Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
77
Minning:
Sigríður Þorsteins-
dóttir Bjarkan
Fædd 22. júní 1912
Dáin 12. desember 1990
Amma mín, Sigríður Þorsteins-
dóttir Bjarkan, lést í Landspítalanum
aðfaranótt 12. desember sl. Síðustu
mánuði hafði heilsu hennar hrakað
mjög og trúi ég því að hún hafi ver-
ið hvíldinni þakklát.
Ég minnist margra ánægjustunda
sem ég átti með henni. Hún var
hafsjór fróðleiks og deildi þeim fróð-
leik oft með mér. Kvæði, vísur og
stökur kunni hún ógrynni af og gat
farið með utanbókar. Auk þess var
gaman að hlusta á sögur sem hún
sagði af lífi sínu á árunum þegar hún
bjó á Blönduósi og var í Menntaskó-
lanum á Akureyri. Sögur af sam-
ferðamönnum og lífsháttum þess
tíma voru bráðskemmtilegar og fróð-
legar og margar hveijar rríjög minn-
isstæðar.
Ef það var eitthvað sem vafðist
fyrir manni í lærdómnum var alltaf
hægt að hringja eða fara til ömmu
og fá svör við erfiðum spurningum.
Hún var vel að sér í fjölda tungu-
mála enda þurfti hún oft að grípa
til þeirrar kunnáttu í starfi sínu.
Mér hefur alltaf fundist að amma
hafi verið mikil nútímakona. Hún fór
í menntaskóla þegar fáar ungar
stúlkur gerðu slíkt, þó að henni hafi
ekki auðnast að klára lokapróf. En
hún hætti aldrei að viða að sér þekk-
ingu og furðaði ég mig oft á því
hversu frábært minni hennar var.
Stundum ræddum við um íslendinga-
sögurnar sem ég var að lesa í skóian-
um og hún mundi sögurnar flestar
þó langt hefði liðið síðan hún leit
síðast í þær. Og gaman var að ræða
við hana um heimsbókmenntirnar og
ýmsa þekkta höfunda, bæði erlenda
og innlenda. Þar var hún vel að sér
eins og á svo mörgum öðrum sviðum,
Hávamálin voru henni hugleikin og
gat hún skotið að manni einni og
einni hendingu þegar við átti.
Heimili hennar var búið fallegum
húsgögnum og munum að ógleymd-
um öllum bókunum sem voru á
íslensku og fjölda annarra tungu-
mála. Gaman var að koma til hennar
á Grenimelinn. Amma starfaði utan
heimilis alla ævi, hún rak verslun á
Blönduósi ásamt eiginmanni sínum,
Konráði Díómedessyni, afa mínum
sem ég fékk ekki tækifæri til að
kynnast því hann lést fyrir aldur
fram 7. júní árið 1955. Nokkru eftir
andlát hans flutti hún til Reykjavíkur
og starfaði þar við verslunarstörf og
saumaskap, allt til ársins 1988. Hún
giftist Skúla Bjarkan 19. maí 1962
og áttu þau skemmtileg ár saman,
en hann lést 18. október 1983. Amma
eignaðist tvö böm, Þorstein Bjarkan
(d. 1976) og móður mína, Margréti
Konráðsdóttur.
Amma var mjög lagin við sauma-
skap og fannst mér það sem hún
saumaði oft á tíðum hrein meistara-
verk. Það var ósjaldan sem leitað var
til ömmu þegar skólaböll, árshátíðir,
nemendamót, dimmissjón eða annað
var í nánd. Alltaf var hún tilbúin að
gera allt fyrir mann sem í hennar
valdi stóð. Og oft þó tíminn væri
naumur þá var kjóll eða annað það
sem fara átti í alltaf tilbúið á réttum
tíma. Og veit ég að stundum sat hún
lengi við svo saumaskapnum yrði
lokið þegar barnabarnið kom til
hennar að vitja um fötin.
Amma hafði ákveðnar skoðanir á
mörgum hlutum og fannst mér oft
að kynslóðabilið væri styttra milli
okkar en milli mín og svo foreldra
minna. Hún var óspör á hrós til mín
þegar henni fannst ég hafa staðið
mig vel í einhveiju.
Þegar ég var yngri var það stund-
um sem ömmu var faiið það hlutverk
að sitja yfir mér og bróður mínum,
Konráði Jóhanni, eina og eina kvöld-
stund. Og þegar svo var þá varð
ekki komist hjá því að fara með
bænirnar fyrir svefninn. Amma setti
þá reglu að ekki mætti tala eftir að
hafa farið með bænirnar, ef þessi
regla væri brotin yrði að fara með
bænirnar aftur. Það eru ekki svo
mörg ár síðan ég áttaði mig á því
af hveiju hún setti þessa reglu, auð-
vitað svo barnabörnin myndu ein-
hvern tíma hætta að tala og koma
sér í svefninn. Þó reglunni hafi í
upphafi ekki ætla að vera til margra
ára er hún enn í hávegum höfð.
