Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 9
9 'Otv ÍÍA'jíIfl'9’5 .ftj ÍIíir.AnH/OUA.1 0KJ/viIBWTJ)5JOJ/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 ListstieytiinasjHH ríkisias Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 71/1990 og hefur það markmið að fegra opinberar byggingar og umhverfi þeirra með listaverkum og stuðla þannig að listsköpun í landinu. Verksvið sjóðs- ins tekur fyrst og fremst til þygginga sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki, sem lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, skulu arki- tekt mannvirkis og bygginganefnd, sem hlut á að máli, hafa samband við stjórn Listskreytingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga, sem ráðlegar teljast. Heim- ilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga, sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, skrifstofu Sambands íslenskra myndlistarmanna, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, á eyðublöðum, sem þarfást. Eyðublöð fást einnig í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík. Æskilegt er að umsókn- ir vegna fyrri úthlutunar 1991 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. maí nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sambands íslenskra myndlistarmanna, frá kl. 10.00 til 14.00 alla virka daga, sími 11346. Reykjavík, 15. febrúar 1991. Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins. Laugardagur til lukku BUTASALAIDAG Vegna drjúgrar teppasölu undanfarið eigum við nú gott úrval af alls konar teppaafgöngum, bútum, renningum, smástykkjum og einnig stórum stykkjum (allt upp í 25-30m2) Við bjóðum alla teppaafganga í dag með 50-80% afslætti því við viljum hreinsa út lagerinn Það má jafnvel prútta um bútana OPIÐ KL. 10-14 P.s. Hafið með ykkur málin til að auðvelda afgreiðslu og rétt val - Þetta er kjörið tækifæri ef gólfíð er bert og lítið í buddunni Með jarðstöðinni Skyggni hófst nýr kafli í fjarskiptum við umheiminn. Alþjóðleg fjölmiðlun og íslenzk málvernd í leiðara Morgunblaðsins á dögunum var sagt að engar umræður, sem máli skipta, hafi farið fram á Alþingi um alþjóðlega fjölmiðlum né áhrif hennar á tungu þjóðarinnar og menningu. Þetta var trú- lega ofsagt. Umræða um frumvarp Guðmundar Ágústssonar (B- Rv) til breytinga á útvarpslögum, þar sem að þessum málum var vikið, var þá nýafstaðin. Það breytir hins vegar engu um það, að hingað til hefur enginn þingmaður hreyft þessu mikilsverða máli sérstaklega á Alþingi. Upplýsinga- og tölvuöld Guðmundur Ágústsson (B-Rv) staðhæfði tvennt í umræðunni: 1) að fijáls- ar hljóðvarps- og sjón- varpsstöðvar hafi valdið „bylthigu í íslenzku menningarlífi“, 2) að nýju útvarpslögin hafi „tafið tækniþróun á sviði fjarskiptatækni, sem hyggist á lagningu strengkerfa, til þess að miðla boðum og upplýs- ingum til notenda ...“ Orðrétt sagði hann: „Upplýsinga- og tölvu- öld hefur hafið innreið sína á Vesturlöndum. Samfara henni eru aukn- ar kröfur um meiri og betri fjarskipti. Þá hefur tölvutæknin orðið þess valdandi að grundvallar- breytingar eru að verða á simakerfum. Er þróun- in í átt frá hliðrænum (analog) kerfum, sem byggjast á spennuferl- um, til stafrænna (digit,- al) kerfa, sem byggjast á tölulegum boðurn." Þingmaðurinn sagði tvær greinar útvarpslaga frá 1985 túlkaðar svo, að þær banni lagningu loft- netskerfa til móttöku og dreifingar á erlendu sjónvarpsefni nema út- varpsstöð, að fengnu leyfi til útvarpsrekstrar, sjái um kerfíð. Með þessu sé „komið í veg fyrir eðlilega framþróun á sviði upplýsingatækni á íslandi sem hins vegar er komin á hraðferð í graimríkjum. Til þess að leiðrétta þennan mis- skilning er þetta laga- frumvarp flutt.