Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
NORÐMANNSÞINUR ER JÓLATRÉÐ
SEM EKKI FELLIR BARRIÐ
NÝTT
greidslukoRýa-
tlWABIL
Hefnd til hvers?
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Nina Berberova: Undirleikarinn
Árni Bergmann þýddi
Útg. Mál og menning 1990
Unga stúlkan Sonja elst upp
hjá móður sinni á thnum byltingar-
innar í Rússlandi. Föður sinn þekk-
ir hún ekki. Móðir hennar hefur
numið pianóleik og svo fer þrátt
fyrir bágar aðstæður móðurinnar
að telpan fetar í fótspor hennar.
En sjálfsagt dreymir þær báðar
mæðgurnar að Sonju bíði framinn
og frægðin sem aldrei féll móður-
. inni í skaut. Sonja er þjökuð af
tilfinningu um eigin lítilmótleika
og lesandi skynjar brátt að hennar
hlutskipti hljóti að verða í skugg-
anum hversu góður tónlistarmaður
sem hún er.
Hún er ráðin undirleikari hjá
frægri söngkonu, Maríu Nik-
olajevnu, sem er um flest and-
stæða Sonju; fegurð og sjálfsör-
yggi, hæfileikar og hrífandi við-
mót.Það er aðeins spurning um
hvenær ekki hvort hún ieggur
heiminn að fótum sér. Maður
hennar, Pavel Fjodorovítsj, elskar
konu sína og tilbiður. Á heimilinu
er allt til alls og hljómleikaferðir
og tónleikar við hvert fótmál.
Og hvernig á nú stúlka með
útlit og vanmetakennd og öryggis-
leysi Sonju að geta fallið inn í
þennan heim dýrðar og nægta. I
henni togast aðdáunin á söngkon-
unni og innri ófullnægja, blönduð
öfund í fyrstu en breytist síðan
hægt og sígandi í hatur. Hún verð-
ur þess fljótlega áskynja að líf
Maríu Nikolajevnu er líklega ekki
jafn unaðslegt og það lítur út.
Getur verið að hún beri harm í
brjósti, að hún sem hefur allt og
getur allt þjáist af óhamingju-
samri ást?
Sonja áttar sig á vansældinni
og kvölinni sem söngkonan býr
við, en það verður ekki til að
mýkja hug hennar, þvert á móti
er engu líkara en hún bíði eftir
því með þijóskulegri þolinmæði
að sá dagur renni upp að hún
geti hefnt sín á henni. Hefnt sín
vegna síns eigin vanmáttar en
ekki sakir þess að söngkonan komi
illa fram við hana og hún eigi
henni sem slíkri grátt að gjalda.
Þessi neikvæða kennd fer langt
með að taka af henni ráðin og
þegar hún kemst á snoðir um að
María Nikolajevna heldur enn
Nina Berberova'
sambandi við manninn sem hún
elskar svona ofurheitt magnast
með henm þörfin til að ná sér niðri
á henni. í skilnings- og þroska-
leysi sínu skilst henni ekki að það
er ekki hennar að hefna hér. Enda-
lokin hljóta aðrir að sjá um. Þar
með stendur hún uppi, sigruð eina
ferðina enn og hefur glatað öllu
og þar með sjálfri sér.
Þessi yfirlætislausa bók er
býsna máttug lesning og þýðing
Árna Bergmanns virðist prýðilega
gerð.
Fortíðar-
og sveitaróman
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Skuggarnir í fjallinu
Höfundur: Iðunn Steinsdóttir
Útgefandi: Almenna bókafélagið
Sagan hefst uppi í fjalli, þar sem
þær Sara og Una, sex og sjö ára,
sitja uppi í fjalli, rétt ofan við bæinn
þar sem þær búa. Veröldin virðist
smá, svo smá að þær geti jafnvel
tekið húsin upp. Það er farið að líða
á daginn og þær sjá hvar skuggarn-
ir læðast niður eftir fjallshlíðinni og
Una heldur því fram að þetta séu
krumlurnaf á ljóta karlinum; Inga
systir hennar hafi sagt það og hún
sé orðin tíu ára. Þær vinkonurnar
taka því á rás og hlaupa í ofboði
niður hlíðina og heim til sín.
