Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 79
MORGUNBLAtJlÐ MUDJUDAGUR .18. UKSK.MBKK 1990
að þetta hafi meðal annars valdið
því að hann hvarf frá verkefnum
sínum á íslandi árið 1962, eftir
mjög árangursríkt og giftudijúgt
starf, og tók að skipuleggja og
stýra þróunaraðstoð fyrir Alþjóða
þróunarsjóðinn (International De-
velopment Fund), sem rekinn er á
vegum Sameinuðu þjóðanna með
aðalstöðvar í New York. Starfaði
hann á vegum sjóðsins í 13 ár eða
til ársins 1975, og hafði á þessum
árum ráðgjöf og umsjón með um-
fangsmiklum verkefnum í ólíkum
löndum eins og Yemen, Súdan,
Indlandi og víðar.
Eftir að Björn fluttist heim á ný
varð helsta viðfangsefni hans að
sinna rannsóknum á möguleikum
fiskeldis hér á landi. Hefur hann
skrifað ijölda blaðagreina og
vísindaritgerða um þessi mál og
talaði meðal annars fyrir daufum
eyrum þegar hann varaði fyrstur
manna við því glapræði að fjárfesta
milljarða króna í strandeldi á lax-
fiski hér á landi, án teljandi for-
rannsókna um hagkvæmni. Flestir
munu nú viðurkenna að þar talaði
Björn af þekkingu og raunsæi og
geta menn nú nagað sig í handar-
bökin fyrir að hafa ekki tekið mark
á fræðilega grunduðum forspám
hans, en fylgt þess í stað ósk-
hyggju og draumórum þeirra
íslensku fjárglæframanna sem
stundum eru kallaðir „athafna-
skáld“ við hátíðleg tækifæri.
Björn Jóhannesson var ekkert
skáld í þessum skilningi. Honum
var raunsæishyggja vísindamanns-
ins í blóð borin og hann gekk að
hveiju verki af fordómalausri rök-
hyggju vísindanna og með hags-
muni heildarinnar að leiðarljósi.
Hann var tæpitungulaus og fór
ekki í felur með skoðanir sínar, sem
í flestum tilfellum voru byggðar á
vísindalegum rökum. Það mátti
jafnframt oft skilja af orðum hans,
að honum þætti hið íslenska samfé-
lag smákónganna gjarnt á að sópa
vísindalega grunduðum forsendum
til framfara undir teppið til þess
að hygla skammsýnum stundar-
hugsmunum og lénsveldi smá-
kónga. Reyndar var eiginshags-
munapot honum svo framandi, að
margar af rannsóknum hans hin
síðari ár á sviði fiskeldis munu
hafa verið unnar í sjálfboðavinnu
og ekki spurt um önnur laun en
þau, að almannafé væri ekki sólun-
dað í óráðsíu glataðra fyrirtækja
eins og raunin varð. En mér er tjáð
að ófáar niðurstöður rannsókna
hans á sviði fiskeldis muni eiga
eftir að spara þessari atvihnugrein
og þjóðarbúinu í heild ómæld út-
gjöld í framtíðinni.
Björn Jóhannesson var ókvæntur
og barnlaus. Líf hans var helgað
vísindunum og trú á nýtingu þekk-
ingar til betra mannlífs. Hann var
jafnframt boðinn og búinn að veita
öðrum stuðning, þar sem hann fann
að hann gat komið að liði. Það var
honum eins eðlilegt og að leggja
fram þekkingu sína í þágu betra
mannlífs. Þótt Björn væri heims-
borgari í bestu merkingu þess orðs,
þá brást tryggð hans við heimahag-
ana ekki fyrir það. Honum var
annt nm ættjörð sína í Skagafirðin-
um, Hofstaði í Viðvíkursveit, og
sveið nokkuð hvernig þetta gamla
höfuðból hafði sett niður. Það mun
ekki síst vera fyrir hans tilstuðlan
og fjárstuðning að gömlu timbur-
kirkjunni á Hofstöðum, sem afi
hans og afabróðir, Björn og Sigurð-
ur Péturssynir, létu reisa fyrir
meira en 100 árum var bjargað frá
eyðileggingu. Sjálfur var Björn ein-
hver ágætasti fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem óx upp úr íslensku
bændasamfélági við upphaf aldar-
innar og vann það kraftaverk á
nokkrum áratugum að gera ísland
að upplýstu tæknivæddu þjóðfélagi
sem megnaði að tileinka sér alþjóð-
lega þekkingu og nýta hugvitið til
betra mannlífs.
