Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 Botnfiskveiðar og -vinnsla: Hagnaður 5% í fyrra eftir 5,5% tap 1989 Heildarútflutningsverðmæti sjávaraf- urða jókst um 12% frá árinu áður REKSTRARSKILYRÐI mikilvægustu greina sjávarútvegsins, botnfiskveiða og -vinnslu, breyttust mjög til batnaðar á milli ár- anna 1989 og 1990, samkvæmt frétt Þjóðhagsstofnunar um þróun helstu þjóðhagsstærða 1990 og horfur 1991. Ef hvorki er tekið tillit til greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins á árinu 1989 né greiðslna í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins frá október árið 1990, þá breytist afkoma botnfiskveiða og - vinnslu úr 5,5% halla af tekjum í 5% hagnað. í frétt Þjóðhagsstofnunar segir, að vegna verðjöfnunarsjóðanna hafi verið minni munur á afkomu fyrirtækjanna á þessum tveimur tímabilum. Afkomuþróun í öðrum greinum sjávarútvegs varð hins vegar óhagstæðari, sérstaklega varð afkoma rækjuvinnslu slæm í fyrra og einnig varð mótbyr í loðnuveiðum og -vinnslu. Heildarafli landsmanna á árinu 1990 varð um 1.535 þúsund tonn og var um 2% minni en á árinu 1989. Hins vegar hækkaði útflutn- ingsverð sjávarafurða. Að meðal- tali hækkaði útflutningsverð botn- fiskafurða um 20% í erlendri mynt. Verð annarra afurða hækkaði minna og reyndar lækkaði verð á lýsi og mjöli og einnig rækjuverð. I heild hækkaði verð sjávarafurða um 12% í erlendri mynt milli ár- anna 1989 og 1990, samkvæmt frétt Þjóðhagsstofnunar. Stofnunin gerir ráð fyrir, sam- kvæmt gögnum og áætlunum um fiskveiðar á árinu og að teknu til- liti til óvissuþátta, að útflutnings- framleiðsla sjávarafurða verði 1,5% minni áþessu ári en í fyrra. Grái flöturinn sýnir gatnakerfi þessa hluta Miðbæjarins eins og það er nú. Svörtu útlínurnar sýna gatnafyrir- komulagið eins og það mun verða skv. samþykktu Hverfaskipulagi Miðbæjarins. Framkvæmdir við Geirsgötu hefjast eftir tvö ár. Geirsgata mun tengjast Sætúni og beina umferðarþunganum fram hjá miðbænum. Ný bygging rís við Tryggvagötu, Zimsen og bensínstöð ESSO verða að víkja. Þessi bygging nýtist Strætis- vögnum Reykjavíkur að hluta en þarna verða einnig bílageymslur. Rammagerðin er flutt tímabundið úr Hafnarstræti. Þar stendur yfir bygging nýs húss sem snýr að botn- langanum Hafnarstræti og nýjum hluta Tryggvagötu sem opnast upp í Hverfisgötu. Míklar breytingar í miðbænum á döfinni Ríkisspítalarnir: Laun greitt samkvæmt stímpilklukku 15. mars FRÁ 15. mars er launaskrifstofu ríkisspítalanna heimilt að greiða aðeins út laun samkvæmt stimpilklukkum ríkisspítalanna. Þetta þýð- ir að þeir starfsmenn spítalanna sem neita að nota stimpilklukkurn- ar fá ekki greiddar gæsluvaktir, yfirvinnu og álag sem unnið er eftir 15. mars. Ákvörðun þessu viðvíkjandi var tekin á stjórnarfundi ríkisspitalanna síðastliðinn fimmtudag. Á nokkrum deildum spítal- anna neita starfsmenn enn að nota stimpilklukkur en nokkur styr hefur staðið um notkun stimpilklukkna á spítölunum að undanförnu. Reykjavíkurborg keypti hluta Ióðar Rammagerðarinnar við Hafn- arstræti og hafa skúrar, sem stóðu þar á lóðinni, nú verið rifnir. Rammagerðin byggir nýtt hús aftan við steinhúsið við Hafnar- stræti, en yfir lóðina og meðfram nýbyggingunni verður Tryggvagat- an í framtíðinni og tengist Hverfisgötu. Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að taka upp stimpil- kiukkukerfi á spítölunum árið 1989. Neskirkja Erindi flutt í Neskirkju SÚ NÝBREYTNI verður í Neskirkju næstu sunnudaga að eftir guðsþjónustu fjalla þjóðkunnir leikmenn um trú sína og lífsviðhorf. Þeir flytja stutt erindi og kostur gefst á frekari umræðum. Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona ríður á vaðið næsta sunnu- dag, 17. febrúar. Dr. Ásgeir Ellertsson yfirlæknir hefur orðið viku síðar, 24. febrúar. Fram- haldið verður kynnt með messu- auglýsingum. Á föstunni eru við hvött til að endurmeta líf okkar og fylgja Kristi. Samverustundirnar í Neskirkju veita kjörið tækifæri til að kynnast því hvernig trúin mótar líf einstaklinga og grund- völlur þess. Guðsþjónustur í Neskirkju hefjast kl. 14.00 og erindin því laust eftir kl. 15.00. Kaffiveit- ingar verða á boðstólum. Ollum er að sjálfsögðu heimill aðgang- ur. (Fréttatilkynning) Kerfið byggðist á því að starfsmenn spítalanna gengju með auðkennis- kort með mynd, nafni og starfs- heiti sem renna mætti í sérstakan lesara þar sem viðvera starfsmanna væri skráð. í samtalinu kom fram að byijað hefði verið að kpma lesur- unum fyrir í fyrra og sagði Pétur að allt hefði gengið eins og í sögu þangað til komið var að þremur læknadeildum röntgendeild og rannsóknarstofum. Á þessum deild- um voru starfsmenn sem neituðu að nota stimpilklukkurnar. Hafði þetta þau áhrif að starfsmenn á nokkrum öðrum deildum neituðu einnig að nota stimpilklukkurnar og er nú svo komið að þær eru notaðar á sumum deildum ríkisspít- alanna, á öðrum er hætt að nota þær og á enn öðrum hafa þær ekki verið notaðar. í framhaldi af þessu tók stjórn ríkisspítalanna þá ákvörðun á fimmtudaginn að heimila launa- skrifstofu ríkisspítalanna að greiða einungis út laun samkvæmt stimpil- klukkum á spítölunum eftir 15. mars sem hefur þær afleiðingar að þeir starfsmenn spítalanna sem ekki nota klukkurnar fá ekki borg- aðar gæsluvaktir, álag og yfirvinnu eftir miðjan mars. Sagði Pétur að formlegt bréf þessa efnis yrði sent yfirmönnum allra deilda á næst- unni. Listasafn ASÍ: MYNDLISTARSÝNING á vegum Listasafns Alþýðu í samvinnu við aðila á Norðurlöndum var nýlega opnuð í Örebro í Svíþjóð, en um er að ræða íslenska farandsýningu sem fer til 15 staða á Norðurlönd- um. Á sýningunni eru 39 grafík- listaverk eftir 13 listamenn og málverk eftir 3 listmálara. Samtímis því að sýningin fer um Allmiklar breytingar eru fyrir- hugaðar á gatnakerfinu í miðbæn- um á næstu árum. Ný gata, Geirs- gata, tengist Skúlagötu í austri og liggur meðfram hafnarbakkanum til vesturs. Framkvæmdir við Geirs- götu heljast eftir tvö ár og er henni ætlað að taka við umferðinni, sem nú er um Hafnarstræti og Tryggva- götu. Hafnarstrætið verður botngata, lokuð umferð frá Rammagerðinni í Norðurlönd fer grafíksýningin sem „List um landið“ hér heima, en mál- verkasýningin í byrjun næsta árs. Til sýningarinnar erlendis fékkst styrkur úr Norræna menningarmála- sjóðnum að upphæð 280 þúsund dan- skar kr., en íslandsbanki styrkir sýn- ingarferðina hér á landi. Á sýning- unni eru málverk eftir Helga Þorgils Friðjónsson, Hring Jóhannesson og austurátt. Hafnarstræti tengist nú Hverfisgötu, en Tryggvagatan tek- ur við því hlutverki. Tryggvagatan liggur þá meðfram nýju Ramma- gerðarhúsi og yfir lóðina, sem Zimsen-verslunin stendur nú á. Þar sem nú er austurendi Tryggvagötu verður byggð