Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 16
í
LJOSI
VINNU-
HERBERGIÐ
Rafkaup
ÁRMÚLA 24-SÍMAR 681518-681574
Cterkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
Pólitísk raunasaga
__________Bækur________________
Björn Bjarnason
EIN MEÐ ÖLLU, áfangaskýrsla
frá áhorfanda.
Höfundur: Ásgeir Hannes Eiríks-
son.
Útgefandi: Fróði hf., 1990.
231 blaðsíða með myndum.
í bókinni Ein með öllu ræðir Ás-
geir Hannes Eiríksson um upphaf
Borgaraflokksins. Á fyrstu blað-
síðunum svarar hann spumingu, sem
vaknaði strax og flokkurinn var
stofnaður, um það hvort tekið var
að ræða stofnun flokksins á meðan
enn var litið þannig á, að Albert
Guðmundsson yrði í fyrsta sæti á
lista sjálfstæðismanna í Reykjavík,
þótt hann hætti ráðherrastörfum
vegna ávirðinga í skattamálum. Ás-
geir Hannes var á þessum tíma, í
mars 1987, talinn einn helsti stuðn-
ingsmaður Alberts og herstjóri í
Hulduhemum eins og hann segir
sjálfur.
Lítum á atburðarásina eins og
Ásgeir Hannes lýsir henni:
Fimmtudaginn 19. mars 1987
(ekki 17. eins og segir í bókinni),
viku áður en framboðsfrestur rennur
út, skýrir Þorsteinn Pálsson frá því
að hann muni krefjast þess að Al-
bert segi strax af sér ráðherradómi.
Albert er staddur í Kaupmannahöfn.
Laugardaginn 21. mars (ekki 20.
eins og segir í bókinni) hefur Alþýðu-
blaðið eftir Ásgeiri Hannesi, að mikl-
ar hringingar séu í gangi meðal
stuðningsmanna Alberts og Helena
Albertsdóttir sé á leiðinni heim og
hulduherinn vígbúinn.
Sunnudaginn 22. mars hittast
þeir Þorsteinn og Albert, þar er
rætt um að Albert hætti sem ráð-
herra en Þorsteinn býðst ti) „að
tryggja Albert áfram fyrsta sætið á
listanum i Reykjavík", eins og Ás-
geir Hannes orðar það. Þennan sama
sunnudag efna stuðningsmenn Al-
berts til fundar í Þórscafé og Ásgeir
Hannes segir: „Því vitaskuld var
byrjað að ræða sérstakt framboð
Alberts Guðmundssonar á þessum
tíma... Krafan var því sérstakt fram-
boð. Það var engin spurning. Að
vísu drógu nokkrir menn á eftir sér
lappimar eins og alltaf þegar stór-
ræði eru á næstu grösum."
Mánudaginn 23. mars situr Ás-
geir Hannes fund heima hjá Páli
Líndal, núverandi ráðuneytisstjóra,
og Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, þar
sem farið er yfir formsatriði sem
þurfa að vera í lagi við framboð.
Albert er ekki á þeim fundi en Jó-
hann sonur hans. Segist Ásgeir
Hannes áður hafa stungið upp á
listabókstafnum S. Hringt er í Al-
bert sem vill að framboðið heiti
Borgaralistinn en Ásgeir Hannes
stingur upp á Borgaraflokknum. Er
hafist handa að safna meðmælend-
um með bókstafnum S fyrir lista
Borgaraflokksins.
Þriðjudaginn 24. mars fer Hregg-
viður Jónsson með umsóknina um
listabókstafinn S í dómsmálaráðu-
neytið. Þingflokkur sjálfstæðis-
manna kemur saman og þar tekur
enginn upp hanskann fyrir Albert.
Lítur þingflokkurinn þannig á, að
niðurstaða samtals þeirra Þorsteins
og Alberts skuli standa. Ásgeir
Hannes vinnur að því að Helena
Albertsdóttir komi til landsins frá
Bandaríkjunum til að stjórna kosn-
ingabaráttunni, þvert ofan í vilja
Alberts. Að kvöldi þessa dags eru
þeir í sjónvarpsviðtölum; Þorsteinn
Pálsson á Stöð 2 og Albert Guð-
mundsson í ríkissjónvarpinu. Bæði
voru þessi samtöl örlagarík. Ásgeir
Hannes segir, að komið hafi fyllt
mælinn, þegar Þorsteinn sagði að
Albert yrði ekki ráðherraefni að
kosningum loknum. Og bætir við:
„Hafí forysta Sjálfstæðisflokksins
lifað í voninni um að Albert byði
ekki fram þá slokknaði nú sá vonar-
neisti."
