Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 28
MORGCJJBIiAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 18ÍIDBSEMBER 1990
V
2g£
KÉTTINDABAKÁITA
AÐSTOÐARLÆKNA
eftir Krisiján
Oddsson
Eins og flestum er kunnugt
standa nú yfir aðgerðir aðstoðar-
lækna á öllum sjúkrahúsum lands-
ins. Tilgangur þessara aðgerða er
tvenns konar:
í fyrsta lagi til þessaðfá viðsemj-
endur okkar að samningaborði en
samningar lausráðinna sjúkrahúss-
lækna hafa verið lausir frá 1. júní
síðastliðnum. Engar alvöru samn-
ingaviðræður hafa átt sér stað í sex
mánuði.
í öðru lagi til stuðnings réttinda-
baráttu aðstoðarlækna.
Réttindabarátta aðstoðarlækna
felst m.a. í því að læknar sem starfa
á sjúkrahúsum njóti ekki lakari
kjara en aðrar stéttir sem þar vinna
eða annars staðar í þjóðfélaginu.
Það skal skýrt tekið fram að á eng-
an hátt er verið að bijóta þjóðar-
sátt, þar sem ekki er farið fram á
grunnkaupshækkanir, heldur ein-
ungis að læknar búi ekki við lakari
kjör en aðrar stéttir.
0HITACHI
EF HITACHI
VÆRI BÍLL, ÞÁ
VÆRI HITACHI
- BENZ...!
En þú þarft ekki að eiga fyrir Benz
- til að eiga fyrir Hitachi.
Hjá Rönning í Sundaborg 15 fœrðu
hágœða Hitachi tæki á frábœru verði
og með Munaláni getur þú
dreift greiðslum í allt að 30 mánuði
og eignast því ekta Hitachi
-sjónvarp, -tökuvél eða -myndbandstœki strax.
Helstu kröfur þessarar réttinda-
baráttu eru m.a. að laun aðstoðar-
lækna hækki fyrir þá yfirvinnu sem
er unnin eftir 16 klukkustunda sam-
fellda vinnu, þ.e. á tímabilinu frá
miðnætti til næsta morguns. Þetta
ákvæði hafa flestar stéttir landsins
nú þegar í sínum samningum. í dag
vinna aðstoðarlæknar frá kl. 8.00
til a.m.k. kl. 10.00 daginn eftir,
þ.e. samféllt a.m.k. 26 klst. Auk
þess hefðbundna dagvinnu alla
virka daga frá kl. 8.00—16.00.
Slíkar vaktir vinna þeir 3. til 4.
hvern sólarhring. Þetta þýðir að
meðaltali 150—200 yfírvinnustund-
ir á mánuði. Nú kynnu margir að
segja að þessu vaktafyrirkomulagi
þyrfti að breyta en slíkt er næsta
óframkvæmanlegt þar sem hags-
munir sjúklinga og vaktafýrirkomu-
lags annars starfsfólks er með þeim
hætti að tíð skipti lækna á sama
sólarhringnum gætu stofnað öryggi
sjúklinga í hættu. Einnig er það
mjög kostnaðarsamt fýrir þjóðfé-
lagið ef læknar tækju upp sama
vaktafyrirkomulag og t.d. hjúkr-
unarfræðingar því að þá þyrfti að
fjölga aðstoðarlæknum um u.þ.b.
helming. Aðstoðarlæknar spara því
þjóðfélaginu fjármuni með sinni
miklu vinnu þótt þeir njóti þess
ekki í samningum. Læknar hafa
alltaf unnið langan vinnudag og svo
mun sjálfsagt verða áfram en að-
stoðarlæknar munu ekki sætta sig
við að vinnuframlag þeirra sé minna
metið heldur en annarra stétta.
