Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 50

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 50
M'ÖábíJíÍBLÁÐÍb1 ÞllÍÖjtfÍ/AÖÍrá' T8'. Ófí^MÖ'éR:ráWf áö Skinnaiðnaður Sambandsins: Nýtt hlutafélag stofn- að um reksturinn NÝTT hlutafélag, íslenskur Skinnaiðnaður hf., hefur verið stofnað á Akureyri, en það tekur við öllum verkefnum Skinnaiðnaðar Sambands- ins. Hlutafé er 267 milljónir króna og er að fullu greitt. Fyrirtækið tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og tekur þá við starfsemi Skinnaiðnaðar. Verkefní félagins verða fram- eru Hjörtur Eiríksson og Jóhannes leiðsla á mokkaskinnum og leðri úr Sigvaldason; til yara Valgerður íslenskum gærum, framleiðsla leðurs Sverrisdóttir. Hjá Skinnaiðnaði úr erlendu hráefni, rannsóknir og Sambandsins starfa nú um 230 vöruþróun auk markaðssetningar og ' manns, sem munu áfram starfa hjá sölu á fullunnum skinnum og skinna- íslenskum markaði. Frarnkvæmda- afurðum. stjóri fyrirtækisins verður Bjarni Guðjón B. Ólafsson er formaður Jónasson, efnafræðingur, sem stýrt stjórnar félagsins, en aðrir í stjórn hefur Skinnaiðnaði Sambandsins. Leðuriðjan Tera, Grenivík: Mikil verkefni framundan NÆG verkefni eru hjá Leðuriðj- unni Teru á Grenivík og þegar hafa borist pantanir fram á næsta ár. Góð verkefnastaða gef- ur starfsmönnum fyrirheit um að fjárhagur fyrirtækisins muni brátt snúast til betri vegar, en á þriggja ára starfstíma hefur íausafjárstaða þess verið þröng. Sigríður Sverrisdóttir fram- kvæmdastjóri Teru sagði að mál hefðu þróast svo að nú væru nær eingöngu saumuð föt hjá fyrirtæk- inu, úr leðri og rúskinni, en í fyrstu "nefði hugmyndin verið að útbúa smávarning ýmiss konar, töskur, veski og fleira. Starfsmenn leðuriðjunnar eru fjórir og þó mikið sé að gera er einungis unnið í átta tíma á dag. Sigríður sagði fjárhag fyrirtækisins ekki leyfa mikla éftirvinna. „Við stefnum á að láta énda ná saman og allt útlit er fyrir að það takist. Við erum bjartsýnar á að reksturinn muni ganga vel í-ljósi þeirra verk- efna sem við bæði höfum nú í des- ember, en þau eru ansi mikil, og einnig eru okkur þegar farnar að berast pantanir fram á næsta ár. Það er mjög mikilvægt að þessi starfsemi haldi hér áfram, því það er gjarnan þannig í sjávarplássum að möguleikar á atvinnu eru einkum tengdir fiski. Þessi starfsemi hér er því liður í því að gera atvinnulíf- ið fjölbreyttara," sagði Sigríður Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson Stefán Guðbergsson, fram- kvæmdastjóri Krafttaks, afhent- ir Guðmundi Svavarssyni, um- dæmisstjóra Vegagerðar ríkis- ins, lykilinn að göngunum. Á myndinni hér til hliðar opnar Steingrímur J. Sigfússon, Sam- gönguráðherrra, göngin fyrir umferð. Jarðgöngin í Ólafsfjarðarmúla opnuð fyrir umferð: Opnun ganganna kærkomin nú 1 1 • 1 / • n P i mm i þe A * m - segir Oskar Þór Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Olafsfjarðar Angóra nærfatnaður í miklu úrvali. PARÍSHF., Hafnarstræti 96 — Akureyri. „VISSULEGA eru allir mjög ánægðir, menn eru afar fegnir enda verður um að ræða mikla breytingu varðandi okkar samgöngumál," sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Ólaf^fjarðar, en á sunnudag Voru jarögöngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla opnuð óformlega fyrir umferð, sjö mánuðum á undan áætlun. Gestir voru viðstaddir er Vegagerð ríkisins tók við verkinu úr hendi verktaka, Krafttaks sf. ank heimamanna, en segja má að allir sem vettlingi gátu valdið hafi ekið göngin á sunnudaginn. Framkvæmdir við gerð jarðgang- anna í Ólafsfjarðarmúla hófust i ágúst árið 1988. Heildargreiðslur til verktakans eru nálægt 900 milljón- um króna á verðlagi í desember 1990. Göngin eru 3.140 metrar auk forskála sem eru 255 metrar, en þeir eru byggðir til að varna því að snjóflóð og aurskriður loki gögnun- um. Unnið hefur verið við verkið í 109 vikur alls, en um 100 þúsund rúmmetrum