Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 30

Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Innlegg í umræðuna um íslenska fornleifafræði II: Fornleifadeild Þj óð- minjasafns Islands eftir Bjarna Éinars- son og Vilhjálm Orn Vilhjálmsson Fyrir nokkru (7. nóv.) birtist eft- ir okkur grein í þessu blaði um moldviðri, sem rauk pínulítið síðast- liðið sumar vegna fornleifamála, sem þá voru ofarlega á baugi. I grein þessari vörþuðum við m.a. fram spurningunni: Hvað hefur Þjóðminjasafnið gert til að breyta þeirri aðstöðu, eða því aðstöðuieysi, sem það býr við og hefur búið við nú í allmörg ár eða áratugi. Við svöruðum spumingunni á þá leið, að það vissi Þjóðminjasafnið best sjálft. Enda var megintilgangur greinarinnar annar. En nú hefur töluvert vatn runnið til sjávar og við viljum nú svara þessari spurn- ingu sjálfir. Hér á eftir munum við aðeins fjalla um fomleifadeild Þjóð- minjasafnsins og þegar talað er um Þjóðminjasafnið er aðeins átt við fomleifadeild og enga aðra deild safnsins. Aðdragandi Allt frá því að við fyrst fórum að fást við fomleifafræði, um 1980, hefur það verið trú okkar að stöð- ugt hefði verið barist fyrir því að ráða fleiri fomleifafræðinga inn á Þjóðminjasafnið, enda mátti hvetj- um sem þekkti þessi mál vera það ljóst að þörfin var knýjandi og hef- ur verið það lengi. Þessu höfum við sem sagt trúað alla tíð, eða allt fram að þessu. Við ákváðum að kynna okkur þessi mál nánar. Annar okkar skrif- aði deildarstjóra fornleifadeildar og spurði hann hvað hann hafi gert til þess að fá fleiri fomleifafræðinga inn á deildina og efla starfsemi hennar. Hann átti við bréflegar kröfur. Deildarstjóri svaraði með því að senda honum tvö bréf sem hann hafði sent til fjárveitinga- valdsins. Nú skrifar sá, sem ekki hafði skrifað áðurnefnd bréf, annað bréf til deildarstjóra og biður um nánari upplýsingar, því heldur var svar deildarstjóra þunnt. En nú vill það til að áðurnefnd grein okkar birtist í blaðinu, og hvort sem það kann að vera ástæðan eða ekki þá barst ekkert svar frá deildarstjóra. Síðan þetta var hefur verið haldinn fundur hjá fomleifanefnd og kemur hann við sögu síðar. Kröfur fornleifadeildar Nú skal vikið að þeim kröfum sem Þjóðminjasafnið hefur gert til fjárveitingavaldsins. En fyrst þetta: I fyrsta bréfi til deildarstjóra er hann beðinn um að senda afrit af öllum bféfum, sem hann hefði sent frá sér frá því hann tók til starfa. Elsta bréfið sem hann sendir er dagsett 25. september 1989. Bréfið var sent menntamálaráðherra og ber yfirskriftina: „Beiðni um nýjar stöður við Fomleifadeild Þjóðminja- safns og fornleifarannsókn á Bessa- stöðum.“ Bæði Þjóðminjavörður og deildarstjóri skrifa undir þetta bréf. í bréfinu stendur m.a.: „Erlendis þætti eðliiegt að um 10-15 manna hópur fornleifafræðinga væru settir í verkefni að þessari stærð." Hér er átt við fomleifarannsókn á Bessastöðum. Síðan í bréfínu stend- ur: „Hins vegar má benda á annan möguleika, sem gæti leyst málið og yrði að öllum líkindum ódýrast fyrir ríkissjóð. Það er að auglýstar yrðu 6-8 stöður við Fomleifadeild þegar í stað, sem kostaðar yrðu af Bessastaðanefnd fram að áramót- um, en þá fæm þær inn á launa- kostnað Fornleifadeildar.