Gott dæmi um kjör lækna á
sjúkrahúsum er þegar fram fer
aðgerð eftir miðnætti, þá fá aðstoð-
arlæknar lægsta tímakaupið á
skurðstofunni. Næstlægsta tíma-
kaupið fá skurðlæknirinn og svæf-
ingalæknirinn en þeir eru alger for-
senda þess að aðgerð geti farið fram
á eðlilegan hátt. Hæsta tímakaupið
hafa skurðstofuhjúkrunarfræðing-
ur og svæfingahjúkrunarfræðingur.
Það er alls ekki tilgangur með þess-
um skrifum að gera lítið úr störfum
annarra stétta heldur benda al-
mermingi á hversu kjör sjúkrahúss-
lækna eru léleg.
Forsenda fyrir kjarasamningum
er að hækkun leyfisgjalda verði
lækkuð. Eftir sex ára háskólanám
í læknadeild þurfa kandidatar að
starfa í a.m.k. eitt ár á viðurkenndu
sjúkrahúsi til að hljóta lækninga-
leyfi sem er einungis staðfesting á
að ákveðnum skilyrðum hafí verið
fullnægt. Leyfísgjöld voru um
síðustu áramót hækkuð úr kr. 4.000
í kr. 50.000 eða um 1250% sem
þýðir um 12% kjaraskerðingu á ári
þjóðarsáttar. Aðstoðarlæknar eru
ekki hátekjustétt, byijunarlaun að-
stoðarlækna eru nú kr. 74.621 á
mánuði. Hæst geta laun aðstoðar-
lækna orðið kr. 106.112 á mánuði,
það eru laun aðstoðarlækna sem
hafa meira en tólf ára starfs-
reynslu, sbr. meðfylgjandi launa-
tafla. Aðstoðalæknar hafa engar
faldar launagreiðslur í formi t.d.
launa fyrir óunna yfírvinnu, heldur
hafa aðstoðarlæknar unnið mikla
yfírvinnu án þss að fá greitt fyrir.
Störf lækna eru þess eðlis að ekki
verður hlaupið frá sjúklingum sem
eru hjálparþurfí en læknar hafa
síður en svo notið þess. Byijunar- •
laun aðstoðarlækna í Svíþjóð eru
um kr. 150.000 íslenskar á mánuði
og laun aðstoðarlækna í Svíþjóð
sem hlotið hafa lækningaleyfí eru
um kr. 180.000 íslenskar á mán-
uði, eða helmingi hærri en laun
aðstoðarlækna sem eru með lækn-
ingaleyfi á íslandi. Sænskir læknar
borga kr. 500 íslenskar fyrir sitt
lækningaleyfí þegar íslenskir lækn-
ar greiða kr. 50.000 fynr sitt.
Til að ná fram réttindamálum
sínum hafa aðstoðarlæknar á
Landspítala, Borgarspítala, Landa-
kotsspítala, Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar og Sjúkrahúsi Akraness,
eða allir aðstoðarlæknar landsins,
gripið til aðgerða.
Aðgerðir þessar felast í því að
aðstoðarlæknar vinna ekki meira
en 14 klst. á sólarhring og fara nú
allir heim ekki síðar en kl. 22.00.
Er þetta í samræmi við lög nr.
86/1980 um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum. Einnig
hafa aðstoðarlæknar ákveðið að
takmarka yfírvinnu sína við 90 klst.
á mánuði.
Kristján Oddsson
„Læknar hafa alltaf
unnið langan vinnudag
og svo mun sjálfsagt
verða áfram en aðstoð-
arlæknar munu ekki
sætta sig við að vinnu-
framlag þeirra sé
minna metið heldur en
annarra stétta.“
Þessar aðgerðir bitna fyrst og
fremst á læknum í sérfræðingastétt
og skattgreiðendum þessa lands.
Sérfræðingar hafa alfarið bætt á
sig þeirri vinnu sem aðstoðarlæknar
hafa hingað til unnið á nóttunni.
Þess vegna hafa þessar aðgerðir
ekki bitnað á sjúklingum né dregið
úr þjónustu sjúkrahúsanna. Sýnir
þetta vel siðferðiskennd og ábyrgð
læknastéttarinnar.
