Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
b
Hvað ber hæst í umræðunni um andleg málefni í dag?
Jólagjöf
þeirra sem vilja
fylgjast með /
Allt í senn:
★ persónulegur vitnisburður og
trúarreynsla,
★ túlkun á ýmsum veigamiklum
sannindum kristinnar trúar,
★ leiðbeiningar í bænum og
bænalífi.
Bók sem spyr áleitinna
Pðntunarsími (91) 25155
spurninga - og svarar
þeim.
Séra Halldór S. Gröndal var áberandi I
viðskiptallfinu á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, bæði hérlendis og erlendis. Á
miðjum aldri snéri hann sér að guö-
Iræðinámi við Háskóla (slands og lauk
embættisprófi 1972. Sama ár tók hann
prestvlgslu. Undanfarin 17 ár hefurséra
Halldór þjónað Grensásprestakalli.
* F^gefnTnheyrstu
antor *ÍZlna * lllir
*JHnmaTTtrani'
s,okun * oL( Bæn og
*efeA'neð
/W'Oefning
* Þ‘ál>inain onBhUnclur
íSs**"
Guð ekkihía*eJWr
TÁKN OG UNDUR eftir séra Halldór S. Gröndal
Jólamarkaöur Jötunnar:
Fjölbreytt úrval
Islenskar bækur
□ Tákn og undur / Halldór S. Gröndal -
□ Ljósblik liðinna daga / Ingibjörg
Sumarliðadóttir
□ Baráttan við heimsdrottna / Frank E.
Peretti
□ Ástin kemur / Janette Ole
□ Lifðu / Mari Lornér
. . . og margar fleiri
Barnabækur
□ i upphafi
□ Nói og flóðið
□ Drengurinn Jóhannes
□ Bernska Jesú
□ Perlubækurnar
□ Litla hafmeyjan
... og margar fleiri
. ta
M*1®^**** aö
Erlendar bækur á ensku
og norrænum málum
□ Biblíuhandbækur
□ Uppsláttarrit
□ Vakning Heilags anda
□ Barnauppeldi
□ Unglingavandamál
D Nýaldarhreyfingih
□ Óhefðbundnar lækningaaðferðir
Gjafavörur
□ Fallegir leirplattar með íslenskum og
erlendum áritunum
□ SPOR
□ Æðruleysisbænin
□ Krossar
□ Lyklakrókar
D Minnismiðar
□ Mannakornakrúsir
□ Orð Guðs tíl þín
Hljóðritanir
□ Fjölbreytt úrval af trúartónlist á hljóm-
plötum, diskum og snældum
□ Jólaspilið — Frábært nýtt íslenskt
spil fyrir alla fjölskylduna
□ Biblíuhulstur - Hulstur utan um
Biblíur
l/erslunin
Hótún2 105Reykjavik
simi: 25155
Dagar
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kazuo Ishiguro: DREGGJAR
DAGSINS. Sigurður A. Magnús-
son þýddi. Bjartur 1990.
Kazuo Ishiguro (f. 1954) er af
japönsku bergi. Hann fluttist sex
ára ásamt foreldrum sínum til Eng-
lands og hefur búið þar síðan. Hann
á framandi uppruna sameiginlegan -
með Salman Rushdie (Indland) og
Timothy Mo (Kína), en allir þessir
höfundar rita á ensku og á þá er
litið sem enska höfunda.
Til Japans hefur Ishiguro- oft
sótt söguefni og japanskar kvik-
myndir hafa verkað á hugarflug
hans, einkum myndir Kurosawa.
Aftur á móti er viðfangsefni hans
í Dreggjum dagsins (The Remains
of the Day) England fyrir og eftir
stríð og sérstaklega breskt því að
skáldsagan fjallar um ævi ensks
yfirþjóns eða bryta hjá heldra fólki.
Fyrir þessa skáldsögu sem kom út
í fyrra fékk Ishiguro Booker-verð-
launin sem er eftirsótt viðurkenning
í heimalandi hans. ,
í upphafi sögunnar eru tímamót
hjá yfirþjóninum Stevens. Gamli
húsbóndinn, Darlington lávarður,
er fallinn frá, en höll hans er nú
eign bandarísks auðmanns,
Farraday að nafni. Hann stingur
upp á því við þjóninn að hann bregði
sér í ferð um sveitir Vestur-Eng-
lands, sjálfur er hann á leið til
Bandaríkjanna í lengra ferðalag.
Stevens líst í. fyrstu ekkert á þetta,
en á endanum lætur hann tilleiðast
og ekur á brott í Fordbíl húsbónd-
ans.
