Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 4
4 ^MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 Frá slysstað á Kringlumýrarbraut. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Féll í öngvit undir stýri ÞRIR voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Kringlu- mýrarbraut, móts við gróðrarstöðina Garðshorn, i gærmorgun. Kona sem ók bíl á leið til Reykjavíkur frá Kópavogi féll í öng- vit undir stýri. Bfll hennar fór stjómlaust yfir umferðareyju og í veg fyrir bíl sem kom þar úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð harður og var konan og tvennt, sem í hinum bflum var flutt á sjúkrahús. Meiðsli þeirra voru ekki talin lífs- hættuleg. Tillögur siömannanefiidar um úrbætur í sauðfjárframleiðslu: Raunhæfar tillögur og ásættanlegar fynr bændur - segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda v ríkissjóðs, og auk þess lækkun niður- greiðslna. Haustið 1992, þegar nú- verandi búvörusamningur rennur út, komi til beinár greiðslur til bænda í stað fastrar verð- og greiðslu- ábyrgðar rikisins á tilteknu magni sauðfjárafurða, og verði þær miðað- ar við spá um innanlandsneyslu kind- akjöts á komandi ári. Þannig fái þeir bændur sem haft hafa fullviðris- rétt í núverandi kerfi hlutfallslegan rétt miðað við slíka markaðsspá. Réttur þeirra til framlags nefnist greiðslumark, og verði það mælt í kjötmagni, og greiðist framlagið óskert þó framleiðsla bónda sveiflist innan ákveðinna marka. Gert er ráð fyrir að viðskipti með greiðslumark verði fijáls. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir að ríkissjóður kaupi allt að 3.700 tonna fullvirðisrétt af bændum frá 1. maí n.k til haustsins 1992 í þeim tilgangi að aðlaga sauðfjár- framleiðsluna að þörfum innanlands- markaðar. HAUKUR Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að til- lögur sjömannanefndar um úrbætur í sauðfjárframleiðslu séu raunhæf- ar og ásættanlegar bæði fyrir bændur og aðra þegna þjóðféiagsins, og þær geti orðið hornsteinn að nýjum búvörusamningi. Á blaðamanná- fundi þar sem tillögurnar voru kynntar kom fram að nefndarmenn telja æskilegt að gengið verði frá búvörusamningi á grundvelli tillagn- anna fyrir kosningar, þannig að sem fyrst verði hægt að koma í fram- kvæmd þeim aðgerðum sem í þeim felast. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagði að þegar væntanlegar tillögur sjömanna- nefndar varðandi aðrar búgreinar hefðu borist yrði boðað til fundar í viðræðunefnd ríkis og bænda um gerð nýs búvörusamnings, og látið reyna á það hvort unnt sé að ná þar niðurstöðu. Aðspurður sagðist hann telja að enn væri tími til að ganga frá nýjum búvörusamningi áður en til alþingiskosninga kemur í vor. Hann sagði að augljóst væri að breyta þyrfti lögum og síðan fram- kvæma ýmsar ráðstafanir í fram- haldi af því, en hve miklu af því yrði hægt að koma í verk gæti hann engu svarað um. „Eg mun láta á það reyna á næstu dögum hversu langt er hægt að ná í þeim efnum,“ sagði hann. Haukur Halldórsson sagði að af hálfu bænda yrði búvörusamning- ur einungis undirritaður með fyrir- vara um samþykki aukafulltrúafund- ar Stéttarsambands bænda. Tillögur sjömannanefndar miða að því að vöruverð til neytenda lækki án þess að það komi níður á afkomu- möguleikum bænda, og leiði auk þess til lækkunar opinberra útgjalda til landbúnaðarins. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er í tillögunum gert ráð fyrir afnámi út- flutningsbóta og verð- og söluábyrgð I/EÐURHORFUR í DAG, 16. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Yfir norðaustur Grænlandi er 1.022 mb hæð en lægðardrag fyrir sunnan og vestan land hreyfist hægt austur og eyðist. SPÁ: Hæg breytileg ótt og snjómugga eða él víða um land. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytíleg átt og yfirleitt úrkomu- laust framan af degi en síðan þykknar upp suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt. Víðast frost mest í innsveitum norðan- og austanlands. HORFUR Á NIÁNUDAG: Stif sunnanátt og milt. Rigning um sunn- an- og vestanvert landið en úrkomulítið norðaustanlands. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur |y Þrumuveður TAKN: •Ó Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað X Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hitf +4 2 veður léttskýjað léttskýjað Bergen 0 snjókoma Helsinki ■f4 snjókoma Kaupmannahöfn 0 snjók. á síð.klst. Narssarssuaq t6 léttskýjað Nuuk +2 snjókoma Osló t8 skýjað Stokkhólmur +7 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Algarve 12 léttskýjaö Amsterdam 0 snjókoma Barcelona 7 heiðskirt Berlín 0 snjók. á síð.klst. Chicago t15 snjók. á síð.klst. Feneyjar 4 þokumóða Frankfui t 0 snjókoma Qlasgaw 3 þoka Hamborg +1 snjókoma Las Palmas vantar London 8 alskýjað Las Angeles 14 skýjað Lúxemborg +3 snjókoma Madrfd 4 mistur Malaga 13 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Montreal +7 snjókoma NewYork 3 alskýjað Orlando 10 heiðskírt Par/s +2 snjókoma Róm 8 helðskfrt Vín 0 léttskýjað Washlngton 0 léttskýjað Winnipeg +25 heiðskirt Áhrif loðnubrestsins á Siglufirði: Vilja að opinberum fram- kvæmdum verði flýtt FULLTRÚAR frá Sigluljarðarbæ gengu á fund Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra í gær og lögðu fyrir hann greinargerð um áhrif minnkandi loðnuveiða á atvinnulíf í Siglufirði. Lögðu þeir til að opinberum framkvæmdum á Siglufirði yrði flýtt til að koma í veg fyr- ir fjöldaatvinnuleysi á staðnum. í greinargerðinni kemur fram að um 10% vinnuafls á Siglufirði teng- ist loðnuvinnslu og um 15% heildar- tekna bæjar- og hafnarsjóðs megi rekja til hennar. Bæjarstjómin bend- ir á að kostnaður við atvinnuleysis- bætur til þeirra starfsmanna Síldar- verksmiðju ríkisins sem hafa fengið uppsagnir gætu numið um 22,5 millj- ónum kr. frá því að þeir ljúka störf- um.til næstu áramóta. Meðal þess sem bæjarstjórnarfull- trúamir lögðu til var að flýta fram- kvæmdum við gerð vegskála og nýrr- ar hurðar á Strákagöng, en fram- kvæmdin er á dagskrá á næsta ári, flýta framkvæmdum á Sigluljarðar- vegi og að tryggja Siglfirðingum vinnu við þær. Kostnaðaráætlun vegna endurbótanna hljóðar upp á 250 milljónir kr. en ráðgert verksins á þessu ári. Bent er á að nauðsyn- legt sé að leiðrétta þá lækkun sem varð á ríkisframlagi til hafnarfram- kvæmda í bænum á þessu ári úr 75% Virkjanaframkvæmdir á þessu ári: Framkvæmdir fyrir 8-9 milljarða frestast GUNNAR Birgisson, formaður Yerktakasambands íslands, segir að frestun samninga um byggingn álvers hér á landi þýði að ekki verður af framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru í tengslum við virkjanir á þessu ári fyrir 8-9 milljarða kr. Gunnar segir að nú þegar ljóst sé að ekkert verði unnið við virkjun- arframkvæmdir næsta sumar verði að taka upp viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg um að þessir aðilar flýti öðrum framkvæmdum á sínum vegum. „Aðalmálið er að setja ekki topp ofan á topp í framkvæmdum. Gerist það myndast spenna í atvinnulífinu, vinnuaflið fer á uppboð með launa- skriði og þenslu og auknum vand- kvæðum fyrir fyrirtækin. Þau hafa bundið sig í tilboðum miðað við það ástand sem ríkir núna en með þenslu lenda fyrirtækin illa út úr þessu,“ sagði Gunnar. Verktakasambandið gerði ráð fyr- ir að á milli 1-2 þúsund manns yrðu við virkjunarframkvæmdir næsta sumar og 3-4 þúsund manns þegar framkvæmdirnar yrðu mestar 1992- 1993. Gunnar sagði að óformlegar við- ræður hefðu átt sér stað við Reykja- víkurborg, sem er annar stærsti framkvæmdaaðilinn, og ríkið og það hefði mætt skilningi að skynsamlegt væri að flýta opinberum fram- kvæmdum þegar svo miklar fram- kvæmdir væru framundan. Mikið mætti flýta framkvæmdum í vega- gerð, hafnargerð og flugvallargerð. Hann sagði að verktakar hefðu al- mennt ekki lagt út í miklar fjárfest- ingar vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda. Samgönguráðherra mun að öllum Iíkindum leggja vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár fyrir Alþingi í næstu viku og verður þar kveðið nánar á um framkvæmdir í sumar. Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri sagði að nokkuð yrði um tilfærslur á verkefn- um í sumar vegna fyrirhugaðra jarð- gangagerða á Vestfjörðum en hann vildi sem minnst tjá sig um áætlanir að sinni. í 65% og að tekjur hafnarinnar lækki verulega vegna loðnubrestsins. Einn- ig er beint á þá leið að Sigluflarðar- bær fái framlag úr atvinnuleysis- tryggingasjóði sem geri bæjarsjóði kleift að ráða verkamenn Sfldarverk- smiðjanna tímabundið til vinnu við fegrun og snyrtingu í bænum, að Sfldarverksmiðjunum verði útvegað fjármagn til að sinria viðhaldsverk- efnum á meðan á tímabundnum verkefnaskorti stendur. Bjöm Valdimarsson bæjarstjóri á Siglufírði sagði að í tillögunum væri ekki verið að stofna til framkvæmda sem ekki eru á verkefnaskrá næstu ára, hér væri aðeins um það að ræða að flýta opinberum framkvæmdum vegna tímabundis loðnubrests. Hann benti' á að á tímabilinu janúar til mars í fyrra hefðu borist á land 70 þúsund tonn af loðnu á Siglufírði en menn væntu þess að aflabresturinn yrði ekki viðvarandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.