Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 45
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
45
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Óperan, ríkið og
Reykj avíkurborg
"■^íkisstjórnin hefur ákveðið að
tv beita sér fyrir 25 milljóna
króna framlagi til Islenzku óperunn-
ar til þess að tryggja rekstur hennar
og ber að fagna því. Hins vegar
nægja þessir fjármunir ekki og þarf
a.m.k. 15 milljónir króna til viðbótar
til þess að standa undir eðlilegri
starfsemi. Að auki skortir óperuna
fé til þess að greiða upp skuldir frá
fyrri tíð. í kjölfar þessarar ákvörðun-
ar ríkisstjórnarinnar hafa hafízt
umræður á opinberum vettvangi,
sem eru dæmigerðar fyrir umræðu-
venjur of margra íslenzkra stjóm-
málamanna og lýsa vel þeim músar-
holusjónarmiðum, sem um of ein-
kenna þetta þjóðfélag.
Morgunblaðið birti hinn 12. ágúst
sl. forystugrein um vandamál ís-
lenzku óperunnar. í forystugrein
þessari sagði m.a.: „íslenzka óperan
var sett upp af miklum vanefnum
og ótrúlegri bjartsýni. Listamennirn-
ir, sem haldið hafa uppi starfsemi
hennar, hafa unnið afrek, sem lengi
verður í minnum haft. Þar er Garðar
Cortes fremstur í flokki. Óperan
hefur átt mikinn þátt í að efla áhuga
ungs fólks á að leggja út á þessa
listabraut. Nú er svo komið, að
íslenzkir söngvarar vekja vaxandi
athygli á alþjóðavettvangi og eru
kallaðir til að syngja í fremstu óperu-
húsum veraldar, þ. á m. í Scala í
Mílanó, en margir telja, að lengra
verði ekki komizt en að fá tækifæri
til að syngja þar. En fyrst og fremst
hefur íslenzka óperan auðgað menn-
ingarlíf okkar íslendinga með alveg
sérstökum hætti.
Nú er kominn tími til að óperunni
verði tryggður rekstrargrundvöllur
til frambúðar með sameiginlegu
átaki margra aðila. Eðlilegt er, að
ríkið gangi á undan með góðu for-
dæmi og mestu fjárframlagi. En íbú-
ar sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu njóta ekki sízt góðs af starf-
semi óperunnar. Þess vegna er eðli-
legt, að Reykjavíkurborg, Kópavogs-
kaupstaður, Garðabær, Hafnarfjörð-
ur, Seltjamarneskaupstaður og Mos-
fellsbær leggi einnig fram sinn hlut.
Að auki má búast við, að fjársterk
einkafyrirtæki verði nú sem fyrr
reiðubúin til að leggja eitthvað af
mörkum ... Með sameiginlegu átaki
opinberra aðila og einkaaðila verður
hægt að tryggja rekstur Islenzku
óperunnar til frambúðar. Þess vegna
eiga menn nú að láta hendur standa
fram úr ermum til þess, að undirbún-
ingur að vetrarstarfi óperunnar geti
hafizt sem fyrst.“
Frá því að þessi forystugrein var
skrifuð hefur það gerzt, að ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að beita sér
fyrir ofangreindu framlagi úr ríkis-
sjóði. Jafnframt hefur það komið
fram í þessum umræðum, að ríkið
leggur Leikfélagi Reykjavíkur til 15
milljónir króna á ári. Davíð Oddsson,
borgarstjóri, hefur lýst því yfir, að
Reykjavíkurbo'rg sé reiðubúin til að
létta þessum útgjöldum af ríkissjóði
og auka framlag sitt til Leikfélags
Reykjavíkur sem þessu nemur,
þannig, að ríkið geti á móti aukið
framlag sitt til óperunnar um þessar
sömu 15 milljónir, eins og skýrt er
frá í frétt í Morgunblaðinu í dag.
Hér er því um útgjaldaauka fyrir
Reykjavíkurborg að ræða en ekki
ríkið.
Hins vegar hefur borgarstjóri
sagt, að hann væri ekki tilbúinn til
að greiða þetta framlag beint til
óperunnar, á þeirri forsendu, að
ríkinu væri ætlað lögum samkvæmt
að standa undir óperustarfsemi og
vísar þá til laga um Þjóðleikhúsið.
