Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 31
úr fréttatíma, hvort heldur var í útvarpi eða sjónvarpi. Snemma kom fram hjá honum áhugi er snerist um útgerð og sjómennsku. Hann fylgdist vel með sjósókn og afla- brögðum í fréttum, átti sér m.a. uppáhalds fiskiskip. Eftir nám í grunnskóla settist Magnús á skóla- bekk við Menntaskólann að Laugar- vatni. Honum sóttist námið vel og lauk því með stúdentsprófi vorið 1984. Á menntaskólaárum sínum vann Magnús á sumrin með bygg- ingaflokk frá Hvolsvelli er byggði yfir búpening bænda víðsvegar á Suðurlandi. Það kom mér ekki á óvart að Magnús hugðist nema eitt- hvað er sneri að fiskirækt eða út- gerð, að loknu stúdentsprófi. Um það leyti var fiskeldi mjög að ryðja sér til rúms í atvinnulífi lands- manna. Hann kynnti sér störf fisk- eldisstöðvanna og í framhaldi af því lét hann draum sinn um sjómennsku rætast. í nokkur misseri var hann sjómaður á bát frá Grindavík áður en hann hélt utan til náms. Á sumr- in fór hann iðulega á sjóinn svo og í flestum sínum leyfum frá skólan- um, svo átti einnig að vera nú í jólaleyfinu en ekkert varð úr vegna loðnubrests. Hann átti ætíð víst pláss á þekktu aflaskipi frá Grindavík og er það vitnisburður um hve góður starfsmaður Magnús var. Nú þegar leiðir skilja um sinn og góður vinur er kvaddur vil ég þakka honum fyrir allar samveru- stundirnar er við áttum saman við leik og störf. Til góðs vinar liggja gangvegir og þar sem góðir menn fara eru guðsvegir. Innilegar sam- úðarkveðjur til foreldra Magnúsar, ömmu og annarra ástvina frá okkur Hrafnhildi og Unni Bergmann. Út- för Magnúsar verður í dag frá Stór- ólfshvolskirkju. Gils Jóhannsson Það er erfitt fyrir okkur að skilja að hann sé farinn frá okkur. Fregn- in um andlát hans var áfall fyrir okkur öll. Hann var nýkominn til baka til Tromsö og hlakkaði til að takast á við námið að nýju. Hann byijaði í sama bekk og við haustið 1988, eftir að hafa tekið sér eins árs frí frá námi. Við vissum ekki svo mikið um hann þá, en fundum strax að áhugi hans á sjávarútvegi var mikill, hvort sem um var að ræða í námi eða utan þess. Þegar fram liðu tímar kynntumst við hon- um betur og uppgötvuðum hversu félagslyndur og umhyggjusamur drengur hann var. Þegar bekkurinn hittist gátum við verið viss um að hann mundi mæta. Á slíkum stund- um yljaði hann okkur með léttleika sínum og einstakri kímnigáfu. Við viljum þakka honum fyrir alla þá vinnu sem hann lagði í námsferð okkar til íslands síðasta haust. Sá anlegt fyrir hann sagði hann okkur. Þökk sé henni og öllu því starfsfólki Sjúkrahússins sem réttu honum hjálparhönd og önnuðust hann í erf- iðum veikindum. Síðastliðin tvö ár þurfti hann mjög mikla hjúkrun. Mjög var kært með þeim systkin- um Önnu og Einari. Á hveiju ári fóru Anna og maður hennar Einar til Seyðisijarðar í heimsókn til hans og dvöldu þá um kyrrt í vikutíma. Þau geta ekki fylgt honum síðasta spölinn, en þau eru með honum í huganum og kveðja hann með hjart- ans þökk og svo er einnig um fleiri systkini hans sem ekki geta verið viðstödd. Blessuð sé minning hans. _ Einar og Ólöf. Látinn er í hárri elli Einar Guð- mundsson frá Seyðisfirði. Einar fæddist 24. september 1904. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Vilborg Jóns- dóttir og Guðmundur Bekk Einars- son, sem lengst bjuggu á Þórarins- staðaeyrum við Seyðisfjörð. Einar var þriðji í röð fjögurra systkina sem upp komust. Hin eru Sveinbjörg, Anna og Jón og lifa þau öll bróður sinn. Sá er þetta ritar er systursonur hins látna og var Einar frændi, en undir því nafni gekk Einar alla tíð hjá fjölskyldunni allri, stór hluti af daglegri tilveru minni, en ég bjó fram yfir fermingu í nágrenni hans, þegar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991 31 Minning: Gísli Ólafsson tími sem við áttum saman á íslandi verður ógleymanlegur. Það var ekki síst að þakka góðri skipulagningu og röggsemi af hans hálfu, hversu vel þessi ferð tókst. Við öðru var heldur ekki að búast af honum því allt það sem hann gerði leysti hann samviskusamlega og vel af hendi. Við biðjum guð að styrkja for- eldra Magnúsar og hans nánustu í sorg þeirra. Við söknum Mangúsar. Kveðja, ’87-árgangurinn í Norges Fiskerihögskole Kveðja frá íslendingum í Tromsö Nú er horfinn frá okkur góður vinur og skólabróðir, Magnús Krist- jánsson. Okkur vinum hans langar til að minnast hans hér með fáein- um orðum og um leið þakka honum góðar samverustundir á liðnum árum. Magnús var einkabarn foreldra sinna, þeirra Kristjáns Magnússon- ar og Erlu Jónsdóttur til heimilis að Hvolsvegi 28, Hvolsvelli. Hann lauk prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og síðan lá leið hans til Háskólans í Tromsö í Noregi, þar sem hann hóf nám í Sjávarút- vegsfræðum haustið 1986. Hann var í þann mund að heíja vinnslu á lokaverkefni námsins er hann féll frá. Þegar okkur, vinum Magnúsar hér í Tromsö, barst fregnin um frá- fall hans fylltust hugir okkar tóm- leika og sorg sem ekki verður með orðum lýst. Á augabragði streymdu minningarnar fram og ljóslifandi fyrir hugskotssjónum stóð sá tími og samverustundir sem við áttum með Magnúsi. Magnús var gæddur þeim eigin- leika að láta fólki líða vel í návist sinni og ófáar voru þær stundir er hann kom af stað skemmtilegum og fjörugum samræðum um málefni líðandi stundar og einkum þá um sjávarútvegsmál, en á þeim hafði hann mikla þekkingu. í fríum frá háskólanum stundaði Magnús sjóinn. Fyrir hann var sjó- mennskan ekki einungis leið til að ijármagna námið, heldur einnig leið til að afla sér reynslu og þekkingar á þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðar okkar. Magnús var afbragðs námsmað- ur og umtalaður fyrir hæfileika sína og natni í öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Okkur er minnisstætt hve góð tök hann hafði á íslensku máli, og hvernig hann lagði sig fram við að tala rétt og gott mál. Við fráfall Magnúsar er í okkar raðir höggvið skarð, sem aldrei verður fyllt, en eftir situr minningin um góðan dreng og sannan vin. Við vottum foreldrum Magnúsar og öðrum aðstandendum hans okk- ar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og biðjum góðan guð um að styðja þá í sorg þeirra. Ekki óraði mig fyrir því þegar við Magnús vinur minn röbbuðum saman um síðastliðin jól að það yrðu okkar síðustu samverustundir. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og nú er Maggi dáinn, aðeins 26 ára gamall. Magnús lést af völdum hjartastöðvunar sem gerði engin boð á undan sér. Við Magnús vorum æskufélagar, kynntumst í barnaskóla og var hann þá þegar kappsfullur náms- og íþróttamaður. I þá daga var félags- heimilið Hvoll okkar annað heimili þar sem við stunduðum íþróttir góðan part úr degi hveijum. -Á menntaskólaárum okkar á Laugar- vatni deildum við saman herbergi á heimavist skólans. Magnús var félagslyndur, vel að sér í þjóðféiags- umræðunni og sagði skemmtilega frá. Það-var því oft þéttsetið af kunningjum kringum Magnús og mörgum síðkvöldum