Blessuð sé minning hans.
Ólafur Gíslason
í dag, þriðjudaginn 18. desember
1990, verður gerð útför dr. Björns
Jóhannessonar verkfræðings sem
lést í Landspítalanum hinn 12. þ.m.
Hann fæddist á Hofstöðum í
Skagafirði 25. október 1914, sonur
hjónanna Jóhannesar Björnssonar
bónda á Hofstöðum Péturssonar
og konu hans, Kristrúnar, dóttur
Jósefs Björnssonar alþingismanns
og kennara á Holum í Hjaltadal.
Foreldrar Björns bjuggu góðu
búi á Hofstöðum, og var Johannes
virðingarmaður í héraði. Þau áttu
sjö börn og var Björn næstelstur.
Eins og títt var um unglinga á
þeim tíma, þegar Björn ólst upp,
vann hann við öll algeng sveita-
störf á búi föður síns. Þótt hann
snemma duglegur til- vinnu, en
einnig kom fljótt í ljós að hann var
góðum gáfum gæddur. Því ákváðu
foreldrar hans, að koma honum
sem og öðrum börnum sínum til
mennta, ef þess yrði nokkur kost-
ur. En barnahópurinn var stór og
á kreppuárunum var erfitt að kosta
unglinga til skólagöngu í fjarlæg-
um landshlutum. Það mun því hafa
orðið að ráði, að þau Jóhannes og
Kristrún brugðu búi og fluttust til
Reykjavíkur. Éhúsi þeirra í Þing-
holtsstræti (síðar á Bollagötu) var
lengst af margt í heimili og gest-
kvæmt. Mér hefur verið tjáð að
vinir þeirra barnanna hafi ávallt
verið velkomnir á heimili þeirra,
og þangað hafi verið gott að koma.
Strax í menntaskóla reyndist
Björn mikill námsmaður og lauk
stúdentsprófi úr stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavík vorið
1935 með glæsilegum vitnisburði.
Um haustið hélt Björn til Danmerk-
ur og lauk prófi í efnaverkfræði frá
Danmarks Tekniske Hojskole árið
1940. En hann ákvað að láta ekki
staðar numið í námi sínu og sneri
sér nú að sérfræðinámi tengdu
landbúnaði, sem hugur hans hafði
lengi stefnt að, jarðvegsfræði.
Hann hélt því vestur um haf og
stundaði doktorsnám við hina
kunnu bandarísku menntastofnun,
Cornell-háskóla í Ithaca, New
York-fylki. Þar varði hann doktors-
ritgerð sína árið 1945. Fjallaði hún
um það, hvernig mismunandi rúm-
tak af jarðvegi hefur áhrif á gróður
plantna.
Árið 1945 hóf Björn störf sem
sérfræðingur í búnaðardeild at-
vinnudeildar háskólans og starfaði
þar samfleytt í 16 ár. Hann var
fyrsti íslenski verkfræðingurinn
sem sérhæfði sig í jarðvegsfræði.
Þegar hann kom að stofnuninni var
aðstaða þar nær engin til jarðvegs-
rannsókna. Með mikilli elju kom
Björn upp ágætri rannsóknastofu
og hófst handa við að byggja upp
skipulagðar jarðvegs- og gróður-
rannsóknir hér á landi. Auk rann-
sókna vann hann að ýmsum leið-
beiningar- og stjórnunarstörfum.
Þannig átti hann sæti í tilraunaráði
jarðræktar 1945-1962, í nefnd til
að kanna rekstrargrundvöll áburð-
arverksmiðju 1946, í nefnd til að
endurskoða lög um tilraunastarf-
semi landbúnaðarins 1950 og í
nefnd til að sjá um útgáfu handbók-
ar fyrir bændur. Þá gerði hann
ásamt Jóni E. Vestdal frumáætlun
um framleiðslu áburðarkalks fyrir
sementsverksmiðjuna á Akranesi
árið 1954. Á þessum árum ritaði
hann fjölda greina um eiginleika
íslensks jarðvegs, áburðarþörf og
nýtingu áburðar við grasrækt. Eitt-
hvert merkasta ritverk Björns er
þó bókin „íslenskur jarðvegur" sem
út kom á ensku árið 1960 og á
íslensku í endurútgáfu með viðauka
árið 1988. Hlaut Björn styrk frá
Vísindasjóði til þessarar aútgáfu.
