Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Álveríð á Keilisnesi: Granges fær vilyrði um lánafyr- irgreiðslu Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins, Erik Lidén. SÆNSKA álfyrirtækið Granges, sem er aðili að Atlantsálshópnum, hefur fengið vilyrði um lánafyrir- greiðslu hjá hinum hálfopinbera sænska útflutningslánasjóði Svensk Exportkredit AB, til að fjármagna framkvæmdir vegna byggingar álvers á Keilisnesi. . í viðræðum fulltrúa íslenskra '"stjórnvalda og Atlantsálshópsins er gert ráð fyrir því, að fjármögnun framkvæmdanna á Keilisnesi muni taka sex til tíu mánuði. í fréttatil- kynningu, sem gefin var út eftir fund þessara aðila í New York á miðvikudaginn kom fram, að búist væri við því að það tæki lengri tíma, vegna ástandsins á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og óvissu um þróun kostnaðar, verðlags og geng- ismála. I gær fékk Granges svar frá f^Svensk Exportkredit AB varðandi hugsanlega lánafyrirgreiðslu stofn- unarinnar vegna fjármögnunar ál- versframkvæmdanna á Keilisnesi. Þar kom fram, að umsóknum um ián til þessara framkvæmda yrði tekið með jákvæðu hugarfari. Al- bert Anoff, markaðsstjóri Svensk Exportkredit, segir að þessi lán séu á afar góðum kjörum, vextir séu lágir og afborgunartíminn langur, allt að 15 til 20 ár. Per-Olof Aronsson, forstjóri Gránges, segir að Atlantsálsfyrir- tækin muni gera það sem þau geti til að afla fjármagns til framkvæmd- anna, en sú spenna, sem ríki í efna-- hagsmálum vegna stríðsins fyrir —^ootni Persaflóa og ástandsins í Eystrasaltslöndunum, geri fjár- mögnunina erfiðari en ella. Arons- son segir, að af þessum sökum, og vegna versnandi ástands á mörkuð- um fyrir málma, geti Atlantsálsfyr- irtækin ekki tekið endanlega ákvörðun um að reisa álverið á Keilisnesi fyrr en skýrist við hvaða skilyrði verksmiðjan muni búa, til dæmis hvað varðar skattgreiðslur og starfsreglur. Þar sé mikið verk óunnið, en vonast sé til að hægt verði að undirrita samninga þar að lútandi innan þriggja mánaða. Hekla skartaði sínu fegursta í blíðviðrinu í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins, flaug þar yfir. Gosið hefur nú staðið í 29 sólarhringa og virðist með svipuðu sniði og verið hefur undanfar- ið. Sjá má að lítið útstreymi er úr aðalgígnum, sem er eini gígurinn sem hefur verið virkur síðustu þijár vikurnar. Gígurinn, sem er austan við hátopp Heklu, er nú um 50 metra hár og' 200 metrar í þvermái. Hraun streymir niður Morgunblaðið/RAX undan gígnum í neðanjarðargöngum og kemur síðan út fyrir neðan gígbarminn og er hraunáin nokkrir kílómetrar að lengd. Nýja hraunið, sem sést greinilega á stærri myndinni, þekur um 23 ferkílómetra svæði. „Það er ósköp lítill kraftur í þessu og má segja að þetta sé hálfgert túrista- gos,“ sagði Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur, sem fyigst hefur með framgangi gossins. Eistlendingar vilja ræða skipti á sendifulltrúum Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, vill hafa samráð við Islendinga um gerð friðaráætlunar fyrir Eystrasaltsríkin LENNART Meri, utanríkisráð- herra Eistlands, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera mjög ánægður með þann stuðn- ing sem Islendingar hefðu sýnt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Steingrímur spilaði við Sharif Bridshátíð hófst í gær. Setti Steingrímur Hermannsson mótið og spil- aði síðan fyrsta spilið við hinn þekkta leikara Omar Sharif. Jón Baid- ursson spilar í mótinu við Sharif í fjarveru Paul Chemla sem komst ekki frá París vegna snjóa en hann hafði verið veðurtepptur