Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 48
í*8
MORGUNBLAÐID. VIDSKIPriAIVPgfyij^ 18, .^Sj^BjEjR, 19.90
Fjölmiðlar
Islenska útvarpsfélagið
færábaukinn
í FUNDI Siðanefndar um auglýsingar i fyrri viku var tekin fyrir
kæra Ríkisútvarpsins á hendur útvarpsstöðvunum Bylgjunni og
Stjörnunni. I kæru Ríkisútvarpsins kom fram að þeim þótti villandi
samanburður á útvarpshlustun og gildi auglýsinga hjá mismunandi
útvarpsrásum í kjölfar könnunar sem Gallup á íslandi gerði í byrjun
nóvember. Samanburðurinn hefur birst í blaðaauglýsingum og dreifi-
riti frá Bylgjunni og Stjörnunni sem unnið var af Auglýsingastof-
unni Góðu fólki og taldi Ríkisútvarpið að hann byggðist á rangfærsl-
um og fölsunum á niðurstöðum Gallup. Á fundi Siðanefndar lágu
fyrir greinagerðir frá Góðu fólki og Islenska útvarpsfélaginu.
I niðurstöðum Siðanefndarinnar
var í fyrsta lagi gerð athugasemd
við orðalagið „að nokkrum mínútum
í hádeginu undanskildum“. í niður-
stöðu nefndarinnar segir að sam-
kvæmt könnun Gallup á íslandi sé
hlustun á hádegisfréttir RUV sam-
anlögð 28% í þær 25 mínútur sem
fréttalestur stendur yfír. Orðalagið
„að nokkrum mínútum í hádeginu
undanskildum" sé því villandi og
ámælisvert, einkum með tilliti til
þess að hádegið er annar mikilvæg-
asti auglýsingatími sólarhringsins.
Þetta orðalag telst því brot á 4. gr.
siðareglna um auglýsingar.
Siðanefndin gerði einnig athuga-
semdir við línurit sem sýnd eru í
dreifiritinu og innihalda tölulegar
upplýsingar um hlustun útvarps-
stöðva. I niðurstöðunni segir að þar
séu tölur um hlustun á Bylgjuna
og Stjömuna lagðar saman eins og
um væri að ræða samtengdar út-
sendingar, en hið sama væri ekki
gert hjá RUV. Þá segir að séu aug-
lýsingar ekki lesnar á sama tíma á
báðum stöðvum sé ekki hægt að
láta mælingar á einum tímapunkti
segja til um gildi eða verðmæti
flutnings. Samlagning með þessum
hætti sé því vísvitandi rangfærsla
og fölsun og því brot á 4. gr. siða-
reglna um auglýsingar auk þess
sem framsetningin bijóti í bága við
5. gr. siðareglnanna.
I þriðja lagi segir í úrskurði Siða-
nefndar að í dreifiritinu sé brotið í
bága við 2. tl. 4. gr. siðareglnanna
þar sem áhersla er lögð á að rétt
sé farið með tölulegar upplýsingar.
Á línuriti um hlustun hjá aldurs-
hópnum 15 til 75 ára er í dreifirit-
inu miðað við hlustun á klukkutíma
fresti. Niðurstaða Siðanefndarinnar
er að með þessari aðferð é komist
hjá því að sýna hámarkshlustun
samkeppnisaðila. Þannig hafi hlust-
un á Rás 1 í hádegisfréttatíma ver-
ið sýnd sem 7% þrátt fyrir að mæl-
ast 17% og hlustun Rásar 2 á sama
tíma var sýnd sem 5% í stað 11%
samkvæmd mælingum. Þá segir að
4. og 5. grein siðareglna hafi verið
brotnar þar sem í línuritinu hafi
lóðréttur ás verið hafður það stutt-
ur að hámarkshlustun á Rás 1 og
Rás 2 hafí ekki komið fram.
Auk ofangreindra kæruatriða var
í niðurstöðu Siðanefndar um aug-
FRESTUR AÐ RENNA ÚT
TIL AÐ TRYGGJA SÉR
LÆKKUN Á TEKJUSKATTI
Sérstök ákvæöi skattalaga heimila þeim sem fjárfesta í
hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga frá skattskyldum
tekjum aö ákveönu hámarki kaupverð hlutabréfanna.
Viö höfum í sölu hlutabréf í nokkrum traustum fyrirtækjum.
Veriö velkomin í afgreiðslu okkar aö Suöurlandsbraut 18
eða aö hringja í síma 688568. Viö gefum ykkur góö ráö.
uerðbrEfauiðskipti
SAMUINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568
Skjglaskápar J
Skjalaskapar
Skjalaskápar
H. OLAFSSON öc BERNHOFT
VATNAGARÐAR 18 104 REYKJAVÍK S: 82499
lýsingar bent á að yfirskrift línurita
í umræddu dreifíriti hafi gefíð til
kynna að þau væru unnin af Gallup
á íslandi. Þetta mun vera rangt og
því brýtur framsetningin í bága við
4. gr. siðareglanna.
