Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGAItpAGUR 16. FEBRÚAR 1991 Iþróttir helgarinnar Fimleikar Unglingamot íslands í fimleikum fer fram í Laugardalshöllinni í dag. Mótið hefst kl. 11.15 og er flölmennasta mót ársins í áhaldafimleikum. Keppendur eru rúmlega 200 sextán ára og yngri. Keppt verður í aldursflokkum bæði hjá piltum og stúlkum. A morgun kl. 10 hefst síðan Meistara- mót íslenska fimleikastigans. Þar keppa þeir einstaklingar sem náð hafa viðeigandi lágmörkum, og verður útnefndur unglinga- meistari í hverju þrepi fimleikastigans, óháð aldri. Frjálsar íþróttir Meistaramót tslands í fijálsum íþróttum innanhúss fer fram um helgina. keppni hefst í dag kl. 10 í Kaplakrika og verður keppt í 800 m hlaupi karla og kvenna og hástökki karla. Keppni hefst svo að nýju í Baldurshaga kl. 14 með keppni í 50 m hlaupi karla og kvenna og langstökki karla. Á morgun hefst kepni kl. 10 í Baldurs- haga. Þar verður keppt í 50 m grinda- hlaupi karla og kvenna, langstökki kvenna og þrístökki karla. Síðustu greinarnar hefj- ast svo í Kaplakrika kl. 15 og þá verður keppt í 1.500 m hlaupi, kúluvarpi karla, hástökki kvenna, kúluvarpi kvenna og stangarstökki. Blak I dag verður keppt í bikarkeppninni karlaí blaki. KA og iS leika í íþrottahöll- inni á Akureyri, kl. 13.30 og Stjarnan og HK í gamla íþróttahúsinu í Garðabæ kl. 14. Tveir leikir verða í 1. deild kvenna. HK - Völsungur leika í dag í Digranesi kl. 14 og Víkingur - Völsungur leika á morgun kl. 14 í Hagaskóla. Borðtennis íslandsbankamótið í borðtennis verður haldið í dag í Iþróttahúsi Kennaraháskól- ans. Keppni hefst kl. 14. en gert er ráð fyrir að úrslitaleikurinn hefjist um kl. 17. Fimm erlendir keppendur taka þátt í mót- inu. Aðgangur er ókeypis. Borðtennismót Coca Cola og Víkings veðrur haldið í TBR-húsinu á morgun. Keppni hest kl. 10.30 og keppt verður i flestum flokkum. Skráningu lýkur í dag kl. 10 í síma 36862 og 51775. jþróttirfatlaðra ísiandsmót fatlaðra í fijálsum íþróttum innanhúss fer fram um helgina. keppni hefst í dag í BAldurshaga ki. 10 og stend- ur til 12. Þá verður keppt í 50 m hlaupi, 50 m hjólastólaakstri og langstökki með at- rennu. Mótið heldur svo áfram á morgun í Seljaskólanum og hefst kl. 13. Þar verður keppt í langstökki án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 200 m hlaupi. Handknattleikur Laugardagur: íslandsmótið, 1. deild: Garðabær Stjarnan—KR............13.30 Selfoss Selfoss—FH..............16.30 Seljaskóli IR-KA................16.30 Hlíðarendi Valur—Haukar.........16.30 1. deild kvenna: Garðabær Stjarnan—Víkingur.........15 Vesstmannaey. ÍBV—Fram..........13.30 Hlíðarendi Valur—Selfoss........17.45 Seltj.nes Grótta—FH.............14.00 2. deild karla: Húsavík Völsungur—ÍS...............14 Sunnudagur: Bikarkeppni karia: Akureyri Þór—ÍBV...................20 2. deild karia: Digranes HK-ÍH.....................14 Höll Ármann—UMFN...................20 2. deild kvenna: Grindavík UMFG-ÍR..................16 Mánudagur: 2. deiid karla: Keflavík: ÍBK-UBK.........................20.30 2. deild kvenna: Keflavík iBK-KR...................19 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Hagaskóli KR-ÍBK..................14 1. deild karla: Borgarnes Skallagrímur—UBK.......14 Sandgerði Reynir—í A.............17 Sunnudagur: Úrvalsdeildin: Njarðvík UMFN—Þór.................16 Grindavíkr UMFG-lR................20 Hafnarfj. Haukar-UMFT..............14 Keflavík ÍBK-KR...................20 Hlíðarendi Valur—Snæfell...........20 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennarahásk. ÍS—UMFG...............20 Glíma Ársþing Glímusambands íslands verður haldið á Brautarholti 30 Reykjavik i dag. Keila íslandsmót unglinga verður i keilusalnum Öskjuhlíð í dag kl. 17. Laugardagsmót Öskjuhlíðar og KFR hefst kl. 20 í kvöld. KNATTSPYRNA Guðni kemur frá Köln til að ræða við KR-inga KR-ingar ræða við Guðna Kjartansson og Björn Árnason „LAUSN á þjálfaramáli okkar er í sjónmáli. Við munum ræða við Guðna Kjartansson og Björn Árnason á næstu dögum og kanna hvert þeir séu tilbún- ir að taka við KR-liðinu. Þetta eru tveir mjög hæfir menn sem við treystum fullkomlega," sagði Stefán Haraldsson, formaður Knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar stóðu uppi þjálfaralausir eftir að lan Ross réð sig til Huddersfield og kom ekki til Reykjavíkur 12. febrúar, eins og um var samið. Björn er þekktur í