“ Fyrsta tilvitnunin er úr lausu lofti gripin en seinni tilvitnunin er at- hyglisverð. Manni hlýnar um hjarta- ræturnar við lestur hennar. Hér sýnir Þjóðminjasafnið stórhug og maður er þess fullviss að þessi mál séu í góðum höndum og grein sem þessi út í hött. En annað á eftir að koma á daginn. Seinna bréfið, dagsett 15. nóv- ember 1989, er skrifað til fjárveit- inganefndar Alþingis og ber yfir- skriftina: Erindi fomleifadeildar Þjóðminjasafns íslands. Aðeins deildarstjóri skrifar undir þetta bréf. Hér skulum við grípa niður á einum stað í bréfinu: „ísienskar fornieifarannsóknir eiga ekki að stjórnast af tilviljanakenndum áhugamálum einstakra einstaki- inga. Slíkar einstaklingsrannsóknir hafa verið aiit of margar á undan- förnum árum. Þær eru óhagkvæm- asta og dýrasta rannsóknaraðferð sem hugsast getur, auk þess sem ár og áratugir geta liðið áður en niðUrstöður fást úr þeim. Af sömu ástæðu tei ég mun brýnna að koma upp góðum kjarna fornleifafræðinga við fomleifadeild, sem unnið geta saman sem heild, fremur en að dreifa kröftum víðs Bjarni Einarsson „ Allir, sem standa utan við Þjóðminjasafnið, en stunda rannsoknir eiga þakkir skildar, í stað lítilsvirðingar.“ vegar um landið í formi fornleifa- varða. “ Hér er komin ástæða þess að við ákváðum að skrifa þessa grein. Hér er vísvitandi verið að villa um fyrir Alþingi með hreinum dylgjum og teljum við að freklega sé vegið að okkur og öðmm sem stundað hafa sjálfstæðar einstaklingsrannsóknir og höfum sent frá okkur þær skýrsl- ur sem hægt er að krefjast, auk þess að eftir okkur liggja greinar um rannsóknir okkar, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Og það þó að rannsóknum sé ekki að fullu lokið. Að öðra leýti er okk- ur ekki kunnugt um að aðrir, sem hafa stundað einstaklingsrannsókn- ir, hafi ekki staðið sig í stykkinu. Við erum ekki svo ýkja mörg, sem hafa lagt stund á fomleifa- fræði og þau okkar sem ekki hafa fasta stöðu heima á íslandi, en höfum samt verið að fást við rann- sóknir heima, hljótum að verða sá hópur, sem deildarstjóri á við þegar hann talar um góðan kjarna. En ef við stöndum okkur svo slælega sem tilvitnunin gefur til kynna, hlýtur deildarstjóri að halda að þeg- ar einhveijir úr þessum hóp eru komnir undir hans leiðsögn (góði kjarninn), sé allt í góðu lagi. Eða i á deildarstjóri við einhvern annan hóp fólks? En tökum nú einstök atriði tilvitnunarirmar nánar fyrir. Fyrsta setningin segir að íslensk fornleifafræði eigi ekki að stjórnast af tilviljunarkenndum áhugamálum einstakra manna/kvenna. En það er eðli málsins að einstaklingsrann- sóknir eru oftast ékki hluti af stefnu opinberra stofnana. En þær þurfa ekki að vera tilviljanakenndar fyrir það, þvert á móti. Oftast er mikið lagt í sölurnar við slíkar rannsókn- ir, vegna þess að um er að ræða áhugamál viðkomandi og sérsvið. Við sem stundum slíkar rannsóknir bemm enga ábyrgð á stefnuleysi Þjóðminjasafnsins í þessum efnum. í annarri setningu telur deildar- stjóri að þessar einstaklingsrann- sóknir hafi verið allt of margar á undanförnum árum. Viðmiðunin getur aðeins verið ein, þ.e.a.s. mið- að við rannsóknir Þjóðminjasafns- ins. Við teljum, hvort sem viðmiðun- in sé Þjóðminjasafninu í hag eða óhag, að þá sé alls ekki hægt að telja fornleifarannsóknir of margar á Islandi undanfarin ár og þá mið- um við við nágrannaþjóðir okkar. Við teljum jafnframt að margar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson athyglisverðustu rannsóknirnar undanfarin ár hafi ekki verið á veg- um Þjóðminjasafnsins. Þetta er ekki sagt