Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 87

Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 87
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 18. DESEMBER 1990 ' ! -------:------------87 Rauðakrosshúsið fimm ára: Um 260 börn og unglingar hafa leitað til athvarfsins FIMM ár voru liðin sl. föstudag frá opnun Rauðakrosshússins við Tjarn- argötu og var velunnurum og samstarfsaðilum haldið boð af því til- efni. Rauðakrosshúsið var opnað 14. desember 1985 og er megintil- gangur starfsemi þess að koma til móts við þarfir barna og unglinga í neyð og bjóða upp á aðstoð allan sólarhringinn. Morgunblaðið/Sverrir Fjöldi samstarfsaðila og velunnara Rauðakrosshússins mætti í boð sem haldið var síðastliðinn föstudag í tilefni af fimm ára afmæli hússins. Hurðaskell- ir í Þjóð- minjasafnið HURÐASKELLIR kemur í heim- sókn í Þjóðminjasafnið í dag. Jólasveinarnir koma nú til ^yggða einn af öðrum og þeir líta ævinlega við í Þjóðminjasafn- inu klukkan 11 árdegis. ------HM-------- Yfirlýsing frá Margréti Róberts- dóttur LÍTIÐ virðist hafa breyst á 40 árum. Þau er sjálfum sér lík, lyónin á Litla-Kollabæ. Vegna yfirlýsingar þeirra Kjart- ans Guðjónssonar og Ingu Sveins- dóttur, fyrrum ábúendum á Litla- Kollabæ í Fljótshlíð, varðandi bók mína, Lífsstríð sem út kom fyrir skemmstu sé ég mig knúna til að taka fram eftirfarandi: Ég er sannkristin kona og hef aldrei lagt í vana minn að segja ósatt, hvað þá að leggja öðrum í munn orð eða hugsanir. Það vita allir sem mér hafa kynnst. Vist mín á Litla-Kollabæ um miðbik aldarinnar var hins vegar með þeim hætti og reyndi svo mjög á heilsu mína og sálarþrek að ekki varð hjá því komist að rifja hana upp í ævisögu minni. Ég stend við hvert orð sem þar er skrifað. Með stefnu sinni á hendur mér skýla hjónin á Litla-Kollabæ sér á bak við minnisleysi eða ósannindi — nema hvort tveggja sé. Vera má að skortur hafi verið á ýmsum veraldlegum gæðum á Litla-Kollabæ, en skortur á hjarta- hlýju og skilningi var þó mestur á þeim bæ. Hjónin hafa gleymt því þegar þau vísuðu mér hálfblindri á dyr og gátu ekki lengur haft af mér gagn. Þau segjast alla tíð hafa haft við mig gott samband. Ekki sá ég þau við jarðarför mannsins míns né minnist ég þess að hafa móttek- ið frá þeim samúðarskeyti af því tilefni. í sannleika sagt hef ég aðeins séð Kjartan tvívegis og Ingu aldrei eftir að ég hraktist úr vist þeirra á Litla-Kollabæ. Mér má í léttu rúmi liggja þó Kjartan Guðjónsson og Inga Sveinsdóttir hvetji fólk til að kaupa ekki bók mína en ásakanir þeirra í minn garð um að ég fari með lygar og ósannindi eru alvarlegri en svo að ég ætli að sitja undir þeim þegjandi. Guð veit hver fer með ósannindi í þessu máli og ég treysti mínum herra í dag sem endranær. Megi hann einnig veita Kjartani og Ingu styrk í erfiðleikum þeirra. Margrét Róbertsdóttir, Þorlákshöfn. Má segja að boðið sé upp á þrenns konar þjónustu í Rauðakrosshúsinu. í fyrsta lagi er þar athvarf fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri sem vilja og þurfa aðstoð við að leysa úr vanda sínum. Hafa rúmlega 260 einstaklingar dvalist í athvarfinu, alls 540 sinnum, frá því að starfsemi Rauðakrosshússins hófst. Er meðal- aldur gesta 16,5 ár, kynjaskipting nánast jöfn og meðal dvalartími um 10 nætur. í frétt frá Rauðakrosshús- inu segir að sólahringsþjónustan hafi tvímælalaust sannað gildi sitt því 85% gesta leita til hússins utan hefðbundins skrifstofutíma. Eru al- gengustu orsakir dvalar samskipta- örðugleikar við foreldra, vímuefna- neysla gesta og/eða húsnæðisleysi. í öðru lagi býður Rauðakrosshúsið upp á símaþjónustu allan sólarhring- inn fyrir börn og unglinga síðan 1987. Símtöl eru nú orðinn 5.500 þar af rúmlega 3.000 á þessu ári. Er talsvert um að fullorðnir hringi til að leita ráða varðandi börn sín. I þriðja lagi býður Rauðakross- húsið upp á ráðgjöf og hefur það færst í aukana að börn, unglingar og foreldrar leiti eftir viðtölum án þess að gista. Hafa rúmlega 3.500 heimsóknir af þessu tagi verið skráð- ar frá upphafi þar af rúmlega 1.800 á þessu ári. Jókmskemmtim W verður haldin á Hótel íslandi CMM sunnudaginn 23. desember nk. Húsið opnar kl. 14 en skemmtunin hefst kl. 15:00—17:30 Fjöldi skemmtikrafta, m.a. • kK'*”9 .rfl ^ .. .Br<* .-«0’ t6** Aðgöngumiðar seldir á Hótel íslandi frá 17. desember milli kl. 16:00 og 18:00 UngUngaráó Vals SMITH& NORLAND Nóstúni 4. 105 Reykjavik. W VERSBRtNunesKipn SftMVINNUBANKANS VI5A ISLANDWBm HMARK 989 fm ’M'HO/l SIMI622424 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS yERflBBÉfflwmsKipn V/ SAMVINNUBANKANS SUOURLANDSBRAUT 18 SIMI 688568 NÝBÝLAVEQ 14. S:A6G14 SRANDGATA 30. S:6S2377 Fiddi ber á bumbu Ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson félagsfræðing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.