Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 53

Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 Papar: Tröllaukin tákn Undir írskum áhrifum Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Þegar norrænir víkingar námu land á íslandi voru þar fyrir írskir munkar, sem landnáms- menn kölluðu papa. Það fer því vel á að hljómsveit með þessu nafni flytji tónlist undir írskum áhrifum, sem heyra má á nýrri hljómplötu „Tröllaukin tákn“. Hljómsveitin Papar rekur upp- runa sinn til Vestmannaeyja og þeir sem muna eftir hljómsveit- inni Logum finna áreiðanlega samhljóm í tónlist Papanna. Liðsmenn sveitarinnar eru Her- mann Ingi Hermannsson, Vignir Ólafsson, Georg Óskar Ólafsson og Páll Eyjólfsson og auk þeirra koma við sögu á plötunni Helgi Hermannsson, Birkir Huginsson og Ósvaldur Freyr Guðjónsson. Allir skila þeir góðu verki í hljóð- færaleik og söng og í heild er tónlistin á plötunni ágætlega heppnuð afþreyingartónlist. Irsk tónlist hefur sterk sér- kenni og sjarma, sem Pöpum tekst ágætlega að koma til skila. Auk írsku þjóðlaganna á þessari plötu eru þar líka frumsamin lög eftir Papa sjálfa og í sumum þeirra má einnig finna írsk áhrif svo sem í laginu „Rauða ljónið". í öðrum má finna greinileg áhrif frá 7. áratugnum, svo sem í „Ballöðunni um Óskar vitavörð". Slík tónlist kann að virka gamal- dags á suma, en fyrir aðra vekur hún upp ljúfar minningar um liðna dýrðardaga. Annars ríkir svo mikið frelsi í tónlistinni á vorum dögum að menn geta al- veg eins sótt efnivið sinn aftur til bítlatímans eins og hvert ann- að. Textarnir eru margir ágætir og sumir skemmtilega „vina- lega“ í hinum dæmigerða „Eyj- astíl“ svo sem vera ber. Eitt gamalt „Eyjalag" er á þlötunni, „Elliðaeyjarljóð“, en ég er ekki alveg sáttur við þessa suður- amerísku útsetningu á laginu. Svona lög eru orðin svo rótgróin að það á ekkert að vera að breyta þeim og því síður að klæða þau í suðrænan búning. Hljómplatan „Tröllaukin tákn“ fer áreynslulaust í gegnum hlustir manna og með jákvæðu hugarfari má hafa af henni tals- verða ánægju. En auðvitað verð- ur að segjast eins og er, að á henni er ekki að finna neinar opinberanir. Hún markar engin þáttaskil í dægurtónlistarsög- unni enda hefur það örugglega ekki verið ætlun Papa með þess- ari útgáfu. Hins vegar er hún eflaust kærkomin þeim sem unna írskri tónlist, þótt hætta sé á að hún fari fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum. Margar gerðir, margir litir. únuF Glæsibæ, sími 82922. ’Miðað við verðlistaœrð ierösamanUurö:Geriö ilerösamdmmrö! öertövero^amurm 'ösamanburd! Geriö verösamanburö! Geriö verösamanbm > h - ' >' plpl ■ ' 'V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.