Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 60
80 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DÉSEMBER 1990 TOSHIBA örbylgjuoffnarnir skara ótvirætt ffrana úr 17 geréir - Veró við allra Toshiba er stærsti framleiðandi heims á örbylgjuofnum því eru Toshiba - ofnarnir ávallt búnir því besta og nýjasta. í nýlegri skoðanakönnun Neytendasamtakanna kemur fram, að Toshiba - ofnar eru langmest seldu ofnarnir og að eigendur þeirra nota þá mikið við alla matseld. Þú getur valið úr 17 gerðum í brúnum eða hvítum lit. Þú ert velkominn til okkar og við munum leiðbeina þér um val á réttum ofni fyrir þína notkun. Frítt námskeið i matreiðslu í ofnum hjá Dröfn Far- estveit fylgir með. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði og öll gögn á íslensku. Yfir 50 valdar uppskriftir ásamt leiðbeiningum á íslensku fylgja með. Aðild að Toshiba - uppskriftaklúbbnum stendur þér til boða. Veldu réttan örbylgjuofn strax "E~i Greiðslukjör Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði Hugleiðing um ólæsi á Islandi eftir Önnu S. Snorradóttur Eru börnin okkar illa læs? Er það rétt, að stór hluti ungs fólks sé illa læs eða ólæs með öllu? Og er það rétt, að unglingar séu hættir að lesa bækur? Það er ekki laust við að manni bregði, þegar greinar í þessa veru birtast í blöðunum og ekki bara ein eða tvær heldur margar. Eitthvað er í ólagi. Enginn skrifar slíkt nema ástæður séu til. I raun réttri er þetta flókið mál, og því miður er undirritaðri ekki nógu kunnar þær rannsóknir, sem skrifin eru byggð á. Áhyggjur með öðrum þjóðum Við erum ekki ein á báti í þessum efnum. Margar þjóðir bæði austan hafs og vestan hafa vaxandi áhyggjur af ólæsi þegnanna. Þetta virðist í fljótu bragði þversagnar- kennt, þótt ekki sé meira sagt. Skólum íjölgar, lengri skólaskylda en áður var, miklu meiri og fjöl- breyttari bókakostur, ágæt bóka- söfn víða og allar aðstæður betri eða hvað? Mer hefir verið sagt, að ég hafi verið fluglæs áður en ég varð fimm ára, en ég man það ekki sjálf og minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma lært að lesa. (Þá var skóla- skylda miðuð við 10 ára aldur.) Þrír. eldri bræður, faðir sem var kennari, móðir sem kenndi þulur, vísur, fór með bænir og söng ljóð, eitthvað af þessu umhverfi kann að gera barn læst, án þess að það taki eftir því sjálft. Lesblinda — Dyslexia Yngii systur gekk erfiðlega að verða læs og nú er það talið svo til víst, að hún hafi verið haldin lesblindu eða dyslexíu, eins og það er nefnt á erlendum málum. Um þetta var ekkert vitað í uppvexti okkar, en fyrir alllöngu þekkt stað- ERU JAKKAFÖTIN AÐ MINNKA INNI í SKAP? ER SPARIKJÓLLINN AÐ ÞRENGJAST? * 5 MÍN. ÆFING MEÐ BUMBUBANANUM JAFNAST Á VIÐ 20 MÍN. AF BOLBEYGJUM. * EKKERT ÁLAG Á MJÓHRYGGINN. * ALLT ÁLAGIÐ Á MAGAVÖÐVANA. ADBNS Kfí. mO. I N0TAÐU BUMBUBANANN t VIKU 0G MÁTAÐU SPARIFÖTIN AFTUR! Sendum í póstkröfu um land allt. Breska Verslunarfélagiö Faxafeni 10 ■ Húsi Framtiöar -108 Reykjavlk PÖNTUNARSÍMAR 91-82265,680845, reynd. Sem betur fer komast marg- ir yfir þennan örðugleika, þótt ekki sé það einhlítt að börn vaxi frá les- blindunni, og til er fólk sem hún hrjáir ævilangt. Margt er gert til að létta þeim lífið þar sem þetta er á háu stigi og t.a.m. í