Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 74
MORGUHlB‘LÁÐl0'tRlÐJl)t)AGUIÍ'l8. DEÍ3EMBER 1990
• ■ ’n
74
Minning:
Einar J. Skúlason
Þeirn fækkar nú brautryðjendun-
um á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs-
ins sem settu svip sinn á fyrri hluta
og miðbik þessarar aldar.
Einn af þeim er nú kvaddur frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
Einar J. Skúlason, stofnandi og eig-
andi samnefnds fyrirtækis um langt
árabil.
Einar J. Skúlason fæddist 13.
janúar 1918 á Söndum í Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu. Einar átti
ættir sínar að rekja til dugandi
bænda og sjómanna í Húnaþingi.
Einar var sonur hjónanna Jóns
J. Skúlasonar bónda á Söndum og
Salome Jóhannesdóttur, konu hans,
frá Útibleiksstöðum í sömu sveit.
- Föðurafi Jóns var Jón Skúlason
óðalsbóndi á Söndum sem var kunn-
ur búhöldur á sinni tíð og forgöngu-
maður í nýjum búnaðarháttum og
í verslunarmálum Vestur Húnvetn-
inga. Jón Skúlason var fæddur að
Tannstaðabakka í Vestur-Húna-
vatnssýslu 14. ágúst 1836 og voru
foreldrar hans Skúli silfursmiður
og bóndi á Tannstaðabakka Einars-
son og kona hans, Magdalena Jóns-
dóttir bónda á Ánastöðum.
Bróðir Jóns var Einar bóndi á
Tannstaðabakka en hann var
dverghagur á tré og alla málma og
lærður gullsmiður.
Moðir Jóns andaðist sama sólar-
hringinn og hún ól hann. Fárra
daga gamall var hann fluttur að
Söndum til fósturforeldra sinna,
Jóns móðurbróður síns og konu
hans, Ingibjargar Brynjólfsdóttur,
er þar bjuggu mestan sinn búskap.
Þar ólst hann upp og brátt komu í
ljós framúrskarandi atorka og hag-
sýni. Árið 1879 breyttist mjög hag-
ur Jóns til frambúðar er honum
’buðust Sandar til kaups. Um vorið
flytur hann að Söndum og gengur
að eiga Steinunni Davíðsdóttur frá
Þorgautsstöðum í Hvítársíðu.
Foreldrar hennar voru Davíð
bóndi á Þorgautsstöðum og Málfríð-
ur Þorsteinsdóttir frá Hurðarbaki í
Borgarfirði.
Þau Davíð og Málfríður áttu fjóra
syni og þrjár dætur. Er fólk komið
frá þeim öllum. Þorgautsstaða-
systkinin auk Steinunnar voru
þessi: Ólafur á Hvítárvöllum, Þor-
steinn á Arnbjargarlæk, Davíð
bóndi .í Örnólfsdal, Ingibjörg hús-
freyja á Gijóti, Þorbjörn bóndi í
Ásgarði, og Málfríður húsfreyja að
Uppsölum.
Steinunni Davíðsdóttur er svo
lýst að hún hafi verið umhyggjusöm
og stjórnsöm húsmóðir, elskuð og
virt af hjúum sínum og nágrönnum.
Þau Steinunn og Jón eignuðust
sex börn. Þrjú þeirra munu hafa
dáið í fæðingu, eitt náði þriggja ára
aldri, en tveir synir komust til full-
orðinsára, Jón faðir Einars og Ólaf-
ur bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal
í Vestur-Húnavatnssýslu. —
í samtímaheimildum segir að
fljótlega eftir að þau setjast að á
Söndum hafi þau hafist handa um
svo miklar búnaðarframkvæmdir
að einsdæmi mun hafa verið í allri
Hunavatnssýslu og þó víðar hafi
verið leitað. Jón beitti sér einnig
öðrum fremur fyrir samtökum
bænda í viðskiptasviðinu í vestur-
hluta Húnavatnssýslu frá því um
1880 og fram yfir aldamótin.
En þeirra hjóna mun ekki síst
verða minnst fyrir hjálpfýsi þeirra
og greiðásemi.
Móðurafi Einars J. Skúlasonar
var Jóhannes bóndi á Útibleiksstöð-
um. Hann var sonur Jóhannesar
ráðsmanns í Múla í IJnakradal.
Kona Jóhannesar á Útibleiksstöðum
var Margrét Björnsdóttir bónda á
Kolugili í Víðidal. Johannes og
Margrét voru greiðasöm og vel lát-
in. Jóhannes stundaði sjóinn og ferj-
aði margan ferðamanninn yfir Mið-
fjörð að Hvammstanga.