á flugvell- inum í 8 klukkustundir er síðast fréttist. Tvímenningskeppninni lýkur í kvöld en á morgun hefst sveitakeppni með þátttöku 50 sveita. Þess má að lokum geta að Steingrímur og Sharif spiluðu vörn í 1 grandi andstæðinganna og fengu 7 fyrstu slagina. málstað Eystrasaltsþjóðanna og sagðist hann tala þar fyrir munn eistneska þingsins og ríkisstjórn- arinnar. Meri kemur hingað til lands á miðvikudag í næstu viku ásamt Edgar Savisaar, forsætis- ráðherra Eistlands. Að sögn að- stoðarmanns Meris er tilgangur- inn með heimsókninni einkum að ræða tvö atriði: stjórnmálasam- skipti Ejstlands og íslands og þá tillögu Islendinga að miðla mál- um milli Eystrasaltsríkjanna og Sovétríkjanna sem lögð var fram á síðasta ári. Aðstoðarmaðurinn nefndi þá hugmynd að fulltrúi eistneska utanríkisráðuneytisins hefði aðsetur hér á landi og öfugt. „Alþingi og ríkisstjórn íslands hafa unnið til aðdáunar okkar og þakklætis með því að andmæla valdbeitingu gagnvart óbreyttum borgurum og lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings. Viðbrögð ís- lands og annarra lýðræðisríkja við valdbeitingu Sovéthersins í Eystra- saltsríkjunum hafa dregið verulega úr hættunni á frekari blóðsúthell- ingum. Við getum aldrei vitað hversu mörgum mannslífum var bjargað með stuðningi lýðræðis- sinna. ísland hefur leikið stórt hlut- verk í að ýta við Norðurlandaþjóð- um og öðrum lýðræðisþjóðum," sagði Meri. Þegar Meri var spurður hvort Eistlendingar ætluðu að beiðast þess af íslendingum að þeir viður- kenndu Eistland með sama hætti og Litháen svaraði hann því til að það væri eitt af þeim atriðum sem hann og forsætisráðherrann Savisa- ar vildu ræða en of snemmt væri að tjá sig frekar um það. Hann sagði að Eistlendingar legðu mikið traust á íslendinga: „Við viljum ræða þróun „hernaðaráætlunar“ sem miðar að friðsamlegri lausn deilunnar um Eystrasaltsríkin." Þegar Juuri Luik, aðstoðarmaður Meris, var spurður hvort Eistlend- ingar væru í aðstöðu til að taka upp stjórnmálasamband við önnur ríki svaraði hann: „Þjóðréttarleg staða Eistlands er dálítið óljós núna. Að alþjóðalögum höfum við alltaf verið fullvalda ríki en við eigum í erfiðleikum með að fara með það vald að svo stöddu. Kannski er sá möguleiki fyrir hendi að taka tillit til þessarar sérstöðu Eistlands og hafa fulltrúa utanríkisráðuneytis Eistlands á íslandi og öfugt eða finna aðrar leiðjr. Það hlýtur að vera eitthvert millistig á milli full- gilts stjórnmálasambands og venju- legra stjórnmálatengsla." Luik var spurður hvort hann teldi ekki að íslendingar hefðu fyrirgert möguleika sínum til að miðla málum með því að taka svo eindregið mál- stað Eystrasaltsríkjanna. „Nei, vegna þess að baráttan er í raun ekki á milli Sovétríkjanna og Eystrasaltsríkjanna. Hér takast á fylgismenn lýðræðis og frelsis ann- ars vegar og andstæðingar þessara hugsjóna hins vegar. Eg held að mörg ríki muni fara að dæmi íslend- inga og það mjög fljótlega. Þá hverfur þessi togstreita sem nú virðist vera fyrst og fremst á milli Eystrasaltsríkjanna og Sovétríkj- anna.“ Steingrímur Hermansson, for- sætisráðherra, sagði í gær að hann hefði fengið bréf frá Eistlendingun- um fyrir áramót þar sem þeirri ósk var lýst að koma við á íslandi á ferð um Norðurlönd og ræða mál- efni Eistlands. Hann hefði tekið þeirri beiðni jákvætt og í þessari viku hefðu loks komið þau skilaboð að það myndi henta þeim að koma í næstu viku. Kæmu þeir á miðviku- dag og dveldu fram á föstudag. Myndu þeir meðal annars ræða við ríkisstjórnina. Sjá frétt á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.