Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LÁ.UGARDAGUR 16.' FEBRUAR 199Í' Tvær risabyssur í vopnabúri Saddams Husseins Iraksforseta - segir Breti sem vann að smíði þeirra Irakar ljá máls á brottkvaðningu hersveita sinna frá Kúveit: Mikil fagnaðarlæti bijót- ast út á götum Bagdad Vonir um frið bresta er fyrirvarar íraskra stjórnvalda koma í ljós Bagdad. Reuter. ÆÐSTA valdastofnun íraks til- kynnti í gær að írakar væri reiðubúnir að flytja hersveitir Lundúnum. Reuter. BRESKUR tæknifræðingur; sem kveðst hafa unnið að smíði svo- nefndrar „risabyssu“ fyrir Iraka fullyrti á fimmtudag að Saddam Hussein réði nú þegar yfir tveimur slíkum. Sagði hann íraka geta beitt þessum vopnum í landbardögum við hersveitir banda- manna. Þessar fullyrðingar tæknifræð- ingsins, Christophers Cowleys, komu fram í sjónvarpsþætti sem sýndur var á fimmtudag í Bret- landi. Kvaðst Cowley hafa ,ásamt hópi sérfræðinga, hannað byssu sem skotið gæti risastórri sprengjuhleðslu allt að 480 kíló- metra. Hann gat þess að svo virt- ist sem írakar ættu nú tvær slíkar byssur og væri önnur þeirra geymd einhvers staðar í Sinjar- fjöllum í norðurhluta íraks, nærri sýrlensku landamærunum. Hann sagði vopn þessi ná- kvæmari. en Scud-eldflaugarnar sem Irakar hafa skotið á ísrael og Saudi-Arabíu. Slík risabyssa væri um 40 metra löng og eyði- leggingarmáttur hverrar sprengjuhleðslu ótrúlegur. Hæfði hleðslan byggingu, skip eða skrið- dreka stæði ekkert eftir. í apríl í fyrra fundu breskir tollverðir átta stálhólka sem flytja átti úr landi til íraks. Bresk stjórn- völd fullyrtu að hólkar þessir hefðu verið hluti risabyssunnar en því andmæltu írakar. Ýmis konar dularfullar vörusendingar til íraks voru einnig stöðvaðar á Ítalíu og í Grikklandi og Tyrk- landi. Cowley kvaðst hafa unnið fyrir kandadískan sérfræðing, Gerald Bull að nafni, en hann var myrtur í Brussel í mars í fyrra. írakar hefðu upphaflega fengið Bull og aðstoðarmenn hans til að vinna að gerð ótilgreindrar eldflaugaá- ætlunar en einnig haft áhuga á fallbyssum sem Bull hafði þróað og lýst yfír að þeir vildu koma sér upp ýmis konar risabyssum. I sjónvarpsþættinum kom fram að írakar hefðu gert áætlanir um smíðuð yrði risabyssa sem skotið gæti allt að 1.500 kílóa hleðslu. Cowley gat þess að Bull hefði verið nýkominn frá írak þar sem hann hefði fylgst með tilrauna- skotum úr slíkri risabyssu er hann var myrtur. Hann fullyrti enn- fremur að breskum stjórnvöldum hefði verið fullkunnugt um þau verkefni sem Bull hefði unnið að. sínar frá Kúveit og vakti tilkynn- ingin vonir út um allan heim um að stríðinu fyrir botni Persaflóa kynni senn að ljúka. Þetta var í fyrsta sinn frá því Saddam Huss- ein íraksforseti innlimaði Kúveit í írak sem írösk stjórnvöld ljá máls á því að kalla hersveitirnar heim. Irakar þustu út á götur Bagdad til að fagna tilkynning- unni, skutu úr rifflum upp i loft- ið og föðmuðust. Fagnaðarlætin hættu skömmu síðar er í ljós kom að irösk stjórnvöld settu ýmis skilyrði fyrir brottkvaðningunni. Þau krefjast þess meðal annars að Sameinuðu þjóðirnar afnemi viðskiptabannið á íraka, að Kúv- eitmálið verði tengt deilu araba og Israela og að hersveitir bandamanna verði fluttar frá Persaflóa innan mánaðar eftir að vopnahlé komist á. „Byltingarráðið hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að taka til umfjöllun- ar ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 660 ... með það að markmiði að stuðla að lausn, sem írakar geta sætt sig við með sæmd, þar á meðal ákvæði um brottkvaðn- ingu,“ sagði í yfírlýsingu, sem lesin var