Nú hefði mátt ætla, að árlegur
rekstrarvandi óperunnar væri leyst-
ur. Hugmynd um óbeinan stuðning
borgarinnar hafði fengið góðar und-
irtektir borgarstjóra og ekki ástæða
til að ætla annað en málið væri
leyst. Þá komu hin sérkennilegu
músarholusjónarmið íslenzks samfé-
lags til sögunnar! Forráðamenn
Leikfélags Reykjavíkur töldu ókosti
samfara því, að Leikfélagið ætti allt
undir Reykjavíkurborg og hefði ekki
til annarra að leita. Þar strandar
málið og Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, kemur fram í
sjónvarpi og lýsir því, sem hann
kallar „menningarfjandsamlega af-
stöðu“ borgarstjórans í Reykjavík!
Þessi afstaða Leikfélags
Reykjavíkur er ekki frambærileg.
Reykjavíkurborg hefur afhent félag-
inu til rekstrar leikhúsbyggingu, sem
á núvirði kostar áreiðanlega 2-3
milljarða króna, ef ekki meir. Jafn-
framt stendur Reykjavíkurborg að
verulegu leyti undir föstum kostnaði
við starfsemi Leikfélagsins. Þetta
merka menningarfélag, sem hefur
hlotið svo ótvíræðan stuðning höfuð-
borgarinnar og þá ekki sízt núver-
andi borgarstjóra, sem gerði það að
einu fyrsta stefnumáli sínu í emb-
ætti að Ijúka leikhúsbyggingunni á
nokkrum árum, þarf ekki að óttast
um sinn hag nema síður sé með því
að allt fjárframlag opinberra aðila
komi úr borgarsjóði.
Á grundvelli þessarar yfirlýsingar
borgarstjóra eiga fjárveitinganefnd
Alþingis og fjármálaráðherra - sem
lýsti því yfír í sjónvarpi í fyrrakvöld,
að hann vildi styðja stefnu Morgun-
blaðsins í málinu - að taka borgina
á orðinu og nota þær 15 milljónir,
sem ætlaðar voru Leikfélaginu til
þess að auka stuðning við óperuna
upp í 40 milljónir. Útgjaldaauki
ríkisins er enginn, en útgjaldaauki
Reykjavíkurborgar er 15 milljónir.
Sá aðili, sem þá mundi borga væri
Reykjavík.
Jafnframt er full ástæða til að
þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu, önnur en Reykjavíkurborg, sem
nefnd voru í forystugrein Morgun-
blaðsins í ágústmánuði sl., leggi
fram fjárframlag til þess að borga
eldri skuldir óperunnar að einhveriu
eða öllu leyti.
Peningarnir til þess að leysa ár-
legan rekstrarvanda óperunnar og
tryggja starfsemi hennar eru fyrir
hendi. Er ha:gt að ætlast til þess,
að íslenzkir stjórnmálamenn og
menningarfrömuðir rísi upp úr lág-
kúrunni og afgreiði málið án frekara
vafsturs?
Innflutningur á bensíni frjáls frá áramótum;
Yerðlagsráð fjallar um afnám sameigin-
legrar verðákvörðunar olíufélaganna
Óljóst hvort olíufélögin halda áfram samvinnu um innflutning
INNFLUTNINGUR á bílabensíni frá 1. janúar næstkomandi var gef-
inn frjáls í gær, samkvæmt ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð-
herra. Jafnframt hefur hann sem starfandi utanríkisráðherra skipað
starfshóp til þess að fjalla um greiðsluskil og fjármögnun útflutn-
ings til Sovétríkjanna og annarra Austur-Evrópuríkja. Talsmenn olíu-
félaganna fagna því að innflutningurinn verði frjáls og segja þetta
vera fyrsta skrefið í átt til frelsis í olíuviðskiptum. Hins vegar ber
þeim ekki saman um hvort áframhald verður á samstarfi félaganna
við innflutninginn. Á morgun, miðvikudag, verður fjallað um bensín-
verðákvörðun í verðlagsráði og segir viðskiptaráðherra að þá verði
rætt að afnema sameiginlega verðjöfnun allra olíufélaganna, þannig
að hvert félag fyrir sig geti þá selt- bensín á verði, sem yrði óháð
verði hinna félaganna. Eftir sem áður yrði hvert félag um sig þó
að selja bensín á sama verði um allt land. Vilhjálmur Jónsson for-
sljóri Olíufélagsins hf. segir þetta geta leitt til verðsamkeppni félag-
anna.
