Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991 35 fC I k í fréttum Góð skemmtun í Súlnasal Skemmtanir Ragnhildur Sverrisdóttir HÓTEL Saga býður gestum I Súlnasal upp á kabarett-sýn- ingu Halla, Ladda og Bessa og lagði blaðamaður leið sína þangað um síðustu helgi. í ljós kom að kabarettinn, sem kall- ast „Næturvaktin", er hin ágætasta skemmtun. Áður en farið er að tíunda skemmtunina er rétt að geta þess, að ég hef aldrei áður bragð- að jafn ágætan mat í Súlnasaln- um. Þangað hef ég veigrað mér við að fara, enda vildi lengi loða við gamla árshátíðarstemmning- in, þar sem ofsteikt lambalæri var sneitt ótæpilega ofan í alla sem villtust inn og hnausþykk sósa og niðursoðið grænmeti borið með. Nú er öldin önnur og boðið er upp á valmatseðil. Fyrst er hægt að velja um sjávarrétti á gerklatta, framreidda með hunangssósu, eða ijómasúpu með spergilsprotum. Aðalréttur- inn er annaðhvort hægsteiktur nautahryggsvöðvi, kryddaður rósmarín og sinnepi, framreiddur með rauðvínssósu eða reyktur grísaböggull, bakaður í smjör- deigi og framreiddur með kónga- sveppasósu. Á eftir eru kydd- og sykursoðnar perur með vanill- uís og súkkulaðisósu eða írskt tárakaffi. Hér er hægt að vitna um ágæti sjávarréttanna og nautavöðvans, auk þess sem Bryndís systir hélt vart stillingu sinni af hrifningu yfir perunum. Auk bræðranna Halla og Ladda tekur Bessi Bjarnason þátt í sýningunni og dansmey- Morgunblaðið/KGA Þolinmóður þjónninn, Bessi Bjarnason, reynir að útskýra matseð- il staðarins fyrir gestinum óþolandi, Ladda. jarnar Bíbí og Lóló. Bessa hafa verði mislagðar hendur undan- farin ár, en fljótlega eftir að sýningin hófst kom í ljós, að Bessi var í sínu gamla, góða formi og augljóst að allir við- staddir fögnuðu því mjög. Laddi fékk allan salinn með sér strax í upphafi, í hlutverki Jarmundar frá Efra-Geldhvoli. Tala hans um fjárbændur og fjöl- breyttir orðaleikir vöktu mikla lukku. Ladda tekst alltaf að halda athygli fólks og stela sen- unni fyrirhafnarlaust. Hann kom fram í ýmsum þekktum gervum, s.s. Leifur óheppni, Skúli rafvirki og Saxi læknir, auk þess sem hann fór á kostum sem afskap- lega „ódannaður“ fullur íslend- ingur á fínum matsölustað. Sýningin fór af stað af miklum krafti. Hins vegar fannst mér sem botninn dytti nokkuð úr henni, því þegar á leið voru atrið- in dálítið gömul. Grínveijinn og Roy Rogers hefðu til dæmis gengið framar í sýningunni, en ekki þegar áhorfendur voru betra vanir eftir öll nýju atriðin. Þá þykir mér alltaf leiðinlegt þegar ágætir skemmtikraftar telja sig þurfa að grípa til klámfenginna brandara. Það getur verið í lagi, ef farið er fínt í hlutina,' en klúr- yrðin mega eiga sig. Skemmtunin á Sögu er hin ágætasta og þó Laddi og Bessi séu stjörnur kvöldsins þá standa Halli og dansmeyjarnar sig einn- ig vel. Halli hefur oftast það hlut- verk að beina athyglinni enn fremur að bróður sínum, sem hann virðist gera með ánægju. Það er hægt að mæla með Næt- urvaktinni, bæði skemmtuninni sjálfri, matnum og ágætri þjón- ustu. Morgunblaðið/Karl T. SÆmundsson Ævar Jóhannesson í Surtsey í síðustu viku og húsið góða í baksýn... OVEÐRIÐ Rétt eins og það hafi verið logn í Surtsey Oveðrið á dögunum gerði víða óskunda og trúlega eru ekki enn öll kurl komin til grafar, til dæmis á margan sumarbústaða- eigandann eftir að bregða í brún er hann lítur híbýli sitt með vor- inu. Eitt var það hús sem ýmsir óttuðust um. Það stendur fyrir opnu hafi, sennilega syðsta hús landsins og þar var voðalegur hamagangur í rokinu. Þetta var Pálsbær 2. í Surtsey, sem Surts- eyjarfélagið reisti árið 1985. Um- sjónarmaður hússins og hönnuður er Karl T. Sæmundsson bygging- armeistari, en Morgunblaðið hafði spurnir af því að hann hefði skroppið til Surtseyjar fyrir fáum dögum. „Eftir allar þessar rosalegu frétt- ir í fjölmiðlum um fok og skemmd- ir á húsum og öðrum mannvirkjum var mér oft hugsað til Pálsbæjar. Var húsið kannski fokið á haf út? Eg varð að kanna málið. Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug með Suðurströndinni á þriðjudaginn, fengum við Ævar Jóhannesson, sem oft hefur verið með mér í Surtsey, að fljóta með og þeir settu okkur þar á land enda enn vont í sjóinn. Aðstoð og velvilji gæslunnar í gegn um árin hefur verið okkur ómetanleg. Okk-r ur til mikillar gleði var húsið á' sínum stað og engar skemmdir. Rétt eins og það það hafí verið logn í Surtsey er óveðrið lamdi annars landið allt á sama tíma,“ sagði Karl Sæmundsson. Til nánari glöggvunar, þá er Surtseyjarfélagið að mestu skipað vísindamönnum þeim sem gert hafa rannsóknir í Surtsey frá byij- un gossins 1963 til dagsins í dag. Þetta eru nokkrir tugir manna og niðurstöður rannsókna þeirra koma út í ýtarlegu skýrsluformi sem borist hefur víða um heim.... COSPER - Ég get kannski notað boltakastarann. :*© Gólfbvottavélar með vinnubreidd frá 43 til 130 cm. RESTAURANT TORFAN - nýr staður á gömlum grunni! Tilbofi í hádeginu: Súpa dagsins Heilagfiski með smjörsósu og tómatpasta eða steiktar lambasneiðar með mildri hnetukoníakssósu eða pastaréttur að eigin vali ÚTILÍF HF GLÆSIBÆ SIMI 82922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.