herbúðum KR. Hann var leikmaður með félaginu á árum áður og var hann aðstoðarmaður Ians Ross 1988 og 1989. Björn hefur þjálfað Víking og Þór. Guðni Kjartansson, fyrrum landsliðsþjálfari, er einnig kunnug- ur KR-ingum. Undir hans stjórn hafa flestir leikmenn KR-liðsins leikið með landsliðinu, Ólympíu- landsliðinu og 21 árs liðinu. Guðni er nú í Köin, þar sem hann hefur verið við nám í knattspyrnu- fræðum. Guðni kemur til landsins um helgina til viðræðna við KR- inga. „Það er mjög áhugavert verk- efni að taka við KR-liðinu. Með lið- inu leika margir sterkir knatt- spyrnumenn sem ég þekki vel,“ sagði Guðni. Ross braut samninga KR-ingar eru ekki ánægðir með framkomu Ians Ross, sem hefur ekki haft samband við þá í rúma viku. „Ross hefur sýnt á sér nýjar hliðar, sem við þekktum ekki. Við höfum ekki náð sambandi við hann að undanförnu og hann hefur ekki gefið okkur neinar ástæður fyrir því formlega, hvers vegna hann kom ekki 12. febrúar eins og til stóð. Með því braut hann samninga við okkur. Við munum nú setja allt í gang í sambandi við samnings- brotið og leita réttar okkar,“ sagði Stefán Haraldsson, en Ross hefur verið á launum hjá KR-ingum, sem vilja fá peningana endurgreidda. Björn Arnason Guðni Kjartansson HANDKNATTLEIKUR „Þjóðveijar eru sterkir" Stephan Hauck nýji leikstjórnand- inn hjá landsliði Þýskalands. ÞJÓÐVERJAR urðu sigurvegar- ar í Pólar Cup í Noregi með glæsibrag á dögunum - unnu alla leiki sína og gáfu aldrei eftir í leikjum sínum. Jiri Vicha, landsliðsþjálfari Tékka lofaði þýska liðið og sagði að það væri stutt í að Þjóðverjar myndu tefla fram einu sterk- asta landsliðið Evrópu. Horst Bredemeier, landsliðs- þjálfari Þýskalands, var einnig mjög ánægður með leik sinna manna. Hann er búinn að finna leik- stjórnandann sem hann hefur verið að leita eftir. Það er Stephan Hauck, sem leikur með Preussen Berlín. Hauck er alhliða leikmaður, sem hefur leikið sem skytta hægri og vinstra megin. Gamla kempan Rúdiger Borc- hardt hefur leikið vel og hefur hann sjaldan eða aldrei verið betri en um þessar mundir. Borchardt og Hauck voru bestu leikmenn Þýskalands í Noregi. Bredemeier hefur tilkynnt að hann ætli ekki að tefla fram leik- mönnum úr 2. deild í framtíðarliði sínu og sendi þar með sumum leik- manna sinna ákveðin skilaboð - að vinna 1. deildarsæti með félögunum sem þeir leika með, eða þá að skipta um félag ef það tekst ekki. Þrír leikmenn þýska liðsins leika í 2. deild; Borchardt, Dankersen, Hahn, Hameln og Ratka, Dússel- dorf. ÍÞRÖmR FOLK ■ TONY Adams, leikmaður Arsenal, var sleppt úr fangelsi gærmorgun, en þar hafði hann ver- ið síðustu vikurnar vegna ölvunar- aksturs. Hann leikur Frá Bob með varaliði Arsen- Henrtessy al gegn Reading, ÍEnglandi Millwall og QPR en mætir svo Liverpool í deildinni 3. mars. ■ GEORGE Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, sagði að Adams hefði haldið sér í mjög góðu líkamlegu formi og væri tilbúinn til að leika með liðinu. ■ ANDERS Limpar, sem var borinn af velli í leik Arsenal og Leeds, meiddist ekki jafn alvarlega og haldið var og leikur með í næstu viku. Perry Groves, sem meiddist í þessum sama leik, verður ekki með í næstu leikjum. ■ KEITH Curle, fyrirliði Wimbledon og einn besti leikmaður félagsins, vill losna frá félaginu. Wimbledon vill fá 2,5 milljónir punda fyrir kappann. ■ TERRY Yorath, landsliðsþjálf- ari Wales, mætti fyrir rétt í gær í Swansea sakaður um ölvunarakst- ur. GOLF Fjórar golfferðir Kylfingar eru þegar byijaðir að hugsa sér til hreyfings. Samvinnu- ferðir/Landsýn mun bjóða kylfingum upp á fjórar skipulagðar golfferðir. Um er að ræða vor- og haustferð til Flórída. Stutta ferð til Skotlands.í maí og fjöl- skylduferð til Frakklands í júní. Hugs- anlega verður einnig boðið upp á stutta ferð til Sviss í sumar. GETRAUNIR leikv. Staöan á ýmsum tímum Hálfleikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir í sjón- varpi Cambridge : Sheffield Wed. Notts County : Manchester City Portsmouth : Tottenham Chelsea : Wimbledon Crystal Palace : Queens Park R. Blackburn : West Brom. Albion Bristol Rovers : Watford Hull City : Bristol City Millwall : Plymouth Oldham : Port Vale Oxford Utd. : Charleton Wolves : Leicester City Bikarl. Bikarl. Bikarl □ 2.deild 2.deild 2,deild 2.deild 2.deild 2.deild 2.deild í gærkvöldi var búið að fresta leik nr. 12: Wolves - Leicester.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.