af föstu bergi hafa ver- ið losaðir út fjallinu og þeim ekið út. Göngin eru styrkt með sprautu- steypu og bergboltum og var alls sprautað 3.400 rúmmetrum af steypu og um boltaðir um 1.800 boltar. Til að varna því að vatn falli á akbrautina svo og til frostvarnar voru settir um 16.000 fermetrar af gúmmíklæðningu og í vegstæðinu héfur verið komið fyrir dreinkerfi sem leiðir vatnið út úr göngunum, en það er nú um 100-150 lítrar á sekúndu að jafnaði. Eftir miðjum göngunum og í forskálum hefur ver- ið komið fyrir kapalstiga og í hann hengd ljós til lýsingar. Lýsingin í forskálunum verður breytileg og kemur til með að stjórnast af birt- unni utan ganganna. Göngunum verður lokað í janúar á meðan unnið verður að uppsetn- ingu á hurðum og einnig næsta sum- ar er síðara malbikslagið verður lagt á göngin. Óskar Þór sagði að er menn sáu hversu vel framkvæmdir gengu hefðu bæjaryfirvöld talið rétt að göngin yrðu notuð, þó svo nokkr- ir smærri verkþættir yrðu eftir. Hann sagði að hugmyndin væri sú að í kjölfar þess að hurðir yrðu sett- ar upp á næsta ári myndu menn gera sér glaðan dag í tilefni gang- anna. „Það er ekki nema vika síðan Múlinn var lokaður vegna gijóthruns og fyrir um tíu dögum var hann lok- aður vegna snjóa, þannig að opnun ganganna er okkur mjög kærkomin einmitt nú er í hönd fer versti tími ársins," sagði Óskar Þór. Hann sagði að Ólafsfirðingum væri nú kappsmál að fá lagaðan nokkurra kílómetra vegakafla frá gangamunna Dalvík- urmegin, en hann hefði upphaflega átt að fylgja gangagerðinni. Kaflinn hefði orðið útundan og væri hann nú veiki hlekkurinn í keðjunni. Aðalverktaki að jarðgangagerð- inni í Ólafsíjarðarmúla var sem áður sagði Krafttak sf., en undirverktak- ar sem séð hafa um einstaka þætti framkvæmdanna eru Ellert Skúla- son, hf. Fjölnismenn hf. Króksverk hf. Tréverk hf. Jarðverk hf. og Borg- arverk hf. Pöntunarsími 27744. þegarþú viltgleöja QD GULLSMIÐR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI SÍMI (96) 23524 Verksmiðjan í Krossanesi gangsett: Rækjumj ölsviimsla í undirbúningi STJÖRN Krossaness hf. hefur ákveðið að hefja undirbúning að vinnslu mjöls úr rækjuskel til að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Rækjuskelinni er nú hent þannig að vinnsla þessi mun hafa jákvæð áhrif á unihverfið. Verksmiðjan var formlega gangsett eftir endur- byggingu síðdegis á föstudag, en sem kunnugt er skennndist hún mikið í eldi aðfaranótt sl. gamlársdags. Við formlega gangsetningu verk- smiðjunnar rakti Hólmsteinn Hólm- steinsson formaður stjórnar gang mála frá því verskmiðjan eyðilagðist í eldsvoðanum. Hann sagði að horfið hefði verið frá því að tvöfalda af- kastagetu he'inar. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að hefja undirbúning að vinnslu rækjumjöls í verksmiðjunni, en nægt rými er í húsakynnum hennar, það. útheimtir lítinn viðbótarmannafla og ekki þarf að fjárfesta í miklum tækjabúnaði svo vinnsla geti hafist. Þá er hráefnið nægt, en rækjuskel er nú iðulega fleygt í sjóinn. Jóhann Pétur Anderssen fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði að ætlunin væri að hirða úrgang frá rækjuverksmiðjum, skel og annað sem hent væri í sjóinn og framleiða úr því mjöl. Hann sagði að um væri að ræða mikið umhverfisvandamál, en gera mætti ráð fyrir að þykkt lag væri af skel í sjónum við rækju- Morgunblaðið/Rúnar Þór Hörður Hermannsson, sem verið hefur verksmiðjustjóri í Krossanesi í 23-24 ár gangsetti verksmiðjuna formlega eftir að endurbyggingu hennar lauk fyrir skömmu, en sem kunnugt er varð verksmiðjan eldi að bráð aðfaranótt gamlársdags á síðasta ári. vinnslustöðvarnar. Jóhann sagði að í upphafi yrði markaðssvæðið að líkindum Asía, þar sem mjölið er notað til rækju- og álaræktar, en menn gerðu sér vonir um að unnt yrði að komast inn á aðra mat'kaði með vöruna þar sem greitt er hærra verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.