Ástæða ákvörðunar viðskipta-
ráðherra er, að samningaviðræðum
við sovéska olíufélagið Sojuznefte-
export um bensínkaup á árinu 1991
lauk án þess að samkomulag tæ-
kist um verð. Með því er þó ekki
lokið olíuviðskiptum við Sovét-
menn, því að þann 20. nóvember
síðastliðinn voru undirritaðir samn-
ingar í Moskvu um kaup íslendinga
á gasolíu og svartolíu af Sovét-
mönnum.
í tengslum við ákvörðun um
frjálsan innflutning á bensíni ákvað
Jón Sigurðsson að skipa starfshóp
með fulltrúum frá utanríkis-, sjáv-
arútvegs- og viðskiptaráðuneytum
ásamt fulltrúum bankakerfís. Jón
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hópurinn ætti að fjalla um
greiðsluskil og fjármögnun útflutn-
ings til Sovétríkjanna og annarra
Mið- og Austur-Evrópuríkja, sem
nú eru að breyta efnahagskerfi sínu
í átt til markaðsbúskapar. „Þessi
hópur á að kanna hvaða leiðir séu
best til þess fallnar að tryggja fjár-
hagsgrundvöll viðskiptanna við
þessar breyttu aðstæður. Þetta er
að sjálfsögðu ákvörðun sem ég tek
sem starfandi utanríkisráðherra,
en ég vil að þetta verði samferða,“
sagði Jón.
Fijáls verðlagning
„Síðan geri ég ráð fyrir því að
verðlagsráð fjalli um bensínverð-
ákvarðanir í framhaldi af þessum
tíðindum, væntanlega á miðviku-
dag, þá geri ég ráð fyrir því að
menn ræði þar þá hugmynd að
bensínverðlagningin verði frjáls, þó
þannig að hvert olíufélag ákveði
sama verð fyrir allt land, það verði
sem sagt jöfnun hver hjá sér.
Að öðru leyti verða innkaupin á
bensíni bara þau sem hagkvæmust
gerast og það er auðvitað ekki úti-
lokað að Rússar endurnýi tilboð
sín,“ sagði Jón Sigurðsson. .
Bensín á bíla hefur verið, eins
og annað olíueldsneyti, háð sér-
stökum leyfum um innflutning. Af
hálfu ríkisvaldsins hefur verið sa-
mið um bensínkaup af Sovétmönn-
um undanfarin ár og olíufélögunum
falið að annast innflutning þess,
dreifingu og sölu hér á landi, í hlut-
falli við markaðshlutdeild félag-
anna. Verðlagsráð hefur ákveðið
verð á bensíni. Þá hefur verið, og
er enn, sjóðakerfi sem jafnar verð
á landinu og verðsveiflur í innflutn-
ingi. Um er að ræða innkaupajöfn-
unarreikning, sem jafnar sveiflur í
innflutningi, og flutningsjöfnunar-
reikning, sem jafnar verð á milli
landshluta. Sjóðir þessir og framlög
í þá eru samkvæmt lögum og þarf
því lagabreytingar til að leggja þá
niður eða breyta hlutverki þeirra.
Undantekningar frá samningum
um bensínkaup af Sovétmönnum
hafa verið súperbensín, sem keypt
hefur verið í Vestur-Evrópu, og
flugvélabensín, sömuleiðis keypt í
Vestur-Evrópu. Þessar tegundir
eru einnig undanþegnar verð-
ákvörðun verðlagsráðs.
Ánægðir með frelsið
Morgunblaðið ræddi í gær við
forsvarsmenn olíufélaganna um
breyttar aðstæður í kjölfar ákvörð-
unar viðskiptaráðherra.
„Við hér hjá Skeljungi erum
ósköp ánægðir með að vera búnir
að fá frelsið," sagði Kristinn
Björnsson forstjóri Skeljungs hf. í
gær. „Ég lít á þetta sem fyrsta
áfangann á langri leið til þess að
þetta verði nú allt frjálst."
Kristinn kvaðst ekki eiga von á
að þessi ákvörðun ein og sér hefði
í för með sér skyndilegar eða stór-
ar breytingar á markaðnum hér.
„Það er auðvitað ekki búið að gefa
verðlagninguna fijálsa. Það er enn-
þá Verðlagsstofnun sém ákveður
verð á bensíni. Þessi sameiginlegu
innkaup hafa gert það að verkum
að þetta hefur allt verið tiltölulega
einfalt. Nú fer þetta auðvitað eftir
því hvernig félögin kaupa inn, við
erum að meta það núna.“
Hann sagði að ekkert hefði verið
ákveðið um hvort haldið verði
áfram sameiginlegum innkaupum.