í útvarpinu í Bagdad. Saddam Hussein lýsti því yfir 8. ágúst að Kúveit hefði verið innlimað í írak og sór þess eið að láta landið aldrei af hendi. Hann hefur hingað til staðið við þessa yfirlýsingu. Byltingarráðið, þar sem Saddam er í forsæti, krafðist algjörs vopna- hlés og að allar fyrri ályktanir Sam- einuðu þjóðanna um innrásina í Kúveit yrðu gerðar ógildar, þar á meðal sú sem kveður á um við- skiptabann á íraka. Ráðið sagði að um leið og írakar flyttu hermenn sína frá Kúveit yrðu ísraelar að hverfa frá Vesturbakka Jórdanar og Gaza-svæðinu, svo og hemumd- Breskir hermenn fylkja liði í Saudi-Arabíu. Reuter um svæðum þeirra í Líbanon og Sýrlandi. Ef ísraelar féllust ekki á þetta bæri Sameinuðu þjóðunum að setja viðskiptabann á þá líkt og gert var vegna innrásarinnar í Kúv- eit. Þá yrði að flytja alla 700.000 hermenn bandamanna frá Persaflóa innan við mánuði eftir að vopnahlé kæmist á. Engar erlendar hersveit- ir yrðu á svæðinu að stríðinu loknu. Ráðið sagði ennfremur að beita bæri „raunverulegum lýðræðisað- ferðum“ þegar framtíð Kúveits yrði ákveðin. Bandamenn yrðu að greiða írökum skaðabætur vegna loft- árásanna á Bagdad og afskrifa þyrfti allar skuldir íraka „og þeirra nágrannaríkja sem orðið hafa fyrir skaða vegna hemaðarofbeldisins“. Eins og í fyn1 yfírlýsingum íraskra stjómvalda lauk tilkynningunni á herskáan hátt, og því var lýst yfír að íraksher væri „öruggur um að bera sigurorð af kúgurunum á næstu dögum“. Nokkrum klukku- stundum áður en tilkynningin var birt höfðu íraskir ráðamenn sagt að þeir biðu í ofvæni eftir landorr- ustum gegn fjölþjóðahernum. Bandamenn hafa áður hafnað því að tengja hemám íraka í Kúveit Áróður, veikleikamerki eða raunveruleg tilslökun? BANDARÍSKIR sérfræðingar sögðu í gær að tilkynning íraka þess efnis að þeir væru tilbúnir til að kalla innrásarlið sitt heim frá Kúveit að uppfylltum nyög ákveðnum skilyrðum væri tilraun af þeirra hálfu til að ijúfa samstöðu bandamanna í Persaflóastyij- öldinni. Aðrir bentu á að það gæti út af fyrir sig talist merkilegt að vikið hefði verið að hugsanlegri heimkvaðningu innrásarliðs- ins í tilkynningunni og ein ályktun Öryggsráðs Sameinuðu þjóð- anna tiltekin. írakar hafa þráfaldlega gert framkvæmdastjóra SÞ, Javier Perez de Cuellar, persónulega ábyrgan fyrir stríðinu, sakað hann um glæpi og sagt stofnunina handbendi heimsvalda- sinna og zíonista. Sérfræðingar höfðu marg- víslegar skýringar á þessari óvæntu tilkynningu Byltingarr- áðsins íraska. Nokkrir vísuðu tii sprengjuárásar Bandaríkjamanna á loftvarnabyrgi í Bagdad á mið: vikudag, sem bandarískir emb- ættismenn fullyrða að hafí verið stjórnstöð írakshers, og kváðu sýnt að Saddam Hussein forseti hefði með þessu viljað nota sér áróðursstöðu sína. Menn höfðu á orði að tímasetningin gæti tæpast verið tilviljun; Oryggisráð SÞ hefði verið á fundi um stríðið fyr- ir botni Persaflóa, yfír hefði stað- ið fundur Arabaleiðtoga í Kaíró, verulegar líkur væru á því að innr- ás bandamanna í Kúveit væri yfir- vofandi og sprengjuárásin á mið- vikudag hefði vakið hrylling víða um heim. í tilkynningunni hefðu írakar í raun hvergi hvikað frá fyrri kröfum sínum og skilyrðum fyrir brottflutningi innrásarliðsins og raunar bætt við nokkrum nýj- um sem augljóslega væru öldung- is óaðgengileg fyrir bandamenn. Vígstaða íraka og sinnaskipti Saddams Nokkrir sérfræðingar sem fréttamenn Reuters-fréttastof- unnar ræddu við sögðu yfirlýsingu íraka veikleikamerki. Greinilegt væri að Saddam Hussein hefði gert sér ljóst að herafli hans yrði lagður í rúst héldi stríðið áfram