Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
Ævimiiiningar
Erlings Þorsteinssonar
ERLINGUR Þorsteinsson læknir
á að baki Ianga ævi og viðburð-
aríka við nám, störf og félagslíf.
Hann hefur nú skráð endurminn-
ingar sínar og rifjar þar upp ævi
sína frá fyrstu bernsku. Föður
sinn, Þorstein Erlingsson skáld,
missti hann ungur, en ólst upp í
-»■ skjóli móður sinnar, Guðrúnar
Jónsdóttur. Erlingur lýsir ítar-
lega bernskuheimili sinu, miklu
menningarheimili þar sem margir
þjóðkunnir menn og konur lögðu
leið sína, og segir frá ýmsum eft-
irminnilegum mönnum og atvik-
um. Að loknu læknanámi lá leiðin
í sérnám í Danmörku, þar sem
hann dvaldist öll stríðsárin og
lenti í lífshættulegum ævintýrum,
og síðan heim á ný til farsælla
starfa í sérgrein sinni, háls-, nef-
og eyrnalækningum. Hér á eftir
fara nokkur brot úr Æviminning-
um Erlings Þorsteinssonar.
Sest á skólabekk
Ég og María Kjeld í starfi á Heyrnarstöðinni.
Þorsteinn Erlingsson.
Þegar ég var orðinn sex ára haust-
ið 1917 var talinn tími kominn til
þess að ég færi að læra eitthvað.
Líklega hef ég verið farinn að stafa
dálítið, en áhuginn var ekki mikill.
Mamma sneri sér þá til Hallgn'ms
Jónssonar kennara, síðar skólastjóra
við Barnaskóla Reykjavíkur, og fékk
hann til að taka mig í lestrar-
kennslu. Hann var nágranni okkar.
Húsið hans var á Grundarstíg, beint
ofan við húsið okkar, svo ekki var
langt fyrir mig að fara. Hallgrímur
^ -^var gáfaður maður, en nokkuð sérvit-
ur. Til dæmis stökkti hann oftast
karbólsýruupplausn á gesti sína áður
en þeir gengu inn, til þess að þeir
bæru ekki sýkla og sjúkdóma inn á.
heimilið. Ég fékk venjulega minn
skammt. Annars var hann mjög ljúf-
ur maður og mér góður, svo góður
að hann gaf mér frí næsta dag ef
ég stóð mig vel, því hann vissi að
ég var ekki áfjáður í námið.
Eitt sinn um þessar mundir var
Sigurður Nordal gestkomandi hjá
mömmu, þegar ég kom heim og
spurði hann mig þá hvað ég ætlaði
að verða þegar ég yrði stór. Svaraði
ég þá að ég ætlaði að verða bóndi
svo ég þyrfti ekki að læra að lesa
og skrifa! Ég hef þá líklega ekki
-■^rnheyrt talað um bændamenningu. Sig-
urður minnti mig stundum á þetta
síðar.
Haustið 1918 hóf ég nám í bama-
skóla lögum samkvæmt því þá var
ég nýlega orðinn sjö ára. Þá var
aðeins einn bamaskóli í Reykjavík í
því húsi við Tjörnina, sem nú nefnist
Miðbæjarskólinn og er enn notaður
til ýmiskonar kennslu og æfinga. Það
var slitrótt námið í barnaskólanum
fyrri hluta vetrar, því húsið var um
skeið að hluta til notað sem spítali
vegna spönsku veikinnar svonefndu,
sem mörgum varð að fjörtjóni. í kjali-
ara hússins setti Thor Jensen útgerð-
armaður, upp mötuneyti og gaf þar
íjölda manns að borða, því neyðar-
ástand ríkti þá hér.
Skólastjóri var Morten Hansen er
ég hóf nám og þar til hann lést 1923.
Faðir hans var danskur verslunar-
stjóri í Hafnarfirði, en móðirin
íslensk. Hann var guðfræðingur að
mennt. Ekki man ég til þess að hann
kenndi mér, en kennslubókin í landa-
fræði, sem við fórum að læra í 4.
bekk og Elías Bjamason kenndi okk-
ur ásamt reikningi, var eftir Morten
Hansen.
Islensku- og sögukennari var
Hallgrímur Jónsson, og hefi ég búið
að kennslu hans alla tíð. Hann hafði
- svo brennandi áhuga á námsefninu
og talaði svo vel við okkur, að það
var ógleymanlegt. „Stuttar setningar
eins og í fomsögunum, munið það!“
sagði hann oft.
Einn sérkennilegasti kennari okk-
ar var fröken Guðlaug Arason. Hún
hafði áður kennt Svanhildi systur
minni, og tekist vel, því hún fékk
mjög fallega rithönd. Hún sagði eitt
sinn við Svanhildi, sem þá var á för-
um til útlanda: „Þér skulið ekki festa
Við Jóhannes Kjarval á Þorláksmessukvöldi.
Á úlfalda í Sahara-eyðimörkinni.