Til sögunnar koma amma og afi
Unu og tvíburarnir Binni og Þórir,
sjö ára, seny eiga systurina Hildu,
þrettán ára. í upphafi sögunnar eru
foreldrar Söru á leið til Reykjavíkur,
þar sem mamma hennar á að leggj-
ast á sjúkrahús. Sara á að vera hjá
frænku sinni úti á Tanga, sem er
ógnvænlegur hluti þessa litla bæjar
úti á landi, því þar búa villingarnir,
Iðunn Steinsdóttir
einkum Valdi. Þær Una og Sara fá
því framgengt að Sara fái fremur
að búa hjá ömmu og afa Unu. Þar
sem Una er að byija í vorskóla, ásamt
tvíburunum, lítur út fyrir að Sara
verði heldur einmana. En amman og
mamma Unu koma því til leiðar að
Sara fái að vera með í vorskólanum.
Þar kynnast þær Dögg, sem er einka-
barn og með ákaflega fallega dökka
slöngulokka. En hún er leiðinleg
frekja og væluskjóða og þær stöllur
vilja ekkert hafa saman við hana að
sælda, lengi framan af.
Það gerast mörg skemmtileg atvik
í skólanum, til dæmis þegar Sara les
reiprennandi upp úr sögunni um
Stubb. Þegar hún, í næsta tíma, á
að lesa eitthvað annað, kemur í ljós
að hún kann alls ekki að lesa, hún
kunni bara Stubb utanað.
Sagan gerist um sumar og tími
bókarinnar er lok seinni heimsstyij-
aldarinnar. í þessu Iitla bæjarfélagi
er heilmikið safn af fólki — allskyns
fólki. Þar er Lína sáluga, sem er
ekki heil á geðsmunum, meinlaus en
þó alltaf með einhveijar hótanir, til
dæmis að breyta fólki í rottur. Einar
í kolunum; karlinn sem kemur með
kol jil hitunar á hestakerru, hann
er alltaf svartur, en skemmtilegur
karl sem krakkarnir dá. Jóhann blóð-
lausi og Hannes órólegi sem einnig
eru það sem amma Unu kallar smæl-
ingja. Þegar svo mikilhæf kona, Þor-
gerður í Fa,ngahúsinu, deyr, flytja
þeir Áki aumingi og Níels tappi í
húsið. Þeir eru meinlausir alkar sem
samfélagið tekur sem sjálfsögðum.
Sumarið er æði viðburðaríkt hjá
þeim Unu, Söru, Þóri og Binna, en
þau eru saman öllum stundum. Að-
lögun Daggar er þeim öllum erfið —
því þótt hún sé eins og hún er, hefur
hún visst aðdráttarafl. Una eignast
litla systur og fær um tíma að dvelja
með Söru hjá ömmu og afa. Daglegt
amstur krakkanna verður að ævin-
týrum og þau fylgjast með lífi og
dauða, velgengni og vonbrigðum sem
verða þeim til þroska, þar sem ekk-
ert er verið að fela fyrir þeim.
Skuggarnir í fjallinu er mjög sæt
saga, vel skrifuð og trú þeirri stefnu
að einhvern tímann hafi allt verið
fagurt og gott. I því samfélagi sem
hún gerist eru allir umburðarlyndir
og góðir, hvunndagurinn nægir fólk-
inú sem þar býr. Þau einu sem ekki
eru vel aðlöguð eru Dögg og Valdi
villingur á Tanganum. En í sögulok
virðast þau hafa náð áttum. Að þessu
leyti verður sagan fremur ótrúverðug
og þau átök sem í henni eru snerta
mann ekki mikið. Hún gerist fyrir
um fjörutíu árum og boðskapur henn-
ar verður eins og ósjálfrátt sá, að
þá hafi þrifist fagurt mannlíf og all-
ir hafi verið lukkulegir — það er að
segja úti á landi. Iðunn er mjög trú
tíma sögunnar í málfari og stíl og
bregður oft upp spaugilegum atvik-
um — atriðið þegar tvíburarnir eign-
ast tyggjó, í þessu samfélagi sem
veit varla hvað sælgæti er, er mjög
skemmtilegt svo dæmi sé tekið.
Ég, fyrir mitt leyti, hrifst ekki af
fortíðar- og sveitarómönum, sem
hvorki eiga sér stoð í raunveruleikan-
um, né ævintýrunum. Þó er hvíld í
að lesa þessa bók og hugsa: Mikið
væri gott ef heimurinn væri svona.
Jólatrén okkar eru óvenju
falleg í ár.
Komið í jólaskóginn og
yeljið jólatré við bestu
aðstæður.
LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTA
Sendum jólatré hvert
á land sem er.