Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 78
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
78
Minning:
Dr. Björn Jóhannes■
son verkfræðingur
Fæddur 25. október 1914
Dáinn 12. desember 1990
Eitt ástsælasta skáld íslenskrar
þjóðar, Jónas Hallgrímsson, kvað
óð til vísindanna á sínum tíma, þar
sem segir m.a.: „vísindin efla alla
dáð, hugann styrkja, viljann
hvessa“.
Þessi orð skáldsins komu mér i
hug er ég frétti um skyndilegt og
óvænt brotthvarf vinar míns og
félaga, Björns.
Björn nam efnaverkfræði við
Kaupmannahafnarháskóla og lauk
þaðan prófi árið 1940. Hugur hans
hneigðist til frekara náms og hann
lét sér ekki nægja efnaverkfræð-
ina, og hélt hann því á vit þekkts
mennta- og vísindaseturs í Banda-
ríkjunum, Cornell-háskólans. Nam
hann þar jarðvegsfræði og hlaut
doktorsgráðu frá þeim skóla árið
1945 í þeirri grein.
Að loknu námi fyrir vestan hvarf
Björn til íslands og vann þar árin
1945-1962 hjá búnaðardeild at-
vinnudeildar Háskóla íslands og
gegndi fjölmörgum öðrum störfum
sem sérfræðingur á sínu sviði, er
tók til jarðvegs- og ræktunarrann-
sókna. Síðan fór hann til starfa sem
sérfærðingur hjá Þróunarstofnun
Sameinuðu þjóðanna og dvaldi þar
til ársins 1975.
Fundum okkar Björns bar fyrst
saman fyrir mörgum árum vestur
í New York, en Björn hafði þá starf-
að í nokkur ár hjá þeirri stofnun,
er að ofan getur. Við þessi fyrstu
kynni okkar komst ég að raun um,
>iið Björn var ekki við eina fjölina
felldur í þekkingarleit sinn og
vísindalegri iðju á sviði sérmennt-
unar sinnar í efnaverkfræði og
jarðvegsfræði, heldur hafði hanri
fært út starfssvið sitt og gert viða-
miklar athuganir og rannsóknir á
möguleikum þess að byggja upp
fiskirækt og fiskeldi á íslandi í stór-
um stíl. Benti hann á, að við þau
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími689070.
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opiö öllkvöld
áform ætti að nýta möguleika jarð-
varmans og aðrar aðstæður er fyr-
ir fyndust á íslandi. Við uppsetn-
ingu og framkvæmd á byggingu
slíkra fiskiræktar- og fiskeldis-
stöðva væri því staðsetning aðalat-
riðið, þar sem þessar sértæku að-
stæður væru fyrir hendi.
Mér fannst hugmyndir og hug-
leiðingar Björns mjög athyglisverð-
ar og fóru áhugamál okkar saman.
Varð þetta til þess, að við nokkrir
félagar og vinir Björns mynduðum
félagsskap og hrundum af stað
undir forystu og vísindalegri forsjá
hans ýmsum könnunum og for-
rannsóknum í vötnum og vatna-
svæðum á íslandi, með tilliti til
framtíðar uppbyggingar á fiski-
rækt og fiskeldi. Tók þetta m.a. til
forrannsókna og gæðaprófunar á
vatni á ákveðnu vatnasvæði við
Mývatn, rannsókna í Héðinsfirði
um göngu og lífsferil sjávarbleikju
o.fl.
Björn hafði mikla trú á uppbygg-
ingu fískeldis og fiskiræktar á Is-
landi. En það var tvennt, sem hann
lagði áherslu á og stendur mér
skýrt fyrir hugskotssjónum, er ég
nú rifja þetta upp. Óll byrjunar-
starfsemi verður að byggjast á iðk-
un vísindalegrar nálgunar, en hann
nefndi á ensku „The Scientific
Approach Method", en hitt atriðið
var áður en til framkvæmda kæmi
yrði að koma til tilraunastarfsemi
og forrannsóknir til að meta gæði
vatns og getu seiða til að þrífast
og lifa í því vatni, sem notað skyldi
við uppeldi seiða. Hann nefndi þetta
á ensku „Pilot Plant Operation".
