann sem við bæði elskuðum og virtum í ríflega aldaríjórðungs vináttusambandi. Hugmyndaauðgi hans og rík þörf til að bæta og fegra umhverfi sitt varð til þess að sú vinátta óx og dafnaði með ári hveiju. í grónum hlíðum Zakuta þráði hann ísland og gerði okkur hið fjar- læga land nærtækt með sögum og frásögnum. Á íslandi hugsaði hann svo á móti stöðugt um hvernig mætti nýta hugvit Islendinga til að bæta með því líf landa sinna. Af slíkum hugrenningum varð til fræ sem úr þroskaðist vinnan í Zlatibor í sveitinni Sirogojno. Við fremur hijóstrug lífsskilyrði óx fyrirtækið „Sirogojno“ úr hinni aldagömlu handpijónahefð bændakvenna þar og framleiðir nú handpijónaðar peysur og annan tískufatnað. Sem ungur forstjóri fyrirtðekisins komst ég í kynni við Milutin Kojic. Hann heillaðist af flíkunum sem nafnlausar bændakonur pijónuðu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990; 57 og skynjaði að náttúrulega hæfi- leika þeirra mætti nýta utan landa- mæra Júgóslavíu. Hann lýsti fyrir mér íslensku ullinni og íslenskum hefðum kringum hana og gerði mér ljósa yfirburði hennar og kosti. Með þessu var framtíð fyrirtækisins „Sirogojno" ráðin. Hann sendi mér sýnishorn hinnar mjúku íslensku ullar í litbrigðum sem náðu frá fíngerðu litrófi sauðkindanna sjálfra til blossandi glæringa elds- umbrota. Þökk sé þessu framtaki Milutins og hugsjónum okkar í Sirogojno hefur íslensk ull borist þangað í hartnær aldarfjórðung og Sirogojno-peysur úr íslenskri ull eru nú rótföst staðreynd. Þessi langvar- andi samvinna milli íslands og Júgóslavíu er nú oft til umfjöllunar í fjölmiðlum, innan Júgóslavíu og utan. Milutin og hin kæra éiginkona hans Hamely, glöddust yfir öllum framförum í Sirogojno eins og sá einn gleðst sem sér hugarfóstur sitt lifna, vaxa og bera ávöxt. Kunn- ingsskapur, vegna verslunarsam- starfs, varð stig af stigi að sterkri fjölskylduvináttu og var komu Kojic-fjölskyldunnar ávallt beðið með eftirvæntingu og tilhlökkun. Okkur hjónum fór að þykja æ vænna um Hamely og dæturnar ijórar, Irenu, Helenu, Milunku og Aleksöndru sem og barnabömin Ármann og Persidu Guðnýju og tengdasoninn Karl er þau bættust í hópinn. Erfitt er nú að horfast í augu við þá staðreynd að nú sé þessi kæri vinur kvaddur í hinsta sinn. Okkur fannst alltaf nægur tími til stefnu til að framkvæma þær hug- myndir sem frá honum streymdu. Skyndilega stöndum við nú eftir og stór þakkarskuid okkar við hann stendur ógreidd, hvort sem er til viðskiptanna eða vináttunnar litið. Starfið og vináttan hafa orðið til þess að ég hef oft dvalist í Reykjavík og mátti ég í hvert sinn njóta ómældrar gestrisni á heimili þeirra Milutins og Hamely. Enn er ég hér á ferð og nú með eigin- manni mínum og nánum vini Milut- ins, honum Dragos. Ætlum við að kveðja hér seinþreytandi ferðalang milli Júgóslavíu og Islands, er lagð- ist til hinstu hvílu á eyjunni, sem heillaði hann ungan. Með okkur í förinni er dálítið af mold, sem hann verður ausinn í dag. Moldin er rök, því er sú harma- fregn barst í sveitina hans, Zakuta, að Milutin ætti ekki afturkvæmt, vætti regnið jörðina þar eins og táraflóð. Við vinir hans söfnuðumst um Miiutin sjálfan þegar hann kom þangað. Heimilið sem Milutin og Hamely reistu sér í Zakuta bíður nú barna þeirra og niðja til að fylla húsið þeirri gleði sem Milutin geislaði frá sér til allra sem elskuðu hann. Þetta heimili endurminninganna verður nú staður til að rifja upp minningar og munum við öll safnast þar sam- an með hans nánustu á ný. Við þökkum elsku Milutin, fyrir ógleymarilega vináttu. Forstjóri og hönnuður „D.P. Sirogojno", Dobrila Smilj- anic, og eiginmaður hennar, Dragos Smiljanic. Það er með mikilli sorg sem við höfum fengið fregnir af skyndilegu fráfalli hr. Milutin Kojic, heiðurs- ræðismanns Sambandslýðveldisins