Páll Þorsteinsson, útvarpstjóri
Islenska útvarpsfélagsins, sagði að
þar væru menn ósáttir við þennan
úrskurð Siðanefndar. Stjórn félags-
ins hafði ekki komið saman til form-
legs fundar og því taldi Páll ekki
tímabært að láta hafa nokkuð eftir
Ijölmiðlum.
ser
TOYOTA — Nýlega náði Toyota umboðið á íslandi þeim áfanga
að selja fímmtán hundraðasta bílinn á árinu. Ingibjörg H. Helgadóttir
og Sigurður Benediktsson keyptu bílinn. Á myndinni sést sölumaður-
inn Tryggvi Gunnarsson afhenda þeim blóm og gjafir af því tilefni.
Stefnumótun
Stefnumótunarverkefni Hag-
vangs og samstarfsaðila lokið
HAGVANGUR hf., Price Water-
house og Iðnlánasjóður hafa ný-
lokið samstarfsverkefni um
stefnumótun fyrir íslensk fyrir-
tæki. Þátttakendur í verkefninu
voru Hampiðjan hf., Héðinn hf.,
og Marel hf. Einnig naut DNG á
Akureyri góðs af verkefninu, en
Hampiðjan er stór eignaraðili að
því fyrirtæki.
Stefnumótunarverkefnið hófst í
byijun mars síðastliðnum og tók
vinnsla þess um 12 vikur. í fréttatil-
kynningu frá Hagvangi kemur fram
að nú sé nýlokið eftirliti með fram-
kvæmd þeirra áætlana sem voru
teknar í kjölfar verkefnisins. Verk-
efnið hófst með sameiginlegu nám-
skeiði fyrir fyrirtækin þar sem farið
var yfír aðferðafræði sem síðan var
fylgt. Þátttakendur á námskeiðinu
voru 17.
Eftir námskeiðið hófst hin eigin-
lega vinna hjá fyrirtækjunum sjálf-
um við skilgreiningu á núverandi
stöðu og ytri og innri greiningu.
Starfsmenn voru þjálfaðir í að vinna
á skipulegan hátt að söfnun upplýs-
inga og vinnslu þeirra. Einn mikil-
vægasti þátturinn í stefnumótunar-
verkefninu var gerð tímasettra
framkvæmdaáætlana sem tryggja
eiga nauðsynlegar framkvæmdir til
þess að koma fyrirtæki úr núver-
andi stöðu í þá framtíðarstöðu sem
mörkuð er.
I frétt frá Hagvangi segir að
með aðstoð Iðnlánasjóðs og Price
SENDUM UM
ALLAN HEIM
Blómakvedja til vina og viöskiptamanna.
Bankastracti 4. Símar 25656 og 16690
K
Dags. 18.12 1990
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4543 3700 0000 2678
4543 3700 0001 5415
4929 541 675 316
4548 9000 0021 2540
4548 9000 0027 9424
Kort frá Kuwait sem byrja á nr.:
4506 13** 4966 66** 4509 02**
4507 13** 4921 04** 4921 90**
4547 26** 4552 41** 4560 31**
4508 70** 4507 77** 4966 82**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreirid kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA Í5LAND
K
Waterhouse hafí tekist að byggja
upp þekkingu og reynslu hér á landi
sem nýst getur fleiri íslenskum fyr-
irtækjum.
Þjónusta
Miðlun býð-
ur úrklipp-
urúrljós-
vakamiðlum
MIÐLUN hf., sem hefur um tíu
ára skeið boðið úrklippuflokka
úr dagblöðum, býður nú upp á
nýja þjónustu, þ.e. „ljósvaka-
úrklippur", sem felst í því að
hægt er að kaupa handrit af frétt-
um ljósvakamiðlanna. Örn Þóris-
son framkvæmdastjóri Miðlunar
segir þetta eðlilegt framhald af
þeirri þjónustu sem fyrirtækið
hefur boðið hingað til.
„Samkvæmt skoðanakönnunum
Gallups á íslandi, í október sl. á
notkun ljósvakamiðla tvo virka daga,
horfír eða hlustar u.þ.b. 60% þjóðar-
ihnar á fréttir ljósvakamiðlanna,"
sagði Örn. „Við vinnum handrit úr
aðalfréttatímum Ríkissjónvarpsins
og útvarpsins, Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar og afhendast þau daginn eftir
útsendingu. Með þessari þjónustu
getur Miðlun veitt viðskiptavinum
sínum fullkomna þjónustu úr öllum
helstu fréttamiðlum þjóðarinnar."
Aðspurður sagði Örn að æ fleiri
fyrirtæki væru farin að nýta sér
úrklippuþjónustuna. Mikið væri um
að stærri fyrirtæki söfnuðu saman
öllu því sem skrifað væri um þau.
Bæði væri það gert til þess að halda
upplýsingunum saman á aðgengileg-
an hátt, en einnig til þess að geta
fylgst með hvernig ímynd þeirra
væri út á við.
V terkur og
U hagkvæmur
auglýsingamiöill!