Öll uppbygging varð að byggjast á
vísindalegum forrannsóknum, því
að, eins og einhvers staðar stend-
ur, traustur skulu homsúlur hárra
sala. Það voru hans einkunnarorð
í hveiju því verkefni, er hann tók
sér fyrir hendur. Vísindaleg vinnu-
brögð sátu í fyrirrúmi og voru að-
alsmerki hans í starfi. Hann hafði
til að bera frábæra eiginleika
vísindamannsins til að einfaldgera
flókin viðfangsefni, svo að venju-
legum leikmönnum urðu þau skilj-
anleg og aðgengileg. Hugsun hans
og framsetning öll var skýr og ein-
kenndist af meitlaðri rökhyggju og
raunsæi hins sanna og trúverðuga
vísindamenns.
Björn var mikill vinnuþjarkur og
sívinnandi að sínum hugðarefnum
og viðfangsefnum, varðandi jarð-
vegsfræði og gróðurrannsóknir og
eftir hann liggja mörg fræðirit og
tímaritsgreinar, en hin síðari ár
mun Björn þó aðallega hafa lagt
sig fram á ritvellinum um fiskeldi
og fískirækt. Kennir þar ýmsra
grasa og vöktu skrifs Björns um
þessi efni alþjóðarathygli. Segir
mér svo hugur um, að þar hafí
Björn reist sér minnisvarða er varð-
veita muni nafn hans um ókomna
tíð.
Að Birni er mikil eftirsjá. Þar
fór mikill drengskaparmaður. Hann
var traustur vinur vina sinna og
vinmargur. Hann var höfðingi í
lund, gestrisinn og greiðvikinn.
Endurminningarnar hrannast upp
frá ferðalögum okkar um austur-
strönd Bandaríkjanna, að skoða og
kynna okkur fiskeldisstöðvar á
þeim slóðum og önnur mannvirki
tengd slikri starfsemi. Þá fórum
við margar ferðir um Island með
félögum okkar og nutum þá fróð-
leiks og þekkingara Björns á nátt-
úru íslands.
í afturhvarfí og að leiðarlokum
er mér efst í huga þakklæti til for-
sjónarinnar fyrir að hafa átt því
láni að fagna að kynnast Birni og
verða félagi hans á lífsleiðinni.
Hann var einn þessara manna, sem
auðga andrúmsloftið með nærveru
sinni. Af honum lærðum við, ég
og félagar mínir, marga hluti.
Menn fóru ávallt vísari af hans
fundi.
Björn var sannkallaður íslenskur
heimsmaður, er átti rætur í skag-
fírskum jarðvegi. Hann bar hróður
Islands um víða vegu heimsbyggð-
arinnar sem þekktur vísindamaður
og sérfræðingur hjá Þróunarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna, þar sem
hann haslaði sér völl um árabil.
Allt dagfar Björns endurspeglaðist
af reisn og æðruleysi. Lífsstíll hans
mótaðist af ögun og ræktaðri sið-
gæðismeðvitund og virðingu fyrir
hinu mannlega í lífinu. Gjörðir
hans, verk og athafnir allar voru
sprottnar af vísindalegum hugsun-
arhætti.
Ættingjum, venslafólki og vin-
um eru færðar einlægar samúðar-
kveðjur.
Gunnar Ilelgason
Dr. Björn Jóhannesson, verk-
fræðingur, andaðist í Landspítalan-
um 12. desember sl. Banamein
hans var krabbamein. *•
Vinátta er eins og sólskin í lífínu
og það birtir í huga mér nú á þess-
um Drottins dimmu dögum er ég
hugsa um Björn og vinskap hans
og mannsins míns, Sveins Einars-
sonar verkfræðings, sem nú er lát-
inn.
