Morgunblaðið - 14.02.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 14.02.1991, Síða 20
20 AlORGUNKLAÐll) FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR Í991 Stjórnmálaólgan í Sovétríkjunum: Stefna Gorbatsj- ovs á sér tæpast viðreisnar von - segir Edúard Shevardnadze Berlín. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð á þriðjudagskvöld að svo virt- ist sem umbótastefnan svonefnda þar eystra ætti sér tæpast viðreisn- ar von úr því sem komið væri. Enn væri þó ekki öll von úti. Tækju lýðræðissinnar höndum saman kynni að reynast unnt að tryggja breytingar þær á stjórnmálasviðinu i Sovétríkjunum, sem Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra kommúnista, hefur boðað og kennd- ar hafa verið við glasnost og perestrojku. Shevardnadze lét þessi orð falla í viðtáli við fréttamann þýsku sjón- varpsstöðvarinnar »ZDF en þetta er í fyrsta skipti sem hann ræðir við fjölmiðla frá því hann boðaði afsögn sína í áhrifaríkri ræðu á þingi Sovétríkjanna í desember. Hann lét síðan af embætti utanrík- isráðherra í janúarmánuði og hyggst nú, að því er hann sagði í viðtalinu, koma á fót óháðri ráðgjaf- arnefnd sérfræðinga á vettvangi utanríkis- og afvopnunarmála. Utanríkisráðherrann fyrrverandi kvaðst hafa afráðið að segja af sér í þeirri von að sú ákvörðun myndi verða til þess að opna augu manna fyrir hættunni á því að umbóta- stefnu Gorbatsjovs yrði kollvarpað. „Afsögn mín var örvæntingarhróp úr dýpstu fylgsnum sálar manns sem sá að hættan fór sívaxandi og fylgdist með því hvernig viðbrögð afturhaldsins urðu sífelt ófyrirleitn- ari,“ sagði Shevardnadze. í Sov- étríkjunum væru nú að verki ógn- vænieg og hættuleg öfl sem vildu að stjórnarhættir einræðisherrans Jósefs Stalíns yrðu innleiddir á ný. Afturhaldið og fylgismenn lýðræðis tækjust nú á í Sovétríkjunum og það væri að sönnu söguleg barátta. Shevardnadze sagðist oftlega hafa hugleitt hvort afsögnin hefði verið rétt ákvörðun. Hann kvaðst ekki iðraðst þess að hafa sagt af sér og gat þess að hann væri ekki hættur öllum afskiptum af sovésk- um stjórnmálum. Reuter Edúard Shevardnadze (t.h.) ásamt Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, í Moskvu í fyrradag. Reuter Bilun í japönsku kjarn ork u veri Kjarnorkuverinu í Fukui í Japan var lokað vegna leka á laugar- dag og talið er að bilunin verði til þess að auka enn andstöðuna við verið, sem hefur verið um- deilt á meðal almennings. Rifur mynduðust í pípum frá kjama- kljúfnum með þeim afleiðingum að geislavirkt vatn streymdi inn í kæliklefa versins, sem sést á myndinni. Noregur: Hávær páfa- gaukur leidd- ur fyrir rétt Ósló. Reuter. HÁVÆR páfagaukur var leiddur fyrir rétt í Noregi í vikunni, ákærður fyrir að hafa valdið nágranna sínum hjartaáfalli. Hann á því yfir höfði sér langa fangavist í ein- angrun. Fuglinn, sem heitir Jokko og nálgast fimmtugt, lét lítið fyrir sér fara þegar dómari, lögfræð- ingar og vitni komu á heimili hans til að heíja réttarhöldin á mánudag. Þau fara fram á heim- iiinu vegna þess að of kalt er í veðri til að fuglinn geti ferðast. „Konan mín var flutt á sjúkra- hús vegna hjartaáfalls. Eg tel að ein af ástæðunum fyrir veik- indum hennar hafi verið hávaði frá páfagauknum og ögranir eig- andans," höfðu norsk dagblöð eftir nágranna fuglsins, Frank Andressen. Hann sagði gargið í fuglinum hafa verið eins og „hnífstunga í