Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 54

Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESBMBER 1990 Skiptir það máli? Rýnt í ljóðabók Árna Grétars Finnssonar með þessu nafni eftir Gunnþór Ingason Skiptir það máli? Þessi spurn getur átt við margt. Á aðventunni beinist athygli að komandi hátíð og hún skiptir máli og setur svip sinn á mannlíf og umhverfi þess. Að svo margar bækur í bundnu ög óbundnu máli skuli vera gefnar út hér á landi fyrir jólin sem raun ber vitni er eitt það ánægjulegasta sem þeim tengist. En innihald þeirra bóka samræmist þó misvel því er- indi jóla að „orðið varð hold og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika," sannleiks- og skynsem- isorð tilverunnar sem samtengist mannlegri tilveru og vill gagntaka hana, móta hana og mynda til full- komnunar. Það orð gefur mannlegri tilvist þá merkingu og mið að hægt er hiklaust að svara þó vafningalaust sé spurt um gildi lífs. Skiptir það máli? Já, það skiptir máli að lifa og vera til. Það er óendanlega dýr- mætt og einnig ábyrgðarmikið. Það skiptir miklu máli hvemig hugsað er, hvernig talað er, hvemig lifað er og ljóðað. - UTSÓLUSTAÐIR: VERSLUNIN ÓÐINN, AKRANESI SPORTHLAÐAN, ÍSAFIRÐI SKÍÐAÞJÓNUSTAN, AKUREYRI SPORTVÍK, DALVÍK BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS, HÚSAVÍK SKÓGAR, EGILSSTÖÐUM LYKILL, REYÐARFIRÐI -SWWK FRAMUK SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs Þegar Ámi Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður og fyrrum forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði velur þessa spurn sem heiti ljóða- bókar sinnar, Skiptir það máli? er óvíst að hann hafi meðvitað í huga hvort lífið sé einhvers virði heldur velti því frekar fyrir sér hvort sam- setning stefjamálanna sé slík að hún skipti máli, og má ekki vera að hún geri það í sama mæli sem fengist er í þeim við tilvistina af einurð og einlægni? Árni Grétar hefur getið sér orð fyrir annað fremur en skáldskap fram að þessu. Hann hefur aðeins getað sinnt honum sér til hugar- hægðar í hjáverkum en hefur þó sent frá sér tvær ljóðabækur. Þá fyrri sem út kom fyrir nokkmm ámm nefndi hann „Leikur að orð- um“. í samnefndu upphafskvæði þeirrar bókar segir hann: „Leikur sá mér létti dagsins þunga/löngum stundum undi ég í draumi/við aflið sem að íslensk geymir tunga/orðgnótt þá sem barst með tímans straumi Og reyndar er sem öllu meiri alvara sé á ferð í síðari bókinni. Ljóðin em þar flest hver áleitnari og þungvægari en í þeirri fyrri, þó svo hvatinn að þeim hafi efalítið verið sá sami, löngunin, sem getur orðið að leik, að glima við og kljást við tunguna, afl það og orðgnótt sem hún geymir til að lýsa lífs- reynslu og -skynjun, vonum og þrám. Hver sem birtir ljóðin sín sýnir mikið af sjálfum sér og afhjúpar hugsarfylgsni sín, einkum ef þau eru innhverf og einlæg eins og ljóð Árna em. Eigin reynsla er yrkisefni hans en hún verður þó í meðförum hans altækari en svo, verður einnig leit að svömm við því hvaða máli það skipti að lifa, — vaxa, þrosk- ast, mannast, hröma og deyja —. Hann lítur lífið frá sínum sjónar- hóli, lífsreynslu manns, sem kominn er á þann aldur að geta skynjað tímann, ferð hans og flug, horft yfír æsku og manndómsár og einn- ig fram mót óþekktari framtíð í vitundinni um það að hún hefur sín einkenni fyrir þann sem eldist. í lokaorðum ljóðsins „Timinn vinnur" segir hann: „Og tíminn hann tifar og vinnur/og tréð verður að stórum hlyni/og barnið að bráð- gerðum manni/og þú að örvasa öld- ungi.