Þeir voru skólafélagar, fyrst í
Menntaskólanum í Reykjavík, síðan
i verkfræðinámi í Kaupmannahöfn
og urðu þaðan samferða í Pets-
amo-ferðinni haustið 1940. Gagn-
kvæm, óhagganleg vinátta og virð-
ing ríkti þeirra í milli meðan báðir
lifðu. Ég og íjölskylda mín nutum
frá upphafí geislanna frá þessum
trygga og trausta vini, sem alltaf
vildi gleðja og hjálpa og gerði það.
Ég þakka honum, svo og börn mín
og barnabörn, stór og smá, fjær
og nær, ævilanga vináttu sem aldr-
ei bar skugga á og aldrei brást.
Hann var sem einn af íjölskyldunni
öll þessi meira en 50 ár. Björn var
ógiftur og barnlaus en mikill barna-
vinur og átti skjólstæðinga sem
hann reyndist stoð og styrkur þar
til yfir lauk.
Björn var fæddur 25. október
1914 á Hofsstöðum í Skagafírði.
Foreldrar hans voru Jóhannes
bóndi þar og hreppstjóri Bjömsson,
(f. 21. sept. 1887, d: 31. ágúst
1967) og Kristrún kona hans Jó-
sefsdóttir, (f. 14. okt. 1887, d. 23.
ágúst 1978) alþingismanns og
skólastjóra á Hólum í Hjaltadal
Björnssonar. Jóhannes og Kristrún
eignuðust 6 börn auk Björns.
Þau eru: 1) Una, ekkja dr. Björns
heitins Sigurðssonar, forstöðu-
manns á Keldum. 2) Margrét, gift
dr. Ólafí Bjarnasyni, prófessor. 3)
Hólmfríður, gift Gísla Ólafssyni,
ritstjóra. 4) Jón J. cand. mag.,
kennari, látinn 5. maí 1981; kona
hans var Sigurbjörg Ottesen. 5)
Sigurður, deildarstjóri í Seðlabanka
íslands, kvæntur Þórhöllu Gunn-
arsdóttur. 6) Einar, yfírlæknir,
búsettur í Svíþjóð, kvæntur Mar-
ianne Jóhannesson.
Björn varð stúdent frá MR 1935,
efnaverkfræðingur frá DTH í
Kaupmannahöfn 1940, Ph.D. í
jarðvegsfræði frá Cornell Univers-
ity í Ithaca, New York 1945. Sér-
fræðingur við búnaðardeild at-
vinnudeildar háskólans 1945-1962.
Starfsmaður við Þróunarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í
New York 1962-1975. Félagi í
Vísindafélagi íslendinga 1954.
Kjörfélagi í American Association
for the Advancement of Science frá
1962 og í Society of Sigma XI í
Bandaríkjunum frá 1945. Eftir dr.
Björn liggja margar og merkilegar
ritgerðir.
Það fór ekki hátt en fréttist þó
heim til íslands að Björn hefði haf-
ið nám í samkvæmisdönsun í dans-
skóla hins heimsfræga dansara
Fred Astaire í New York, þá kom-
inn nær fímmtugsaldri. Var hann
valinn til þátttöku í danskeppnum
utan sem innan Bandaríkjanna og
vann til margra verðlauna, þar á
meðal silfur- og gullverðlauna sem
prýða nú heimili hans.
Ýmislegt annað fékkst hann við
og lét til sín taka, sem aðrir kunna
betri skil á.
Vinir Björns og ættingjar munu
sakna hans sárlega en öll hljótum
við a hugga okkur við að hann
átti gott og farsælt líf: hann átti
góða foreldra, góð systkin, góða
heilsu, góða vini, gegndi góðum og
áhugaverðum störfum, ferðaðist
víða um heim og naut þess að
leggja öðrum lið hvar sem hann
kom.
Blessuð sé minning hans.
