Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
21
Hróp og köll, spenntir verðbréfamiðlarar, síbreytilegt verð; allt þetta til-
heyrir kauphöllum úti í hinum stóra heimi.
Nú hafa þessir fjarlægu atburðir færst örlítið nær okkur, því íslendingum er
nú í fyrsta sinn heimilt að kaupa og eiga erlend hlutabréf.
Fjárfestíð 1 helstu kaup- höllum heimsins með VIB
VÍB býöur nú viðskiptavinum sínum
og öðrum fjárfestum að taka þátt í ávöxtun
hlutabréfa í helstu kauphöllum heimsins
í gegnum Verðbrélasjóði VIB.
Erlendar eignir nýrra Sjóðsbréfa eru
ávaxtaðar í hlutabréfum erlendra fýrir-
tækja með nánast sama vægi og fyrir-
tækin hafa í hlutabréfavísitölum á við-
komandi markjiði. Sjóðir sem þessir
nefhast vísitölusjóðir.
' Þegar er hafin sala á Þýskaiandssjóði
og Evrópusjóði en síðar verða í boði Bret-
landssjóður og Ameríkusjóður.
Markaðurinn ræður ferðinni
Hlutabréfaeign vísitölusjóða er höfð í
sem líkustum hlutföllum og hlutabréf í
viðkomandi markaðsvísitölu.
Verðbreytingar erlendra eigna sjóð-
anna eru því samstíga vísitölunni eða því
sem næst.
I vísitölusjóðum kemur hludægt mat
manna hvergi við sögu við val hlutabréf-
anna því þeir eru samsettir úr fyrirfram
ákveðnu úrvali þeirra hlutabréfa sem liggja
að baki viðkomandi vísitölu.
Fjárfestingarstefna vísitölusjóðanna
byggist þannig á því að færa sér í nyt allar
þær upplýsingar sem aðrir fjárfestar á
markaðnum hafa samtals.
London
París,
cWall
Street.. •
Armúli
Þýskalandssjóður:
Erlendareignir Þýskalandssjóðsins eru
ávaxtaðar í hlutabréfum þýskra fyrírtækja
í því sem næst sömu hlutföllum og í Þýska-
landsvísitölu Financial-Times. Eriendar
eignir sjóðsins munti því fylgja náið hluta-
bréfavísitölu þýskra hlutabréfa.
Evrópusjóður:
Erlendar eignir Evrópusjóðsins munu
á sama hátt fylgja Evrópuvísitölu Financial
Times. Eignir sjóðsins eru því samsettar úr
hiutabréfum fyrirtækja í Qölmörgum
löndum á meginlandi Evrópu. Fyrst í stað
verður fjárfest í fyrirtækjum í Frakklandi,
Sviss og Hollandi, en eftir því sem sjóðurinn
stækkar verður öðrum löndum bætt við.
*
Avöxtun vísitölusjóða
Reynslan hefursýntaðumtveirþriðju
verðbréfesjóðasem ekki eru vísitölubundn-
ir eru að jafhaði með lakari ávöxtun en
sem nemur vísitölunni og aðeins þriðjung-
ur ermeð betri ávöxtun. Samkvæmtlögum
verða allir íslenskir verðbréfasjóðir að
ávaxta minnst 11% eigna sinna í spari-
skírteinum ríkissjóðs. Vegna þess sem og
breytinga á gengi íslensku krónunnar,
verður ekki bein samsvörun á milli kaup-
hallarvísitölunnar og ávöxtunar sjóðanna.
Erlendir og innlendir sérfrædingar
Við kaup á erlendum hlutabréfum nýtur VÍB aðstoðar og ráðgjafar
hlutabréfasérfræðinga austurríska bankans Lánderbank og bresks
dótturfyrirtækis hans Barbican Capital Management. Lánderbank er
einn af stærstu og virtustu alþjóðabönkum Austuríkismanna og Barbi-
can hefur mikla reynslu í rekstri vísitölusjóða um allan heim.
Ráðgjafar VÍB hafa kynnt sér vel það helsta sem er að gerast á
erlendum hlutabréfamarkaði og veita allar nánari upplýsingar um
viðskipti með erlend verðbréf og eiginleika Þýskalands- og Evrópusjóðs.
Verið velkomin í afgreiðslu VÍB í Ármúla 13a,
eða hringið í síma 91-681530.
✓
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 ReykJavfk. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.