Svo sem kunnugt er bauð Borg-
araflokkurinn fram í öllum kjördæm-
um, hlaut 16.531 atkvæði eða 10,8%
og sjö þingmenn kjöma. Var það
glæsilegur árangur. Eftir lestur bók-
ar Ásgeirs Hannesar er ástæða til
að efast um að ummæli Þorsteins
um ráðherradóm að kosningum lokn-
um hafi ráðið úrslitum um stofnun
flokksins, þau voru hins vegar kjörin
átylla til að gera það enn dramat-
ískara, hve ill'a væri farið með Al-
bert. Hvemig gat Þorsteinn Pálsson
lýst yfir því á þessari stundu, að
Álbert yrði ráðherra í nýrri ríkis-
stjóm? Mörgum þótti nógu erfitt
fyrir hann að skýra, hvers vegna
Albert hætti sem ráðherra en hvarf
ekki úr fyrsta sæti listans.
Frásögn Ásgeirs Hannesar og
hörmungasaga Borgaraflokksins
staðfestir, að meginþorri þeirra sem
gekk til liðs við flokkinn gerði það
vegna persónulegrar afstöðu til Al-
berts og til að veita Sjálfstæðis-
flokknum ráðningu. Ásgeir Hannes
gefur til kynna að Albert hafí viljað
kenna framboð sitt við „lista“ en
ekki „flokk“, af því að fyrir honum
hafi alltaf vakað að komast aftur í
skjól Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem
gengu til framboðs á listum Borg-
araflokksins höfðu margir skipast í
minnihluta innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Þama sáu þeir éinstakt tæki-
færi. A blaðsíðu 100 segir:
„Albert Guðmundsson kærði sig
aldrei um stjórnmálaflokk þegar öllu
var á botninn hvolft. Það var alltof
mikið ómak og umstang, sem því
fylgdi, og síðast en ekki síst of mik-
il ábyrgð. Að vísu var notalegt að
geta slegið um sig með sjö þingsæt-
um á Alþingi eftir snöggsoðið fram-
boð og eitt er víst að enginn núlif-
andi stjómmálamaður er líklegur til
að leika þann sigur eftir.
Albert Guðrhundsson hafði hingað
Ásgeir Hannes Eiríksson
til unað sér vel í hlutverki einleikar-
ans í pólitík. Hann svona drattaðist
með Sjálfstæðisflokknum í helstu
meginmálum en skákaði í skjólinu
sem flokkurinn veitti. Hann kaus
frekar að eyða tíma sínum í góðra
vina hópi yfir kaffi á Hótel Borg en
blanda geði við aðra forystusauði
Sjallans [Sjálfstæðisflokksins]. Ég
skil þessa tilfinningu mætavel því
sjálfur er ég einfari af lífi og sál.“
Ásgeir Hannes segir að for-
mennska í flokki hafi ekki átt við
sólóistann Albert, hann hafi fyrst
og fremst hugsað um eigin hag. Um
viðhorf þeirra sem skipuðu sér í for-
ystusveit með Albert segir höfundur
á bls. 101:
„Á sama hátt var það líka eigin-
gimi hjá okkur hinum að taka þátt
í framboðinu með karlinum. Freista
þess að hirða molana sem hrukku
af borðum framboðsins og hreppa
þingsæti í þessu mikla umróti. Láta
drauminn rætast og jafna stigin við
Sjálfstæðisflokkinn en við höfðum
sumir farið halloka í prófkjömm á
þeim bæ. Við vomm sem betur fer
bara mannlegir."
Óþarft er að rekja hér raunir
Borgaraflokksins. Albert hvarf svo
sem kunnugt er til sendiherrastarfa
í París. Hann var andvígur aðild
flokksins að ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar og hefur lýst yfir
stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn.