Mig langar með þessum minninga-
brotum mínum að þakka ömmu fyrir
allt sem hún gerði fyrir mig. Ég á
eftir að sakna hennar mjög, en minn-
ingarnar ylja.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr et sama;
en orðstírr
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getr.
(Úr Hávamálum.)
Margrét.
Það er Lúsíudagsmorgunn, 13.
desember 1990. Hugur minn hvarflar
aftur í tímann um nokkra áratugi,
og þá til Akureyrar. Ég sé fyrir mér
unga, efnilega og fallega stúlku, sem
þá var við nám við Menntaskólann
á Akureyri.
í Svíþjóð þar sem Lúsíuhátíðin er
sannkölluð þjóðarhátíð velur hver
borg og hérað sína eigin Lúsíu. Er
það mjög eftirsóknarvert að verða
fyrir því vali. Oftast eru það ljós-
hærðar, elskulegar og svipfagrar
stúlkur, sem það hnoss hljóta. Mynd
mín af Sigríði frá þessum tíma hefði
skipað henni sess Lúsíu, ljósadrottn-
ingarinnar.
Sigríði þekkti ég ekki á þessum
árum. Kynni okkar hófust þegar hún
sótti um vinnu hjá mér í Kirkjumun-
um fyrir hartnær 25 árum. Starf
hennar var fyrst og fremst fólgiði í
afgreiðslu og fyrirgreiðslú fyrir fólk,
sem vildi fela mér að vinna fyrir
kirkjur, opinberar byggingar og
heimili. Samhliða þessum störfum
handsaumaði hún batiklampa og
skerma. Oft kom það fyrir, að ég
naut aðstoðar hennar við að falda
margs konar kirkjuklæði, sem ég
hafði ofið, ísaumað eða skreytt með
öðrum hætti. Vandvirkni hennar og
samviskusemi við þessi störf voru til
fyrirmyndar. Við almenn afgreiðlu-
störf var hún virðuleg og hafði glæsi-
lega framkomu.
Sigríður var tilfinningarík og við-
kvæm kona. Þessa eiginleika hennar
virti ég mikils og var samstarf okkar
ætíð farsælt. Smáborgaraskap fann
ég aldrei á fari Sigríðar. Hún hélt
höfðinglegri reisn á hveiju sem gekk
í hennar einkalífi, enda er mér ekki
grunlaust um að þar hafi skipst á
skin og skúrir, en þess gætti aldrei
á vinnustað og hún bar ekki vanda-
mál sín á torg. Var það aðalsmerki
hennar.
Margrét einkadóttir Sigríðar og
hennar fjölskylda, var henni mikill
gleðigjafi. Votta ég þeim öllum af
heilum hug samúð við fráfall þessar-
ar mætu konu.
Að leiðarlokum þakka ég Sigríði
fyrir samstarf, einlæga vináttu og
tryggð þau 25 ár sem við áttum sam-
an. Megi dýrð ljósanna fylgja henni
á fund Guðs.
Sign'm Jónsdóttir
• •• /•
frá honum
Náttföt - náttkjólar - sloppar - undirfatnaður
úr mjúku silki og satíni.
Einstakir hlutir á einstöku verði.
Silkislæður frá Louis Férand - engu líkar.
Gjafakort - góð lausn fyrir marga.
Sendum í póstkröfu.
Verið velkomin.
TIZKAN
LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ
SÍMI 10770
---
MwSmVri » Marokk,
U.Æl'VNtAJVUil N OHR
ÁSIMSÖGURNAR
ELSE-MARIE NOHR
Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en
í fríi sínu verður hún ástfangin af manni
nokkrum og kynnist lítilli dóttur hans, sem
er hjartveik og bfður eftir því að komast
undir læknishendur.
í DAG HEFST LÍFIÐ
ERIK NERLÖE
Aðeins sautján ára gömul er hún að verða
fræg og rík. Og margt er að gerast ílífi henn-
ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún
verður ástfangin; hún hittir móður sína,
sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo
oft dreymt um.
HAMINGJUHJARTAÐ
EVA STEEN
ÆVINTÝRI f MAROKKÓ
BARBARA CARTLAND
Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og
vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu
ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva-
reiður, þegar hann komst að raun um,
hvernig hún fór með aðdáendur sína, og
hve laus hún var við alla tillitssemi og
hjartahlýju.
I SKUGGA FORTÍÐAR
THERESA CHARLES
Ilona var dularfull í augum samstarfsfólks
sfns. Engu þeirra datt íhug, að hún skrifaði
spennusögur í frítíma sínum, eða að þessi
,,Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð,
væri aðeins til í hugarheimi hennar.
Hún er rekin úr ballettskólanum og fer því
til London, þar sem hún gerist þjónustu-
stúlka hjá íjölskyldu einni, og gætir lítillar
stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún
ungum manni, sem sýnir henni mikinn á-
huga.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OLIVBRS STEINS SF