Þau Útibleiksstaðahjónin, Jó-
hannes og Margrét, áttu 12 börn,
en fimm þeirra létust í bernsku.
Þau voru þessi auk Salome, móður
Einars: Ingibjörg, lengi bústýra hjá
Hirti Líndal á Efra-Núpi í Miðfirði,
Bjöm Líndal lögfræðingur, bóndi
og alþingismaður á Svalbarði við
Eyjafjörð, Guðmundur Theódór á
Hvammstanga, Guðrún Jakobína á
Akureyri, Elínborg húsfreyja á
Dúki í Sæmundarhlíð og Margrét,
kona Ólafs Jónssonar á Stóru-
Ásgeirsá í Víðidal.
Áuk systkinanna sjö voru alin
upp fjögur fósturbörn. Eitt af þeim
var Sigurður Jónasson, en hann var
um skeið mikill atkvæðamaður í
atvinnulífi og stjórnmálum og færði
m.a. íslenska ríkinu Bessastaði að
gjöf-
Jón yntri á Söndum og Salome
frá Útibleiksstöðum giftust 18. júlí
1908 og setjast að á Söndum. Ein-
ar var yngsta barn þeirra hjóna en
systkini hans voru í aldursröð þessi:
Margrét sem dó ung, um tvítugt,
Jónína Steinunn gift Guðmundi Al-
bertssyni póstafgreiðslumanni, dá-
inn 1989, og eignuðust þau þrjú
börn, Málfríður Nanna, dáin 1972,
gift Haraldi Z. Guðmundssyni versl-
unarmanni og áttu þau tvö börn,
Björn Baldur, kaupmaður, en kona
hans er Herdís Steinsdóttir og eiga
þau tvö.börn og næst yngst var
Jóhanna Ingibjörg sem lést aðeins
tveggja ára.
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi
skólastjóri, segir m.a. svo um bú-
skap þeirra Sandahjóna:
„Ég tel það ekki orka tvímælis,
að þau 63 ár sem Sandafeðgar
bjuggu á Söndum í Vestur-Húna-
vatnssýslu hafi ekki í þeirri sýslu,
og þótt víðar væri leitað, verið önn-
ur heimili, er stóðu Söndum framar
að snyrtimennsku, myndarskap,
gestrisni og möguleikurn á því að
taka vel á móti þeim, sem að garði
bar. Þessu til staðfestingar skal
minnst á það, hvernig eldri Sanda-
hjónin tóku á móti skipbrotsmönn-
um af Pólstjórnunni frá Dalvík sem
bar þar að landi í ofviðri í apríl
1887.“
Um búskap Sandahjónanna yngri
segir Guðmundur m.a. að búhygg-
indi og forsjálni einkenndu mjög
búskap þeirra hjóna.
Það var í þessum jarðvegi sem
að Einar ólst upp og það er ekki
nokkur vafi á því að arfleifðin frá
forfeðrunum og æskuheimilinu sem
hér hefur verið nokkuð lýst hefur
haft mikil áhrif á hann og mótað
mjög alian hans starfs- og lífsferil.
Það kom fljótt í ljós að Einar var
mjög hagur og sýnt um að gera
við tæki og vélar. Ollum stundum
dvaldist honum við smíðar úti í
smiðjunni á Söndum og ef hann var
sendur á bæi f einhverjum erinda-
gjörðum var hann, unglingurinn,
gjarnan fenginn til að lagfæra
ýmislegt eins og saumavélar hús-
freyjanna og var alls staðar aufúsu-
gestur.
Snemma hneigðist þannig hugur-
inn að því sem síðar varð að lífs-
starfi hans.
Ungur heldur'hann til náms til
Danmerkur og Svíþjóðar og lýkur
prófi frá Iðnskóla í Kaupmannahöfn
árið 1939. Einnig sótti hann nám-
skeið í Teknologisk Institut í Kaup-
mannahöfn.
Fljótlega eftir að hann kemur
heim eða á árinu 1939 stofnar hann
eigin skrifstofuvélaverslun og vinn-
ustofu í Reykjavík.
Einar var einn af fyrstu Islend-
ingunum til að leggja fyrir sig skrif-
stofuvélaviðgerðir.
Hann stundaði bæði innflutning
og rak samhliða viðgerðarverkstæði
og fékk ýmis þekkt umboð á þessu
sviði og það eitt sýnir það traust
sem erlendir framleiðendur höfðu á
honum og fyrirtæki hans.
