Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 • CFE-samningiirinn: 60.000 sovéskar vígvélar austur fyrir Uralfjöll Brussel. Reuter. SOVÉTMENN hafa flutt 60.000 skriðdreka, stórskotaliðsbyssur og brynvagna austur fyrir Úralfjöll til að undanskilja þennan vopnabúnað í CFE-samningnum svonefnda sem undirritaður var í París fyrir skömmu. Vigleik Eide, formaður hermál- anefndar Atlantshafsbandalags- ins, (NATO) greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í höf- uðstöðvunum í Brussel á þriðju- dag. Sams konar fullyrðingar hafa komið fram áður en þetta er í fyrsta skiptið sem embættismenn NATO hafa nefnt tölur í þessu viðfangi. Þær tölur sem birst höfðu í vestrænum fjölmiðlum voru mun lægri. Vopnabúnaðurinn og vígvélarn- ar voru fluttar frá Evrópu áður en leiðtogar NATO og Varsjár- bandalagsins undirrituðu CFE- samninginn í París í síðustu viku en hann kveður á um stórfelldan niðurskurð á sviði hefðbundinna vopna frá Atlantshafi til Úral- fjalla. Eide kvaðst ekki eiga von á því að flutningurinn á hergögnunum myndi tefja fyrir staðfestingu CFE-sáttmálans og sagði ráð fyrir því gert í samningum að unnt yrði að gera nauðsynlegar leiðrétting- ar. Kosningaspjald með mynd af Oskar Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna. Vandræði þýskra jafnaðarmanna: Vel klœdd kona í fötum frá ARA MODEN tískuverslun, Kringlunni, sími 33300 Þú svalar lestrarþörf dagsins Fyrrverandi leiðtogi dregur getu Oskars Lafontaines í efa MUnchen. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni FÓLKIÐ bar barmmerki með nafninu Oskar og myndir af Oskar Lafontaine skreyttu salinn þar sem jafnaðarmenn í Miinchen héldu lokafund sinn fyrir kosn- ingarnar á sunnudag. Hans-Joch- en Vogel, formaður flokksins, var aðalræðumaðurinn. Honum var vel fagnað enda var hann borgarstjóri í Miinchen allan sjö- unda áratuginn og til 1972. Eftir Morgunblaðsins. fundinn sá hann ástæðu til að taka fram á fundi með erlendum blaðamönnum að hann hefði nefnt Oskar Lafontaine 10 til 11 sinnum í ræðu sinni. Fyrir skömmu birtist viðtal við. Helmut Schmidt, fyrrum leiðtoga jafnaðarmanna og kanslara til 1982, í hollenska blaðinu Algemeen Dagblad. Þar var haft eftir honum að Lafontaine myndi ekki vinna í komandi kosningum enda ætti hann það ekki skilið. Þessi ummæli hafa vakið reiði meðal jafnaðarmanna en Schmidt segir að þau hafi ekki verið ætluð til birtingar, hann hefur hins vegar ekki dregið þau til baka. Lafontaine hefur hins vegar bannað blaðamönnum frá Algemeen Dag- blad að sækja fundi sína. Eftir fundinn í Múnchen var Vogel spurður álits á ummælum Danmörk: Stj órnmálaferill Glistrups á enda? Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STOFNANDI Framfaraflokksins í Danmörku, Mogens Glistrup, hef- ur gefist upp við að safna nauðsynlegum fjölda undirskrifta kjós- enda, um 19.000, til að nýr flokkur hans, Velmegunarflokkurinn, fái að bjóða fram í kosningnum 12. desember. Glistrup klauf sig nýlega út úr Framfaraflokknum. Hann hefur reynt að koma á kosningabandalagi við Preben Moller Hansen, fyrrver- andi kömmúnista og leiðtoga flokksins Fælles kurs, en samningar hafa ekki enn tekist. Glistrup getur enn reynt að halda í þingsætið með því að bjóða sig fram utan flokka en þá þarf aðeins undirskriftir 150 Mogens Glistrup. kjósenda sem hann þarf að skila fyrir nk. laugardag. Schmidts. Hann var ómyrkur í