Þjóðminjasafninu til lasts. Þetta er sagt til að benda á það að einstaklingar gefa sig oft að verkefnum, sem stofnanir gefa sig ekki að, af ýmsum ástæðum, svo sem tímaleysi, fjárleysi eða áhuga- leysi, vegna vantrúar á verkefnið o.s.frv. Samkvæmt okkar mati eru forn- leifarannsóknir hlutfallslega fáar á íslandi, sérstaklega á vegum Þjóð- minjasafnsins. Og allir, sem standa utan við Þjóðminjasafnið, en stunda rannsoknir eiga þakkir skildar, í stað lítilsvirðingar. Deildarstjóri heldur áfram árás- inni á einstaklingsrannsóknir, með því að halda því fram að þær séu óhagkvæmasta og dýrasta rann- sóknaraðferð sem hugsast geti og ár og áratugir geti liðið áður en niðurstöður fást úr þeim. Við biðjum deildarstjóra að benda á slíkar rann- sóknir. (Hér nægir ekki að benda á eina rannsókn.) Hér er aldeilis verið að villa um fyrir mönnum. Það er vitað mál að deildarstjóri sjálfur á fjölmargar óskrifaðar skýrslur. Rannsóknir hans bíða þess að gerð sé grein fyrir þeim. Samt sem áður tekur hann að sér ný og ný verkefni. Það þykir okkur vera í meira lagi bagalegt og næstum vítavert athæfi. Allir vita að því lengri tími sem líður frá uppgreftri til skýrslu, því vafasamari vérður skýrslan og niðurstaðan. Við drögum mjög í efa að ein- staklingsrannsóknir sé dýrasta rannsóknaraðferð sem hugsast get- ur. Einstakir kostnaðarliðir eru þeir sömu hjá þeim og Þjóðminjasafni, en til frádráttar kemur að einstakl- ingar þurfa ekki að reka stofnun, sem kostar sitt, eða heldur deildar- stjóri að hægt sé að líta framhjá rekstri Þjóðminjasafnsins, geymsl- um, rafmagni, hita, viðhaldi o.s.frv. Miðað við rannsóknir deildarstjóra eru einstaklingsrannsóknir einkar ódýrar. Rannsókn án skýrslu er eyðsla á almannafé og það þykir okkur dýrt. I lok tilvitnunarinnar kemur fram að deildarstjóri er á móti nýju þjóð- minjalögunum, sem gera ráð fyrir fomleifavörðum víðs vegar um landið og þar með eflingu fornleifa- fræðinnar á íslandi. Andstaða hans er undarleg, en skýrist kannski hér á eftir. í þessu seinna bréfi deildar- stjóra telur hann upp æskilegan fjölda fastráðinna einstaklinga við fornleifadeild og telur að 6 þurfi við rannsóknir og 4 þurfi við forn- leifaskráningu. Þetta gera 10 nýjar stöður og er það lágmarksþörf deildarinnar skv. deildarstjóra. Við teljum að deildarstjóri hafi villt um fyrir fjárveitingavaldinu á þann veg, að lítilsvirða einstaklingsrann- sóknir og þar með reynt að upp- hefja sjálfan sig og sín verkefni. Fjárveitingavaldið hefur engan annan til að hlusta á, því deildar- stjórinn er jú eini fastráðni starfs- maður deildarinnar og við hin höf- um ekki haft ýkja mikikð af fjár- veitingavaldinu að segja. Hann gef- ur í skyn að við kostum of mikla peninga og að skýrslur berist seint og illa frá okkur. Sennilega er fjár- veitingavaldinu ekki kunnugt um að deildarstjóri sjálfur eigi eitt og annað í pokahorninu, sem miður hefur farið. Við viljum benda á að hvað menntun og reynslu varðar, stendur Þjóðminjasafnið mjög höll- um fæti, ef miðað er við þá sem stundað hafa sjálfstæðar rannsókn- ir hin síðustu ár. Allir þessir aðilar hafa lokið lágmarksmenntun í forn- leifafræði, en það hefur deildar- stjóri ekki. Fundur í fornleifadddd Fyrir nokkru (25. okt.) var hald- inn fundur í fornleifanefnd, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi, nema fyrir að þar var sam- þykkt að leggja til 2 nýjar stöður við