“ í sjálfu sér augljós sannindi ef framvindan er eðlileg í lífshlaup- inu en þó alltaf jafn sérstakt íhug- unarefni og áleitið. Andspænis hverfulleikanum sem er umfjöllun- arefnið í mörgum ljóðanna er það hinn innri heimur hugarfýlgsna sem veitir skjól og grið enda segir Árni á einum stað: „í hugarfylgsnum þínum er hamingja þín falin/því hugurinn einn geymir reynslustund- ir þínar/í vitund hans og djúpi draumurþinn er alinn/og daghvern hann þín vitjar með minningamar sínar." En það er sem breytingin, lífsfram- vindan ein í sjálfri sér, gefi ekki þann frið, ekki einu sinni unaðsreit- ur við Álfaklett, J)ví „Þó ég finni frið í földum Alfareit/skjól það skammvinnt er/sköpuð er mér leit/skynja straumsins skil/skilja huldumál/finna fegri heim/frið í minni sál. “ Minningamar eru þó áleitnar, þær eru myndir lífs og lífsreynslu í huga, unaðskenndar ogtregafullar í senn líkt og fram kemur i ljóði því sem ljóðabókin dregur nafn sitt af. „Skiptir það máli?“ Það byrjar hástemmt. „Það var stafalogn/við stóðum í fjörunni/ Flóinn glóði/í geislum sólar/og dul- mögnuð fegurð/hins dumbrauða himins/dáleiddi mig. “ En svo verður það jarðbundið og nærtækt eins og lífíð er og krefst þeirra viðbragða sem augnablikið kallar á. „Skelfing er að sjá skóna þína/sagði hún./Skiptir það máli- /hvíslaði ég./„Svo hneig sól- Árni Grétar Finnsson in/handan við fjöllin/og sem ég leit við/var hún horfm." Áþekk hugsun kemur fram í „Sumartunglinu" sem fjallar um samfundi þegar vor er í lofti en endar á þessum orðum. „Að hausti í huga ég reika/til horfins augna- bliks/sem varð ekki að veruleika. “ í ljóðinu „Siglandi skip“ sem er af sama toga og eitt heilsteyptasta kvæði bókarinnar í einfaldri en ljósri mynd sinni kemur það þó skýrt fram að andartakið dýrmæta sem átti ekki framhald hefur þó skilið eitthvað þýðingarmikið eftir sig í sál og sinni, huga og minni. „Sigl- andi skip/sem mætast/æsku- draumar/sem aldrei rætast/and- artak/eins voru okkar kynni./En eftir varð eitthvað/undursam- legt/óþekkt áður/okkur báð- um/eitthvað, sem líður aldrei úr minni. “ En það er þó fleira sem líður ekki úr minni en eigin reynsla. Sitt- hvað er það stórt og sárt í mann- legri sögu og reynslu að það verður sameign manna svo framarlega sem þeir láta sig hag hvers annars nokkru varða og horfa ekki í kæru- og kærleiksleysi fram hjá miskunn- arleysi og illvirkjum. Ámi gerir sögu Önnu Frank að yrkisefni og tekst það dável og setv hana í samhengi við atburði ''ðandi stundar. „Nú autt er hús ■' Amster- dam/með uggvænlegum hroll./Að líta hússins leyndardóm/samt lexía er hoII./Enn flýja menn í felurn- ar/svo forðist dauðabúðirnar." Slík kvæði þar sem Árni skoðar og lítur gagnrýnum augum á mis- fellurnar í samskiptum manna og samfélagi fremur en að fjalla um eigin hugarheim og reynslu eru flest vel samin og eftirtektarverð og skipta miklu máli til að skýra og styrkja heildarsvip ljóðanna. Hann yrkir svo um „Hinn brákaða reyr“. Að fæðast í heiminn sem fatlað líf/og fínna þar hvorki skjól né hlíf/en visna sem vorkuldans gróð- ur./Að skorta sárlega skilning og mál/en skynja sinn vanmátt sem örkumla sál/eru örlög þíns aflvana bróður. “ Ogíkvæðinu „Pappírsflóð- inu“ setur hann laufskógana grænu andspænis skrumi og skýrslugerð og spyr „hvort skæðadrífa skrif- finnskunnar sé/eins skógarhlynar nokkru sinni virði“. Árni yrkir spámannlega inn í samtíð sína er hann í nokkrum kvæða sinna sýnir vel þann mismun sem er á ásýnd og veruleika, yfir- borði og því sem undir býr. Hann segir um „Goðið“: „Og þó hann ynni voðaverk/sem valdsins mað- ur/það allt var lofað, enda hann/þeim átrúnaður. “ Og í „Enska leiknum" sýnir hann fram á hve samflétta fágunar og fláræðis hefur verið árangursrík í valdatafli. „Kyn- leg er saga/krúnunnar bresku/kurteisin draup af vörum/á meðan af elju/hún undirbjó leik- inn/með öxum og snörum.“ Þessi atlaga hans að rótum stórvelda verður einkar marktæk og bein- skeytt fýrir það að hann beinir henni að kviku mannlegs eðlis brot- um þess og breyskleika sem spurn að okkur sjálfum í öðru kvæði „Vopnin kvödd“. „Eftir að sverð og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.