Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
Uppeldisskilyrði flestra helstu nytjafiska hafa batnað mikið frá
því sem verið hefur undanfarin ár, segir í frétt frá Hafrannsókna-
stofnun. Nokkuð kann að rætast úr um 1990-þorskárganginn,
þrátt fyrir mjög litla seiðagengd í sumar, þar sem ástand sjávar
á norðurmiðum í haust er hliðstætt því sem var á árinu 1983. Þá
var enginn hlýsjór á norðurmiðum fyrri hluta árs en hann skilaði
sér svo á miðin seinni hluta ársins 1983 og hélt velli til 1987 sam-
hliða góðum þorskárgöngum 1983 og 1984.
Ástandið í hlýja sjónum á norð-
urmiðum í haust er hugsanlega
hagstætt fyrir þorsk en óhagstætt
í þeim kalda fyrir loðnu. I vetur,
svo og næsta vor og sumar, verð-
ur hins vegar fylgst áfram með
ástandi sjávar á miðunum við
landið.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson var í loðnu- og sjórann-
sóknaleiðangri á miðunum um-
hverfis landið 6. til 29. nóvember
sl. Leiðangursstjóri var Hjálmar
yilhjálmsson, skipstjóri Sigurður
Árnason og Stefán S. Kristmanns-
son sá um sjórannsóknimar.
Samkvæmt mælingum í leið-
angrinum var hlýsjórinn fyrir Suð-
ur- og Vesturlandi í meðallagi
heitur og saltur en hans gætti
einnig miðdýpis á landgrunninu
austur með öllu Norðurlandi að
Langanesi. Þetta er breyting til
batnaðar frá fyrri hluta þessa árs,
þegar enginn hlýsjór fannst á
norðurmiðum, en í ágúst varð hans
vart í nokkrum mæli eftir þriggja
ára hlé.
Ofan á hlýsjónum á vesturhluta
norðurmiða var að vanda á þessum
árstíma seltulítið yfirborðslag en
skilin við kaldan pólsjóinn I Græn-
landssundi voru tiltölulega
skammt undan landi, sem og rekís-
inn. Nokkur hætta gæti því stafað
af honum á siglingaleiðum í vetur
í óhagstæðum vindáttum.
Pólsjávar gætti á hinn bóginn
ekki í kalda sjónum í Austur-
íslandsstraumi í haust og er hafíss
Norðurland vestra:
Ragnar fékk
um 90% til-
nefninga
RAGNAR Arnalds fékk um 90%
atkvæða í fyrri hluta forvals
Alþýðubandalagsins á Norður-
landi vestra, sem fram fór um
helgina. Á annað hundarð
manns tók þátt í forvalinu.
Ragnar var efstur í forvalinu,
en næstir á eftir honum voru, í
stafrófsröð: Anna Kristín Gunn-
arsdóttir, Sauðárkróki, Björgvin
Karlsson, Skagaströnd, Hafþór
Rósmundsson, Siglufirði, Ingi-
björg Hafstað, Skagafírði, Rögn-
valdur Ólafsson, Skagafirði, Sig-
urður Hlöðversson, Siglufirði,
Unnur Kristjánsdóttir, Blönduósi
og Þorvaldur G. Jónsson, Austur-
Húnavatnssýslu.
Alls voru 54 tilnefndir í forval-
inu og gert er ráð fyrir að leitað
verði til fjórtán efstu um að þeir
gefi kost á sér í síðari umferðina.
Kjörnefnd getur síðan bætt sex
mönnum við þannig að í síðari
umferðinni verði tuttugu manns á
lista. Seinni umferðin verður 12.
janúar.
því vart að vænta úr þeirri átt.
Athuganimar í kalda sjónum djúpt
norður af landinu sýna enn, eins
og 1989, ríkjandi svalsjó án tiltölu-
lega hlýs millilags. Þetta ástand
hefur áður reynst lífríkinu á djúp-
miðum erfitt og meðal annars á
helstu ætissvæðum loðnunnar. Sú
var reyndin árin 1981-1983 og er
aftur nú, 1989-1990, þegar loðnu-
stofninn mælist með minnsta móti.
Horfur í þessum efnum eru ef
til vill betri fyrir næstu tvö ár en
svo getur aftur horfið til verri
vegar í sjónum, samkvæmt mæl-
ingum á ástandi sjávar í hafínu
suður og norður af landinu, segir
í fréttatilkynningu Hafrannsókna-
stofnunar.
Fjöldi fagnaði jólabjöllunni
Morgunblaðið/RAX
FJÖLMENNI var við vígslu jólabjöllunnar við Vest-
urgötu á laugardaginn. Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, tendraði ljós á skreytingunni og boðið var upp
á mörg skemmtiatriði. Grýla leit við ásamt nokkrum
jólasveinum, Rokklingamir skemmtu og Lúðrasveit-
in Svanur lék fyrir gesti og gangandi. Það var Raf-
magnsveita Reykjavíkur sem lét gera klukkuna upp
en hún var á sínum tíma fyrsta raflýsta útiskreyting-
in í Reykjavík. Bjallan mun slá á fimmtán mínútna
fresti næstu vikumar.