„Ég geri ráð fyrir því hins vegar
að menn muni ræða málið, sérstak-
lega í ljósi þess að bæði flutningur
og annað skipta verulegu máli. Það
skiptir miklu máli hvort við erum
að taka sex eða átta þúsund tonna
skip eða 25 þúsund tonna. Þetta
er vissulega mjög mikil breyting
hvað það varðar. Við hjá Skeljungi
erum búnir að ganga úr skugga
um það, að það verða engin vand-
ræði að fá bensín.“
Sj óðafyrirkomulagið
hlýtur að riðlast
Kristinn sagði að þessi ákvörðun
viðskiptaráðherra hljóti að hafa það
í för með sér að sjóðafyrirkomulag-
ið muni riðlast og jafnvel afleggj-
ast á einhveijum tíma. „Manni
finnst að það sé eðlilegt að þegar
ríkið losar um okkur í þessari stál-
greip sinni, að þeir ættu þá jafnvel
að halda áfram. En, ég er hins
vegar á þeirri skoðun að það sé
betra að vera vel undirbúinn og
menn viti hvað þeir eru að gera,
heldur en að hlaupa til og skilja
sjálfa sig eftir einhvers staðar,"
sagði hann.
Á óvissutímum eins og nú eru á
olíumörkuðum, þegar verð sveifl-
ast, jjafnvel mikið, frá degi til dags,
skiptir tímasetning innkaupanna
verulegu máli. Kristinn sagði inn-
kaupin hafa verið í föstum skorðum
áður, pantað hafí verið eitthvað
ákveðið magn af bensíni í skip,
verðið var ákveðið meðaltal af Rott-
erdamverði útskipunardaginn og
næstu tvo daga fyrir og eftir, eins
og það var á hverjum tíma. „Núna
er þetta allt annað, við erum komn-
ir í alvöruna. Nú þurfum við að
segja: Eigum við að kaupa í dag á
þessu verði sem er núna, það skipt-
ir höfuðmáli hvort við erum að
kaupa á 240 dollara eða 440, svo-
leiðis að þetta kallar á miklu nieiri
athugun á markaðnum, heldur en
oft hingað til. Að vísu höfum við
gert þetta, því að við höfum jú
keypt súperbensínið alveg frá upp-
hafí og við erum að kaupa flugvéla-
bensínið og hluta af gasolíunni að
vestan líka, þannig að við erum í
rauninni engir viðvaningar hvað
þetta varðar. En, það er rétt, að
þetta eykur mikilvægi þess að rétt-
ar ákvarðanir séu teknar.“
Örari verðsveiflur
Kristinn segir að við blasi örari
sveiflur í verði, í takt við sveiflur
á heimsmarkaði, einkum ef verð-
lagning verður gefin fijáls. „Ég sé
það fyrir mér að um leið og við
erum orðnir sjálfir og einir ábyrgir
fyrir verðlagningu á vörunni, þá
auðvitað kallar það á að við þurfum
að endurskipuleggja mjög mikið
vinnuaðferðir hér. Þá geri ég ráð
fyrir að við förum að fylgja heims-
markaðnum miklu örar og hraðar
heldur en við gerum núna. Þegar
lætin bytjuðu vegna írak, þá vorum
við hérna bara brosandi með ódýr-
ustu olíuna í marga mánuði og tók-
um við ekki við okkur fyrr en löngu
seinna. Sama núna þegar verðið
lækkar, þá erum við með dýrari
olíu af því að hún er í raun og
veru dýrari. Það er langtum eðli-
legra að þetta fylgi heimsmarkaðn-
um, verðið hér hækki þegar það
hækkar á heimsmarkaði og öfugt.“
Skref í rétta átt
Hörður Helgason framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Olís hf. sagði
ákvörðun viðskiptaráðherra þýða
að héðan í frá verði innkaupin í
höndum félaganna, án milligöngu
ráðuneytisins. Hann kvaðstekki sjá
að þessi ákvörðun breyti neinu á
næstunni varðandi bensínmarkað-
Davíð Oddsson um rekstrarvanda Islensku óperunnar:
Einhvers konar fjárkúg-
un gagnvart borginni
Ríkið lætur ekki óperuflutning leggj-
ast af, segir Olafur Ragnar Grímsson
DAYÍÐ Oddsson borgarstjóri segir að ríkisstjórnin hafi jekki rætt við
borgaryfirvöld um fjárstuðning Reykjavíkurborgar til Islensku ópe-
runnar og segir hann að ekki hafi verið staðið eðlilega að þessu máli
af hálfu ríkisstjórnarinnar. Davíð segir að mennta- og fjármálaráð-
herra sé meira í mun að koma pólitísku höggi á sig en treysta hag
óperunnar. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 25 milljóna kr. styrk til
óperunnar á fjárlögum næsta árs og auk þess gefið vilyrði fyrir frek-
ari stuðningi, allt að 5 millj. kr. á móti öðrum framlögum sem kynnu
að berast Islensku óperunni. Islenska óperan þarf að lágmarki 35
milljónir kr. í opinbera styrki til að starfsemin geti gengið. Svavar
Gestsson menntamálaráðherra sagði það rétt, að lögum samkvæmt
ætti Þjóðleikhúsið að setja upp óperur en hins vegar tilheyrði Is-
lenska óperan ekki Þjóðleikhúsinu.
