Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991 Bæjarstjórn: Hús keypt fyrir slökkvistöð og strætó BÆJARSTJÓRN Akureyrar mun væntanlega samþykkja samning um kaup á húsnæði Valbæjar við Árstíg 2, en þar verður Slökkvilið Akureyrar til húsa. Húsið er tæpir 1.800 fermetrar að stærð og er kaupverðið 57 milljónir króna. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að húsið yrði af- hent í vor og yrði þá strax hafist handa við breytingar, en reiknað væri með að koma húsinu í not síðar á árinu. Sigurður sagði að þar sem húsið væri mjög stórt væri gert ráð fyrir að fleiri aðilar en slökkviliðið gætu komið þar inn þannig að reiknað væri með að starfsemi Strætisvagna Akureyrar komist fyrir í húsinu. Kaupverð hússins er 57 milljónir króna, en að hluta til verður um makaskipti á húsnæði að ræða, þar sem Akureyrarbær lætur húsnæði í Kaupangi við Mýrarveg af hendi, til Valbæjarmanna annars vegar og Bjarna Reykjalín arkitekts hins vegar. Úr Byggðasafni Dalvíkur. Morgunblaðið/Hannes Dalvík: Samlokur og kuðung- ar á byfffirðasafnið Dalvík. 7 ® NÝLEGA barst Hvoli, Byggðasafni Dalvíkur, hin myndarlegasta gjöf frá Jóni Þorvaldssyni frá Ibishóli í Skagafirði, nú búsettum í Reykjavík. og einkar vel hefur tekist til með innréttingu og uppsetningu muna, heimilislegt og notalegt safn. Með ólíkindum er hveiju aðstandendum safnsins hefur auðnast að komast yfir og áskotnast fjölbreyttir munir, bæði náttúru- og byggðaminjar. Einna skemmtilegast verður þó að teljast herbergið hans Jóa risa, Jó- hanns Svarfdælings, sem var um árabil hæsti maður heims. Síðastliðið sumar var ris hússins endurbætt og gengið frá lóðinni. Dalvíkingar geta verið stoltir af safn- inu sínu og fyllsta ástæða er til að hvetja bæði heimamenn og gesti til að líta inn. í vetur er safnið opið á sunnudögum frá kl. 13-17 og Friðjón Kristinsson er safnvörður. Hannes Akureyringar Munið fundinn um iiúsfriðunarmál Kynning á breytingum á húsfriðunarlögum og verksviðum húsfriðunarsjóða ríkis og Akureyrar- bæjar í Laxdalshúsi, þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 20.30. Umræður um verndun húsa og skipulagsmál. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. Menningarmálanefnd Akureyrar. Jón Þorvaldsson Gjöfin er samlok- ur og kuðungar úr íslenska skel- jaríkinu, um það bil 300 tegundir. Jón er vel kunnur meðal skeljasafnara og hefur fundið og gefið nöfn áður óþekktum tegundum. Jón Þorvalds- sori rær ekki eingöngu á hefðbundin mið í leit sinni að skeljum því nokk- uð hefur hann fengið úr innyflum fiska. * Byggðasafn Dalvíkur er ekki gam- alt safn, stofnað 1986. Á 100 ára afmæii búsetu á Dalvík flutti safnið inn í það húsnæði sem það er kennt við, Hvol. Húsið er gamalt íbúðarhús Morgunblaðið/Rúnar Þór Allt slökkt nema ástareldur Víkingur Björnsson eldvarnareftirlitsmaður á Akur- eyri hefur verið á faraldsfæti á milli fyrirtækja og skóla í bænum og kennt starfsmönnum og nemendum að nota slökkvitæki og rétt viðbrögð er upp kemur eldur, en myndin er tekin í einni ferða hans með starfsmönnum Eimskips. Félagar Víkings á slökkvi- stöðinni segja hann slökkva allar tegundir elda í bænum utan ástarelda, þá láti hann afskiptalausa. Sjálfsbjörg selur ein- staklingum Akopokann VERIÐ er að ganga frá sölu á fyrirtækinu Akopokanum sem Sjálfsbjörg á Akureyri hefur rek- ið í húsnæði sínu við Bugðusíðu síðustu ár, en það eru fimm ein- staklingar sem ætla að kaupa fyrirtækið. Þeir munu taka við rekstrinum um næstu mánaða- mót. Birgir Karlsson framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar sagði að með þessari sölu sem og öðrum aðgerð- um sem í gangi eru muni fjárhagur félagsins glæðast mjög. Sjálfsbjörg hefur átt og rekið fyrirtækið Áko- pokann frá árinu 1986 og hefur það síðustu tvö ár verið í húsakynnum við Bugðusíðu. Reksturinn hefur gengið misjafnlega og sagði Birgir að betur hefði mátt ganga. Við framleiðsluna hafa verið 6-8 störf, en eins og nafnið bendir til hafa plastpokar af ýmsu tagi verið fram- leiddir hjá fyrirtækinu. Sjálfsbjörg hefur leigt Akur- eyrarbæ íþróttahús sitt til tíu ára og hugmyndir eru uppi um að bær- inn kaupi kjallara Sjálfsbjargar- hússins undir þjónustumiðstöð verði af byggingu íbúða fyrir aldraða á lóðinni, en enn sem komið er er þarna eingöngu um hugmynd að ræða, að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar formanns bæjarráðs. Sjálfs- björg rekur nú endurhæfingarstöð REKI, félag rekstrardeilanema við Háskólann á Akureyri gengst fyrir opnum fundi um málefni Háskólans á Akureyri á Hótel KEA miðvikudagskvöldið 20. febrúar og hefst hann kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Háskól- inn á Akureyri, staða og framtíð. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra flytur ávarp, Haraldur Bessason rektor ræðir um fram- tíðarsýn Háskólans á Akureyri, Smári Sigurðsson lektor fjallar um stefnumótun í Háskólanum á Akur- eyri, Kristinn Hreinsson formaður og göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga auk líkamsræktar. Birgir sagði að með sölu Akopokans auk fleiri aðgerða sem verið væri að vinna að væri vonast til að ijár- hagur félagsins batnaði. Reka ræðir um sjónarhorn nemenda og Jón Þór Gunnarsson framleiðslu- stjóri fjallar um mikilvægi Háskól- ans á Akureyri. Að loknu fundar- hléi munu fulltrúar stjórnmála- flokkanna ræða um viðhorf og vilja í tengslum við skólann en að lokum eru opnar umræður. Fundarstjóri verður Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa. Mark- mið fundarins er að leggja áherslu á mikilvægi Háskólans á Akureyri, styrkja stöðu hans og kynna stofn- unina út á við. Opinn fundur um stöðu og framtíð háskólans Bestu kveðjur og þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, heillaóskum, blómum og góðum gjöfum á sjötugsafmœli mínu þann 8. febrúar sl. Sérstakar þakkir til Þórsara, sem aðstoðuðu ^terkur og?/ mig dyggilega í Hamri þennan dag. kJ hagkvæmur Lifið heil. Haraldur Helgason, Goðabyggð 2, Akureyri. auglýsingamiðill! s fHttQgttiiMfifcffe , , BEINT FLUG, , , HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK miðvikudaga • laugardaga • sunnudaga Farpantanir: Húsavík 41140 Reykjavík 690200 fluqfélaq nordurlands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.