Hjá sauðnautahausum á Grærtlandi. Frá vinstri: Ég, Paul Anker-Jens-
en flugsljóri og Sigurður Samúelsson prófessor.
yður of mikið við kuldann. Mér hefur
alltaf þótt íslapd ljótast af öllum
löndum.“ Og „Ég hata dauðann og
fyrirlít hann. Ég vil lifa þótt allir
deyi,“ var haft eftir henni.
Sagt var að fröken Guðlaug hefði
eitt sinn verið trúlofuð, en sagt við
unnustann: „Ekkert svínarí fyrr en
við erum gift,“ en þau giftust aldrei
og hún var alla tíð einhleyp.
Hún var talin mjög góður skriftar-
kennari og hélt uppi ströngum aga,
hafði prik standandi úti í homi stof-
unnar til þess að gefa óhlýðnum
ráðningu. Éitt sinn í tíma hjá okkur
hafði einn nemandinn sprengt ólykt-
arkúlu og þá kallaði einhver að opna
þyrfti glugga, en hún sagði að það
skyldi ekki gert, því sökudólgurinn
yrði að fá að njóta lyktarinnar! Hún
þéraði mig og gaf mér sæmilegar
einkunnir, þótt ég hefði aldrei fallega
rithönd. Hún kvaðst alltaf þéra börn
þekktra manna. Fröken Guðlaug fór
að lokum héðan úr kuldanum til
Kaupmannahafnar og endaði þar sitt
líf.
Brugg á skólaárunum
Um fermingu, þegar ég hóf nám
í Menntaskólanum hafði ég aldrei
neytt svo mikils víns að ég fyndi
veruleg áhrif af því, aðeins smakkað
smástaup af borðvíni við hátíðleg
tækifæri, einkum hjá nágrönnum
okkar. Eftir því sem á námstímann
leið og við þroskuðumst jókst
vínneysla meðal nemenda.
Oftast var einhver gleðskapur um
helgar, dansæfmgar eða böll í skó-
lanum eða annars staðar, sem við
sóttum og var þá oft haft vín um
hönd, helst svo lítið bæri á. Lang-
flestir voru auralitlir og reyndu að
ná sér í einhvern dreitil á ódýrasta
hátt.
Þá var það að ég fór að kynna
mér bruggun. Góðkunningi mömmu,
Páll Stefánsson frá Þverá, bjó í járn-
klæddu timburhúsi, sem hann hafði
skírt Þverá og var það við Laufásveg
skammt fyrir sunnan húsið okkar.
Hann hafði bruggað rabarbaravín
árum saman, og þótti það afbragðs-
gott. Ég hafði raunar verið í heim-
sókn hjá honum með mömmu nokkr-
um sinnum og hafði hann þá stund-
um boðið upp á glas af því. Mamma
fékk uppskriftina hjá honum og ég
sá um framkvæmdir.
Páll hafði haft þann hátt á að
brugga árlegá i eitt hundrað og átt-
atíu lítra tunnu og nota ekki innihald-
ið fyrr en það var orðið árs gamalt,
að minnsta kosti. Það var allt stórt
í sniðum hjá Páli, enda vel efnaður
bílasali og umboðsmaður fyrir Ford
á íslandi.
Einhvernveginn komst ég yfir eik-
arkút, sem tók um fimmtíu lítra og
þóttist efnilegur byijandi. Við höfð-
um ræktað rabarbara eða tröllasúru,
eins og hann hefur verið nefndur á
íslensku, frá því ég fyrst mundi eftir
og áttum nóg af honum. Páll hafði
sagt að litlu máli skipti hvort leggirn-
ir væru mjóir eða gildir, grænir eða
rauðir, en staðreynd væri að rabar-
bari úr sumum görðum væri mun
betri til víngerðar en úr öðrum,
hvernig sem á því stæði.
Ég fór að öllu samkvæmt upp-
skriftinni. Mér fannst óratími þar til
vínið var fuilbúið til neyslu og auðvit-
að var kúturinn ekki fullur, þegar
þar að kom. Ég hafði litla von um
að geta átt hann í heilt ár, hvað þá
meira. Ekki var ég heldur einn um
kútinn. Móðir mín og systir voru að
vísu ekki miklir vínneytendur, en
skólasystkin og aðrir félagar mínir
voru allmargir og sumir liðtækir við
að skála.
Ég sá því fljótlega að eitthvað
þurfti að gera til þess að drýgja
mjöðinn, og þá varð ég mér úti um
tíu lítra glerflösku í tilraunaskyni,
keypti ölger hjá Agli Skallagrímssyni
og brauðger hjá bakaranum okkar.
Einhver hafði sagt mér að kandíssyk-
ur væri bestur í svona brugg, því
þá yrði mjöðurinn fallega gulbrúnn.