Dreggjar dagsins lýsa þessari sex
daga ferð, mörgu því sem verður á
vegi Stevens, en gerist ekki síst í
hugarfylgsnum því að Stevens er
sífellt að rifja upp liðna tið þegar
hann starfaði fyrir Darlington.
Stevens er sögumaður, segir frá
í fyrstu persónu. Frásögnin er hæg
og afar nákvæm. í fyrstu er hún
tilbréytingarlaus og nokkuð þurr-
leg, en þegar líður á söguna eykst
spennan. Að lokum hefur lesandinn
fengið heilsteypta mynd af ævi
í lífi yfirþjóns
Kazuo Ishiguro
þjónsins og annars þjónustufólks
og um leið lífi ensku yfirstéttarinn-
ar. Það kemur á daginn að Darling-
ton lávarður hefur staðið í miðju
heimspólitískra ákvarðana og at-
burða. Höll hans hefur verið vett-
vangur sögulegra funda á árunum
fyrir stríð, háttsettir menn í bresku
stjórninni og fulltrúar þýskra
stjórnvalda hafa lagt á ráðin innan
veggja hallarinnar.
Meðan heimsmálin hafa verið
rædd í höllinni hefur yfirþjónninn
Stevens kappkostað að rækja störf
sín af skyldurækni og samvisku-
semi og afneita sjálfum sér eins og
góðum enskum þjóni sæmir. Um
sérkenni enskra yfirþjóna farast
honum svo orð:
„Stundum er sagt að raunveru-
legir brytai' fyrirfinnist einungis í
Englandi. í öðrum löndum eru að-
eins heimilisþjónar, hvaða titil sem
þeir kunna að bera. Ég hneigist til
að álíta að þetta sé rétt. Megin-
landsbúar geta ekki orðið brytar
af því þeir eru manntegund sem
skortir það tilfinningalega taum-
hald sem aðeins enski kynstofninn
ræður yfir. Meginlandsbúar — og
þú fellst væntanlega á að Keltar
yfirleitt séu sama marki brenndir —
geta að jafnaði ekki haft hemil á
sér þegar þeir verða fyrir sterkum
geðshræringum og geta því ekki
haft í heiðri faglegt hátterni nema
við aðstæður sem gera litlar kröf-
ur...“
Að dómi Stevens er virðuleiki
æðsta takmark yfirþjónsins. Hlut-
verk hans sem Stevens leikur aðdá-
anlega vel gerir tilfinningar útlæg-
ar, þar með hugsanlegt ástarævin-
týri með ráðskonunni. Hann hafnar
léttleika lífsins og allri gamansemi,
er háalvarlegur hvað sem á geng-
ur, en í lok sögunnar er eins og
hann öðlist innsýn í hið spaugilega
og ætli að notfæra sér nýja reynslu.
Ferð Stevens um England á
Fordinum, það að hann er af ýmsum
ástæðum neyddur til að hafa sam-
skipti við annað fólk breytir viðhorf-
um hans, víkkar sjóndeildarhring-
inn. Um leið og hann sér hið póli-
tíska makk í Darlington-höll í nýju
ljósi, það sem honum vissulega bar
að láta afskiptalaust og lifði sam-
kvæmt því, afhjúpast einkalíf hans
að vissu marki og hann skilur að
hann hefur í raun ekki lifað lífi sínu
nema til hálfs. Hið virðulega hlut-
skipti að þjóna öðrum, standa vörð
um húsbóndann, hefur svæft hið
mannlega í honum, tilgangurinn
hefur gert hann að blóðlausu verk-
færi.
í Dreggjum dagsins eins og fleiri
skáldsögum Kazuo Ishiguro er það
sem raunverulega gerist falið milli
línannna, hófstilling setur mark á
frásögnina. Þessa fagurfræðilegu
afstöðu rekja sumir gagnrýnendur
til japansks uppruna höfundarins.
Skáldsagan er af þeirri gerð sem
byijar að lifa sínu sjálfstæða lífi
að lestri loknum.
Þetta er óvenjuleg saga, samin
af mikilli leikni og listrænum metn-
aði.
Sigurður A. Magnússon sem hef-
ur þýtt Dreggjar dagsins er í þeim
vanda staddur að færa tungutak
enska yfirþjónsins yfír á íslenskt
mál. Engin hefð er fyrir hendi í
þessu sambandi, við vitum ekki
hvernig íslenskir yfirþjónar (slíkir
sem Stevens eru ekki til hér) tala.
Sigurður getur því leyft sér visst
fijálsræði og það gerir hann. Þrátt
fyrir ýmsa umdeilanlega staði í
þýðingunni er hún yfirleitt læsileg.