Fyrst var fyrirtækið til húsa í
Veltusundinu en eftir fá ár kaupir
hann og flytur fyrirtækið og heim-
ili sitt í Bröttugötu 3b þar til hann
flytur fyrirtækið að Hverfisgötu 89.
I janúar 1984 er fyrirtækinu breytt
í hlutaféiag og gerast þá hluthafar
ásamt Einari fjórir starfsmenn fyr-
irtækisins og á því ári eru fest kaup
á húseigninni Grensásvegi 10 þar
sem Einar J. Skúlason hf. er til
húsa nú. I júlí 1985 selur Einar
hinum hluthöfunum eignarhluta
sinn í fyrirtækinu.
Það gladdi hann að sjá fyrirtæk-
ið sem hann hafði byggt upp af
eigin rammleik og helgað alla sína
starfskrafta eflast og dafna í hönd-
um nýrra eigenda.
Alia tíð vakti Einar yfir velferð
fyrirtækis síns og eyddi öllum
stundum við vinnu eftir því sem
tími vannst til. í öllum sínum rekstri
og við uppbyggingu fyrirtækisins
sýndi hann forsjálni og aðhaldssemi
sem eru dyggðir sem fleiri mættu
sýna í dag. Fyrirtækið var alla tíð
traust og hann hafði trúnað sam-
ferðamanna sinna.
Einar kvæntist 22. maí 1943
Kristjönu Þorkelsdóttur Ottesen
prentara á Akureyri. Móðir Krist-
jönu var Hólmfríður Kristjánsdóttir
frá Úlfsbæ í Bárðardal 1 Suður-
Þingeyjarsýslu.
Kristjana reyndist manni sfnum
góður lífsförunautur, og það voru
fáir dagarnir er þau bjuggu í Brött-
ugötunni sem ekki voru einhverjir
viðskiptamenn eða þá vinir og vand-
amenn inni á heimili þeirra og nutu
þar veitinga. I hennar hlut kom að
sinna meira og minna innlendum
og erlendum viðskiptavinunum.
Einar lagði sig alltaf fram við
að hjálpa gömlum sveitungum sín-
um og margir litu inn hjá þeim hjón-
um og eiga góðar minningar frá
þeim heimsóknum.
Hlutur Kristjönu í lífsstarfi Ein-
ars er mikill.
Gestrisni var þeim báðum í blóð
borin og mér er bæði ljúft og skylt
að þakka fyrir hönd fjölskyldunnar
fyrir allar ánægjustundirnar og
móttökurnar á heimili þeirra í gegn-
um árin. Ég veit að ég mæli fyrir
hönd margra fleiri. Þau hafa alla
tíð verið raungóð vinum sínum og
vandamönnum.
Móðir mín og við systkinin mun-
um alla tíð minnast hjálpsemi Ein-
ars og þeirra hjóna í alvarlegum
veikindum föður okkar og síðar við
fráfall hans.
Einar tók sér fáar frístundir og
lítið var um sumarfrí. Sem ungur
maður eða á árunum 1944-1945
lærði hann að fljúga og þó svo að
hann beitti ekki frekari þessari
kunnáttu sinni hafði hann alla tíð
áhuga á flugi og flugvélum.
Á árum áður hafði Einar gaman
af stangveiði og fyrst og fremst
voru það árnar í Húnaþingi sem
áttu hug hans allan og hann naut
þess að dvelja þar í æskubyggð sinni
í fylgd góðra vina.
Einar var félagi í Frímúrararegl-
unni og ábyggilegt er að hann naut
þess þar að eiga samleið með góðum
félögum þó svo að hann hefði um
það engin orð, og þá ekki síst nú
hin síðari ár er alvarleg veikindi
fóru að gera vart við sig. Einar
hafði mikinn áhuga á þjóðmálum
og var alla tíð fylgjandi Sjálfstæðis-
flokknum.
Utajilandsferðir voru yfirleitt hér
á árum áður tengdar viðskiptaferð-
um er þau hjón fóru til innkaupa
fyrir fyrirtækið en oft voru þau í
fylgd góðra vina. Síðustu árin fóru
þau nokkrar ferðir sér til skemmt-
unar og hvíldar sem þau höfðu
mikla ánægju af.
Fyrir um það bil fimm árum kom
í ljós sá sjúkdómur, krabbamein,
sem- hann fékk ekki staðist þrátt
fyrir að læknar gerðu allt sem í
þeirra vald stóð.
