Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 39. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfirlýsing íraka um frið við Persaflóa: Bandamenn segja skilyrði Irakssljómar óaðgengileg * Bush Bandaríkjaforseti hvetur Iraka til að steypa Saddam Hussein af stóli Alsírsk kona, sem tók þátt fjölda- fundi til stuðnings írökum í Al- geirsborg í gær, heldur á mynd af Saddam Hussein íraksforseta. Um 30.000 manns tóku þátt í fundinum og síðar kom til átaka fundannanna og óeirðalögreglu sem hindraði unglinga í að ráð- ast á stöðvar Sameinuðu þjóð- anna í borginni ásamt skrifstof- um italskra og egypskra flugfé- laga. Iraskir ráðamenn hafa aus- ið Perez de Cuellar, fram- kvæmdasljóra SÞ, fúkyrðum og segja hann leiguþý Bandaríkja- manna. Washington, Nikosiu, Kaíró, Riyadh, London, Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti vísar afdráttarlaust á bug tilboði Iraka um að þeir dragi herinn á brott frá Kúveit að uppfylltum nokkrum skilyrðum. „Eg vildi að hægt væri að eygja vonarglætu í þessu tilboði en svo er ekki,“ sagði forsetinn í gær. Hann lýsti því sem „grimmdarlegri blekkingu" sem gert hefði að engu friðarvonir Iraka og fólks um allan heim. I yfirlýsingu íraskra stjórnvalda, sem lesin var upp í Bagdad-útvarpinu skömmu fyrir 12 á hádegi að íslenskum tíma, var í fyrsta skipti frá því stríðið hófst léð máls á því að Iraksher yfirgæfi Kúveit í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Irakar krefjast þess m.a. á móti að herafli bandamanna hafi sig á brott frá Persaflóasvæðinu, Israelar láti hernumdu svæð- in af hendi og Sýrlendingar hverfi með her sinn frá Líbanon auk þess sem írakar krefjast stríðsskaðabóta. „Það er hægt að stöðva blóðbað- ið með öðrum hætti; íraski herinn og þjóðin geta tekið málin í eigin hendur og vikið Saddam frá völd- um,“ sagði Bush. Bandaríkjaforseti ítrekaði að sem fyrr væri það ófrávíkjanleg krafa að írakar drægju her sinn skilyrðislaust á brott frá Kúveit. „Þar til það gerist verður ekki um það að ræða að vopnaviðskiptum verði hætt, ekkert vopnahlé verður gert.“ Bush sagði að ekki kæmi til mála að tengja Kúveit-deiluna við önnur deilumál í Mið-Austurlöndum. Margir stjórnmálaskýrendur telja að markmið Saddams Husseins með tilboðinu hafi verið að reyna að sundra samstöðunni í röðum banda- manna. Aðrir telja að hann sé að reyna að vinna tíma, e.t.v. vilji hann reyna að fresta yfirvofandi árás bandamanna á landi. Fulltrúar arabaþjóða; sem beijast gegn írak, vísuðu tilboði íraka gersamlega á bug í gær, sögðu það ekki sett fram af neinni einlægni. Fulltrúar í öryggisráði SÞ hugð- ust halda fund fyrir luktum dyrum um Persaflóadeiluna í gærkvöldi og voru skiptar skoðanir um tilboð ír- aka. Fulltrúi Sovétríkjanna, Val- entín Lozinskíj, sagði fréttamönn- um að það væri sín persónulega skoðun að um áróðursbragð væri að ræða, á móti hinu jákvæða kæmi að sett væru af ásettu ráði ný skil- yrði sem gerðu útilokað að taka tilboðinu. Stjórnvöld í Moskvu fögn- uðu á hinn bóginn yfirlýsingu íraka og sögðu hana mikilvægt fyrsta skref í átt til friðar, kaflaskipti hefðu orðið í stríðinu og tillögur Iraka yrði að kanna gaumgæfilega. Utanríkisráðherra íraks er væntan- legur til Moskvu á morgun, sunnu- dag. Yfirvöld í íran tóku mjög í sama streng og Sovétstjórnin. Taismenn Frakka, ítala og Þjóð- veija vísuðu tilboði Iraka á bug en með nokkuð mildara orðalagi en Bandaríkjamenn, Bretar og araba- þjóðirnar í bandalaginu gegn Sadd- am Hussein. Mikill fögnuður braust út víða um heim er fyrstu fregnir bárust af yfirlýsingum íraksstjórnar. Dansað var á götum Bagdad og fólk grét af gleði en því meiri voru vonbrigðin nokkrum mínútum síðar er Bagdad-útvarpið sagði frá skil- yrðunum sem sett væru fyrir brott- flutningi hersins frá Kúveit. Olíu- verð á alþjóðamörkuðum snarlækk- aði í fyrstu en hækkaði síðan á ný. Verð á Norðursjávarolíu var í gær- kvöldi rúmir 17 Bandaríkjadollarar tunnan. Flugmenn bandamanna einbeita sér nú að íröskum skotmörkum í Kúveit og B-52-sprengjuflugvélar héldu áfram árásum á búðir Lýð- veldisvarðarins í suðurhluta íraks í gær. Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins sögðu að flug- herir bandamanna beittu nú í fyrsta skipti eldsprengjum sem dreifa bensínúða yfir víðáttumikið svæði og kveikja þar næst í eldsneytinu. Sagt er að eldhnötturinn og hitarok- ið sem myndast minni einna helst á litla kjarnorkusprengju. Bensín- sprengjunum er einkum ætlað að eyða jarðsprengjum. Sjá bls. 19-20. Reuter Ólgan í Albaníu: Yfirvöld herða tökin á frjáls'ræðisöflunum Tirana. The Daily Telegraph. VOPNAÐIR hermenn voru enn á ný við gæslu á götum Tirana, höf- uðborgar Albaníu, í gær. Þá til- kynntu yfirvöld að lögregla hefði handtekið a.m.k. 20 manns fyrir að undirbúa hryðjuverk í þeim til- gangi að grafa undan stjórnvöld- um. Heimildarmenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að lögregla hefði gert vopn og sprengiefni upptæk við leit á heimilum nokkurra manna. Þingið í Yilnius: Tökum við ályktun Alþingis með djúpri virðingu og þakklæti ÞING Litháens samþykkti einróma í gær sérstaka yfirlýsingu Vy- tautas Landsbergis forseta í tilefni samþykktar Alþingis Islendinga um sljórnmálasamband við Litháen. Yfirlýsingin sem þingið í Vilnius samþykkti í gær er svohljóðandi: „Hinn 11. febrúar 1991 sam- þykkti Alþingi Islendinga þings- ályktunartillögu þar sem staðfest er viðurkenning á sjálfstæði lýð- veldisins Litháen frá 1922 og ríkis- stjórn íslands falið að taka upp stjórnmálasamband við Litháen svo fljótt sem verða má.“ „Æðsta ráð lýðveldisins Lithá- ens fagnar þessari ákvörðun íslenska þingsins. Hún er í anda Parísarsamkomulagsins og endur- speglar sigur siðferðisstefnunnar í milliríkjasamskiptum. Ákvörðunin eykur líkur á því að lýðræði ríki framvegis í Evrópu. Látum þetta samfélag grundvallast á mannleg- um gildum. Staðföst ákvörðun Is- lendinga var tekin þótt við mikinn pólitískan þrýsting væri að stríða." „Litháar taka við þessari útréttu hönd íslendinga með djúpri virð- ingu og bróðurlegu þakklæti." Fréttir af viðbúnaðinum fylgdu í kjölfar harðorðrar yfirlýsingar inn- anríkisráðuneytisins þar sem gefið var í skyn að „myrk öfl hryðjuverka- manna og fasista" væru að undirbúa ofbeldisaðgerðir í Tirana og fleiri borgum á næstu dögum. í yfirlýsing- unni, sem birt var á áberandi hátt í opinberum dagblöðum, sagði: „Þessi öfl eru að koma á fót hryðjuverka- hópum sem hafa yfir að ráða vopnum og sprengiefnum. Markmið þeirra er að ráðast til atlögu gegn alþýðunni og eignum hennar og koma á óstöð- ugleika." Stúdentar við háskólann í Tirana hafa staðið fyrir daglegum mót- mælafundum gegn ríkisstjórninni í nokkurn tíma. Innanríkisráðuneytið virtist vera að vara stúdenta við þeg- ar það gaf út yfirlýsingu sem sagði hryðjuverkamenn vera að undirbúa að hleypa upp stórum mótmælasam- komum í borginni. Tilkynningin var í samræmi við ræðu sem Ramiz Al- ia, forseti Albáníu, hélt fyrr í vik- unni en þar varaði hann við auknu ofbeldi og uppþotum. Nú er verið að undirbúa fyrstu fjölflokka kosning- arnar í landinu, sem haldnar verða í næsta mánuði. Alia hefur vísað á bug kröfum stúdenta um að eyða öllum menjum seni tengjast Enver Hoxha, fyrrver- andi einræðisherra, og hvatt þá til að snúa aftur til náms. Stúdentaleið- togar hafa lýst yfir óánægju vegna aukinnar andstöðu ríkisstjórnarinnar gegn stúdentum og kröfum þeirra og hótað að virða að vettugi bann lögreglu við því að halda mótmæla- fund í dag, laugardag. Sovéska stjórnarskráin: Gorbatsjov brotlegur? Moskvu. Reuter. OPINBER nefnd, sem hefur eft- irlit með að stjórnarskrá Sov- étríkjanna sé framfylgt, tilkynnti í gær að stjórnskipanir Gorb- atsjövs forseta um beitingu hers- ins væru engan veginn í sam- ræmi við stjórnarskrána. Nefndarmenn sögðust hafa'kom- ist að því að í reglugerðirnar um sameiginlega löggæslu hers og lög- reglu skorti lýsingu á því hvernig lagaleg framganga málsins eigi að vera. Engin ákvæði réttlæti beit- ingu hersins innan Sovétríkjanna nema neyðarástandi hafi verið lýst vfir í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.