Vinnuverndarátak í prentiðnaði:
Tveimur af hverjum þremur
kröfum um úrbætur fullnægl
INNLENT
ÚTTEKT á vinnustöðum prent-
iðnaðarins í landinu leiðir í ljós,
að slæm loftræsting er stærsta
vandamálið í greininni. Úttektin
var framkvæmd af Vinnueftirliti
ríkisins í samráði við Oryggis-
nefnd prentiðnaðarins og tengd-
ist átaki til að bæta starfsum-
hverfi í greininni. Auk loftræst-
ingar þótti einkum ástæða til
úrbóta varðandi þvottaaðstöðu,
geymslu varasamra efna, út-
göngu- og flóttaleiðir, slökkvi-
búnað og rými fyrir starfsmenn.
Úttektin átti sér stað á síðasta
ári en um síðustu mánaðamót
hafði tveimur af hverjum þremur
kröfum um úrbætur verið full-
nægt, samkvæmt upplýsingum
frá Vinnueftirlitinu.
Úttektin náði til 91 fyrirtækis í
prentiðnaði í landinu, en þar starfa
alls rúmlega eitt þúsund manns.
Lögð var sérstök áhersla á að kanna
ýmsa hollustuhætti, svo sem með-
ferð lífrænna leysiefna, loftræst-
ingu og hugsanlega loftmengun og
hve mikill hávaði væri í vinnusölum.
Við matið voru ákvæði um húsnæði
vinnustaða, hávaðavarnir og örygg-
isbúnað véla höfð til viðmiðunar auk
viðurkenndra staðla og fleiri atriða.
Samkvæmt niðurstöðum úttekt-
arinnar er slæm loftræsting stærsta
vandamálið í prentiðnaði hér á
landi. Þegar aðstæður voru kannað-
ar á síðasta ári var talið að ál-
mennri loftræstingu væri ábótavant
eða hún óviðunandi í um helmingi
tilvika, hvort sem um prentsal,
prentsmíði eða bókband var að
ræða. Hávaðavömum var einkum
ábótavant í bókbandi og í prentun
og meðal annarra atriða, sem eink-
um þótti ástæða til að gera athuga-
semdir við var þvottaaðstaða þar
sem unnið var með varasöm efni,
geymsla varasamra efna, útgöngu-
og flóttaleiðir, slökkvibúnaður og
starfsmannarými.
Meðal þeirra atriða, sem almennt
voru taiin vera í góðu eða allgóðu
lagi hjá fyrirtækjunum, sem úttekt-
in náði til, var athafnarými, almenn
lýsing, hitastig, notkun á persónu-
hlífum, svo sem hönskum og heyrn-
arhlífum, stöflun og umgengni í
efnisgeymslum þar sem þær voru
fyrir hendi, hlífðar- og stjórnbúnað-
ur véla, auk þess sem staðsetning
.. Morgunblaðið/Sverrir
Niðurstöður úttektar Vinnueftirlitsins og Oryggisnefndar prentiðnaðarins á starfsumhverfi í greininni
voru kynntar á fundi á föstudaginn. Þar afhenti félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fulltrúum
þeir sex fyrirtækja, sem þóttu skara fram úr þegar úttektin var gerð. Þessi fyrirtæki voru Svans-
prent, Oddi, Steindórsprent, Prentmyndastofan, Prenthúsið og Dagsprent.
véla og athafnarými við þær var
almennt talin í góðu lagi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnueftirlitinu var lögð áhersla á
að bætt væri úr þeim atriðum, sem
athugasemdir voru gerðar við og
var úttektinni fylgt eftir með
fræðslu og ráðgjöf. Upphaflega
voru gerðar kröfur um úrbætur
varðandi alls 750 atriði í sambandi
öryggi, hollustu og aðbúnað og um
síðustu mánaðamót hafði tveimur
af hveijum þremur verið fullnægt.
Einkum er eftir að koma tímafrek-
um og kostnaðarsömum úrbótum í
framkvæmd. Af hálfu Vinnueftir-
litsins leiddu þeir Ólafur Hauksson
og Jens Andrésson átakið.
Niðurstöður úttektarinnar á
vinnustöðum í prentiðnaði voru
kynntar á fundi með fulltrúum fyr-
irtækjanna á föstudaginn. Þar af-
henti Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
Iagsmálaráðherra, fulltrúum þeirra
sex fyrirtækja, sem þóttu skara
fram úr, viðurkenningu fyrir gott
starfsumhverfi. Þessi fyrirtæki
voru: Dagsprent hf. á Akureyri,
Svansprent hf. í Kópavogi, Prent-
húsið sf, Prentmyndastofan hf.,
Prentsmiðjan Oddi hf. og Steindórs-
Félagsmálaráðherra afhendir fulltrúum Öryggisnefndar prentiðnað-
arins, Erni Jóhannssyni frá Félagi íslenska prentiðnaðarins og Svani
Jóhannessyni frá Félagi bókagerðarmanna, viðurkenningu fyrir öt-
ult starf nefndarinnar að vinnuverndarmálum greinarinnar.
prent hf. í Reykjavík. Jafnframt
afhenti félagsmálaráðherra fulltrú-
um Öryggisnefndar prentiðnaðar-
ins, þeim Svani Jóhannessyni frá
Félagi bókagerðarmanna og Erni
Jóhannssyni frá Félagi íslenska
prentiðnaðarins viðurkenningu fyrir
ötult starf nefndarinnar að vinni
verndarmálum greinarinnar. Au
Arnar og Svans sitja í nefndini
þeir Magnús Einar Sigurðsson fi
Félagi bókagerðarmanna og Steii
dór Hálfdánarson frá Félagi 9
lenska prentiðnaðarins.
Uppeldisskilyrði flestra
helstu nyljafiska
hafa batnað mikið