Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 LÍKLEGASTA LÆRIÐ! HOFN hf. SUNNLENSKA LETTREYKTA -------/3------ SELFOSSI mlCENWOODi Ný og endurbætt KENWOOD EF Aukabúnaður m.a.: Grænmetiskvörn — Hakkavél Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa 0HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Kammersveit Reykjavikur. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru haldnir sl. sunnu- dag í Áskirkju. Á efnisskránni voru verk eftir Torelli, Vivaldi, Albrec- htsberger, Telemann og C.P.E. Bach. Einleikarar voru Eiríkur Öm Pálsson trompettleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Sig- urður Þorbergsson básúnuleikari, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Þessir jólatónleikar vom eins konar „sýnisbók" íslenskra einleikara af yngri kyn- slóðinni. Tónleikaramir hófust á tromp- ettkonsert eftir Torelli. Einleikari var Eiríkur Öm Pálsson og flutti hann konsertinn af reisn og miklu öryggi. Eiríkur hefur fallegan tón og mótaði tónhendingar verksins á músíkalskan máta. Bryndís Halla Gylfadóttir lék konsert í Es-dúr eftir Viváldi mjög vel, sérstaklega þó largo þáttinn, með mjúkum þétt- um tóni, sem á það til að vera ögn mattur á efra sviðinu. Leikur henn- ar var töluvert þranginn og sérlega öraggur hvað varðar tónstöðu og mótun hendinga. Tónverk eftir Albrechtsberger era ekki algeng viðfangsefni á tón- leikum hérlendis en eftir hann liggja mörg verk, sem öll era í kontrapunktískum stíl og því er hann aðallega kunnur sem fræði- maður og kennari. Konsert hans fyrir altbásúnu flutti Sigurður Þor- bergsson og lék margt mjög vel. Hannm ræður yfir góðri tækni, sém kom hvað best fram í lokakafla verksins. Konsert fyrir Víólu eða lágfiðlu, eftir Telemann, var fluttur af Guðmundir Kristmundssyni og er það í fyrsta sinn sem undirritað- ur heyrir hann sem einleikara. Guðmundur hefur á valdi sínu mjög fallegan tón og er öruggur hljóð- færaleikari og lék konsertinn í heild fallega og af miklu öryggi, sérstak- lega í lokakafla verksins. Síðasta verkið var flautukonsert eftir Carl Philipp Emanuel Bach og þar var einleikari Áshildur Har- aldsdóttir. Hún er frábær flautu- leikari og lék konsertinn á mjög persónulegan máta og nokkuð út- yfir taktfesti þá, sem margir vilja hafa í barokktónlist. Hvað um það, þá var leikur hennar glæsilega út- færður. Kammersveitin undir stjórn Rut- ar Ingólfsdóttur studdi vel við ungu einleikarana. Það er sannarlega bjart yfir tónlistarlífmu þessa dag- ana og var þessi konsert áægjulega staðfesting á því að íslensk tón- listaræska er sannarlega vel nestuð til ferðr um refilstigu listamennsk- unnar. Ekki minnkaði bjartsýnin er fréttist um frábæran árangur Sigrúnar Eðvaldsdóttur í Síbe- líusarkeppninni, en Sigrún hefur um langan tíma verið okkar stóra von. Sérhver tónlistarmaður fagnar og óskar henni hjartanlega til ham- ingju. ðJritMc ÖRYGGIí JÓLAGJÖF Vinnuslys gera ekki boð á undan sér. Samkvæmt könnun Vinnueftirlits ríkisins þá eru támeiðsl mjög algeng í hvers konar iðnaði. Támeiðsl geta ott verið varanleg og menn sem missa tær eiga erfitt með að ganga eftir það. Það er sannað að JALLATTE öryggisskórnir veita örugga vörn. Stál í tá veitir vernd gegn þrýstingi og höggi. Stálþynna í sóla er vernd gegn nöglum, egg - og oddhvössum hlutum. Hugsaðu um þína nánustu um jólin, og veldu JALLATTE öryggisskó í pakkann. Gefðu öryggi - gefðu JALLATTE öryggisskó. KÓPAVOGI SÍMI41000 HAFNARFIRÐI SÍMI 54411 BYKO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.