Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16.. FEBRUAR 1991 29 Steinunn Sigurðar- dóttír - Minning Fædd 6. ágúst 1952 Dáin 8. febrúar 1991 Mig langar til að kveðja með fá- einum orðum kæra vinkonu mína, Steinunni Sigurðardóttur, sem er farin frá okkur svo alltof fljótt. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða og við vissum að hverju dró. Samt kom andlát hennar okkur á óvart. Við höldum alltaf og vonum að við höfum meiri tíma en raun verður á. Ég kynntist Steinu í starfi með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs fyrir mörgum árum og þar áttum við sam- an ijölmargar skemmtilegar stundir, hún og Gunnlaugur eiginmaður hennar og við hjónin. Þar voru bund- in vináttubönd, sem aldrei hefur borið skugga á, og hafa náð langt út fyrir leikfélagsstarfið. Og núna, í söknuði og sorg, eigum við allar minningarnar að ylja okkur við, þær lýsa í myrkrinu. Steina var tryggur vinur. Hún var gjöful í vináttu sinni og fannst sælla að gefa en þiggja. Hún var einstak- lega gestrisin, og kom það best í ljós eftir að þau hófu búskap á Grímsstöðum á Fjöllum, því þar var látlaus gestagangur og alltaf var til kaffi á könnunni og matur í pottun- um. Á þessum tíma kaus Steina að vera á sumrin á Grímsstöðum og vinna við búskapinn og annað sem til féll, hún unni skepnum og náttú- runni allri. Samt sem áður eyddi hún vetrum á Egilsstöðum og réði þar mestu að hún vildi halda heimili fyr- ir börnin sín tvö, Valgerði Bergnýju og Arnór Steinar, sem voru í námi. Steina var mjög dugleg og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og heimilið bar þess glöggt merki. Þess nutu líka vinnuveitendur henn- ar, svo og félagasamtök, því Steina var félagslynd og tók þátt í ýmsu félagsstárfi. Ég kveð Steinu mína með sökn- uði. Osjaldan sátum við í eldhúsinu og ræddum um allt milli himins og jarðar og heilsubótargöngurnar okk- ar verða víst ekki fleiri úr þessu. En ég kveð líka með þakklæti fyrir svo ótal margt, ógleymanlegar fjallaferðir, silungsveiði, sameigin- legar afmælishátíðir Steinu og Guð- mundar, skemmtilegar samveru- stundir á hátíðis- og tyllidögum og ekki síður hversdags. Elsku Gunni, Bergný og Arnór. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Þetta hefur verið erfiður tími, en allar góðu minning- arnar veita birtu og yl. Foreldrum Steinu, systrum og öðrum aðstand- endum vottum við innilega samúð okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Inga Rósa Þórðardóttir og fjölskylda. Fundir með frambjóðendum Sjálfstæð- isf lokksins i Vesturlandskjördæmi Á Hellissandi í dag.sunnudaginn 17. febrúar, kl. 20.30 í félagsheimilinu Röst. Dagskrá fundarins: 1. Ávörp frambjóðenda. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Guðmundur Kristjánsson. Kjördæmisráð. Fundir með frambjóðendum Sjálfstæð- isf lokksins í Vesturlandskjördæmi í Lýsuhóli þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.30 I félagsheimilinu Lýsuhóli. Dagskrá fuodarins: 1. Ávörp frambjóðenda. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Ingólfur Gíslason. Kjördæmisráð. Fundir með frambjóðendum Sjálfstæð- isflokksins íVesturlandskjördæmi í Stykkishólmi Fundur verður haldinn í dag, laugardaginn 16. febrúar, í Hótel Stykk- ishólmi kl. 14.00. Dagskrá: 1. Ávörp frambjóðenda. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Róbert Jörgensen. Kjördæmisráð. Fundir með frambjóðendum Sjálfstæð- isf lokksins í Vesturlandskjördæmi í Grundarfirði Fundur verður haldinn í dag, laugardaginn 16. febrúar kl. 17.00 i kaffistofu Sæfangs. Dagskrá: 1. Ávörp frambjóöenda. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Kristján Guömundsson. Kjördæmisráð. i IFIMDAI.I UK Opið hús hjá Heimdalli Opið hús verður hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, i kjallara Valhallar, laugardaginn 16. febrúar. Húsið verður opnað kl. 21.30. Létt tónlist og veitingar. Allir velkomnir. Heimdattur. Seltirningar Almennur félagsfundur verður haldinn á Austurströnd 3, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.30. Gestur fundarins verður Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Sjálfstæðismenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn i Sjálfstæðishús- inu, Brákabraut 1, þriðjudaginn 19. fe- brúar kl. 20.30. Fundarefni: , 1. Kynning á fjár- hagsáætlun bæj- arins 1991. 