Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
Setið fyrir ráðherra
_____Bækur
Eðvarð Ingólfsson
Anders Bodelsen: Kóbraárásin.
Sigurður Arason og Þórdís Guð-
jónsdóttir þýddu. Orn og Örlyg-
ur 1990.
íslenskir unglingar ættu að
kannast vel við Anders Bodelsen,
einn kunnasta spennusagnahöf-
und á Norðurlöndum. Bækur hans
hafa verið notaðar við dönsku-
kennslu hérlendis og nokkrar
þeirra hafa verið þýddar á
íslensku. Fyrir stuttu bættist ný
bók, Kóbraárásin, í hóp þýddra.
Hún kom fyrst út í Danmörku
fyrir réttum 15 árum.
Bodelsen sækir hugmyndina að
þessari sögu í raunsæi líðandi
stundar. Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, er væntan-
legur til Kaupmannahafnar. Fjöl-
skylda einnar söguhetjunnar á
heima í húsi skammt frá hrað-
brautinni sem Kissinger mun aka
um. Hryðjuverkamenn, útsendarar
ónafngreinds Arabaríkis, taka ijöl-
skylduna í gíslingu og hafa bæki-
stöð sína í húsinu. Þeir hafa í fór-
um sínum svokallaðar kobra-eld-
flaugar sem eiga að geta grandað
bílalest utanríkisráðherrans.
Atburðarásin er hröð og sagan
spinnur sig vel áfram. Strax í
upphafi bókarinnar er gefið til
kynna að eitthvað dularfullt sé að
gerast í tengsium við komu Kissin-
gers. Þannig grípur hún strax at-
hygli lesaridans og spennan eykst
jafnt og þétt. Flækjurnar eru bæði
einfaldar og góðar. Lesandinn er
því alltaf’vel með á nótunum.
Aðalsöguhetjur bókarinnar eru
þrír 13 ára drengir. Þeir eru síður
en svo „fyrirmyndarpiltar". Einn
þeirra hefur hnuplað nokkrutn
myndabæklingum úr verslun án
þess skammast sín fyrir það. Þeir
reykja og drekka í laumi og móðir
eins þeirra sem kemst að því hlær
bara að þeim! Undarleg afstaða
foreldris sem ætti ekki að láta sér
standa á sama um velferð af-
kvæmis síns! Á öðrum stað segir
að einum drengjanna hafi þótt
„rauðvín gott, en var eiginlega
ekkert mjög hrifinn af bjór“. Svo
er það ekkert rætt frekar. Hrædd-
ur er ég um að íslenskur barna-
bókahöfundur, sem drægi upp
svona jákvæða mynd af tóbaks-
og áfengisneyslu ungmenna, fengi
orð í eyra frá mörgum foreldrum.
Það vill til að þessi þáttur vegur
ekki þungt í sögunni.
Ekki get ég fellt mig við þýð_-
ingu bókarinnar að öllu leyti. Á
köflum er hún góð en annars stað-
ar hefði þurft að slípa textann
betur. Dæmi: „Maðurinn kom ekki
aftur að rúmi Friðriks fyrr en
ekki heyrðist lengur til þyrlunn-
ar.“ (Bls. 69.) Ánnað dæmi: „En
svo fann mamma hans upp á því
að hún ætlaði að vera heima ...“
(Bls. 110.) Einnig er fremur þreyt-
andi að sjá sérnöfnin endurtekin
með stuttu millibili en það er mjög
algengt í þessari þýðingu. Dæmi:
„Foreldrarnir fylgdu Wechs-
Anders Bodelsen
elmann niður og stuttu síðar
heyrði Friðrik Wechselmann setja
bílinn í gang.“ (Bls. 83.) Textinn
verður lipurri þegar persónufor-
nafnið „hann“ leysir sérnafnið af
hólmi þar sem því verður komið
við. Annað dæmi má nefna um
hvimleiða endurtekningu orða:
„... á pallinum hafði verið komið
fyrir sex eldflaugum. Eldflaugarn-
ar sex lágu hlið við hlið.“ (bls.
