Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBBR 1990 ' 41 Sú fyrsta eða tuttug- asta o g fyrsta? ESTEE LAUDER SNYRTIVÖRUKYNNING föstudaginn 30. nóvember fró kl. 14 — 18. 10% aff mælisaf sláttur. eftirívarH. Jónsson Hvað er samtímalist? Hveijir eru listamenn samtímans? Eru það þeir sem stunda list sína á vorum dög- um, án tillits til þess hvar í flokk verkum þeirra er skipað? Eða _er samtímalist aðeins bundin við ákveðnar stefnur, stíltegundir og isma? Þessar spurningar vöknuðu, þeg- ar forsvarsmenn Listasafns Islands kynntu á dögunum sýningu fimm myndlistarmanna frá Sovétríkjun- um sem „fyrstu sýninguna á íslandi á sovéskri samtímalist". Sýning þessi var opnuð á listasafninu sl. laugardag, 17. nóvember, og mynd- listarmennirnir nánar kynntir í blöðum: Tveir eru „fulltrúar kons- eptliststefnunnar í Moskvu sem á rætur sínar að rekja til 7. áratugar- ins ...“ og aðrir tveir „hafa skapað persónulegt tjáningarform sem á upptök sín í suður-rússneskum bar- okkstíl, svo og framúrstefnu- stíl...“ Og til nánari skýringar er sagt að list tveggja hinna fyrr- nefndu sé „kaldhæðnislegur leikur að sovéskri hugmyndafræði“, en list hinna tveggja „er ekki eins háð hugmyndafræðinni og hins hópsins og andstöðunni við kerfið“. Sá fimmti „fjallar m.a. um austur-vest- ur klofninginn í verkum sínum og hugtakið „Moskva er Róm hin þriðja“, þar sem vísað er til hruns Rómaveldis og örlaga Konstant- inopels". Forráðamenn Listasafns íslands leggja bersýnilega ákveðna merk- ingu í hugtakið samtímalist og telja ekki alla gjaldgenga í hóp samtíma- listamanna þó að samtíðarmenn séu. Huglæg afstaða til myndefnis og útfærslu þess, þjóðfélagsgerðar og stjórnvalda o.s.frv. greini að listamenn samtímans og alla hina. Með því að gefa sér þessar forsend- ur er sjálfsagt hægt að nefna sýn- mguna „Aldarlok" fyrstu sýningu á íslandi á sovéskri samtímalist. En þá er heldur ekki sögð nema hálf sagan. Staðreyndin er nefnilega sú, að þeir skipta orðið mörgum tugnm sovésku myndlistarmennirnir, sem fengið hafa verk sín sýnd á Is- landi, listamenn frá flestum lýðveld- um Sovétríkjanna. Ýmsir aðilar hér á landi hafa staðið fyrir þessum sýningum, sem settar hafa verið upp á undanförnum árum og ára- tugum og fylla nú orðið annan tug- inn a.m.k., en oftast hafa þær Jþó verið á vegum félagsins MIR, Menningartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, í tengslum við árlega sovéska daga. Sýningarefnið hefur verið af ýmsum toga; olíumál- verk, svartlist, vatnslitamyndir, leikmyndir, listmunir o.fl. Og sýn- ingarnar hafa verið settar upp víðar en í húsakynnum MÍR, m.a. á Kjarvalsstöðum, í Listasafni alþýðu, bögasal Þjóðminjasafnsins og Ás- mundarsal og einnig á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur, t.d. í Hveragerði, Akranesi, Neskaupstað og Hafnarfirði, en í ágústmánuði í fyrra var myndarleg listsýning frá Moldavíu í Hafnarborg. Auðvitað hafa verkin á sýningum þessum verið misjöfn að gæðum, eins og gengur, og að sjálfsögðu ekki gefið hugmynd um allt það sem var að gerast á hveijum tíma í hópi þeirra listamanna í Sovétríkj- unum, sem framúrstefnulegastir voru eða gagnrýnastir á umhverfi sitt og samfélag. Allt að einu hafa sýningarnar varpað nokkru ljósi á stöðu myndlistar í hinum ýmsu lýð- veldum Sovétríkjanna og verið fróð- legar þeim sem gáfu sér tíma til að skoða. Það má segja Morgun- „Staðreyndin er nefni- lega sú, að þeir skipta orðið mörgum tugum sovésku myndlistar- mennirnir, sem fengið hafa verk sín sýnd á Islandi, listamenn frá flestum lýðveldum Sov- étríkjanna;“ blaðinu til hróss, að listrýnir blaðs- ins, Bragi Ásgeirsson, lagði yfírleitt alltaf leið sína á hinar sovésku sýn- ingar, skrifaði um þær í blaðið og sagði á þeim kost og löst. Er það meira en sagt verður um flesta aðra fjölmiðla. Með þessum orðum er ég ekki að amast við þeirri sýningu á sov- éskri nútímalist, sem uppi er í Lista- safni íslands þessar vikurriar, síður en svo. Fagna ber öllum tækifærum sem gefast til kynningar á nýjum og ólíkum menningarstraumum í útlöndum og ekki hvað síst í Sov- étríkjunum nú á miklum umbrota- tímum. Svo er og um þessa sýn- ingu. En mér fannst ástæða til að minna á, svo ekki gleymdist, að margir sovéskir listamenn sam- tímans hafa áður átt verk á sýning- um á íslandi. Fimmmenningamir eru ekki hinir fyrstu. Höfundur er formaður MÍR. Verð með vsk.: Kr. 6.225,- án efnis. Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! FÓLKSBILALAND H.F. FOSSHÁLSI 1.SÍMI67 39 90 Snyrtistofan Hrund, Grænatúni 1, Kópavogi, sími 44025.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.