Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
Meulenberg
Bókmenntir
ErlendurJónsson
MARTEINN MEULENBERG
Hólabiskup. 159 bls. Þorlákssjóð-
ur. Reykjavík, 1990.
Til minningav um fyrsta biskup
kaþólskra á Islandi eftir siðaskipti,
stendur á titilsíðu. Hér er sem sagt
ekki um samfellda biskupasögu að
ræða, aðeins minningarrit. Safnað
hefur verið saman greinum sem
skrifaðar vom um Meulenberg bjsk-
up, lífs og liðinn, eftir sundurleitan
hóp höfunda. Sumt er tekið upp úr
blöðum. Svo er t.d. um tvær grein-
ar sem Jónas Jónsson skrifaði í
Tímann 1940 og 1941. Þær heita
Kaþólskur kirkjuhöfðingi og Landa-
kotskirkja. Þó Jónak væri. sam-
vinnumaður mat hann einstaklings-
framtak. Flest skrif hans fjölluðu
um menn, einkum afreksmenn á
ýmsum sviðum. Söguhyggja var
líka runnin honum í merg og bein.
Þannig leitaðist hann einatt við að
sjá fyrir sér hvernig sagan mundi
dæma menn og málefni. Hann dáð-
ist að Meulenberg vegna fram-
kværhda þeirra sem hann stóð fyr-
ir. Kaþólska kirkjan á Landakots-
hæð þótti honum bera vitni um stór-
hug og skörurigskap. Ekki höfðu
þá risið veglegri hús í Reykjavík.
Hafði þessi útlendingur ekki þar
með skráð nafn sitt á spjöld íslands-
sögunnar? Og ekki spillti að Guðjón
Marteinn Meulenberg
Samúelsson hafði teiknað. En verk
Guðjóns voru Jónasi mjög að skapi.
Vissulega var framtak Meulen-
HLJÓMPLATA, KASSETTA OC CEISLADISKUR
Björk Guðmundsdóttir ósamt
Triói Guómundar Ingólfssenar flytja
perlur úr safni islenskrar dægurtónlistar.
Lögin hljóta nýtt iif i meóförum
fjórmenninganna.
Hér gefst mönnum tækifæri til aó upplifa
ógleymanleg dægurlög meó
einstökum listamönnum.
Smekkleysa, pósthólf 710, 121 Reykjavík
Gling
\ -
Björk Cuðmundsdóttir & tríó Gubmundar Jngól
SMEKKLEYSA KYIUIUIR
Gling-gló
bergs því lofsamlegra að söfnuður
kaþólskra í Reykjavík var þá enn
næsta fámennur. Jónas var í eðli
sínu rómantískur. Skrautið í kaþ:
ólsku kirkjunum heillaði hann. í
samanburði við þær væru mót-
mælendakirkjurnar einungis »fund-
arsalir«.
Þá eru ekki síður merkilegar
endurminningar þær sem séra Sig-
urður Pálsson ritaði um Meulen-
berg. Séra Sigurð langaði að kynn-
ast kaþólskunni og leitaði til Meul-
enbergs sem þá var ekki enn orðinn
biskup. Séra Sigurður lofar ljúf-
mennsku kaþólikkans og dóm-
greind. Það var um þær mundir að
hingað til lands kom Rossum
kardínáli, einn af æðstu mönnum
kaþólsku kirkjunnar. Séra Sigurður
hafði þá nýlega eignast kirkjusögu
Finns biskups sem prentuð var
1772, sannkallað fágæti. Trúað
hafði hann Meulenberg fyrir þeirri
heppni sinni. Meulenberg kvaddi
nú dyra hjá séra Sigurði og var
erindið »að fala þessar gersemar
fyrir kardínálann sem var meira en
lítið viðkvæmnismál því að ritverk
þetta var þá talið með öllu ófáan-
legt og væri það einhvers staðar
til kostaði það of fjár«. Málalok
urðu samt þau að kardírtálinn fór
með kirkjusöguna og er hún von-
andi vel geymd í bókasafni páfa-
garðs.