„Það hefur ekkert verið rætt um
þetta við okkur utan hvað Svavar
Gestsson ræddi málið við mig í
20-30 sekúndur fyrir hálfum mán-
uði. Ríkisstjórnin skipaði nefnd sem
starfaði á hennar vegum og lofaði
að leysa þetta mál. Þeir ijúka síðan
upp til handa og fóta með einhvers-
konar fjárkúgun á hendur borginni
sem hefur engar sérstakar skyldur
í þessu efni. Það er eins og fjár-
mála- og menntamálaráðherra sé
það eitt í mun að koma pólitísku
höggi á borgina, mig sérstaklega,
en sé nokkuð sama um óperuna,"
sagði Davíð Oddsson.
Hann sagði að borgin hefði litið
svo á að þetta væri mál ríkisins.
Ríkinu beri samkvæmt lögum um
Þjóðleikhús að sjá fyrir óperuflutn-
ingi. Hann sagði að tveir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar hefðu lofað að
bjarga þessu máli en þeir geri það
ekki með því að skjóta því til
Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórinn lcvaðst fyrir löngu
hafa lýst sig fylgjandi þeirri hug-
mynd að ríkið drægi til baka 15
milljón kr. framlag til Leikfélags
Reykjavíkur gegn því að sú upphæð
rynni í staðinn til Islensku óper-
unnar og borgin yki framlag sitt
um samsvarandi upphæð til LR.
„Þetta eru ekki stórar upphæðir,
miklu minni en þær sem fjármála-
ráðherra hefur verið að gefa vinum
sínum í Svörtu á hvítu og hér og
þar. En ég er ekki tilbúinn til að
fara út í samkrullsrekstur með
ríkinu, það væri eins og að skrifa
upp á óútfyllta víxla,“ sagði Davíð.
LR vonast eftir hækkun
á ríkisstyrk
Stjórn íslensku óperunnar hefur
átt fund með stjórn LR fyrir at-
beina Davíðs Oddssonar þar sem
stjórn LR lýsti því sjónarmiði sínu
að hún væri því andvíg að þiggja
styrk einungis frá einum aðila í
stað tveggja.
Sigurður Karlsson, formaður
stjórnar LR, sagði að ríkið ætti
ekki að losna undan því að styrkja
Leikfélagið enda væri það fest í
leiklistarlögum að ríkið veiti fé á
fjárlögum til LR. Ríkisframlög til
Leikfélagsins á þessu ári námu 15
milljónum kr. og sagði Sigurður að
LR gerði sér vonir um að hækkun
yrði á ríkisframlaginu við afgreiðslu
fjárlaga fyrir næsta ár. Styrkur
borgarinnar til LR er á þessu ári
75 milljónir kr. „Við gerum okkur
vonir um að ríkisstyrkurinn hækki
nú og teljum líklegra að svo verði
en að borgin hækki þessi framlög
tæki hún við þeim af ríkinu," sagði
Sigurður. Hann sagði að forsvars-
menn Islensku óperunnar hefðu
sýnt sjónarmiðum LR skilning.
Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar
að það væri í verkahring ríkisins
að styrkja óperuna og að það ætti
ekki að vera skilyrði fyrir myndar-
legum stuðningi ríkisins við óper-
una að það hætti að styrkja Leikfé-
lagið.