fornleifadeild Þjóðminjasafns- ins, efla húsakost þess og hugbún- að. Önnur staðan var föst staða og fól í sér að sjá um skráningu á föst- um fornleifum og var titluð sem deildarstjórastaða. Þetta var vísir að breytingu, sem við höfum talið afar brýna fyrir Þjóðminjasafnið, þ.e.a.s. að skipta fornleifadeild í rannsóknardeild og skráningar- deild. Þennan fund sat deildarstjóri fornleifadeildar ekki. En hann var alfarið á móti þessari nýju stöðu og það furðar okkur ekki lítið. í bréfum sínum, sem hann ítrekar enn eftir fundinn dags. 14.9. 1990 til fjárveitinganefndar Alþingis, fer hann fram á 10 nýjar stöur til handa fornleifadeild. En þegar sýnt þykir að nokkrar verði kannski að veru- leika, segir hann nei. Hvernig er hægt að skilja svona viðbrögð? Sá grunur læðist að manni að hér sé maðkur í mysunni. Ef þú krefst nógu mikils færðu ekkert, en ef þú ert lítillátur áttu á hættu að fá það sem þú biður um. Nú fer málið að vandast í höfðunum á okkur, sem þetta skrifa. Við eigum bágt með að skilja þessa framvindu mála. Af hveiju er deildarstjóri á móti þess- um nýju stöðum? Vissulega skerðir ein þeirra athafnasvið deildarstjóra, en eins og við höfum áður bent á, er núverandi staða hans þess eðlis að hann getur engan veginn sinnt henni, svo að vel fari, hversu vel af guði gerður sem hann er. Hinar óskrifuðu skýrslur sanna það. Flestum ætti nú að vera ljóst, að ein' ástæða leitar mjög á, sem gæti skýrt allt þetta. Hún er sú að deildarstjóri vill ekki fá fornleifa- fræðinga inn á deildina, né út á land, sem fornleifaverði. Hann er einnig mjög á móti því að annar deildarstjóri verði settur við hlið hans. Hvers vegna? Spurningunni verður deildarstjóri sjálfur að svará. Menntun og meiri menntun Ætíð er það hið viðkvæmasta mál að ræða um menntun manna, en við látum okkur hafa það hér, því það skiptir máli í þessu sam- hengi. Því ekki er ósennilegt að menntun, eða menntunarskortur, eigi hér hlut að máli. Aður en við tökum fyrir menntun deildarstjóra viljum við taka það fram að við teljum okkur ekki þar með vera haldnir einhveijum menntahroka og óvirðingu gagn- vart þeim, sem ekki hafa menntun °g yfir þá hafna. Menntun er ekki miði að himnaríki og alvitrun, en liún er sæmileg fjárfesting upp á framtíðina. Menntun er ekki heldur alltaf sótt í skóla. Hana má sækja á ýmis mið, en stundum er mennt- unar úr skóla þörf. Við búumst við að sjálfmenntaður skurðlæknir væri ekki tekinn alvarlega (fornleifa- fræðin er stundum eins konar upp- skurður). Fornleifafræði lærir mað- ur aldrei alveg og maður er stöðugt að bæta við sig. Við erum sjálfir enn að læra og enn að bæta á okk- ur, en erum samt bölvaðir aukvisar í sumu. En við höfum þó lokið lág- marks menntun á okkar sviði. Við teljum að eins árs menntun í forn- leifafræði sé ekki nægileg menntun, 1.500 Toyotur seldar Toyota umboðið á íslandi, P. Samúelsson hf., seldi 1.576 bíla fyrstu 11 mánuði ársins og er Toyota því söluhæsti bíllinn hér á landi, að sögn Lofts Ágústssonar hjá Toyota. í nóvember var 1.500. bíllinn afhentur og kaupendur leystir út með blómum og gjöfum af því tilefni. Á myndinni er Tryggvi Gunnarsson sölumaður að afhenda nýjum eig- endum bílinn, þeim Sigurði Benediktssyni og Ingibjörgu H. Helgadótt- ur, í baksýn ér bíllinn, Toyota Hi Lux, sem hefur verið einn sölu- hæsti bíllinn hjá Toyota á árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.