miðstöð fyrir strætis- vagna, auk bílageymslu. Auk Zimsen-hússins verður því bensín- og smurstöðin, á lóðinni sem af- markast af Hafnarstræti, Kalkofns- Tryggva Ólafsson, og grafíkverk eft- ir Daða Guðbjörnsson, Eddu Jóns- dóttur, Guðmund Ármann Sigurjóns- son, Hafdísi Ólafsdóttur, Ingiberg Magnússon, Ingunni Eydal, Karólínu Lárusdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Sigrid Valtingojer, Valgerði Bergs- dóttur, Valgerði Hauksdóttur, Þorlák Kristinsson og Þórð Hall. vegi og Tryggvagötu, að víkja. Framkvæmdir við nýbyggingu Rammagerðarinnar eru hafriar. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrirtækið væri tíma- bundið hætt starfsemi í húsinu við Hafnarstræti, en verslanir þess í Kringlunni, á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum, væru starfræktar. „Við ætlum að opna aftur í maí við Hafn- arstrætið. Nýja húsið verður 170 fermetrar að grunnfleti. Ég hef mikla trú á miðbænum og hika ekki við að byggja þar, hvað sem spám svartsýnustu manna líður.“ Húsavík: Kyndill tók niðri Húsavík. OLÍUSKIPIÐ Kyndill kom til Húsavíkur um miðjan dag á fimmtudag fullhlaðið olíu. Þá það var að leggja að bryggju lenti afturendi skipsins á sandrifi sem er skammt frá og nokkuð breyti- legt, enda var mjög lágsjávað. Framendi skipsins var kominn að bryggju svo hægt var að hefja dæl- ingu þeirrar olíu sem í land átti að fara. Með aðfallinu komst allt skipið að bryggju og þegar búið var að losa það hélt það ferð sinni áfram. Fréttaritari ■■■ ■ ♦♦♦---- EB-EFTA: Engin heimild þingflokka til undirskriftar MARGRÉT Frímannsdóttir, form- aður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, segir að utanríkisráð- herra hafi ekki heimild þingflokk- anna til að skrifa undir samning um evrópska efnahagssvæðið í EB-EFTA viðræðunum. Þetta kom fram á fundi Margrét- ar með menntskælingum á Laugar- vatni á þriðjudaginn. „Utanríkisráð- herra hefur ekki leitað eftir formlegu samþykki þingflokka til að ganga frá samningum. Hann hefur fulla heimild þingflokksins til þess að fara í þessar samningaviðræður og síðan verður tekin afstaða til undirskrift- ar,“ sagði Margrét. Hún sagði ennfremur að utanrík- isráðherra hefði, sem ráðherra, heimild til að skrifa undir samninga. „Hann verður hins vegar að gera það með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og Alþingis. Þá fyrst kemur til okkar kasta,“ sagði Margr- ét Frímannsdóttir, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins. Frá vinstri: Unnur Vilhelmsdóttir og Elín Anna ísaksdóttir. Einleikstónleikar á vegfum Tónlistarskólans í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Háskólabíói kl. 14.00, sunnudaginn 17. febrúar nk. Tónleikarnir eru fyrri hluti einleikaraprófs tveggja nemenda skólans. Á tónleikunum leikur Hljóm- eftir Carl Maria Von Weber, sveit Tónlistarskólans í Reykjavík Píanókonsert nr. 1 í g-moll op. ásamt einleikurunum Elínu Ónnu 25 eftir Felix Mendelssohn og ísaksdóttur, píanóleikara, og Píanókonsert í B-dúr KV 456 eft- Unni Vilhelmsdóttur, píanóleik- ir Wolfgang Amadeus Mozart. ara. Stjórnandi er Kjartan Aðgöngumiðar verða seldir við Oskarsson. innganginn og á skrifstofu tónlist- A efnisskránni er Forleikur að arskólans, Skipholti 33. óperunni Töfraskyttunni op. 77 Islensk myndlist á ferð um Norðurlönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.