Þessi bók er grundvallarrit um jarð-
vegsfræði íslands og hefur verið
notuð til kennslsu á háskólastigi.
Á árunum 1962-1975 var Björn
starfsmaður hjá Þróunarstofnun
Sameinuðu þjóðanna í New York
við áætlunargerð og eftirlit með
verkefnum í þróunarlöndum, eink-
um á sviði jarðvegsrannsókna og
ræktunar. Vegna starfa sinna ferð-
aðist Björn víða um heim, bæði í
Asú, Áfríku og Suður-Ameríku.
Björn kom alkominn heim til ís-
lands árið 1975, en því fór fjarri
að hann settist í helgan stein. Hann
vann á næstu árum að ýmsum
verkefnum fyrir Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, m.a. að jarðvegs-
rannsóknum á Grænlandi í sam-
vinnu við íslenska sérfræðinga.
Hann hafði mikinn áhuga á fiski-
rækt og skrifaði margar greinar
um þau efni. Þá vann hann í sam-
vinnu við undirritaðan að rann-
sóknum á stöðuvötnum, eins og
síðar verður vikið að. Af því sem
hér hefur verið rakið má ljóst vera
að eftir Björn liggur mikið og
heilladrjúgt ævistarf.
Björn átti sæti í stjórn Stéttarfé-
lags verkfræðinga á árunum 1955
og 1961. Hann var félagi í Vísinda-
félagi íslendinga og í stjórn þess á
árunum 1979-1981. Þá var hann
kjörfélagi í American Association
for the Advancement of Science frá
1962 og í Society of Sigma XI í
Bandaríkjunum frá 1945. Árið
19,84 var hann sæmdur heiðurs-
merki Verkfræðingafélags íslands
fyrir brautryðjandastörf á sviði
jarðvegsfræði.
Eg kynntist ekki Birni Jóhannes-
syni svo teljandi sé fyrr en við vor-
um komnir um eða yfir miðjan ald-
ur. Þegar hann starfaði hjá Sam-
einuðu þjóðunum í New York heim-
sótti ég hann er ég var á leið heim
frá North Carolina þar sem ég
kenndi hluta af árinu um nokkurt
skeið við Duke-háskóla. Björn var
þá eins og alltaf síðan mesti höfð-
ingi heim að sækja. Eftir að Björn
lét af störfum þar vestra og flutt-
ist heim að nýju bar fundum okkar
oft saman. Björn hafði mikinn
áhuga á ræktun laxfiska og í því
sambandi einnig á rannsóknum
íslenskra stöðuvatna, einkum vötn-
um sem sjór gengur inn í. Að áeggj-
an Björns hófum við athuganir á
Mikiavatni í Fljótum sumarið 1976,
héldum þeim áfram næsta ár og
svo að nýju 1986 og 1987. Við
unnum einnig í mörg ár (1978-
1983 og 1987-1988) að rannsókn-
um á Ólafsfjarðarvatni og sumarið
1981 og í ársbyrjun 1982 í Nýpsl-
óni í Vopnafirði að beiðni Vega-
gerðar ríkisins. Við birtum saman
nokkrar greinar um niðurstöður
rannsókna á þessum þremur vatna-
svæðum. Loks könnuðum við Kald-
baksvíkurvatn á Ströndum sumarið
1988. Við Björn áttum því margar
stundir saman síðastliðin 15 ár,
ýmist á báti úti á vatni, á ísi lögðu
stöðuvatni eða við efnagreiningar
í tjaldi eða í skólahúsum úti á
landi. Allra þessara samverustunda
með Birni minnist ég með sérs-
takri ánægju.
Það sem mér virtist einkenna
Björn sérstaklega var heiðarleiki
hans og ósérplægni. Hann var ólat-
ur ti! verka og ósérhlífinn, og kom
þá skýrt fram að hann hafði vanist
því sem ungur maður að vinna
hörðum höndum. í okkar samskipt-
um var hann ávallt fremur veitandi
en þiggjandi. Honum var ávallt
hægt að treysta. Hann lét sér mjög
annt um systkini sín og börn þeirra.
Björn gat verið dómharður við þá
sem honum fannst bregðast skyldu
sinni, en jafnframt var hann ljúfur
Fædd 3. janúar 1931
Dáin 30. nóvember 1990
Mig langar með örfáum orðum
að minnast góðrar vinkonu minnar,
Jóhönnu Theodóru Bjarnadóttur,
sem lést þann 30. nóvember sl.