Bretlandi hefir sérstökum stofnunum verið komið á fót til áð styðja þessa ein- staklinga til menntunar, því meðal lesblindra leynist oft gáfað barn engu síður en í hinum hópnum, enda er lesblindan ekki talin neitt skyld greind eða gáfnafari. En það er að skilja á því fólki, sem skrifað hefir og tjáð sig um ólæsi hér á landi, að þar sé ekki átt við lesblindu, heldur hreint og beint að börn upp og ofan víða um land séu ekki læs eða illa læs á þeim aldri, sem lestrarnámi lýkur í skólum. Þessu er erfitt að trúa. Ég gleymi því aldrei, sem Snorri Sig- fússon sagði um nám í barnaskólum (hvernig skyldi annars standa á því, að skólar fyrir börn máttu ekki heita barnaskólar?) Hann sagði: Það sem skiptir höfuðmáli í kennslu barnaskólanna er þrennt: í fyrsta lagi móðurmálið, í öðru lagi móður- málið og í þriðja lagi móðurmálið." Hér var talað af langri reynslu. Rannsóknir í Skotlandi Einhver merkilegasta blaðagrein, sem undirrituð hefir séð og snertir þetta mál, rak á fjörur í vetur leið. Þar er sagt frá rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Skotlandi. í greininni segir, að börn séu að veru- legu leyti hætt að lesa bækur en leiti á auðveldari mið þar sem sjón- varpið er. Þessi skoska rannsókn leiddi í ljós, að aðeins eitt af hverjum fimmtán ungmenna á aldrinum 15 ára las lengur en 3 stundir á viku en horfði á sjónvarp 19 stundir vikulega. „Sjónvarpið er að fremja morð á lestrarvenjum barna og unglinga" stendur á einum stað en greinin er öll hin skeleggasta. Því er haldið fram og vitnað í sérfræð- inga, að þeir sem hætti að lesa bækur 13 til 14 ára verði aldrei bókafólk og glatist sem lesendur. Því er einnig haldið fram, að for- eldrar hætti of snemma að lesa með börnum sínum og, að jafnvel fljúg- andi læs börn hafi mjög mikið gagn af að lesið sé fyrir þau jafnvel fram á unglingsár, sem sé miklu lengur heldur en almennt hefir verið talið. Skáldið W.B. Yeats átti í lestrarerfiðleikum í áðurnefndri grein er sagt frá því, að skáldið fræga W.B. Yeats hafi átti í miklum lestrarerfiðleikum sem barn og fram á unglingsár (nú er talið að hann muni hafa þjáðst af áðurnefndri lesblindu). Hann þakkaði föður sínum, hve snemma hann kynntist bókmenntum og fékk ást á bókum. Faðir hans var listmál- arinn John Butle Yeats, og þessi ágæti maður las upphátt fyrir son sinn úr verkum höfunda eins og Macaugley, Scott, Shakespeare og Blake allar götur fram að 16 ára aldri sonarins. Margir telja, að þetta uppátæki föðurins hafi haft geysi- mikil áhrif á unga manninn. Það er auðskilið. Ekki fylgdi frásögn þessari neitt um það, hvort faðir skáldsins Yeats hafi gert sér grein fyrir því, að hann var e.t.v. að bjarga drengnum sínum frá ólæsi, eða hvort ást hans sjálfs á barninu og bókum var hvati þess, að hann las fyrir son sinn fram á unglingsár. Ýmsir menntamenn skoskir reka nú áróður gegn sjónvarpi á heimil- um. Einn þeirra segir svo frá, að börn hans hafi verið steinhætt að taka sér bók í hönd heima, en þeg- ar sumarleyfi hófust og fjölskyldan flutti' í sumarbústað, hófst lestur af kappi. Þar var ekkert sjónvarp. í þessari grein er einnig lýst áhyggj- um yfir því, að börn og unglingar hlusti orðið nær einvörungu á popp-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.