Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 Rósirí Gallerí Borg _____Myndlist_____ Eiríkur Þorláksson Þegar hægist örlítið um í lífsbar- áttunni dreymir marga um að rífa sig upp úr hinu hversdagslega amstri og leita sér lífsfyllingar á nýjum sviðum. En það þarf mikinn kjark til að láta reyna á slíka drauma og taka til við ný verkefni, og fæst- ir láta verða af því að hafa sig upp úr hægindastólnum. Elínrós Eyjólfsdóttir, sem nú held- ur málverkasýningu í Gallerí Borg, er ein af þeim sem hafði kjarkinn. Hún tók ekki til við myndlistarnám af krafti fyrr en eftir fertugt, þó að lengi hafi blundað í henni að fást við málverkið. Síðan hefur hún geng- ið í listaskóla hér heima og sótt námskeið í Bandaríkjunum, og mál- að af kappi. Sýningin í Gallerí Borg er önnur einkasýning listakonunnar. Elínrós sýnir eingöngu myndir af blómum á þessari sýningu, og segir þau það viðfangsefni í málverkinu, sem hún hafi mest dálæti á. í mynd- list eru blóm oftast tengd vorinu, blómstrun jarðarinnar og um Ieið, vegna þess hve viðkvæm og veik- byggð þau eru, hverfulleik lífsins almennt. Einstakar blómategundir bera síðan með sér ýmis sértækari tákn, einkum í eldri myndlist. Þó að svo kunni að virðast í fyrstu, þá eru blóm langt frá því að vera einföld og auðveld viðfangsefni. Fínleiki þeirra, fjölbreytilegir litir og snertigildi gera blóm að afar kröfu- hörðum fyrirmyndum, og þeir eru fáir listamennirnir sem hafa öðlast frægð fyrir verk sín á þessu sviði; þó hafa margir reynt. Ein fárra kvenna sem náði að skapa sér frægð á fyrri hluta þessarar aldar, banda- ríska listakonan Georgia O’Keeffe, ORFIRISEY Til sölu vörugeymsla á hafnar- svæðinu í Örfirisey, 1.116 fm á tveimur hæðum. Möguleiki á skrifstofuaðstöðu á efri hæð. Upplýsingar gefur Gunnar í símum 679353 og 25816. Dómkirkjan: Kór Tónlistarskólans syngnr við föstumessu Elínrós Eyjólfsdóttir: Á Aldr-ey. 1990 varð þó einkum þekkt fyrir blóma- myndir sinar, þar sem einstæð form- skynjun og næmt auga fyrir litbrigð- um skapaði tigulegar, allt að því abstrakt-myndir úr blómum. Elínrós fetar því troðnar slóðir með verkum sínum, og er óhrædd við það samhengi, sem verk hennar verða óhjákvæmilega sett í. Á sýn- ingunni í Gallerí Borg eru átta olíu- myndir og fjórtán nokkru minni vatnslitamyndir. f olíumyndunum er oftast einn litur ráðandi í fletinum, og nærmyndir af einu eða tveimur blómum fylla myndrýmið. Þessar myndir bera þess flestar merki að í þær hefur verið lögð mikil vinna, og þær líða fyrir það, því að einfald- leiki forma og birta litanna í fyrir- myndunum nær ekki fram í túlkun- inni. Einna best gengur þetta þó upp í myndinni ,Á Aldr-ey“ (nr. 4), þar sem afmarkandi bakgrunnur hjálpar einnig til við að aðgreina form bló- manna. Vatnslitamyndirnar eru gerðar beint eftir fyrirmyndum og njóta þess augljóslega. f mörgum þeirra ríkir sá kraftur Iitanna sem menn eigna blómum, og veikluleg form þeirra verða reisuleg og sterk fyrir ■ BL USKOMPANIIÐ ásamt Bubba Mortens og Hljómsveit K.K. opna sunnudaginn 17. febrúar Bláa sunnudaga á Dansbarnum á Grensásvegi 7. Blúskompaníið er ein elsta hljómsveit landsins og hafa ótal margir hljómlistarmenn leikið með henni í gegnum árin. í hljómsveitinni eru nú: Pálmi Gunn- arsson, Magnús Eiríksson, Birgir Baldursson, Karl Sighvatsson og Þorsteinn Magnússon. í bígerð er að vera með ýmsar uppákomur í tengslum við Bláa sunnudaga á Dansbarnum og stendur m.a. til samvinna við einn af frægustu jass- og blúsklúbbum í Evrópu Mont- martre í Kaupmannahöfn um að skiptast á hljóðfæraleikurum. (Fréttatilkynning) 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggilturfasteignasali Til sýnis og sölu eru að koma á fasteignamarkaðinn m.a. eigna: Sérhæð með bílskúr Úrvals góð efri hæð í fjórbýlishúsi í Seljahverfi. 