varið til að leita lausna á vandamálum þjóðar- skútunnar og öðrum áhugamálum Magnúsar. Magnús heillaðist snemma af fiskveiðum og málefnum sjávarút- vegarins. Strax í barnaskóla fylgd- ist hann með loðnuveiðum eins og íþróttaviðburðum og man ég að hann hljóp oft heim til sín í frímínút- um til að hlusta á aflafréttir í út- varpi. Síðar á lífsleiðinni svalaði Maggi áhuga sínum á fiskveiðum og var til sjós þegar færi gafst frá námi. Enginn var svikinn af vinnu- brögðum Magnúsar. Hann var harðduglegur, vandvirkur og sam- viskusamur og átti alltaf aftur- kvæmt þar sem hann hafði áður starfað. Síðastliðinn vetur var Magnús við nám í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö. Hann hlakkaði til að takast á við lokaverkefni og var að hugleiða hvort hann ætti að fara í doktorsnám að því loknu. Leiðir okkar Magnúsar lágu ekki mikið saman síðustu árin en vina- bönd okkar rofnuðu ekki og það var alltaf gaman að hitta Magnús. Hann hafði alltaf frá einhveiju skemmtilegu að segja og okkur skorti ekki umræðuefni. Nú heyri ég hinsvegar ekki meira frá Magn- úsi en mun ætíð minnast hans sem trausts og góðs vinar. Megi þessi fátæklegu orð vera mín síðasta kveðja til Magnúsar. Foreldrum Magnúsar, ættingjum og vinum votta ég og fjölskylda mín samúð okkar og megi minning- in um góðan dreng lifa í hjörtum þeii í a. Hreinn Stefánsson Fleiri greinar um Magnús Kristjánsson munu birtast næstu daga Fæddur 17. júní 1918 Dáinn 3. febrúar 1990 Gísli Olafsson fyrrverandi hús- vörður Tækniskólans lést í Landa- kotsspítala sunnudaginn 3. febrúar sl. Útför hans var gerð í kyrrþey að hans eigin ósk föstudaginn 15. febni- ar. Gísli fæddist 17. júní 1918 í Geira- koti í Fróðárhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Gíslason bóndi þar og Ólöf Einarsdóttir. Gísli var sjötti í röð fjórtán systkina. Þegar hann var tíu ára gamall fór hann í fóstur að Hálsi í Eyrarsveit og ólst þar upp til átján ára aldurs. Þá tók hann að stunda sjóróðra frá Grafar- nesi við Grundarfjörð. Fljótlega gerð- ist hann vélgæslumaður á mótorbát- um og farskipum og sótti mótornám- skeið Fiskifélag íslands, fyrst 1940 og framhaldsnámskeið 1944 og 1946. Hann var 3. vélstjóri á togur- unum Hallveigu Fróðadóttur og Jóni Þorlákssyni. Síðast var hann vél- stjóri á Jökulfellinu en hætti til sjós árið 1954. Þegar Gísli kom í land réðst hann til Sveins Jónssonar hf. og vann þar við sjálfvirkar frystivélar en í árslok 1960 réðst hann sem vélstjóri í Fisk- iðjuverið og starfaði þar í ein tólf ár. Síðan vann hann við frystivélar hjá Gísla Ágústssyni rafvirkjameist- ara en jafnframt gegndi hann sem hlutastarfi húsvarðarstörfum í Tækniskólanum sem þá var í Skip- holti 37. Hann varð síðan fastráðinn húsvörður við skólann haustið 1975 þegar flutt var að Höfðabakka 9 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1988. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Ragna Jóhannsdóttir frá Eyrar- bakka. Hún dvelst nú í Hafnarbúð- um. Gísli Ólafsson var einstaklega lag- tækur maður, ef ekki þúsundþjala- smiður. í Tækniskóla íslands var oft til hans leitað um greiða sem var kannski ekki á verksviði húsvarðar og hann leysti hvers manns vanda væri honum þess nokkur kostur. Sjaldan, ef nokkurn tímann, mun honum hafa orðið misdægurt meðan hann gegndi starfi húsvarðar, en um svipað leyti og hann lét af störfum kenndi hann sér þess meins sem enginn fékk við ráðið. Gísli Ólafsson var ljúfur í um- gengni en í stjórnmálum lét hann