Samvinnuverkefni
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra kvaðst vera afar óánægð-
ur með afstöðu borgarinnar. „Ég
teldi eðlilegt að litið væri á þetta
sem samvinnuverkefni, rétt eins og
Listahátíð og læikfélag Reykjavíkur
sem ríki og borg hafa átt samvinnu
um í mörg ár,“ sagði Svavar Gests-
son.
Hann sagði það rétt að lögum
samkvæmt ætti Þjóðleikhúsið að
setja upp óperur en hins vegar til-
heyrði íslenska óperan ekki Þjóð-
leikhúsinu. Hann sagði að ríkið
hefði axiað sína ábyrgð ríflega með
því að leggja peninga til óperunnar
sérstaklega, langt umfram það sem
ella hefði verið lagt til Þjóðleikhúss-
ins.
„Ríkisstjórninni hafa verið
kynntar hugmyndir óperunnar og
niðurstöður athugana embættis-
manna á framtíðarskipan fjármála
óperunnar og þær tillögur sem aðal-
lega hafa verið til umfjöllunar er
þríþætt lausn á vanda óperunnar.
I fyrsta lagi aukið ríkisframlag, í
öðru lagi að Reykjavíkurborg komi
inn í það að auðvelda rekstur óper-
unnar og í þriðja lagi að atvinnufyr-
irtæki styrki einstakar sýningar
óperunnar líkt og gerist erlendis.
Ég hef verið fylgjandi þessari
þríþættu leið. Það er hægt að setja
einhveijar almennar reglur eins og
borgarstjórinn gerir, til dæmis að
það eigi ekki að blanda saman fjár-
hag ríkis og Reykjavíkurborgar en
því er nú blandað saman á fjölmörg-
um sviðum,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson íjármálaráðherra.
Hann sagði að það væru sér
mikil vonbrigði að borgarstjórinn
vildi ekki ljá máls á þessu. Hann
sagði að sér skildist að stjórn óper-
unnar hefði lagt fram formlegt er-
indi fyrir Reykjavíkurborg í gær og
óski eftir því að málið verði tekið
formlega fyrir í stofnunum borgar-
innar. „Við munum þá skoða það
næstu daga hvort við getum fundið
leið til þess að auka enn hlut ríkis-
ins til bráðabirgða. Það er nauðsyn-
legt að á næstu mánuðum fari fram
viðræður milli óperunnar, borgar-
. innar og ríkisins um þessa fram-
tíðarskipan því ég trúi því ekki fyrr
en fullreynt er að Reykjavíkurborg
ætli að hafa þessa afstöðu til fram-
búðar,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að sá galli væri á
tillögu Davíðs Oddssonar um flutn-
ing á framlagi ríkisins frá LR til
óperunnar að Leikfélagið hefði lýst
sig andvígt þeim tillögum, auk þess
sem það hefði verið á fjárlögum
meirihluta þessara aldar. Hann taldi
þau rök borgarstjóra að það væri í
verkahring ríkisins að styrkja
óperuflutning hér á landi skringileg
inn hér á landi. „Þetta er í raun-
inni aðeins hluti af dæminu og hinn
hlutinn er verðlagningin sem er í
sama horfi og hún hefur alltaf ver-
ið. Hins vegar er þetta skref í rétta
átt.“
Hann sagði það vera í höndum
ríkisvaldsins að ákveða breytingar
á reglum um verðlagningu. „Það
er auðvitað eðlilegt að viðskipti
með olíu verði í sama horfí og við-
skipti með aðrar vörur,“ sagði
Hörður. „Það er auðvitað alveg ljóst
að ef þessi lög um innkaupajöfnun
og flutningsjöfnun frá 1986 verða
felld úr gildi og verslunin með olíu-
vörur gefín frjáls eins og verslun
með allar aðrar vörur, þá leiðir það
til þess að verðlag á olíuvörum
verður mismunandi eftir stöðum
og verðsamkeppni kemur sterkar
inn í myndina.“
Hörður kvaðst ekki geta á þessu
stigi sagt neitt um líkindi fyrir
áframhaldandi samstarfi olíufélag-
anna um bensínkaup, en sagðist
reikna með að það haldi áfram, það
væri hagkvæmara.
Eðlilegt framhald
Vilhjálmur Jónsson forstjóri
Olíufélagsins hf. sagði ákvörðun
viðskiptaráðherra vera eðlilegt og
sjálfsagt framhald af því sem gerst
hefur. „Það hafa auðvitað verið
hafðar vissar hömlur á innflutningi
vegna þess að stjórnvöld hafa viljað
beina kaupunum á þessum vörum
frá Sovétríkjunum til þess að greiða
fyrir sölu á íslenskum afurðum.