Útför hennar fór fram 5. desember
en ég gat því miður ekki verið við-
stödd þar sem ég var stödd erlend-
is þann dag. Ég var þó svo lánsöm
að geta heimsótt hana á Vífils-
staðaspítala, þar sem hún lá þungt
haldin, daginn áður en andlát
hennar bar að.
Jóhanna var fædd 3. janúar
1931 og hefði því orðið sextug
hefði hún lifað rúrnan mánuð til
viðbótar. Hún hafði verið sjúkling-
ur í mörg ár svo hvíldin hefur henni
eflaust verið kær, þótt alltaf sé
mikill söknuður hjá þeim sem eftir
lifa. Nú er hún vonandi orðin heil
í nýju umhverfi.
Jóhanna var stórglæsileg kona
og elskuiegur við alla þá sem voru
minni máttar. Hann hafði ríka sam-
úð með þeim sem áttu við erfiðleika
að stríða og rétti þeim hjálparhönd
af mikilli rausn. Og um fram allt
var hann tryggur vinur vina sinna.
Við Guðrún minnumst Björns
með virðingu og þökkum honum
samfylgdina að leiðarlokum.
Unnsteinn Stefánsson
I dag er til moldar borinn kær
vinur og samstarfsmaður, dr. Bjöm
Jóhannesson, efnaverkfræðngur og
jarðvegsfræðingur. Fyrir þremur
vikum kom hann síðast í heimsókn
til okkar á Rannsóknastofnun land-
búnaðarins uppi á Keldnaholti til
að skila af sér verkefni sem hann
hafði tekið að sér að vinna. Hann
hafði mikið látið á sjá á síðustu
mánuðum en köllun sinni trúr lauk
hann með miklum ágætum við það
sem hann hafi tekið að sér. Það
var táknrænt að þetta síðasta fag-
lega verkefni sem hann leysti af
hendi var unnið fyrir þá stofnun
sem hann átti svo mikinn þátt í
að móta. Og það var heldur engin
tilviljun að það verkefni fjallaði ein-
mitt um það sem honum var alla
tíð svo hjartfólgið — íslenskan jarð-
veg.
Björn réðst til starfa við búnað-
ardeild atvinnudeildar háskólans
1945 og hafði þá nýlokið doktors-
prófi í jarðvegsfræði við Cornell-
háskólann í Bandaríkjunum. Áður
hafði liann lokið prófi í efnaverk-
fræði og var því vel í stakk búinn
að takast á við þau fjölmörgu verk-
efni sem hér biðu óleyst á sviði
ræktunar og jarðvegsfræði. Þegar
Björn hóf störf voru aðstæður við
atvinnudeildina hins vegar harla
bágbornar og nánast engin tæki
né fjármagn fyrir hendi til að sinna
rannsóknum. Þessar aðstæður
þættu ekki boðlegar vel menntuð-
um vísindamönnum í dag og fæstir
myndu líklega sætta sig við þær.
En Birni féllust ekki hendur og af
þeirri elju og ákafa sem honum var
í blóð borinn og einkenndu allt
hans lff tókst honum að byggja upp
ágæta aðstöðu og mjög virka jarð-
vegsdeild. Þó að sífellt væri á bratt-
an að sækja um starfsfé var ótal
mörgum rannsóknaverkefnum
hrint af stað, einkum á sviði jarð-
vegs- og áburðarfræði, og með
dugnaði sínum tókst Birni einhvern
veginn að afla fjár til þeirra.
Alls staðar blöstu verkefnin við
þegar Björn kom til starfa en hér
er ekki rétti vettvangurinn til að
tíunda allt það sem tekist var á við
að frumkvæði hans. Þó skal minnst
á kortlagningu og flokkun íslensks
jarðvegs og gerð gróðurkorta sem
hann var frumkvöðull að. Á sviði
jarðvegsfræði liggja eftir Björn
fjölmargar ritgerðir og ber þar
hæst bókina „íslenskur jarðvegur“.
En hann skrifaði einnig margar
fræðilegar greinar á öðrum sviðum
og giftist ung Birgi Þorgilssyni og
áttu þau saman tvær dætur,
Hrefnu og Brynju. Þeirra sambúð
varð ekki löng.
Hún giftist síðar Guðjóni Guð-
mundssyni og eignuðust þau þijár
dætur, þær Kristínu Elísabetu,
Önnu Margréti og Jóhönnu Björk.