Aðalheiður Guðmundsdóttir
Það var glaðvær hópur stúdenta
sem brautskráðist frá Mennta-
skólanum í Reykjavík í júní árið
1935. Hópur fullur eftirvæntingar
vegna nýrra verkefna, sem fram-
undan voru. Einn í þessum hópi
var Björn Jóhannesson, sem nú er
kvaddur. Hann settist í stærðfræði-
deild MR IV. bekk eftir að hafa
lokið gagnfræðaprófi á Akureyri.
Björn var í fremstu röð nemenda
sinnar bekkjardeildar, fluggreindur
og skarpur námsmaður.
Björn Jóhannesson var fæddur
25. október 1914 á Hofstöðum í
Skagafirði, sonur hjónanna Jó-
hannesar Björnssonar bónda og
hreppstjóra þar og síðar verkstjóra
í Reykjavík og Kristrúnar Jósefs-
dóttur skólastjóra Bjömssonar á
Hólum í Hjaltadal. Heimili foreldra
Björns var þjóðlegt menningar-
heimili, þar sem góðvild og höfð-
ingsskapur héldust í hendur.
Eftir stúdentspróf hélt Björn til
Kaupmannahafnar til náms í verk-
fræði, hafði hlotið námsstyrk (hinn
eftirsótta stóra styrk, er svo var
nefndur). Hann lauk háskólaprófi
í efnaverkfræði frá Danmarks
tekniske Höjskole og kom heim til
íslands ásamt Petsamo-förum árið
1940. Hann gerði hér þó stuttan
stans, því hann hélt fljótlega til
Bandaríkjanna og settist í Comell
University í Ithaca og lauk doktors-
prófi þaðan 1945.
Eftir heimkomuna árið 1945
varð Björn sérfræðingur við búnað-
ardeild atvinnudeildar Háskólans
og starfaði þar um langt árabil.
Þar vann hann að merkum rann-
sóknum á jarðvegi og gróðri ís-
lands, en þær urðu síðar undirstaða
að jarðvegskorti hans og fjölda rit-
gerða um íslenskan jarðveg og
gróður.
Á sjöunda áratugnum réðst
Björn sérfræðingur til Sameinuðu
þjóðanna í New York. Þar hafði
hann yfírumsjón og stjórn á þróun-
arverkefnum bæði í Asíu og Afríku
og víðar. Við brottför sína frá Þró-
unarstofnuninni fékk hann í virð-
ingarskyni þakkarskjal fyrir ein-
stæð og frábær störf í þágu Sam-
einuðu þjóðanna.
Björn var mikill atorkumaður að
hverju sem hann gekk, ósérhlífinn
og kappsamur. Hann hafði listrænt
handbragð og var alla tíð mikill
hugsjónamaður. Björn var ókvænt-
ur, en átti gegnum árin marga
skjólstæðinga sem nutu góðs af
rausn hans og gjafmildi.
Ég vil að lokum þakka Birni
mági mínum samfylgdina, margar
ánægjulegar samverustundir og
trúa og trausta vináttu frá fyrstu
tíð okkar kynna. Við Margrét
kveðjum bróður og vin með þakk-
læti.
Guð blessi minningu hans.
Olafur Bjarnason
Þegar ég minnist nú Björns Jó-
hannessonar móðurbróður míns við
andlát hans koma nokkrar myndir
upp í hugann: Myndin af vísinda-
manninum í hvítum sloppi, lágv-
öxnum og kvikum í hreyfíngum
með ótal tilraunaglös og tæki í
kringum sig á rannsóknarstofunni
í gamla atvinnudeildarhúsinu við
háskólann.
Myndin af verkamanninum sem
snarast út úr jeppa sínum einhvers
staðar uppi á heiðum til þess að
taka út áburðartilraun eða stinga
út jarðvegssýni. Þótt hann sé stutt-
ur til hnésins veður hann kargaþýf-
ið viðnámslaust og handtökin eru
svo snör að auga fær varla á fest.
Eða þar sem hann grípur til orfsins
í kirkjugarðinum norður á Hofstöð-
um í Skagafirði til þess að snyrta
leiði forfeðra sinna, sem þar hvíla
undir grænni torfu, og sláttulagið
er svo fumlaust að þaulvanir sláttu-
menn standa agndofa.