máli. Schmidt hefði ekki rétt flokks- bræðrum sínum hjálparhönd með þessum orðum. Það væri regla meðal jafnaðarmanna að kanslara- efni þeirra ætti að njóta stuðnings flokksins alls. Þannig hefði verið staðið að málum þegar Schmidt hélt sjálfur um stjórnvölinn. Með þessum orðum skaðaði Schmidt mest sjálfan sig, gamlir og hollir vinir hans gætu ekki fylgt honum í þessu máli. Ekki mætti gleyma því að Schmidt hefði verið særður er hann fór frá fyrir sjö árum. All- ir vissu að í köldu veðri tækju sár sig oft upp að nýju, það hefði gerst hér. Þá sagðist Vogel vilja láta þess getið þar sem hann væri í Bæjara- Iandi að á sínum tíma hefði öflugur leiðtogi hér (Franz Josef Strauss) sagt, að Helmut Kohl væri óhæfur til að vera kanslari. Hann væri þó enn kanslari. Með því að tala um sár Schmidts vísar Lafontaine meðal annars til þess að hinn síðarnefndi gagnrýndi stjórnarhætti Schmidts og gaf til kynna að þeir ættu betur við i fangabúðum en í stjórnmálaflokki. Þá var Lafontaine andvígur stefnu Schmidts í varnar- og öryggismál- um á þeim tíma þegar harðast var barist um meðaldrægu eldflaugarn- ar sem Lafontaine var á móti. SIEMENS uppþvottavélar éru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 57.330,- kr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 Bretland: Hverfa tveggja hæða strætis- vagnar af götum Bretlands? St. Andrcws. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TALSMENN breskra strætisvagnaeigenda óttast, að framkvæmd- astjórn Evrópubandalagsins (EB) selji viðmiðanir um hæð strætis- vagna, sem útiloki tveggja hæða vagna. Rauðir tveggja hæða strætis- vagnar hafa lengi verið eitt af einkennistáknum Bretlands og Lundúnaborgar sérstaklega. Nú liggja fyrir framkvæmdanefnd EB tillögur um, að lofthæð í öllum strætisvögnum í löndum EB skuli vera 1,90 metrar, svo að flestir farþegar geti gengið um þá án þess að beygja sig. í breskum tveggja hæða vögn- um er efri hæðin lægri en þetta. Tveggja hæða vagnar eru um fjór- ir metrar á hæð. Þegar búið er að gera ráð fyrir gólfi og lofti þá verður efri hæðin að vera lægri en 1,90. Það er ekki heldur hægt að hækka vagnana vegna breskra reglna um leyfilega hæð bifreiða, sem allar brýr eru miðaðar við. í EB gildir meirihluti atkvæða í ákvörðun um þetta efni. Spán- verjar og Frakkar þrýsta á um ákvörðun. í öllum öðrum löndum EB hefði ákvörðun um þetta efni hverfandi áhrif. En í Bretlandi er fjórðungur allra strætisvagna tveggja hæða og ákvörðun, sem jafngilti banni á þeim, hefði mikil áhrif á bresk strætisvagnafyrir- tæki. Samræming hæðar strætis- vagna er hluti af þeirri samræm- ingu, sem fer fram vegna sameig- inlegs innri markaðar EB. Til- gangurinn með henni er að auð- velda framleiðslu og sölu á stræt- isvögnum innan EB. Talsmaður Breska strætis- vagnaráðsins, sem er hagsmuna- samtök strætisvagnaeigenda í Bretlandi, hefur krafíst þess, að breskir samningamenn komi í veg fyrir samþykkt þessarar tillögu. Lítil von er þó talin til þess að koma í veg fyrir samþykktina vegna meirihlutareglunnar. Einn- ig virðist EB vera flest mögulegt. Nýlega samþykkti þetta voldug- asta kansellí samtímans, að gulr- ætur væru ávextir en ekki græn- meti, af því að þær væru notaðar í sultur. Það ætti því ekki að veij- ast fyrir því að ákveða, að tveggja hæða strætisvagnar séu engir strætisvágnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.