Meðal annars efnis er svo þarna
viðtal sem Vilhjálmur S. Viihjálms-
son átti við biskupinn, hugleiðing
eftir Guðbrand Jónsson sem var
kaþólskur heimsborgari og hafði
víða farið, og minningabrot eftir
Sigurveigu Guðmundsdóttur, en
hún varð ung að leggjast inn á
Landakotsspítalann vegna berkla-
veiki. Aðhlynning sú, sem hún hlaut
þar hjá systrunum og andblærinn
í stofnuninni hafði þau áhrif að hún
ákvað að nota tímann til að fræð-
ast um kaþólskuna. Og dag einn
var hvorki meira né minna en sjálf-
ur biskupinn kominn inn á gólf til
hennar, »maður lágvaxinn í svartri
hempu með rauðum bryddingum
og gullkross í festi á bringu. Á
hægri hendi bar hann digran gull-
hring með afarstórum ametyst-
steini. Hann hafði rauða kollhúfu á
höfði, gráskeggjaður en hafði sjá-
anlega verið rauðbirkinn«, segir
Sigurveig. Þokkalega glögg mann-
lýsing eða hvað? Og reyndar meira
en svo!
Ekki þurfa kaþólskir hér að vera
upp á aðra komnir í bókagerð því
prentuð er bók þessi í prentsmiðju
St. Franciskussystra í Stykkis-
hólmi. Er ekkert nema gott um
vinnu þeirra að segja. Hins vegar
hefur tekist svo báglega til að efnis-
yfirlit hefur hrapallega brenglast,
vísar hvarvetna á skökk blaðsíðutöl
svo miklu munar.
Ástfangin
upp fyrir haus
Bækur
Kjartan Árnason
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir: Ég
hugsa eins og þið. Ljóð, 36 bls.
Sóllilja 1990.
Ásdís Jenna er óvenjulegt skáld.
Hún er það vegna þess að sjónar-
horn hennar er ekki venjubundið,
hún horfir á lífið frá annarri hlið
en flestir aðrir. Aftan á bók hennar
segir: „Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
fæddist þann 10. janúar 1970. Hún
fékk fyrirburagulu, sem olli heila-
lömun. Hún hefur ekki stjórn á
hreyfingum handa og fóta, en
stjórnar rafmagnshjólastól og ritar
á tölvu með því að styðja á takka
með hökunni." Það þarf talsverðan
kjark og þrautsegju til að yrkja við
þær aðstæður sem Ásdís Jenna býr
við, þegar hugurinn er svo langt á
undan öllum hreyfingum, líkaminn
virðist dragbítur á alla hugsun.
Ásdís Jenna yrkir vitaskuld mikið
um aðstæður sínar og hún gerir það
beiskjulaust. Sorg hennar og ör-
vænting er tær.
Að sigra
Stundum kemur örvæntingin
til mín eins og refsinom
og öskrar í eyru mín:
Þú getur ekki gengið
þú getur ekki notað
hendur þínár
Þegar sorgin sker hjarta mitt
heyri ég hlýja rödd hvísla:
Hugur þinn skynjar heiminn
í sárustu sorg og dýpstu gleði.
Og ég finn kærleika umvefja mig
í nálægð vina minna
eins og stjömur jóla
sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
Og lífsgleði mín kemur á ný
og sigrar.
I bókinni eru einnig nokkur
ljóð um vorið, sumarið og fugla
himinsins, vini og ástvini allt skoðað
úr rafmagnsstólnum hennar Ásdís-
ar Jennu og gætt því sérstæða
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
skynbragði sem hún ber á um-
hverfí sitt — skynjun sem virðist
föjskvalaus einsog sorg hennar.
Sumstaðar koma fram ofurlítil von-
brigði og tregi yfir einangruninni:
„Lítið barn/ horfir á mig./ Og ég
veit/ að það hugsar/ af hveiju/
getur hún ekki/ gengið.“
Það er hægt að bregðast við fötl-
un sinni á ótal vegu og láta hana
hafa öll þau áhrif á líf sitt sem
maður vill — til góðs eða ills. Ásdís
Jenna velur þessa leið:
Ég elska að lifa
lífið er dásemd,
andinn í okkur
deyr aldrei
hann lifir um eilífð.
(Ást á lífinu)
Einlægur tónn ljóðanna í þess-
ari bók og ást höfúndarins á lífinu
og mönnunum eru atriði sem gaman
væri að sjá oftar í íslenskum ljóðum
— einkum séu þau sett fram væmni-
laust einsog hér. Fötlun er engin
trygging fyrir því að menn læri að
meta lífið. En þegar hún gerir það
er ástin skilyrðislaus. Einsog þegar
ástin greip Ásdísi Jennu í vor.
Ástin er eins og fiðrildi
sem flögrar á milli blóma.
I vor kom fiðrildið til mín
og ég flögraði á milli blóma
ástfangin upp fyrir haus.
HtotgtiitMaftift
Metsölublað á hverjum degi!