Myndin af heimsmanninum sem
kemur blaðskellandi í heimsókn
nýkominn frá Calcutta, Khartoum
eða Caracas, rétt eins og hann
væri að koma úr næsta húsi, og
skýrir fyrir okkur vandamál fá-
tæktar og vanþróunar á suðurhveli
jarðarinnar af vel grundaðri þekk-
ingu og þeirri sérstöku blöndu
raunsæis og eldmóðs sem honum
einum var gefín.
Myndin af selskapsmanninum
sem er hrókur alls fagnaðar og
talar af innblásinni þekkingu um
framfaramál lands og þjóðar svo
að enginn verður ósnortinn, en þó
síðast en ekki síst myndin af barna-
vininum Birni Jóhannessyni, sem
ekki var fyrr kominn í hóp þar sem
börn var að finna en þar væri stofn-
að til sérstakra sambanda, sem
börnin ein skildu til fulls.
Þótt Björns Jóhannessonar verði
í framtíðinni fyrst og fremst minnst
fyrir heilladijúgt brautryðjanda-
starf í þágu íslenskra landbúnað-
arvísinda og fyrir umfangsmikið
starf á alþjóðavettvangi að þróun-
araðstoð við vanþróuð ríki, þá er
það síðasttalda myndin sem
greypst hefur sterkast í huga okk-
ar, sem áttum því láni að fagna
að eiga hann að sem umhyggju-
saman frænda í uppxextinum alltaf
þegar Björn frændi kom í heimsókn
heilsaði hann börnunum fyrst. Og
það voru engar venjulegar kveðjur,
heldur fylgdi þeim slík kátína og
ærsl, að þær fengu lítið barns-
hjarta til að hoppa af gleði. Það
var honum fullkomlega eðlilegt að
börnin skyldu njóta slíks forgangs,
kannski vegna þess að hann hafði
varðveitt barnið í sjálfum sér með
þeim hætti, að bömin fundu í fasi
hans og viðmóti eðlislæga sam-
stöðu og skilning sem ekkert utan-
aðkomandi gat truflað. Hann varð
líka óhjákvæmilega uppáhald allra
barna sem fengu að njóta vináttu
hans og örlætis.
Björn Jóhannesson var fæddur á
Hofstöðum í Skagafírði 25. október
1914. Hann var sonur hjónanna
Jóhannesar Björnssonar og Krist-
•rúnar Jósefsdóttur og ólst upp í sjö
systkina hópi. Þegar Björn var 18
ára fluttist fjölskyldan að Þing-
holtsstræti 31 í Reykjavík, og út-
skrifaðist Björn frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1935. Fimm árum
síðar hafði hann lokið prófí í efna-
verkfræði frá Tækniháskólanum í
Kaupmannahöfn og árið 1945 lauk
hann doktorsprófí í jarðvegsvísind-
um frá Cornell-háskóla í Banda-
ríkjunum. Eftir það kom hann heim
og hóf störf hjá búnaðardeild at-
vinnudeildar Háskóla íslands, þar
sem hann lagði grundvöllinn að
vísindalegri nýtingu íslensks jarð-
vegs með efnagreiningu og kort-
lagningu. Rit hans, Islenskur jarð-
vegur, og jarðvegskortið sem hann
vann af Islandi, munu enn vera
grundvallarheimildir við landnýt-
ingu á fræðilegum grunni hér á
landi. Auk þess lagði Björn í sam-
vinnu við Steindór Steindórsson
grasafræðing grundvöllinn að því
mikla starfi sem unnið hefur verið
við kortlagningu gróðurs í úthaga
hér á landi.
Slíkur eljumaður sem Björn var
til allra verka, þá átti hann bágt
með að umbera það sinnuleysi,
þann doða og þá sérhygli sem oft
verður fjötur á litlum samfélögum
eins og því íslenska. Mig grunar