Morgunblaðið - 14.02.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991
17
Morgunblaðið/Sigurgeir
Vepjurí Vcstmannaeyjum
Óvenju mikið hefur verið af vepjum í Vestmannaeyjum að undan-
förnu. Vepjur koma hingað til lands frá Evrópu og sjást hér á vorin
og haustin, en eru sjaldgæfar um miðjan vetur. Margir hópar virðast
nú hafa flúið vetrarhörkurnar í Evrópu og leitað sér skjóls á Islandi.
Ljósmyndari Morgunblaðsins festi þennan fallega fugl á filmu þar sem
hann sprangaði um í blíðunni í Eyjum.
Rektorskjör í Háskóla
íslands verður 5. apríl
REKTORSKJÖR fer fram föstudaginn 5. apríl nk. og verður kosið
í aðalbyggingu Háskóla íslands frá klukkan 9-18. Kjörgengir eru
allir skipaðir prófessorar í starfi. Sigmundur Guðbjarnarson, há-
skólarektor, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki gefa kost á
sér áfram.
Háskólaráð hefur skipað kjör-
stjórn til að annast undirbúning
og framkvæmd rektorskjörsins og
eiga sæti í henni sex menn. Próf-
kjör fer fram föstudaginn 1. mars
og verður kosið í aðalbyggingu
Háskólans frá klukkan 9-18.
Atkvæðisrétt í rektorskjöri eiga
prófessorar, dósentar og lektorar
16 ára ók
ölvuð á staur
16 ÁRA stúlka, sem talin var
ölvuð, ók bíl sem hún hafði tek-
ið í leyfisleysi á umferðarmerki
við horn Listabrautar og Efsta-
leitis, skömmu fyrir klukkan 6
í gærmorgun.
Stúlkan hlaut ekki teljandi
meiðsli en nokkuð sá á bílnum.
og allir þeir, sem fastráðnir eru
eða settir til fulls starfs við Há-
skólann og stofnanir hans og hafa
háskólapróf. Allir stúdentar, sem
skrásettir voru í Háskóla íslands
5. febrúar 1991, eiga atkvæðisrétt
og gilda greidd atkvæði þeirra sem
einn þriðji hluti greiddra atkvæða
alls.
Kjörskrá verður lögð fram 5.
mars nk. og mun hún liggja
frammi á aðalskrifstofu Háskólans
til 14. mars. Verða kærur að hafa
borist kjörstjórn eígi síðar en 21.
mars. Úrskurðað verður fyrir 26.
mars en þá hefst kosning utan
kjörfundar. Við prófkjör verður
farið eftir handriti að kjörskrá
þeirri sem lögð verður fram 5.
mars.
Þeir sem sannanlega verða fjar-
verandi tímabilið 26. mars til 5.
apríl eiga kost á að kjósa bréflega.
Frumvarp um stj ór nar skrár br ey tingar:
Breytingartillaga um að al-
þingi komi saman að sumri
FJÓRAR breytingatillögur alls-
herjarnefndar neðri deildar við
frumvarp um breytingar á
stjórnarskránni voru lagðar
fram og samþykktar í gær.
Fyrsta tillagan gerir ráð fyrir
að Alþingi komi saman eigi
síðar en tíu vikum eftir almenn-
ar kosningar.
Forsetar Alþingis fóru þess á
leit síðastliðið haust að formenn
þingflokkanna semdu frumvarp til
stjórnskipunarlaga um breytingu
á stjórnarskránni. Ein helsta
breytingin sem þingflokksfor-
mennirnir gerðu tillögu um var
að þingið starfaði í einni málstofu.
Allsheijarnefnd neðri deildar
skilaði áliti á frumvarpinu í gær.
Nefndin var samþykk flestu sem
frumvarpið kveður á um, þ. á m.
því að þingið starfi í einni mál-
stofu, en lagði þó til fjórar breyt-
ingar.
Fyrsta breytingartillagan er að
Alþingi komi saman eigi síðar en
tíu vikum eftir almennar kosning-
ar. Æskilegt er talið að ekki líði
of langur tími frá kosningum og
stjórnarmyndun og þar til Alþingi
komi saman. Ætlunin mun þó ein-
ungis vera ef þetta þinghald ber
upp á sumarmánuði að íjalla um
stefnu nýrrar ríkisstjórnar og af-
greiða brýnustu mál. Almenn
þingstörf bíða reglulegs þings að
hausti.
Önnur breytingatillagan gerir
ráð fyrir að þótt Alþingi hafi verið
frestað geti forseti lýðveldisins eigi
að síður kvatt Alþingi saman til
funda ef nauðsyn beri til. Forseta
sé það og skylt ef meirihluti al-
þingismanna óskar eftir því.
Með þriðju breytingatillögunni
er lagt til að frestur til afgreiðslu
bráðabirgðalaga verði lengdur úr
einum mánuði í sex vikur.
Fjórða tillaga allsheijarnefndar
kveður á um að reglulegar alþing-
iskosningar skuli fara fram eigi
síðar en við lok kjörtímabils. Upp-
haf og lok kjörtímabils miðist við
sama vikudag í mánuði, talið frá
mánaðamótum.
Breytingatillögurnar voru sam-
þykktar í neðri deild í gær og
frumvarpið sent efri deild til frek-
ari umfjöllunar.
Landsvirkjun:
Ijón í óveðr-
inu um 25 millj.
TJON Landsvirkjunar í óveðrinu
sem geysaði um land allt í byrjun
febrúar er áætlað um 25 milljón-
um króna.
Að sögn Guðmundar Helgasonar,
rekstrarstjóra Landvirkjunar, er í
rauninni um áætlað tjón að ræða
því endanlegar tölur um tjónið væri
ekki hægt að fá fyrr en eftir langan
tíma. Hann sagði að tjónið væri
vegna sölutaps, varahluta og við-
gerða.
Æviiitýraferðir á norðurslóðum
SOVÉSKUR eðlis- og stærð-
fræðingur, Dmitry Shparo,
verður gestur og fyrirlesari í
húsakynnum MIR, Menningar-
tengsla íslands og Ráðstjórn-
arríkjanna, Vatnsstíg 10, nk.
föstudagskvöld 15. febrúar kl.
20.30.
Shparo segir þar m.a. frá ferð
sem hópur Kanadamanna og Sov-
étmanna fór á árinu 1988 á
skíðum frá Arktitséský-höfða á
norðurströnd Sovétríkjanna þvert
yfir norðurheimskautið til Ward
Hunt-eyjar nyrst í Kanada, en
Sahparo var fyrirliði í þessari för.
Hann mun einnig spjalla um um-
hverfisverndarmál, hættuna á
spjöllun á hinni viðkvæmu náttúru
norðurslóða og greina frá ferð og
hátíð æskufólks frá norðlægum
löndum sem fyrirhuguð er nyrst
í Sovétríkjunum í næsta mánuði.
USSR - NORTH POLE - CANADA
Það er svonefndur Ævintýraklúb-
bur sem skipuleggur þessa hátíð
en Shparo er formaður hans.
Hann er einnig virkur radíóamat-
ör og mun vafalaust einnig víkja
að þessu áhugamáli sínu. Sýnd
verða myndbönd m.a. frá hinni
umtöluðu sovésk-kanadísku
skíðaferð.
Aðgangur er öllum heimill.