Ingi Bjöm Albertsson og Hreggviður
Jónsson gengu í þingflokk sjálfstæð-
ismanna. Guðmundur Ágústsson,
þingmaður flokksins í Reykjavík,
hefur sagt að atkvæði sitt sé „ekki
lengur“ til sölu fyrir ríkisstjómina.
Júlíus Sólnes flokksformaður telur
að Ásgeir Hannes hafi gerst of
vinstrisinnaður þegar hann gekk til
samstarfs við Nýjan vettvang í borg-
arstjómarkosningunum. Með andláti
Benedikts Bogasonar hvarf „hinn
mikli hugmyndafræðingur í hópn-
um“, svo að vitnað sé til Ásgeirs
Hannesar, en hann tileinkar minn-
ingu Benedikts bók sína.
í bókinni em vandræði Borgara-
flokksins rakin af hreinskilni og virð-
ist ekkert undan dregið. Höfundur
nafngreinir fjölda einstaklinga og
dregur í dilka. Þegar hugað er að
framboði á skjön við Sálfstæðis-
flokkinn sýnist mér höfundur oftast
staldra við nöfn þeirra Ellerts B.
Schram ritstjóra og Guðmundar J.
Guðmundssonar verkalýðsforingja.
Hann tíundar einnig nöfn þeirra úr
Sjálfstæðisflokknum sem stóðu að
baki ríkisstjómar Gunnars Thor-
oddsens á sínum tíma og lýsir þýð-
ingarmiklu hlutverki sem hann taldi
sig gegna til að bæta áróðursstöðu
þeirrar stjómar í ijölmiðlum meðal
annars með ritun lesendabréfa. Því
miður er engin nafnaskrá í bókinni.
Mér virðist tilgangUr Ásgeirs
Hannesar með ritun þessarar bókar
einkum sá að skýra, hvers vegna
hann hafi komist upp á kant við
samstarfsmenn sína í Borgara-
flokknum. Ver höfundur miklu rúmi
til að ræða um framboð Nýs vett-
vangs og átök innan Borgaraflokks-
ins um það. Um suma einstaklinga
í Sjálfstæðisflokknum getur hann
aldrei rætt án þess að hreyta í þá
ónotum og hann talar einnig kulda-
lega eða hæðnislega um flesta sam-
starfsmenn sína í Borgaraflokknum,
virðist hann helst eiga samleið með
Óla Þ. Guðbjartssyni og Aðalheiði
Bjamfreðsdóttur. Ásgeir Hannes er
enginn áhorfandi að stjómmálum
eins og hann vill vera láta með und-
irtitli bókar sinnar heldur virkur
þátttakandi, þótt oft sé hann í felum
eða hafður þar eins og á framboðs-
lista Nýs vettvangs.
Krabbameinsfélag Austiir-
lands ræður starfsmann
KRABBAMEINSFÉLAG Austurlands hefur ráðið Þuríði Backman,
hjúkrunarfræðing, til starfa. Mun hún annast fræðslu mn krabbamein
og krabbameinsvamir og veita sjúkUngum og aðstandendum þeirra
stuðning og ráðgjöf. Þuríður mun hafa aðstöðu á heilsugæslustöðinni
á Egilsstöðum.
Krabbameinsfélag Austfjarða arfjarðar eystri. Frá næstu áramót-
hafði frumkvæði að ráðningu starfs- um verður helmingur kostnaðar
manns og nýtur til þess stuðnings greiddur af happdrætti Krabba-
frá Krabbameinsfélagi Fljótsdals- meinsfélagsins.
héraðs og Krabbameinsfélags Borg-
TÓmSTUnDRHÚSIO HP
Laugavegi 164, sími 21901
ÚRV/IM
Bílar - Bátar - Brúður -
Fjarstýrðir: Bílar, bátar og módel -
Plastmódel - MekKanó - Proskaleikföng
Barbie og Sindy brúður og brúðuhús -
Fisher price og Playwell
leikföng - Snjósleðar - Þotur - Úrval
annarra leikfanga fyrir alla aldurshópa.
Pú þarft ekki lengra en til okkar,
í ævintýra- og leikfangaland
Tómstundahússins.
Plari*Hl