Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 38

Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Uppeldisskilyrði flestra helstu nytjafiska hafa batnað mikið frá því sem verið hefur undanfarin ár, segir í frétt frá Hafrannsókna- stofnun. Nokkuð kann að rætast úr um 1990-þorskárganginn, þrátt fyrir mjög litla seiðagengd í sumar, þar sem ástand sjávar á norðurmiðum í haust er hliðstætt því sem var á árinu 1983. Þá var enginn hlýsjór á norðurmiðum fyrri hluta árs en hann skilaði sér svo á miðin seinni hluta ársins 1983 og hélt velli til 1987 sam- hliða góðum þorskárgöngum 1983 og 1984. Ástandið í hlýja sjónum á norð- urmiðum í haust er hugsanlega hagstætt fyrir þorsk en óhagstætt í þeim kalda fyrir loðnu. I vetur, svo og næsta vor og sumar, verð- ur hins vegar fylgst áfram með ástandi sjávar á miðunum við landið. Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson var í loðnu- og sjórann- sóknaleiðangri á miðunum um- hverfis landið 6. til 29. nóvember sl. Leiðangursstjóri var Hjálmar yilhjálmsson, skipstjóri Sigurður Árnason og Stefán S. Kristmanns- son sá um sjórannsóknimar. Samkvæmt mælingum í leið- angrinum var hlýsjórinn fyrir Suð- ur- og Vesturlandi í meðallagi heitur og saltur en hans gætti einnig miðdýpis á landgrunninu austur með öllu Norðurlandi að Langanesi. Þetta er breyting til batnaðar frá fyrri hluta þessa árs, þegar enginn hlýsjór fannst á norðurmiðum, en í ágúst varð hans vart í nokkrum mæli eftir þriggja ára hlé. Ofan á hlýsjónum á vesturhluta norðurmiða var að vanda á þessum árstíma seltulítið yfirborðslag en skilin við kaldan pólsjóinn I Græn- landssundi voru tiltölulega skammt undan landi, sem og rekís- inn. Nokkur hætta gæti því stafað af honum á siglingaleiðum í vetur í óhagstæðum vindáttum. Pólsjávar gætti á hinn bóginn ekki í kalda sjónum í Austur- íslandsstraumi í haust og er hafíss Norðurland vestra: Ragnar fékk um 90% til- nefninga RAGNAR Arnalds fékk um 90% atkvæða í fyrri hluta forvals Alþýðubandalagsins á Norður- landi vestra, sem fram fór um helgina. Á annað hundarð manns tók þátt í forvalinu. Ragnar var efstur í forvalinu, en næstir á eftir honum voru, í stafrófsröð: Anna Kristín Gunn- arsdóttir, Sauðárkróki, Björgvin Karlsson, Skagaströnd, Hafþór Rósmundsson, Siglufirði, Ingi- björg Hafstað, Skagafírði, Rögn- valdur Ólafsson, Skagafirði, Sig- urður Hlöðversson, Siglufirði, Unnur Kristjánsdóttir, Blönduósi og Þorvaldur G. Jónsson, Austur- Húnavatnssýslu. Alls voru 54 tilnefndir í forval- inu og gert er ráð fyrir að leitað verði til fjórtán efstu um að þeir gefi kost á sér í síðari umferðina. Kjörnefnd getur síðan bætt sex mönnum við þannig að í síðari umferðinni verði tuttugu manns á lista. Seinni umferðin verður 12. janúar. því vart að vænta úr þeirri átt. Athuganimar í kalda sjónum djúpt norður af landinu sýna enn, eins og 1989, ríkjandi svalsjó án tiltölu- lega hlýs millilags. Þetta ástand hefur áður reynst lífríkinu á djúp- miðum erfitt og meðal annars á helstu ætissvæðum loðnunnar. Sú var reyndin árin 1981-1983 og er aftur nú, 1989-1990, þegar loðnu- stofninn mælist með minnsta móti. Horfur í þessum efnum eru ef til vill betri fyrir næstu tvö ár en svo getur aftur horfið til verri vegar í sjónum, samkvæmt mæl- ingum á ástandi sjávar í hafínu suður og norður af landinu, segir í fréttatilkynningu Hafrannsókna- stofnunar. Fjöldi fagnaði jólabjöllunni Morgunblaðið/RAX FJÖLMENNI var við vígslu jólabjöllunnar við Vest- urgötu á laugardaginn. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, tendraði ljós á skreytingunni og boðið var upp á mörg skemmtiatriði. Grýla leit við ásamt nokkrum jólasveinum, Rokklingamir skemmtu og Lúðrasveit- in Svanur lék fyrir gesti og gangandi. Það var Raf- magnsveita Reykjavíkur sem lét gera klukkuna upp en hún var á sínum tíma fyrsta raflýsta útiskreyting- in í Reykjavík. Bjallan mun slá á fimmtán mínútna fresti næstu vikumar. Vinnuverndarátak í prentiðnaði: Tveimur af hverjum þremur kröfum um úrbætur fullnægl INNLENT ÚTTEKT á vinnustöðum prent- iðnaðarins í landinu leiðir í ljós, að slæm loftræsting er stærsta vandamálið í greininni. Úttektin