Við hjónin kynntumst þeim Jó-
hönnu og Guðjóni fyrir mörgum
árum og hefur sá vinskapur hald-
ist síðan þó sérstaklega við Jó-
hönnu, en þau Guðjón slitu sam-
vistir fyrir nokkrum árum.
Ég sakna þess mikið að geta
ekki heimsótt Jóhönnu eða hringt
til hennar, því oft var daglegt sam-
band okkar á milli. Aldrei kvartaði
hún, þótt oft væri hún mikið veik.
Ég sakna hennar mikið, hún var
mér svo trú vinkona, en ef til vill
eiga leiðir okkar eftir að liggja
saman aftur.
Hin langa þraut er liðin
og loksins fékkstu friðinn
og allt er oröið rótt.
___________________________m
náttúrufræða því að áhugamál
hans beindust ekki í einn farveg.
Á árunum 1962-1975 vann
Björn erlendis á vegum Þróunar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna og
gat sér þar gott orð. Er hann lét
þar af störfum fyrir aldurs sakir,
samkvæmt skilgreiningu þeirrpr
stofnunar, var hann aðeins liðlega
sextugur, með mikla starfsorku Qg
ekki tilbúinn að setjast í helgan
stein. Hann sneri sér þá að ýmsum
hugðarefnum sínum eins og fisk-
eldi sem hann hafði geysimikinn
áhuga á og hafði kynnt sér vel.
Árið 1977 tókst undirrituðum að
fá Björn til að snúa sér að nýju
áð jarðvegsrannsóknum, en í þetta
sinn á Suður-Grænlandi þar sem
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, sem var arftaki hinnar gömlu
atvinnudeildar, hafði verið fengin
til að gera úttekt á jarðvegi, gróðri
og ræktunarskilyrðum. Þetta var
mikið verkefni sem unnið var að í
sex ár og sá Björn um jarðvegs-
þátt þess. Grænland er að mörgu
leyti erfitt til ferðalaga og rann-
sókna en það var Bimi enginn fjöt-
ur um fót, og þar naut hann sín
vel innan um félaga sem þó voru
flestir honum yngri að árum.
Eftir að þessu rannsóknaverk-
efni lauk vann Björn allt til hins
síðasta mikið með okkur, starfs-
mönnum Landnýtingardeildar
RALA. Við leituðum til hans því
að við þörfnuðumst þekkingar
hans, reynslu og félagsskapar og.
það er trúa okkar að sú þörf'hafi
verið gagnkvæm.
Björn var góður félagi í orðsins
fyllstu merkingu, glaðvær og já-
kvæður og tilbúinn að leysa hvers
manns vanda. Hann sagði skoðun
sína jafnan tæpitungulaust og hann
mat réttmæta gagnrýni á sig og
störf sín, því að hann var heiðarleg-
ur og sannur fræðimaður. Dauðinn
leysti Björn frá erfiðum sjúkdómi
og kom því sem líkn. Við samstarfs-
menn hans við Rannsóknastofnun
landbúnaðarins munum ætíð sakift^-
hans og minnast sem einstaks heið-
ursmanns.
Blessuð veri minning Björns Jó-
hannssonar.
Ingvi Þorsteinsson
Hugurinn fyllist miklum sökn-
uði, þegar vinimir kveðja þennan
heim. Enginn kemur í staðinn, tó-
mið fyllir enginn, en smátt og smátt
ríkir hlýr söknuður í huganum.
Þessar tilfinningar hlýtur Björn
Jóhannesson að skilja eftir sig í
hugum margra. Björn var mikill
artarmaður, sem öllum vildi gott
gera. Það var gaman að vera í
návist hans. Hann var kátur,
hörkugreindur og tók skemmtilega
á hlutunum, óhræddur að láta í ljósi
skoðanir sínar. Hann vildi hvergi
vera fyrir, engan tefja.
Minningin um Björn á eftir að
hlýja mörgum.
Stefanía Guðnadóttir
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dauðans dimmu nótt.
(V. Briem.)
Ég rnun minnast hennar í bæn-
um rnínum með ósk um að henni
líði betur núna. Hafi hún þökk
fyrir allt. Guð blessi minningu
hennar. Dætrum og hennar nán-
ustu sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Bergþóra Þoi-valdsdóttir
Jóhanna Th. Bjarna-
dóttir - Minning