í júní sl. héldu afkomendur Jóns
Skúlasonar og Steinunnar Davíðs-
dóttur á Söndum ættarmót norður
í Húnaþingi. Meðal annars var far-
ið heim að Söndum og út að Úti-
bleiksstöðum og þó margt væri nú
öðru vísi umhorfs en áður fyrr naut
unga fólkið þess að heyra þá eldri
rifja upp minningar frá æskuárun-
um norður í Miðfirði. Við nutum
öll þessara tveggja daga og munum
geyma þá í minningunni. Það var
sérstaklega ánægjulegt að Einar
gat tekið þátt í ættarmótinu með
okkur og það var augljóst að hann
naut þess að vera kominn norður í
átthagana og það var eins og hann
væri nú að kveðja fyrir fullt og allt
gamlar slóðir. Hann var þó manna
kátastur miðað við það sem heilsan
leyfði. Slóðir feðranna áttu í honum
sterk ítök.
Fyrir stuttu átti ég þess kost að
dvelja kvöldstund á heimili þessa
elskulega frænda míns í Garða-
stræti. Það var með ólíkindum hvað
Einar bar höfuðið hátt þó hann
væri sárþjáður og ljóst væri, að það
þá ekki síst honum sjálfum, að nú
væri farið að draga að leiðarlokum.
Af slíku æðruleysi ræddi hann um
veikindi sín, sem hann að öðru jöfnu
hafði alla tíð verið fámáll um, að
hann veitti þeim styrk sem heim-
sóttu hann, gaf meira en hann tók.
Hann sagðist gjarnan hafa viljað
að hann hefði komið meiru í verk
síðustu árin en sagðist að öðru leyti
vera sáttur við lífið og tilveruna.
Það voru kveðjuorð hans þetta
kvöld.
Þessi kvöldstund hafði liðið fljótt
og móttökurnar eins og áður. Þessa
minningu mun ég geyma í huga
mér sem eina af þeim dýrmætustu
sem ég á um þennan frænda minn.
Ýmsir samferðamenn Einars,
innlendir og erlendir, hafa tjáð mér
að þeir muni alltaf minnast hans
sem trausts vinar og góðs félaga.
Þeir muni alltaf minnast glettni
hans sem oft brá fyrir í svip hans
og brosi.
Einar og Kristjana áttu einn kjör-
son, Skúla, sem er rafeindavirki,
og á hann þrjú börn, Ingifríði
Rögnu, f. 4. október 1967, Árna
Einar, f. 1. febrúar 1971 og Einar
Jón, f. 9. apríl 1975. Ingifríður
Ragna hefur alist upp hjá afa sínum
og ömmu sem þeirra uppeldisbarn.
Dóttir Ingifríðar, Alexia Ýr Magn-
úsdóttir, sem nú er þriggja ára,
hefur dvalist mikið á heimili lang-
afa síns og langömmu og hefur hún
verið augasteinn þeirra.
Það er nú komið að leiðarlokum.
Við munum sakna góðs frænda og
vinar og minnast alls þess sem hann
var okkur.
Kristjönu, Skúla og barnabörn-
unum sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Grétar J. Unnsteinsson
35 RETTA JOLAHLAÐBORÐ
í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN
Nú bjóðum við glæsilegt jólahlaðborð með réttum
úr úrvals hráefni fyrir einstaklega gott verð.
Opið mánudaga til laugardaga.
Rjómalöguð súpa dagsins
Fjórartegundir af síld
Tværtegundiraf grænmetispaté
Sjávarréttapaté
Sjávarréttir í hvítvínshlaupi
Gæsapaté
Hreindýrapaté
Grafinn lax
Reykturlax
Ferskl jöklasalat með portvíns
jógúrtsósu
Ferskt ávaxtasalat með jógúrtsósu
Svínasulta
Lambalæri
Lambarifjur Barbecue
London lamb
Hangikjöt
Rauðvínshjúpað grísalæri
(jólaskinka)
Jóla-rifjasteik
Jólabrauð
Svart pönnubrauð
Munkabrauð
3ja korna brauðhleifar
Rúgbrauð
Hrökkbrauð
3 tegundir kaldar sósur
ótegundiraf meðlæti
Ostakökur
Allartegundiraf
Baulu jógúrt
Sama verð í hádegi og á kvöldin kr. 1.395,-
Borðapantanir í síma 18833.
Matreiðslumeistari: Skúli Hansen
arinn