var framkvæmd af Vinnueftirliti ríkisins í samráði við Oryggis- nefnd prentiðnaðarins og tengd- ist átaki til að bæta starfsum- hverfi í greininni. Auk loftræst- ingar þótti einkum ástæða til úrbóta varðandi þvottaaðstöðu, geymslu varasamra efna, út- göngu- og flóttaleiðir, slökkvi- búnað og rými fyrir starfsmenn. Úttektin átti sér stað á síðasta ári en um síðustu mánaðamót hafði tveimur af hverjum þremur kröfum um úrbætur verið full- nægt, samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu. Úttektin náði til 91 fyrirtækis í prentiðnaði í landinu, en þar starfa alls rúmlega eitt þúsund manns. Lögð var sérstök áhersla á að kanna ýmsa hollustuhætti, svo sem með- ferð lífrænna leysiefna, loftræst- ingu og hugsanlega loftmengun og hve mikill hávaði væri í vinnusölum. Við matið voru ákvæði um húsnæði vinnustaða, hávaðavarnir og örygg- isbúnað véla höfð til viðmiðunar auk viðurkenndra staðla og fleiri atriða. Samkvæmt niðurstöðum úttekt- arinnar er slæm loftræsting stærsta vandamálið í prentiðnaði hér á landi. Þegar aðstæður voru kannað- ar á síðasta ári var talið að ál- mennri loftræstingu væri ábótavant eða hún óviðunandi í um helmingi tilvika, hvort sem um prentsal, prentsmíði eða bókband var að ræða. Hávaðavömum var einkum ábótavant í bókbandi og í prentun og meðal annarra atriða, sem eink- um þótti ástæða til að gera athuga- semdir við var þvottaaðstaða þar sem unnið var með varasöm efni, geymsla varasamra efna, útgöngu- og flóttaleiðir, slökkvibúnaður og starfsmannarými. Meðal þeirra atriða, sem almennt voru taiin vera í góðu eða allgóðu lagi hjá fyrirtækjunum, sem úttekt- in náði til, var athafnarými, almenn lýsing, hitastig, notkun á persónu- hlífum, svo sem hönskum og heyrn- arhlífum, stöflun og umgengni í efnisgeymslum þar sem þær voru fyrir hendi, hlífðar- og stjórnbúnað- ur véla, auk þess sem staðsetning .. Morgunblaðið/Sverrir Niðurstöður úttektar Vinnueftirlitsins og Oryggisnefndar prentiðnaðarins á starfsumhverfi í greininni voru kynntar á fundi á föstudaginn. Þar afhenti félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fulltrúum þeir sex fyrirtækja, sem þóttu skara fram úr þegar úttektin var gerð. Þessi fyrirtæki voru Svans- prent, Oddi, Steindórsprent, Prentmyndastofan, Prenthúsið og Dagsprent. véla og athafnarými við þær var almennt talin í góðu lagi. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu var lögð áhersla á að bætt væri úr þeim atriðum, sem athugasemdir voru gerðar við og var úttektinni fylgt eftir með fræðslu og ráðgjöf. Upphaflega voru gerðar kröfur um úrbætur varðandi alls 750 atriði í sambandi öryggi, hollustu og aðbúnað og um síðustu mánaðamót hafði tveimur af hveijum þremur verið fullnægt. Einkum er eftir að koma tímafrek- um og kostnaðarsömum úrbótum í framkvæmd. Af hálfu Vinnueftir- litsins leiddu þeir Ólafur Hauksson og Jens Andrésson átakið. Niðurstöður úttektarinnar á vinnustöðum í prentiðnaði voru kynntar á fundi með fulltrúum fyr- irtækjanna á föstudaginn. Þar af- henti Jóhanna Sigurðardóttir, fé- Iagsmálaráðherra, fulltrúum þeirra sex fyrirtækja, sem þóttu skara fram úr, viðurkenningu fyrir gott starfsumhverfi. Þessi fyrirtæki voru: Dagsprent hf. á Akureyri, Svansprent hf. í Kópavogi, Prent- húsið sf, Prentmyndastofan hf., Prentsmiðjan Oddi hf. og Steindórs- Félagsmálaráðherra afhendir fulltrúum Öryggisnefndar prentiðnað- arins, Erni Jóhannssyni frá Félagi íslenska prentiðnaðarins og Svani Jóhannessyni frá Félagi bókagerðarmanna, viðurkenningu fyrir öt- ult starf nefndarinnar að vinnuverndarmálum greinarinnar. prent hf. í Reykjavík. Jafnframt afhenti félagsmálaráðherra fulltrú- um Öryggisnefndar prentiðnaðar- ins, þeim Svani Jóhannessyni frá Félagi bókagerðarmanna og Erni Jóhannssyni frá Félagi íslenska prentiðnaðarins viðurkenningu fyrir ötult starf nefndarinnar að vinni verndarmálum greinarinnar. Au Arnar og Svans sitja í nefndini þeir Magnús Einar Sigurðsson fi Félagi bókagerðarmanna og Steii dór Hálfdánarson frá Félagi 9 lenska prentiðnaðarins. Uppeldisskilyrði flestra helstu nyljafiska hafa batnað mikið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.