Júgóslavíu á Islandi og handhafa hinnar Júgóslavnesku Alþýðuorðu með Gullstjörnu. Á þessari sorgarstundu er við kveðjum hr. Milutin Kojic er rétt að líta yfir farinn veg. Hann var borinn í hjarta Serbíu og fyrir mörg- um árum fór hann til Islands og fann þar nýtt heimili ijarri æsku- slóðum. Síðan hefur hann í þijátíu ár unnið að því að styrkja vináttu- bönd þjóðanna tveggja. Hann átti í hjarta sínu rúm fyrir bæði löndin sín — Júgóslavíu og ísland. Árið 1967 varð hr. Kojic heiðursræðis- maður Sambandslýðveldisins Júgó- slavíu á íslandi og hefur af virðu- leik verið verðugur fulltrúi ættjarð- ar sinnar síðan. Það urðu forréttindi mín að fá að kynnast Milutin Kpjic sem ein- staklingi, að finna ættjarðarást hans og þrautseigju við að þróa stjórnmálaleg og efnahagsleg tengsl milli Islands og Júgóslavíu. Hann átti innra með sér átthaga sína á söinu stundu og hann til- heyrði íslandi. Hann var stoltur af báðum heimalöndum sínum og þakklátur íslendingum, sem tóku honum opnum örmum. Hr. Milutin Kojic er allur, en hans mun verða minnst af fjölskyld- unni og miklum fjölda vina. Fáni Júgóslavíu blaktir við hálfa stöng í dag, til heiðurs manni sem átti nógu stórt hjarta til að elska tvær þjóðir. Við erum eftir til að minnast hans og halda starfi hans áfram — að styrkja tengslin milli tveggja landa sem hr. Kojic lét sér svo annt um. Hr. Ziatan Kikic, sendiherra Sambandslýðveldisins Júgó- slavíu til Islands, með aðsetur í Stokkhólmi. t Ástkær eiginmaöur minn, OLAFH. HANSEN, lést laugardaginn 24. nóvember. Guðrún Hansen. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN G. THORLACIUS, lést mánudaginn 26. nóvember 1990. Útförin verður auglýst síðar. Guðfinna A. Hjálmarsdóttir, Grímur J. Ingólfsson, systkini, barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu. t Móðurbróðir minn, VILHJÁLMUR GRÍMSSON frá Nikhóli, lést 6. nóvember í Sidnéy, B.C., Kanada. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðjón Guðjónsson. Bróðir okkar, t TRAUSTI EYJÓLFSSON, er látinn. Úttörin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 30. þessa mán- aðar kl. 3 síðdegis. Svala Eyjólfsdóttir, Pálmi Eyjólfsson. t Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PÁLL BETÚELSSON fyrrv. strætisvagnastjóri, Langholtsvegi 156, Reykjavík, lést aðfaranótt 28. nóvember á Land- spítalanum. Kristján Ólafsson, Kolbrún Óðinsdóttir, Hrafnhildur, Hrund og Hulda Sigríður Kristjánsdætur. t Utför ÁGÚSTAR KJARTANSSONAR, Jökulgrunni 3c, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Iðunn Kristinsdóttir, Þórhildur Ágústsdóttir, Erling K. Antonsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON bakarameistari, Barmahlíð 45, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Júlía Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Guðmundsson, Ævar Guðmundsson, Ingunn Guðmundsdóttir og barnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, KJARTAN JÓNSSON lögfræðingur, Selbraut 26, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þorbjörg Pétursdóttir, Pétur Kjartansson, Jón Kjartansson, Magnús Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Sigrún Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Kristján Kjartansson, tengdabörn og barnabörn. t DR. MED. ÚRSÚLA LORE SCHAABER t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, geðlæknir, JÓHANNS HALLMARS RAGNARSSONAR, Hávallagötu 13, Engjavegi 1, Reykjavík, Selfossi. er lést í Landspítalanum 27. nóvember sl., verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Guð blessi ykkur öll. Erika Schaaber, Rannveig Ragnarsdóttir, Regina Schaaber, Dalrós Ragnarsdóttir, Jörg Schaaber, Sigrún Ragnarsdóttir, Eva Schaaber, Marfn Ragnarsdóttir vinir og vandamenn. og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.