og þannig væri freistandi að álykta sem svo að vígstaða hans væri veik. Saddam teldi að her hans gæti tæpast varist innrás bandamanna. Bandarískir emb- ættismenn hafa fullyrt að um þriðjungur vígtóla Iraka, stór- skotaliðsbyssur, skriðdrekar og fleira, hafí verið eyðilagður. John Hannah, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, sem starfar í Washington, sagði að Saddam Hussein hefði áður birt óvæntar yfirlýsingar sem verið hefðu í litlu sem engu samræmi við fyrri stefnu íraksstjómar. Nefndi hann að Saddam hefði árið 1975 fallist á málamiðlun í deilu við írani um yflrráðarétt yfír Shatt-al-arab siglingaleiðinni. Þann samning hefði Saddam siðan haft að engu fimm ámm síðar er hann hóf stríðið mannskæða við írani. Svipuðum aðferðum hefði íraksforseti einnig beitt í viðskipt- um sínurn við kúrdíska minnihlu- tann í iandinu. Þótt Saddam ætti það til að hopa, breytti hann sjald- an langtíma markmiðum sínum. Þáttaskil í stryjöldinni? Aðrir töldu það marka þátta- skil í Persaflóastyijöldinni að ír- akar hefðu lýst sig reiðubúna til að fara frá Kúveit. Irakar innlim- uðu landið skömmu eftir innrásina eins og alkunna er og hafa ævin- lega allt frá því sagt landið vera 19. hérað íraks. Þannig minntist Tariq Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, aldrei á Kúveit er hann ræddi við blaðamenn í Genf eftir fund sinn með James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. William Quandt, fyrrum starfsmaður Þjóðaröryggisráðs Banda- ríkjanna, sagðist telja þessa yfir- lýsingu til marks um að lokastig styijaldarinnar væri skammt und- an. „Sú staðreynd að írakar eru nú teknir að ræða heimkvaðningu heraflans í Kúveit er mjög mikil- væg. Judith Kipper, sérfræðingur á vettvangi utanríkismála í Was- hington, tók í sama streng og sagði þetta marka raunveruleg þáttaskil í styijöldinni. Skilyrði Iraka fyrir brottflutningi væru í raun „óskalisti" en ekki afdráttar- lausar kröfur. Clovis Maksoud, fyrrum sendiherra Arababanda- lagsins í Bandaríkjunum, kvaðst telja að Bandaríkjamenn myndu nú sæta vaxandi þrýstingi á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um að hætta árásum á Irak og Kúveit. Ákaft yrði hvatt til þess á næst- unni að komið yrði á vopnahléi. við lausn deilu araba og ísraela. Þeir krefjast þess einnig kúveiska furstafjölskyldan komist aftur til valda. • • Oryggisráð SÞ: Alyktun 660 um innrásina í Kúvéit Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍRASKA byltingarráðið léði í gær máls á því að fara eft- ir ályktun Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna númer 660 um Kúveitmálið. Ályktunin kveður á um tafarlausa og skilyrðislausa brottkvaðn- ingu íraskra hermanna frá Kúveit og var samþykkt 2. ágúst — daginn sem írakar réðust inn í landið. Hún fer hér á eftir óstytt: Öryggisráðið; hefur miklar áhyggjur af innrás írösku hersveitanna í Kúveit 2. ágúst 1990; úrskurðar að innrásin ijúfi frið og öryggi í heiminum; samþykkir eftirfarandi sam- kvæmt greinum 39 og 40 í sáttmála Sameinuðu þjóðanna; 1. að fordæma innrás íraka í Kúveit 2. að krefíast þess að írakar flytji þegar í stað og án skil- yrða allar hersveitir sínar þangað sem þær voru 1. ágúst 1990. 3. að hvetja íraka og Kúv- eita til að hefja þegar í stað víðtækar viðræður til að leysa deilumál sín og styður hvers konar umleitanir í þá veru, einkum af hálfu Arababanda- lagsins. 4. að ráðið komi aftur saman ef nauðsyn krefur til að ákveða frekari aðgerðir til að tryggja að þessari ályktun verði fram- fylgt. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.