engan eiga hjá sér, ef svo bar undir, og þó allt í góðu. Ævinlega var hollt að eiga við hann orðræðu um lands- ins gagn og nauðsynjar. Þar gat hann ekki aðeins miðlað af lífsreynslu sinni og glöggskyggni heldur var hann líka víðlesinn og margfróður um menn og málefni. En í andlegum efnum grúskaði Gísli í mörgu. Ekki er mér kunnugt um hvenær hann hreifst af dulspeki en þau fræði virtust eiga hug hans all- an, a.m.k. hin síðari ár. Kennurum og öðru starfsliði Tækniskólans þótti skarð fyrir skildi þegar Gísli húsvörður hætti störfum og margir létu í ljós söknuð sinn. En þegar hann nú er allur, þá drúp- um við höfði í hljóðlátri þökk fyrir þá gæfu að hafa mátt lifa og starfa með slíkum öðlingsmanni. Eiginkonu, ættingjum og öðrum vinum Gísla Ólafssonar votta ég dýpstu samúð. Ólafur Jens Pétursson Kveðja frá Tækniskóla ís- lands Gísli Ólafsson fyrrum húsvörður í Tækniskóla íslands lést 3. febrúar sl. á sjötugasta og þriðja aldursári og var jarðsettur í kyrrþey 15. þessa mánaðar. Gísli starfaði um langt árabil sem húsvörður Tækniskólans. ÖIl störf sín vann Gísli af sérstakri samviskusemi og vaiidvirkni og sýndi stofnuninni slíka hollustu, að fáir hafa gert betur. I starfi sínu ávann Gísli sér vinsældir samstarfsfólks og nemenda skólans og annarra, sem hann átti samskipti við vegna starfs- ins. Gísli lét af störfum árið 1988, þá sjötugur, og farinn að kenna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli eftir erfiða baráttu. Nú þegar við í Tækniskóla íslands kveðjum Gísla Ólafsson, sem var samstarfsmaður okkar um árabil, er efst í huga þakklæti fyrir vel unnin störf og fyrir góða viðkynningu við góðan dreng. Fyrir hönd samstarfsfólks sendi ég aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Guðbrandur Steinþórsson rektor við ekki bjuggum í sama húsi. Aðrir þekktu hann gjarnan undir nafninu Einar Bekk og var þá tekið upp síðara nafn föður hans. Það má ef til vill deila um hveijir eru hetjur. En hetja hversdagslífsins heid ég að allir séu sammála um, að Einar frændi hafi verið, sem af honum höfðu einhver kynni. Þegar Einar frændi var á fyrsta ári veiktist hann af lömunarveiki og bar þess aldrei bætur. Hann gat aldrei gengið óstuddur, því að veikindi hans bar upp, áður en hann náði að ganga. En með aðstoð stafs og hækju komst hann leiðar sinnar, meðan hann var á besta aldri eins og ég segi síðar frá. Hækjan varð hans besti vinur. Sem dæmi um það hversu vænt hon- um þótti um hækjuna var, að hann sagði svo fyrir, að hækjan skyldi lögð við hlið hans í kistuna og fylgja hon- um í gröfina, þó svo, að jafnvel hún nægði honum ekki til að bjarga sér sjálfur síðustu 40 ár ævi hans. Þegar Einar frændi var 9 ára gam- all tók faðir hans sig upp og fór með Einar til Danmerkur, en þar var for- eldranna eina von, að drengurinn kæmist nokkurn tíman á fætur og hann yrði ekki algerlega háður því, að aðrir flyttu hann milli staða. Áuk þess, sem þeim var sagt, að Einar gæti fengið þar kennslu við handiðn, sem mætti honum að gagni koma í lífinu. Afi tninn festi frásögn af ferð þeirra til Danmerkur á blöð. Ferðirn- ar urðu reyndar tvær. Einar frændi var orðinn 31 árs, þegar ég fæddist, svo að þessi skrif afa míns gerðu mér best ljóst, hversu mikið átak þessar ferðir voru fátækum foreldr- um svo og frásagnir Einars frænda sjálfs, sem hann rifjaði stundum upp, þegar ég var barn. Ég vitna hér í upphaf greinar afa rníns. Hún birtist í heild í Lesbók Morgunblaðsins fyrir allmörgum árum. „Vorið 1905 veikt- ist Einar sonur minn þá misseris gamall og veikin fór svo með hann, að hann varð máttlaus hægra megin frá öxl og niður í fót og fyrir neðan hné á vinstra fæti. Vinstri höndina gat hann borið fyrir sig. Sagði Guð- mundur Björnsson landlæknir svo síðar, að þetta væri eitt af fyrstu lömunartilfellum hér á landi.