Það var þó nokkur fyrirhöfn að leysa
upp kandísinn, en allt tókst þetta að
lokum og brúsinn var settur upp á
miðstöðvarofn í kjallaranum. Eftir
nokra klukkutíma var farið að geija
vel í honum. Ef brúsinn var of fullur
kom fyrir að froða ylli upp úr stútn-
um.
Oftast var geijun lokið eftir íjóra
daga éf ofninn undir dunknum var
nógu heitur. Þá var sett matarlíms-
upplausn út í mjöðinn, hrist vel og
dunkurinn fluttur á kaldan stað.
Tveimur dögum síðar var mjöðurinn
orðinn tær, fluttur yfir á flöskur með
„hívert“ og tilbúinn til neyslu. Þenn-
an mjöð kölluðum við „skyndibrugg“,
enda má segja að þetta gengi hratt,
þar sem það var tilbúið til neyslu
eftir tæpa viku.
Stundum kom kunningjahópurinn
saman heima hjá mér og var þá oft
glatt á hjalla og blessuð mamma tók
vel á móti öllum gestum okkar. Hún
þurfti aldrei á víni að halda, því eins
og hún sagði sjálf, var hún fædd
með hálfflösku í blóðinu. Samt var
hún alltaf til í að smakka vín og lyfta
glasi með okkur. Það sem í glösunum
var, var oftast skyndibruggið, sem
þar glóði og hreif vel. Ekki veit ég
hve sterkt það var, en giska á tíu
til tólf prósent, eða svipað og hvítvín.
Oftast dönsuðum við unglingarnir
við slík tækifæri eftir grammófón-
hijómlist í stofunum heima og jafn-
vel frammi í eldhúsi, þegar margt
var. Frá þessum samkomum minnist
ég einkum Þormóðs vinar míns Ög-
mundssonar og Láru Jónsdóttur frá
Yarmadal, síðar eiginkonu hans, og
Ástu systur hennar. Auk þess voru
tíðir gestir Hafnfirðingarnir Þor-
steinn Björnsson, Baldur og Oddgeir
Magnússynir sýslumanns og lög-
reglustjóra í Hafnarfirði. Auk þess
var alloft með okkur vinur minn og
bekkjarbróðir Egill Sigurgeirsson,
ásamt unnustu og síðar eiginkonu,
Ástu Dalmann. Að sjálfsögðu voru
stundum með okkur ýmsir aðrir
skólafélagar og kunningjar og fyrir
kom að ég bauð dömu með til að
dansa við.
Það færðist líf og íjör í hópinn
þegar hinar gullnu veigar úr kútnum
voru veittar og virtust flestir kunna
vel að meta þær. Ég man tæpast
eftir nokkrum, sem ekki skálaði
með. Fyrir kom að vínið þraut eins
og í Kana forðum og þá gátu góð
ráð orðið nokkuð dýr, en eftir að ég
náði mér í annað geijunarílát í við-
bót, henti það varla, og mjöðurinn
varð enn betri...
Hættuleg ferð
. .. Á feijunni fréttum við að
fyrstu hersveitir Bandamanna væru
komnar yfir suðurlandamæri Dan-
merkur, væru á leið upp Jótland og
gætu jafnvel komist á móts við Kold-
ing einhvern tíma næturinnar. Það
var einnig sagt frá verulegri mót-
stöðu Þjóðveija og bardögum á ýms-
um stöðum. Við glöddumst að sjálf-
sögðu yfir þessum fréttum, en vorum
þó uggandi um fjölskyldur okkar.
Á leiðinni yfir Stórabelti urðum
við tvívegis vör við að enskar flugvél-
ar sveimuðu yfir og ráðlagt var að
enginn væri úti á þilfari. Ekki var
þó skotið á feijuna og komumst við
heilu og höldnu til Korsör, en þaðan
var ferðinni heitið beint til Kaup-
mannahafnar.
Við hafnarbakkann þar beið
sænskt skip, sem átti að flytja flótta-
fólkið til Svíþjóðar. Sænski greifinn,
Folke Bernadotte, hafði um skeið
unnið ötuliega að því að hjálpa nauð-
stöddum flóttamönnum frá Þýska-
landi til þess að komast til Svíþjóðar
og áfram heim á leið, ef unnt var.
Um þessar mundir var greifinn hætt-
ur þessari starfsemi, en brá þó skjótt
við er til hans var leitað og sendi
þetta skip eftir fólkinu.
Ekki gátum við Folmer komist að
því með vissu hverrar þjóðar þetta
flóttafólk var, en þótti sennilegt að
það væri frá Suður-Evropu, ef til
vill frá Grikklandi eða Júgóslavíu.
Við skildum ekki orð af því sem það
talaði.
Frá járnbrautarstöðinni var öllum
ekið í stórum bílum niður að skipi
og fórum við með. Þegar komið var
niður á uppfyllinguna við höfnina
sáum við þó nokkuð af þýskum her-
mönnum, sem þar voru á verði. Þeg-
ar verið var að ljúka við að koma
fólkinu út í skipið, komu nokkrir