magann". Eigandi Jokkos, Jan Erik Skog, kvaðst saklaus af ákærum um að hann hefði njósnað um Andressen-fjölskylduna og af ásettu ráði haft páfagaukinn úti í garði á sumrin til að ergja nágrannana. Réttarhöldin héldu áfram á þriðjudag og allt að tuttugu manns eiga að bera vitni í málinu. Bresk og bandarísk yfirvöld: Erfiðir samningar um rétt til að fijúga til Heathrow St. Andrews, Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESK flugmálayfirvöld eiga nú í erfiðum samningum við bandarísk um rétt Pan Am-flugfélagsins til að fljúga á milli Heathrow-flugvallar í Lundúnum og Bandaríkjanna. Engar horfur eru á samkomulagi eins og er. Viðræðum milli breska sam- gönguráðherrans, Malcoms Rif- kinds, og hins bandaríska starfs- bróður hans, lauk fyrir rúmri viku án þess að samkomulag næðist. Ástæðan fyrir þessum viðræðum er sú, að Pan Am-flugfélagið er nú undir stjórn skiptaráðanda í Banda- ríkjunum. United Airlines, annað bandarískt flugfélag, hefur boðið í Pan Am og meðal annars hefur það boðið 400 milljónir Bandaríkjadala, eða ríflega 2 milljarða ÍSK, fyrir flugleiðina til Heathrow. Salan á þessari leið getur ráðið úrslitum um það, hvort Pan Am verður gjald- þrota eða ekki. Bandaríska flugfélagið TWA er í greiðsluerfiðleikum og hefur ákveðið að selja American Airlines réttinn til að fljúga til Heathrow. Salan veltur á niðurstöðum samninganna. Vandinn er sá, að bresk flugmála- yfirvöld ákváðu með reglugerð fyrir meira en áratug, að heimila engum nýjum flugfélögum að hefja rekstur frá Heathrow. Til að United Airlines geti hafið flug til Heathrow, þarf breytingu á þessari reglugerð að því er talið var í fyrstu. Nú er hins veg- ar talið að samgönguráðherrann geti heimilað söluna án reglugerðar- breytingar. En ráðherrann hefur tregðast við. Kólerufaraldur í Perú ógnar allri S-Ameríku Ástæðan er sú, að hann vill tryggja hagsmuni breskra flugfélaga í sam- keppni við bandarísk. Bandaríkja- menn hafa fallist á ýmsar kröfur Breta. Til dæmis fær Virgin-flugfé- lagið heimild til að fljúga til Banda- ríkjanna frá Heathrow, ef samningar nást, og bresk flugfélög fá að selja flugmiða á leiðum innan Bandaríkj- anna í samvinnu við bandarísk flug- félög. Bresk yfirvöld hafa krafist ein- hliða réttar til að takmarka sæta- fjölda bandarískra flugfélaga á flug- leiðum til Heathrow. Þetta hafa bandarískir samningamenn ekki get- að fallist á. Þeir segja, að slíkur ein- hliða réttur komi í veg fyrir þróun framboðs bandarísku félaganna og sé andstæður hagsmunum neytenda. Óbilgirni Breta? Talsmenn bandarísku flugfélag- anna saka Breta um óbilgirni í þessu máli. Þeir séu að nota sér erfiðleika bandarísku félaganna til að bæta stöðu breskra flugfélaga. Yfirmenn breskra flugfélaga hafa hvatt breska samgönguráðherrann til að gefa hvergi eftir. Breskir samningamenn hafa látið hafa eftir sér, að þeir hafi lítla samúð með bandarískum flugfélögum. Þeir segja að félögin hafi í samráði við bandarísk flug- málayfirvöld komið Laker-flugfélag- inu á kné á sínum tíma. Vandi þeirra sé nú fyrst og fremst heimatilbúinn. Sterk samkeppnisaðstaða banda- rískra flugfélaga á alþjóðlegum markaði hefur byggst á því, að út- lend flugfélög fá ekki að fljúga inn- an Bandaríkjanna. Bretar vilja nú reisa skorður við þessum styrk eða fá aukinn aðgang að bandarískum innanlandsmarkaði. Svo mikil harka hefur hlaupið í samningana, að