88.) Af þessum dæmum, sem ég
hef nefnt, er greinilegt að þýðend-
urnir hafa reynt að þýða textann
frá orði til orðs — en það á vita-
skuld ekki að gera. Þeir eiga að
„endursegja" söguna á góðri og
vandaðri íslensku enda þótt
hnökra sé að finna í frumtextan-
um.
En allt um það. Þegar horft er
fram hjá þessum göllum verður
ekki dregin dul á að hér er á ferð
góð afþreyingar- og spennubók
sem unglingar ættu að kunna vel
að meta. Anders Bodelsen bregst
lesendum sínum ekki frekar en
fyrri daginn.
Laugavegi 15, Auslurstræti 3, Kringlunni 8-12 og sérverslun með undirföt og náttföt Laugavegi 8
VÖRUR OKKAR ERU FRÁ ÞEKKTUSTU TISKUHÚSUM EVRÓPU.
lirfatnaður og
náttfatnaður veitir yndi
og sérstaka ánœgju
Oviðj afnanlegtir konur
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Valkyrjur og varkvendi
Höfundur: Margaret Nicholas
Þýðandi: Atli Magnússon
Útgefandi: Fróði hf.
Þær eru ekki margar konurnar
— í gegnum tíðina — sem hafa
náð að vekja nægilega athygli til
að komast á spjöld sögunnar. Og
oft hef ég spurt mig hvers vegna.
En svo kemur þessi bók út — um
konur sem einmitt hafa náð að
verða frægar — og það með end-
emum.
Við lestur bókarinnar varð mér
oft hugsað til þess sem sagt hefur
verið að ekkert þætti frásagnar-
vert, nema það sem felur í sér
neikvæðar fréttir, eða illsku; jafn-
vel skólabækur barna væru upp-
fullar af mönnum sem hafa orðið
frægir fyrir að myrða, drepa,
kúga, ræna og rupla. Þessi bók
er nefnilega um konur sem hafa
getið sér slæmt orð og eru því
nánast ódauðlegar.
Bókinni er skipt niður í sjö
kafla; hjákonur, hneykslanlegar
eiginkonur, þjófar og stigamenn,
harðstjórar, ofstækiskonur, norn-
ir, drottningar morðlistarinnar og
í lokakaflanum er fjallað um konur
sem voru ráðgáta. Alls er fjallað
um 29 konur, allt frá tímum
Ágústusar keisara í Rómaborg, til
þessarar aldar. En hér er ekki
verið að gera neina heildarúttekt
á þessum konum, heldur eru i
bókinni stutt æviágrip þeirra —
maður gæti ímyndað sér að upp-
haflega hefðu þetta verið blaða-
greinar.
Það sem allar þessar konur eiga
sameiginlegt, er að strax á ungl-
ingsaldri virðast þær hafa verið
sérstæðar á einhvern hátt: Lygi-
lega fagrar, skemmtilegar, eða
með sterkan persónuleika sem gaf
skít í allar hefðir samfélagsins,
lygnar, undirförlar, flestar hégóm-
legar, valdasjúkar og veikar fyrir
óhóflegum munaði. Nema kannski
konurnar í ofstækiskaflanum. En
hvað sem má slæmt um þær segja,
verður að viðurkennast að þær
hafa allar verið alveg óviðjafnan-
legar — í frásögninni af þeim,
heldur maður óhjákvæmilega með
þeim. Ofyrirleitni þeirra er svo
yfirgengileg að ekki er hægt ann-
að en hlæja. En það er eins og
skáldið sagði: „í draumi sérhvers
manns er fall hans falið.“ Flestar
þessara kvenna náðu að láta
drauma sína rætast. Það er að
segja að þeim mörkum sem samfé-
lagið þoldi, af fjárhagslegum
ástæðum, siðferðilegum eða trúar-
legum. Margar hverjar náðu
toppnum á unga aldri og þá var
ekki nema ein leið niður. En það
er vel hægt að ímynda sér hvaða
áhrif þessar kerlur höfðu á sína
samtíð, þegar maður getur hrifist
af því einu að lesa um þær, sérs-
taklega konur eins og hjákonuna
Coru Pearl, hneykslánlegu eigin-
konuna Jane Digby, sem var búin
að vera ástkona eða eiginkona
mektarmanna frá flestum löndum
Evrópu, áður en hún gerðist bed-
úínafrú í Sahara, harðstjórana
Livíu og Katrínu miklu — sem
hlýtur að vera rrieð klárari konum
sem uppi hafa verið.