“ Þessi lýsing afa míns á fötlun Einars frænda segir sína sögu. í Danmörku gekkst Einar frændi undir margar aðgerðir til að rétta fætur hans, sem höfðu kreppst og síðan voru fæturnir settir í spelkur. Árangur ferðanna var því sá, að Ein- ar frændi gat með aðstoð stafs og hækju bjargað sér eins og fyrr segir. 1 Danmörku nam Einar burstagerð og dönsku lærði hann einnig. Starfs- fólk sjúkrahússins þar tók ástfóstri við drenginn svo mjög, að honum var boðin framtíðardvöl þar, en afi minn gat ekki hugsað sér. að láta Einar frá sýr. Það kom snemma í Ijós, að Einari frænda var margt gefið, sem hefði mátt þroska hefðu aðstæður verið aðrar en þær voru á Seyðisfirði í upphafi aldarinnar. Hann átti hægt með nám allt og þrátt fyrir fötlun sína kom í ljós, að hann var handlag- inn og listfengur og hefði því hand- mennt öll farnast honum vel úr hendi. Þetta var starfsmönnum á sjúkrahúsinu í Danmörku vel ljóst og lá þeim víst gott eitt til að bjóða honum fraintíðarvist þar. Vissu, sem og rétt var, að þar voru tækifærin fleiri en í fámennri sveit á íslandi. Einar frændi átti heimili með for- eldrum sínum fram eftir aldri og aðstoðaði við dagleg störf að svo miklu leyti, sem kraftar hans dugðu til. Móðir mín hefir oft rifjað upp, þegar þau systkinin réru saman til fiskjar og bættu hvort annað upp. Sjálfum varð mér enn betur ljóst, þegar ég var orðinn fullorðinn, hversu stór hetja Einar frændi var. Um hugvit hans má nefna sem dæmi, þegar hann tók lifandi silunga í hylj- um neðst í Landamótaánni og bar þá upp fyrir fossa og flúðir og sleppti þeim þar. Þessu má líkja við laxa- stiga nútímans. llugljúfar eru mér einnig kvöld- stundirnar hjá afa og ömmu, en Ein- ar frændi las gjarnan „húslestur“, þegar kvöldaði. Ekki voru þetta allt sögur eða frásagnir sérstaklega ætl- aðar börnum, en ég beið eftir þessum lestri með sömu eftirvæntingu og ég held, að allflestir íslendingar biðu eftir lestri Helga Hjörvar á Bör Börs- son á sínum tíma. Ófáir eru þeir, börn og unglingar, sem Einar frændi liðsinnti við nám og er ég einn þeirra lánsömu, sem þess naut. Hann þótti sérstaklega laginn og þolinmóður við kennslu þó skapstór vepri. Afi og amma áttu stærstan þátt í að létta Einari frænda lífið fram eftir aldri. Þegar amma dó árið 1953 var afa um megn að annast Einar frænda einn og því varð Sjúkrahús Seyðisfjarðar heimili hans upp frá því eða í hartnær 40 ár. Afí heim- sótti hann daglega meðan hans naut við, en afi lést árið 1967 og síðan hefir enginn af nánustu ættingjum hans verið búsettur á Seyðisfirði. Því var það eingöngu starfsfólk sjúkra- hússins, sem annaðist Einar frænda síðustu 20 æviár hans. Við ættingjar Einars Guðmunds- sonar stöndum í ómetanlegri þakkar- skuld við allt það góða fólk, sem þar hefir starfað. Margir hveijir hafa reynst honum sem besti bróðir og systir. Þeim eru öllum fluttar hér hjartanlegar þakkir fjölskyldunnar nú að honum gengnum. Ennfremur er Sigrúnu Þorsteinsdóttur (Sigru) fluttar þakkir fyrir alla aðstoð henn- ar við Einar frænda. Blessuð sé minning Einars frænda. Hann hvíli í friði. Hreggviður og Herborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.