jafnvel er búist við að komi til kasta Johns Majors, breska forsætisráðherrans, og Ge- orge Bush, Bandaríkjaforseta, að leysa þessa deilu. Lima. Reuter. SKÆÐASTI kólerufaraldur sem geisað hefur í heiminum í þrjá ára- tugi hefur orðið a.m.k. 77 manns að bana í Perú og yfir 11.000 manns hafa smitast af sjúkdómnum. Heilbrigðisyfirvöld óttast að þessi faraldur, sem sagður er eiga upptök sín í öðrum er kom upp í Indónesíu árið 1961, breiðist hratt út um alla Suður-Ameríku. Kólera berst einkum með meng- uðu vatni og skelfiski og breiðist hratt út í Perú þar sem frárennsli er víðast dælt í Kyrrahaf og ár sem sjá landsmönnum fyrir drykkjar- vatni. Um 40% af vatnsbirgðum Lima eru menguð. Borði maður sýktan skelfisk getur sjúkdómurinn valdið svo snöggu vökvatapi að við- komandi deyi innan nokkurra klukkustunda. Sjómenn í Perú hafa efnt til mótmælaaðgerða vegna tak- markana yfirvalda á físksölu og hámað í sig skelfisk fyrir framan sjónvarpsvélar til að sýna fram á að öllu sé óhætt. Matvæli frá Perú hafa verið bönnuð í ýmsum ríkjum Suður-Ameríku en sérfræðingar segja það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins. Fyrir þrem árum dóu yfír 200 manns úr kóleru í Indlandi og um 11.000 fengu læknisaðstoð vegna faraldurs sem geisaði í mánuð. Portúgalskir sæfarar voru fyrstu Vesturlandamennirnir sem kynnt- ust sjúkdómnum er þeir sigldu til Indlands á 15. öld. Sjúkdómurinn er yfirleitt ekki lífshættulegur fái fólk hjálp í tæka tíð. „Kólera er sjúkdómur hinna fátæku og öll álfan erjiví berskjöld- uð fyrir honum,“ sagði Uriel Garc- ia, fyrrum heilbrigðisráðherra Perú. Fólki er ráðlagt að forðast að halda sig í fjörum, sjóða allt drykkjarvatn í 10 mínútur og þvo vandlega ávexti og grænmeti. Sjúkdómurinn hefur ekki geisað í Suðúr-Ameríku frá því á þriðja áratugnum. Evrópu- bandalagið hefur veitt 500.000 Ecu (rúmlega 39 milljónum ÍSK) til að stemma stigu við útbreiðslu sjúk- dómsins. Tæpur helmingur þessar- ar fjárhæðar rennur til læknasam- takanna Medecins Sans Frontieres (Læknar án landamæra), sem hafa sent hjúkrunarlið til Perú. Bandarísk yfirvöld: Brítish Airways fær ekki að lækka fargjöld Washington. Reuter. Samgöngurtiálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafnað að mestu beiðni breska flugfélagsins British Airways um að fá að lækka verulega fargjöld á leiðinni London-New York. Ákvörðunin tengist deilum vegna lendingarleyfa bandariskra flugfélaga í London. British Airways skýrði frá því efnahagsástand er slæmt í Banda- ríkjunum og flugfarþegum hefur fækkað mjög um allan heim vegna átakanna við Persaflóa og ótta við hryðjuverk. Bandarísk yfirvöld samþykktu aðeins þann hluta fargjaldalækk- ana British Airways sem verður í gildi í apríl. Þau sögðu að leyfi til frekari lækkana yrði skoðað í ljósi niðurstöðu viðræðna um lending- arleyfí handa bandarísku félögun- um á Heathrow-flugvelli í London. sl. sunnudag að félagið hygðist lækka fargjöld sín og svöruðu bandarísku flugfélögin Pan Amer- ican, Trans World Airlines og Northwest Airlines í sömu mynt. Síðastnefnda félagið ætlar einnig að lækka fargjöld á ferðum til annarra Evrópulanda og verður lækkunin frá 14% upp í 40%. Sér- fræðingar í flugmálum segja að flugfélögin hafi alls ekki efni á hörðu fargjaldastríði sem stendur. Verð á eldsneyti hefur hækkað,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.