Þegar svo ekki næst samkomulag
þarna um einn þátt og auk þess
að sölur þangað eru nú í hálfgerðu
uppnámi, þá fínnst mér það auðvit-
að sjálfsagður hlutur að gefa þetta
fijálst og ekkert nema gott eitt um
það að segja.“
Samstarfið búið
Hann var spurður hvort hann
byggist við áframhaldandi sam-
starfí olíufélaganna um bensín-
kaup. „Nei, ég býst ekki við því,
ég á von á að þau verði hvert fyr-
ir sig með það.“
Hann var þá spurður hvort hann
ætti von á samkeppni frá einhveij-
um fleiri aðilum en núverandi
keppinautum. „Nei, það sé ég ekki,
því að til þess að geta selt bensín
hér á markaðnum þá þarf í fyrsta
lagi að hafa innflutningsbirgða-
stöðvar og svo þarf að byggja
bensínstöðvar og það er ekki hlaup-
ið að því.“
Verðsamkeppni
Vilhjálmur segir að verði reglur
um verðlagningu rýmkaðar, geti
alltaf komið upp sú staða að olíufé-
lögin fari að keppa sín í milli með
verðlagningu. „Áuðvitað höfum við
keypt til dæmis bensínið á heims-
markaðsverði frá Sovétríkjunum
hingað til og á sama hátt munum
við kaupa það, það er ekki sá mun-
ur hvort við kaupum af Pétri eða
Páli á heimsmarkaðnum. Það getur
auðvitað komið upp á mismunandi
tímum með mismunandi verð. Hins
vegar á þessum litla markaði hér
er útilokað að það geti verið mis-
munandi verð á til dæmis sömu
tegund af bensíni hjá olíufélögun-
um. Ef eitt félagið lækkar verðið
þá er það nákvæmlega sama og
hefur gerst hér í kringum okkur,
þá fara hin olíufélögin í sama far-
ið, eða kannski niður fyrir, og það
leitar svo jafnvægis. En, að það sé
mismunandi verð hjá félögunum á
markaðnum, það getur aldrei orðið
nerna bara augnablik,“ sagði Vil-
hjálmur Jónsson.
Frumvarp til breytinga á skattalögum:
Persónuafsláttur hækkar
í 22.831 kr. um áramót
Afturvirkni á breytingum á vaxtabótum leiðrétt
PERSÓNUAFSLÁTTUR í staðgreiðslu verður 22.831 kr. á mánuði
fyrri liluta næsta árs og rúmlega 23.800 kr. síðari hluta ársins, sam-
kvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt
sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Persónuafslátturinn
er nú 22.114 krónur á mánuði en var 21.482 kr. að meðaltali á mán-
uði yfir allt árið. Samkvæmt þessu hækka skattleysismörk úr tæpum
54 þúsundum að meðaltali á mánuði á þessu ári í 58.600 á mánuði á
því næsta.
Breytingar á skattalögunum mið-
ast við að skattbyrði einstaklinga
verði óbreytt á milli áranna 1990
og 1991, í samræmi við markmið
fjárlagafrumvarpsins. Áætlað er að
meðallaun á mann hækki um 8,5%
því í flestum löndum í kringum
okkur væri það stolt borganna að
efla tónlist og óperuflutning í sínum
borgum. Hann minnti jafnframt á
að Islenska óperan væri ekki hluti
af Þjóðleikhúsinu og engin lög væru
til um skyldur ríkisins gagnvart
henni. „Ef það er afstaða meiri-
hluta borgarstjórnar að borgin hafi
engar skyldur gagnvart óperuflutn-
ingi í borginni þá liggur það fyrir
og ríkið mun ekki láta óperuflutning
á íslandi leggjast af. En okkur
finnst eðlilegt að höfuðborg lands-
ins hafi skyldur umfram önnur
sveitarfélög. Það er ekki okkar
stefna að láta óperuflutning leggj-
ast niður,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
Lifum enn í voninni
„Staðan er mjög flókin en við
lifum ennþá í voninni," sagði Guð-
mundur Eiríksson, formaður stjórn-
ar íslensku óperunnar. Guðmundur
sagði að lágmarksþörf opinberra
styrkja til íslensku óperunnar væri
35 millj. kr. og væri þá gert ráð
fyrir að framlag frá einkaaðilum
og tekjur af rekstri næmu 45 millj.