En allt eru þetta ótrúlegar kon-
ur og maður veltir því fyrir sér
hvort þær hafi ekki verið ijóminn
af kvenstofni aldanna, vegna þess
að þær hafi séð í gegnum tvöfalda
siðferðið og haft manndóm í sér
til að notfæra sér það — allavega
er þetta skemmtileg afþreyingar-
bók. Þýðingin er sæmileg en pró-
farkalestur hefði verið nauðsyn-
legur.
Skalat maður rúnir rista
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Gullkorn dagsins.
Fleyg orð og erindi
Ólafur Haukur Árnason valdi
Útg. Hörpuútgáfan 1990
Hér hefur skrásetjari Ólafur
Haukur Árnason valið jafnmargar
tilvitnanir og dagar eru í ári, en
ekki verður þó séð að einhver
ákveðin „stefna" ráði því hvernig
hann raðar hinum fleygu orðum
inn á dagana. Hann segir réttilega
að það væri ekki vandaverk að
fínna jafnmargar tilvitnanir í Bibl-
íunni, í verkum Einars Ben.,
Hallgríms Péturssonar eða í Háva-
málum en hann hefði ekki valið
þá leið.
Inntak þeirra orða sem Ólafur
Haukur Árnason velur snýst um
manninn í flókinni veröld, eins og
hann orðar það. Satt og rétt svo
langt sem það nær. Samt þykir
mér ekki alls kostar sem samræm-
is gæti, það er engu líkara — og
væri í sjálfu sér afar eðlilegt —
en hann hafi átt svo erfitt með
að gera upp á milli gullkornanna
að þau verða eins og dálítið tæt-
ingsleg og tilviljanakennd. Það
má vera að óþarft hafi vérið talið
að bókin væri stærri en sannleik-
urinn er sá held ég að hafi fólk
áhuga á fleygorðabókum þolir það
stærri skammt og leitar jafnvel
eftir til samsvörunar við sínar eig-
in hugrenningar.
Föng eru sem sagt dregin að
úr ýmsum áttum og margt vel
sagt. Mér fannst of mikið af hefð-
bundnum gullkornum eða kannski
réttara sagt mikið notuðum fley-
gyrðum og hefði höfundur getað
verið kostbærari og frumlegri í
vali sínu.
Eg nefni „Allt er í heiminum
Ólafur Haukur Árnason
hverfult" „Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar“ „Margur verður af
aurum api“ „Römm er sú taug er
rekka dregur föðurtúna til“ og eru
þetta þó auðvitað hin gegnustu
sannindi. Höfundur hefur augljósa
aðdáun á mörgum spaklegum orð-
um sem Þórarinn Björnsson, áður
skólameistari á Akureyri, lét falla
í ræðu og riti og að makleikum
en þau eru full mörg miðuð við
hve afmörkuð bókin er. Sömuleiðis
er oft vitnað í Hávamál og þá fé-
laga Einar Benediktsson og Step-
han G. Stephansson. Margir góðir
erlendir og innlendir málshættir
og fræg orð frægra manna • er
þarna að finna og á henni má
græða en það hefði að mínu mati
verið ávinningur ef hún hefði ver-
ið fyllri.
Bókin er fallega úr garði gerð
af hálfu Hörpuútgáfunnar. Skráin
aftast í bókinni er gagnleg.