“ Loftnetskerfí - ekki út- varpsrekstur Júlíus Sólnes umhverf- isráðherra sagði m.a.: „Síðan vil ég koma að öðru atriði, sem mér fínnst skipta máli í þess- ari umræðu, en það er þessi skýri greinarmunur sem ég vil gera á milli lokaðra strengjakerfa þar sem áskrifendur fá tækifæri til þess að horfa á sendingar sem er dreift viðstöðulaust um mót- tökustöð, sem sendir merkin inn á kapalkerfið, án þess að þar fari fram nokkur dagskrárgerð. Slík stöð er að minum dómi ckki útvarpsstöð. Hér er aðeins um að ræða stærra loftnets- dreifikerfi en hingað til hefur tiðkast ... Eg tel eðilegt og sjálf- sagt að útvarpsstöð sem vill standa undir nafni og er með dagskrárgerð eigi að þýða eða texta 'allt það efni sem hún sendir út. Þess vegna er það mikil hugsanavilla að heimila Stöð 2 og reyndar Rikisútvarpinu að dreifa hér dagskrár- efni erlendra sjónvarps- stöðva ótextuðu. Ég tel að það sé í andstöðu við anda þessarar hugsunar, sem ég hef verið að flytja hér, að útvarpsstöð, sem hafi með dagskárgerð útvarpsleyfi, eigi ekki undir neinum kringum- stæðum að dreifa út- varps- og sjónvarpsefni ótextuðu eða óþýddu. Það má t.d. benda á að ein þeirra þýzku sjón- varpsstöðva, sem dreift er um gervitungl er næst hér á landi, hefur tekið upp á því sama og Stöð 2, að dreifa bandarisku sjónvarpsrásinni CNN. Én hún gerir það með allt öðnun hætti og ég tel að það sé til fyrir- myndar, því þýzka stöðin rýfur útsendinguna á 30 mínútna fresti og þar eru fréttimar endursagðar á þýzku, alltaf á hálftíma fresti, og það er hvað eftir amiað látið reima yfir sjónvarpsskerminn að eftir svo og svo marg- ar minútur komi þýzk endursögn á fréttunum." Eflaþarf metnað fjöl- miðla Eiður Guðnason (A-Vl) sagði að sú ákvörðun sj ónvarpsstöð vanna, fyrst Stöðvar 2 og síðan Ríkisútvarpsins, „að end- urvarpa beint efni við- stöðulaust frá frétta- stöðvum CNN og Sky News“ hafi verið „rétt ákvörðun á sínum tíma og liður i góðri þjónustu við viðskiptavini og hlust- endur. Ég er líka þeirrar skoðunar," sagði hann, „að það hafi verið rétt ákvörðun hjá meimta- málaráðherra að breyta þeim reglugerðarákvæð- um sem þarna áttu við og voru í gildi og gerðu það a.m.k. efunarsamt að þetta væri leyfílegt ef ekki ótvirætt að það væri óleyfilegt ... Ég held að það sé eins með tunguna og menn- inguna og fískistofnana, að fiskistofnarnir dafna bezt þar sem mætast ólík- ir hafstraumar og ég held að það sé eins með menninguna og tungnna, að hún blómstrar bezt þegar hún verður fyrir hæfilegri áreitni annarra menningarstrauma. Ég held að þá hvetji það til frumkvæðis og átaka." Þingmaðurimi sagði á hinn bóginn að efla þurfi metnað íslenzkra fjöl- miðla til að sinna tung- unni og kappkosta gott málfar. í þcssu efni hafi Morgunblaðið og Ríkisút- vaipið verið til fyrir- myndar með áhugaverð- um þáttum um islenzkt mál. Hami lagði lika áherzlu á „aukna íslenzkukeimslu og aukna rækt við móður- málskemisluna". UHONDA BILASYNINGIDAG KL. 13-17 TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950 Hann er fallegur og rennilegur, lætur vel að stjóm og þýðist þig á allan hátt. Rúmgóður, ríkulega búinn og ótrúlega spameytinn. Hann er HONDA CIVIC. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 767.000,- staðgr. ÍHONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24. S-689900 ÚHONDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.