2. Önnur mál. Bæjarfulltrúar. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðishús- inu, Heiðargerði 20, i dag, sunnudaginn 17. febrúar, kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Allir velkomnir. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæöisfélaganna á Akranesi. Fundir með frambjóðendum Sjálfstæð- isf lokksins í Vesturlandskjördæmi í Ólafsvík Fundur verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar i Mettubúö kl. 16.00. Dagskrá: 1. Ávörp frambjóðenda. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Björn Arnaldsson. Kjördæmisráð. Ólafsfirðingar Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins og fulltrúaráðsins verða haldnir á hótelinu sunnudaginn 17. febrúar kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning á landsfund. 3. Bæjarmáiefni. 4. Önnur mál. Stjórnirnar. Til sigurs með Sjálfstæðisflokknum Bersi og Jörundur Opinn sameiginleg- ur stjórnarfundur Bersa I Vestur- Húnavatnssýslu og Jörundar á Blöndu- ósi, verður haldinn sunnudaginn 17. fe- brúar kl. 14.00 í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi. Gestir fundarins verða Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður SUS, og Þorgrímur Danielsson. Rætt verður um SUS-starfið og komandi kosningabar- áttu. Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið. Jörundur og Bersi. Akureyri - Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 18. febrúar nk. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs til síðari umræðu. Nefndarmenn og varamenn i nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. . Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Akureyri Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn Almennur félagsfundur verður á Hótel KEA í dag, laugardaginn 16. febrúar, kl. 12.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á Landsfund sjálfstæðismanna, haldinn 7.-10. mars nk. 2. Gestir fundarins: Svanhildur Árnadóttir og Tómas Ingi Olrich. 3. Önnur mál. Félagskonur vinsamlega fjölmennið. Stjórnin. FÉLAGSLÍF □ GIMLI 599118027 - 1 Atkv. Frl. □ MÍMIR 599118027= 1 FRL Vakning! Nýöld eða kristin trú Vakningarsamkoma i Bústaða- kirkju í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður: Jens Olaf Mæland frá Noregi. Mikill söngur og lof- gjörð. Allir velkomnir. KFUM-KFUK-KSH SÍK-UFMH. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S11798 19533 Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnudaginn 17.febrúar 1) Kl. 10.30 Geysir-Gull- foss - Biskupstungur Ekið verður um slóðir Bergþórs I Bláfelli m.a. komið við i Hauka- dal og Bergsstöðum i Biskups- tungum, þar sem sýruker Berg- þórs verður skoðað. Ekið um nýju brúna yfir Tungufljót. Kr. 2.000,- 2) Kl. 13.00 Álftanes - Garðatjörn á stórstraums- fjöru Strandganga við allra hæfi. Verð kr. 700,- Brottför i ferðirnar frá Umferöar- miðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bil. Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ferðafélag Islands. UTIVIST GRÓFINNI l - REYKJAVÍK • SlMI/SÍMSVAR114606 Reykjavíkurgangan Sunnudag17/2 Skemmtileg leið frá Miðfells- horni meðfram Miðfelli, um Gönguskörð Og niður með Þing- vallavatni austanverðu. Hægt er að velja um lengri og styttri göngu. Kl. 10.30: Miðfellshorn - Drátt- arhlíð. Kl. 13.00: Miðfell - Dráttarhlíð. Brottför frá BSl - bensinsölu. Stansað við Árbæjarsafn. Helgin 22/2-24/2 Póstgangan, 4. ferð: Kl. 10.30 Brekka - Keflavik - Stóri Hólm- ur. Kl. 13.00 Innri-Njarðvík - Stóri Hólmur. Sjáumstl Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan. Sunnudagur. Almenn samkoma kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Sunnudagaskóli á sama tima. Þriðjudagur. Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur. Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur. Bænastund kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagur. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Fimmtudagur. Vitnisburðar- samkoma kl. 20.30. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.