Það er ljóst að sérfræðingar geta
ekki staðið undir þessu viðbótar-
vinnuálagi mjög lengi en það er
Bréf frá Tékkóslóvakíu:
Yið viljum geta
verið frjáls
RÓMVERSK-kaþólski presturinn
Pétur Dokládal, sem starfar í
Stará Belá, útborg Ostrava í
Tékkóslóvakíu, hefur sent Morg-
unblaðinu eftirfarandi bréf.
Þessar línur skrifar góður vinur
allra íslendinga, sem heimsótti ís-
land árið 1989 og ætlar að heim-
sækja þessa fallegu eyju aftur á
næsta ári. Ég er tékkneskur prestur
og ég lærði íslensku af því að ég
er mikill aðdáandi íslendinga frá
bemsku.
Allir í heiminum vita að hið rauða
kommúnistakerfí, sem olli dauða
milljóna manna, dundi yfír Austur-
Evrópu og auðvitað líka Tékkóslóv-
akíu.
En ástandið nú er í rauninni
miklu flóknara en það var áður og
mér fínnst hið nýja lýðræði vera
ógnvekjandi hjá okkur.
Víða hefur ekkert gerst, þrátt
fyrir það að nærri því eitt ár er lið-
ið frá „flauels“-byltingu okkar 17.
nóvember 1989. Margir kommún-
istar hafa setið allt til þessa dags
í hinum háu embættum sínum og
nú er komið til sögunnar nýtt orð:
„Kryptokommúnistar" um menn
sem lögðu til hliðar hin rauðu
kommúnistaspjöld sín og telja sig
nú vera hina bestu lýðræðissinna —
en í reyndinni eru þeir orþodoxir —
rétttrúaðir — stalínistar.
í gær gáfu stúdentar okkar út
tilkynningu sem heitir: „Stolin
bylting". Stúdentamir skrifa: „íbú-
ar Tékkóslóvakíu! Okkur er nauð-
synlegt að tengjast aftur nánari
böndum og íhuga ástandið sem nú
ríkir allt í kringum okkur. Nú nálg-
ast éins árs minningardagur um
byltingu okkar. Við ætlum ekki að
halda veislur eða halda þennan dag
hátíðlegan — það er engin ástæða
til þess.
Við viljum ekki horfa á gamla
kommúnista sem tilheyrðu svo-
nefndri „nomenklatura" (flokks-
gæðingaskrá) standa undir blakt-
andi fánum og hlæja blygðunar-
laust framan í okkur.
Það er engin ástæða til að nefna
byltingu okkar „flauels“-byltingu
af því að henni hefur verið stolið."
Við bindum miklar vonir við stúd-
enta okkar af því að útlitið virðist
að mörgu leyti fara síversnandi hér.
Hér í Ostrava er til d.æmis háska-
legt að fara út í borgina að nætur-
lagi. Oft hafa verið .framin morð
og aðrir glæpir og glæpamennskan
er á ótrúlega háu stigi.
Við lesum oft í blöðunum um
árásir sem gerðar hafa verið á göt-
um úti, á heimilum, í strætisvögn-
um, í veitingahúsum og því miður
líka í kirkjum.
Það er ekki liðin nema ein vika
síðan tveir glæpamenn brutust inn
í prestsetrið hér í Stará Belá, þar
sem ég á heima, því ég er þjónandi
prestur hér. Þann dag, 16. október,
kom Páll bróðir minn hingað. Hann
er líka prestur og að messu lokinni
fórum við út í borgina til þess að
borða kvöldmat. Faðir minn var þá
einn heima. Hann er roskinn mað-
ur, 72ja ára að aldri, og hefur tvisv-
ar fengið hjartaáfall.
Þegar hann gekk til herbergis
síns til þess að taka lyf sín, stukku
að honum tveir menn með svartar
grímur fyrir andlitunum og skamm-