Ljúflingsljóð
Guðrún Guðlaugsdóttir
____________Bækur___________________
Kjartan Árnason
Guðrún Guðlaugsdóttin Skip
vonarinnar. Ljóð, 44 bls. Orn og
Örlygur 1990.
Þetta er látlaus bók, ljóð hennar
eru laus við ögrun og ágengni.
Blærinn er ef til vill svolítið angur-
vær í aðra röndina en kíminn í hina.
Úr þessu verður hin ljúfasta blanda.
Ljóð Guðrúnar eru ekki beinlínis
myndræn, hún leggur meiri áherslu
á líkingar og hugdettur sem henni
tekst víðast að búa í hnyttinn og
skemmtilegan búning.
Eftir því sem ég eldist
virðist æ styttra milli jóla.
Bráðum tekur því varla
að taka niður jólaskrautið.
Síðast var ég rétt búin að
bera það fram í geymslu
þegar aftur þurfti að sækja það
því enn voru komin jól.
það stefnir allt í hið óumflýjanlega
- að það riki eilíf jól.
(Jól eilífðarinnar)
Bókinni skiptir Guðrún í sex
kafla og eru 2-6 ljóð í hverjum,
tuttugu og fjögur ljóð alls. Hver
kafli hefur sitt þema: tímann, ást-
ina, æskuna, hafið — einnig stuttur
kafli um tré, annarsvegar lifandi,
hinsvegar útlend tré „föst/ í fangi
malbiksins,/ upphöggnir útlagar/
án laufs og lima.“ Þetta eru vitan-
lega Rafmagnsstaurarnir. Þarna er
líka lítill' kafli úr sundlaugunum.
Það verður að teljast nokkurt ný-
næmi að þessum sundljóðum Guð-
rúnar og í sjálfu sér ekki hversdags-
viðburður að ort sé um þann hvers-
dagslega stað sundiaugina. Það
gæti meiraðsegja verið gaman að
heyra meira frá þessum stað.
í heita pottinum
fljóta höfuðin ofan á vatninu
og virðast laus
frá líkamanum.
Sjöslæðusundkonan
gæti safnað þeim
á silfurfat
sem heiðurslaunum
frá honum
sem horfír á alla synda.
. (í heita pottinm)
Hér tekst Guðrúnu vel að snúa
sjálfsögðum viðburði — baði í heit-
um potti — uppí dulúðuga athöfn.
Sjöslæðusundkonan verður umsvif-
alaust að dóttur Heródísar sem fyr-
ir áeggjan. móður sinnar krafðist
höfuðs Jóhannesar skírara í dans-
laun af Heródesi — sem horfði á
hana dansa. Að öðrum ljóðum bók-
arinnar'ólöstuðum þykja mér sund-
ljóð Guðrúnar einna athyglisverð-
ust, kannski vegna þess að það kom
mér á óvart að sjá mennina í pínu-
lftið öðru Ijósi gegnum svo hvers-
dagslegt athæfi.
Einsog áður segir bregður líking-
um gjarna fyrir í Skipi vonarinnar.
Stundum eru þær gamalkunnar,
t.d. í Trénu í garðinum þarsem
manninum er líkt við tré og hverful-
leiki lífsins birtist í líki laufsins.
Annarsstaðar er útfærslan hugvit-
samleg, líktog í Ástarvígstöðvunum
þarsem ástinni er líkt við vígvöll:
„Það er tíðindalaust/ á ástarvfg-
stöðvunum/ um þessar mundir. /.../
Þá gefast tækifæri/ til að grafa þá
dauðu/ og binda um blæðandi
hjartasárin.// En það verður að
taka áttir/ því vænta má nýrrar
sóknar/ á annan hvorn veginn.//
Friður er stundum verri en stríð/
fyrir ástina./ Þá renna upp tímar
faliandi gengis.“
Skip vonarinnarer ljóðið sem ljær
þessari bók nafn. Það greinir frá
því hvernig vonin fölnar eftir því
sem á líður, hvernig skipið hættir
að vagga mjúklega en tekur að
höggva í ölduna, hvernig hvít seglin
falla — „Sveittum galeiðuþrælum/
sóttist róðurinn þunglega/ þrátt
fyrir svipuhögg alvaldsins.“ Þessi
tónn er svolítið sér á báti í bókinni
— öðru jöfnu er tónn ljóðanna hlý-
lega kæruieysislegur þótt sumstað-
ar örli á kaldhæðni — en hér dreg-
ur bölsýnin vonina í kaf og drekkir
henni. Þess vegna fínnst mér full-
mikil slagsíða verða á bókinni með
því að gefa henni nafn eftir þessu
ljóði.