kr. Reksturinn miðast við 75-80
millj. kr. á ári. Hann sagði að frá
degi til dags væri tekin ákvörðun
um hvort hætta bæri að leggja í
kostnað vegna undirbúnings óper-
unnar Rigoletto sem ráðgert er að
frumsýna annan í jólum. Guðmund-
ur áréttaði að ekki væri ætlun for-
svarsmanna óperunnar að leggja
áherslu á þessa einu sýningu heldur
að afstaða yrði tekin til framtíðar-
starfsemi óperunnar í heild sinni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má reikna með að um 23
millj. kr. renni til hins opinbera af
starfsemi óperunnar í formi skatta,
þannig að nettóstyrkur miðað við
35 millj. kr. framlag er um 12
millj. kr.
á næsta ári og heildartekjur heimil-
anna um 10-11%. í samræmi við
það er áætlað að tekjuskattur
hækki um svipað hlutfall, að helstu
frádráttar- og afsláttarliðir svo sem
persónuafsláttur, barnabætur og
vaxtabætur hækki í- samræmi við
laun. Skattvísitala fjárlagafrum-
varpsins hækkar um 9,5% og allar
fjárhæðir skattalaganna sem henni
eru tengdar hækka því um það hlut-
fall, nema skattfrelsismörk eignar-
skatts sem hækka meira, eða um
12%, til samræmis við hækkun fast-
eignamats á milli ára.
í frumvarpinu er lagt til að breyt-
ing verði gerð á gildistíma breyt-
inga sem gerðar voru á skilgrein-
ingu vaxtagjalda í lok síðasta árs
og náði til ráðstafana sem fólk gerði
allt árið. Nú er lagt til að breyting-
in öðlist gildi ári seinna, það er um
næstu áramót og taki því ekki til
þeirra manna sem seldu íbúðarhús-
næði á árinu 1989 og á því hvíldi
lán sem kaupandi yfírtók með upp-
söfnuðum áföllnum verðbótum né
til þeirra sem á árinu 1989 greiddu
uppsafnaðar áfallnar verðbætur á
lán umfram ákvæði viðkomandi
skuldabréfs. Þessi afturvirka
skattalagabreyting var gagnrýnd
mjög við álagningu skatta síðastlið-
ið haust. Þó er talið óhjákvæmilegt
að þeir sem telja sig eiga rétt á
leiðréttingu sæki um hana til skatt-
stjóra þar sem ekki liggi fyrir hveij-
ir eigi hlut að máli.
í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram áð ákveðið hefur verið
að fresta álagningu hátekjuskatts
til að standa undir greiðslu húsa-
leigubóta. Segir að komið hafí í ljós
að verulegur skortur sé á áreiðan-
legum upplýsingum um leigumark-
aðinn og því erfítt að meta áhrif á
hag leigjenda'og kostnað við húsa-
leigubætur. Þess vegna hafi verið
ákveðið að nota skattframtöl næsta
árs til að afla upplýsinga um húsa-
leigumarkaðinn.
I frumvarpinu eru ekki gerðar
tillögur .um breytingu á skattlagn-
ingu fyrirtækja. Tekjuskattshlutfall
félaga er því áfram 50%, en lækkar
ekki í 45% eins og nefnd fjármála-
ráðherra hafði lagt til, og frádrátt-
arliðir haldast óbreyttir. í greinar-
gerðinni segir að nauðsynlegt sé
að vinna áfram að tillögugerð um
þessi mál á næstu vikum, þar sem
m.a. verði hugað að breytingum á
ákvæðum um verðbreytingar-
færslu. Þá er ekki gerð tillaga um
niðurfellingu aðstöðugjalds til sveit-
arfélaga eins og einnig hafði verið
rætt í umræddri nefnd en viðræðum
haldið áfram við fulltrúa sveitarfé-
laganna með það að leiðarljósi að
hrinda þeim hugmyndum í fram-
kvæmd.
Eldur
í Viðey
Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt að
togaranum Viðey í Reykjavíkur-
höfná sunnudag. Þar hafði komið
upp eldur í ljósavél og lagði frá
mikinn reyk. Reykkafarar slökktu
eldinn á skömmum tíma en einn
þeirra hlaut 1. og 2. stigs brunasár
í viðureign við eldinn, sem olli tals-
verðum skemmdum í kompu á milli-
dekki togarans.
/