Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
29
jafnljóst að aðstoðarlæknar geta
staðið í þessum aðgerðum vikum,
mánuðum eða árum saman og
munu gera svo á meðan þeir njóta
ekki sömu réttinda og aðrir. Áhrifa
þessara aðgerða mun fyrst gæta á
minni sjúkrahúsum landsins þar
sem sérfræðingar eru færri. Áð-
gerðir aðstoðarlækna eru sjúkra-
húsunum og skattgreiðendum
kostnaðarsamar og er því ábyrgðar-
leysi viðsemjenda okkar óskiljan-
legt. Það hefur verið reiknað út að
á lyflækningadeild Borgarspítalans
einni saman er kostnaðarauki að-
gerða aðstoðarlækna kr. 30.000—
50.000 á sólarhring á meðan kostn-
aðaraukinn yrði aðeins um kr. 8.000
á sólarhring ef gengið-yrði að kröf-
um aðstoðarlækna.
Aðstoðarlæknar verða ekki sak-
aðir um að beita sjúklingum fyrir
sig í þessum aðgerðum eins og sum-
ir ráðamenn hafa stundum sakað
þá um og slegið þannig fyrir neðan
beltisstað. Aðstoðarlæknar sem
vinna á neyðarbíl Borgarspjtalans
og þyrlu Landhelgisgæslu íslands
starfa á undanþágu frá undanþágu-
nefnd áðstoðarlækna. Starfsemi
neyðarbílsins og þyrlu Landhelgis-
gæslunnar hefur margoft sýnt sig
að bjarga mannslífum og munu
aðstoðarlæknar sinna þessari neyð-
arþjónustu nú sem fyrr.
Laun sjúkrahússlækna
Aðstoðarlæknar
1. þrep —byrjunarlaun 74.621
2. þrep — eftir 6 mánuði 77.974
3. þrep — eftir 1 ár 81.483
4. þrep — eftir 2 ár 85.149
5. þrep — eftir 3 ár 88.981
6. þrep — eftir 4 ár 92.985
7. þrep — eftir 5 ár 97.171
8. þrep — eftir 6 ár 101.542
9. þrep — eftir 12 ár 106.112
Um 90% allra aðstoðarlækna
taka laun samkvæmt þrepum 4—6.
Laun fyrir hveija klukkustund í
yfirvinnu er 1,0385% af mánaðar-
launum.
Höfundur er aðstoðarlæknir og
formaður Félags ungra lækna.
Pétur Dokládal
byssur í höndum og öskruðu: „Pen-
inga, gull, silfur!“
Eftir það bundu þeir föður minn
með símasnúrum, létu síðar greipar
sópa um prestsetrið, stálu pening-
um og myndbandstæki mínu, hlupu
síðan út og komust undan.
Ekki er nauðsynlegt að útlista
þetta nánar en ,reynsla af þessu
tagi er almenn hér.
I Ostrava búa nokkrir tugir
sígauna og þeim fylgja mikil vanda-
mál.
Auk þess fer 'klám og vændi
sívaxandi svo að þingmenn eru
farnir að fjalla um það í þinginu.
Að lokum vil ég segja þetta í
stuttu máli: Margir á borð við mig
urðu fyrir miklum vonbrigðum, þótt
við sem trúaðir erum bindum mikl-
ar vonir við framtíðina. Við treyst-
um líka stúdentunum okkar og
hveijum þeim sem vilja hjálpa okk-
ur í þeim bágindum sem við erum
stödd í.
Eg bið ykkur að birta þennan
fréttapistil í blaði ykkar. Við viljurn
geta verið frjáls án þess að komm-
únistar, njósnarar, mafíubófar og
aðrir glæpamenn ógni öryggi okkar.
Land ykkar og þjóð eru okkur
til mikillar fyrirmyndar í öllu.
24. október 1990,
Pétur Dokládal.
Ljúffens
íslensk landkynning
á borð vina og viðskiptavina erlendis
Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfu af
forvitnilegu góðgæti frá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg
orð um matarmenningu einnar þjóðar. ___ ~
Hægt er að velja um ostakörfu með
mismunandi tegundum af íslenskum ostum, *
\
sælgœtiskörfu með gómsætu íslensku sælgæti
s.s. opali, súkklaði, brjóstsykri og lakkrís.
Og íslenska matarkörfu með
sérlega ljúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi.
ICEMART
íslenskur markaður
- á leið út í heim.
AUKk627d21-50