106 fm nettó. Innang- ur sér. Þvottahús sér. Sólsvalir. Ágæt sameign. Stór og góður bílskúr. Glæsileg eign í byggingu Tvíbýlishús 122x2 fm. auk bílskúrg, 61 fm. Nánar tiltekið tvær 5 herb. sérhæðir i grónu og vinsælu hverfi í Mosfellsbæ. Nánari uppl. á skrif- stofunni. Gott verð - góð kjör Skammt frá Hlemmtorgi 3ja herb. kj.íb. í reisulegu steinhúsi. Vel með farin. Losun samkomul. Nánari uppl. á skrifstofu. 4ra herb. íbúðir við: Hrafnhóla 5. hæð 108 fm í lyftuhúsi. Laus 1. apríl. * Vesturberg 1. hæð 96 fm. Vel með farin. Sérlóð. Gott verð. Melabraut neðsta hæð í þríb.húsi 106fm . Allt sér. Gott verð. Hraunbæ 1. hæð 87 fm. Herb. á jarðhæð. Eignaskipti mögul. í lyftuhúsi við Engihjalla Stór og góð 2ja herb. íb. á 8. hæð. Sólsvalir. Laus 1. maí. Raðhús eða einbýlishús óskast til kaups í Breiðholtshverfi eða í Mosfellsbæ með 5 svefnherb. og bilskúr. Skipti mögul. á mjög góðri 5 herb. íb. með útsýni. • • • Opið idag kl. 10-16. Sem næst miðborginni óskast 150-300 fm húsnæði til eigin nota. ALMENNA FASTEIGNASAIAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 bragðið. Þessi tilfinnig dofnar hins vegar þegar listakonan leggur meiri vinnu í myndirnar, og óþarfir bak- grunnar þrengja að myndefninu. Sterkustu verkin á sýningunni er því að finna meðal hinna einföldustu, eins og ,Hann og hún“ (nr. 19) og ,Stjúpmæður“ (nr. 10). Elínrós er samviskusöm listakona við upphaf síns sýningarferils, og á eftir að þroskast í list sinni. Hún þarf að takast á við vandamái sem reynist mörgum reyndari listamönn- um erfíð glíma, þ.e. að þróa með sér tilfinningu fyrir hvenær myndin nýt- ur sín best, hvenær útgeislun hennar er í hámarki. Aðeins með sigri í þeirri glímu munu blómamyndir listakonunnar ná að tjá til fullnustu þá fegurð og þann frið, sem hún sækist eftir. Sýningu Elínrósar í Gallerí Borg lýkur þriðjudaginn 19. febrúar. Við föstumessu sunnudaginn 17. febrúar kl. 17 syngur kór Tón- listarskólans gregorianska messu ásamt sr. Jakobi Ágústi Hjálmars- syni dómkirkjupresti. í messunni verða sungin tónverk eftir Knut Nystedt, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Þórarinsson. Síðasta stundar- fjórðunginn fyrir messuna syngja og stjórna nemendur úr tónmenn- takennaradeild skólans. Organleik- ari er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Alla föstuna verður föstumessa á sunnudögum kl. 17 með altaris- göngu. Þá er vakin athygli á há- degisbænum á miðvikudögum kl. 12.15. Það eru stuttar bænastund- ir, varla nema 10-15 mínútur. Kirkjan er þá opin frá kl. 12 og fram yfir bænina. Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga er kirkjan opin kl. 10-16 og allir velkomnir að eiga þar hljóða stund. Opið hús fyrír aldraða er á mið- vikudögum kl. 14-17. Þar gefst tækifæri til samfundar, biblíulestr- ar, söngs og andlegrar uppbygg- ingar. Þá eru og kaffiveitingar á boðstólum og tekið í spil. Við fögn- um safnaðarfólki og öllum gömlum vinum Dómkirkjunnar. Viðtalstímar prestanna í safnað- arheimilinu í gamla iðnskólanum, Dómkirkjan í Reykjavík. Lækjargötu 14a er sem hér segir: Sr. Hjalti Guðmundsson, mánu- daga til fimmtudaga kl. 11.30- 12.30. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son, þriðjudaga til föstudaga kl. 10.30-11.30. Síminn er 622755. Þessa er getið vegna nýlegra breyt- inga. Fastan er áherslutími í kirkju- legu starfi og á sér sterkar hefðir með þjóðinni. Þá er tími tíðari kirkjugöngu en endranær, passíu- sálma og bænar. Þá er fólk hvatt til að treysta sjálfstjórn sína og vinna á löstunum. Þess vegna fasta menn, þ.e. neita sér um eitthvað og beina athygli sinni að þeim sem bágt eiga. Hvernig væri að spara eina máltíð vikulega og leggja andvirði hennar til einhvers sem þarfnast þess meira en við? Jakob Hjálmarsson Umsjónarmaður Gísli Jónsson „Svartkell hét maðr katneskr; hann nam land fyrir innan Myr- dalsá milli [ok] Eilífsdalsár ok bjó at Kiðjafelli fyrst en síðan á Eyri. Hans son var Þorkell faðir Glúms, er svá baðsk fyrir at krossi: „Gott ey gömlum mönnum, gott ey ær- um mönnum.“ Hann var faðir Þórarins, föður Glúms.“ Svo segir í Landnámu. En um hvað var maðurinn við krossinn að biðja og handa hverjum? Þágu- fall er auðvitað notað þarna til þess að tákna í hverra þágu eitt- hvað á að vera, það sem um er beðið, skal vera handa gömlum og ærum.en síðara lýsingarorðið þarna merkir ungum. Það var sem sagt til eldforn stigbreyting: ungr-æri-æstr, þar sem efri stig- in eru e.t.v. skyld orðinu æska. Maðurinn bað um gott ey, og hvert er þá það ey? Ég ætla að seilast til orðsifja- bókar Ásgeirs Bl. Magnússonar um svarið: Ey, hvorugkyns, segir hann að sé gamalt orð í merkingunni heill, hamingja. Hann vitnar í frum- norrænar rúnaristur, þar sem atya kemur fram í svipaðri merk- ingu, ennfremur gotn. awi-liuþ= þökk, þakkargerð og lat. avere= vera heill og hress. Hinu ætla ég líka að trúa, þótt kannski sé ekki eins víst, að þetta sé skylt auðna, að vera einhvers auðið, auður og auðveldur. Það ey, sem fyrir skemmstu var minnst á, er algengur nafnlið- ur. Það er forliður í nöfnum beggja kynja og viðliður í kvenna- nöfnum. Afar mörg nöfn hófust að fornu á Ey-, sum víst aðeins notuð í sögum. En mannanöfn eins og Eydís, Eygerður, Eyjólf- ur, Eyvindur, Eysteinn og Ey- vör þekkjum við. Þau eru öll göm- ul. Fyrr í þáttum þessum hefur komið fram hvernig Eyþór varð til með því að snúa við kvenheit- inu Þórey, og það er þá fyrsta dæmi hér um slík kvennanöfn. Önnur dæmi eru Laufey, Bjartey og Bjargey. Hins er að gæta, að einstaka kvenmannsnafn sem endar á ey, kann að vera leitt af ey= eyja, og stundum er endingin aðeins notuð til þess að búa til kvenheiti af karlanöfnum, svo sem Arey og Bjarney. Þær samsetn- ingar eru frá 19. öld. Sóley hefur verið gert að skírnarnafni, og Fanney held ég að sé íslenskun á ensku Fanny, en það höfðu enskumælandi menn stundum fyrir gælunafn af Franciska. ★ Hrafn flýgur austan af háum meiði; flýgur honum eftir öm í sinni, þeim gef eg emi , efstum bráðir; Sá mun á blóði bergja mínu. (Úr Hervarar sögu og Heið- reks, fornyrðislag.) ★ Komið er að fjórðu hljóð- skiptaröð sterkra sagna. Hún er keimlík í báðar áttir (þ.e. svip- uð bæði 3. og 5. röð) og auð- velt að misgreina sagnir eftir henni. Þar að auki hafa sagnir þar í flokki verið óstöðugar og skiptifúsar í aldanna rás, svo að regluleg dæmi um röðina óbrenglaða — e, a, á, u eða o — eru fá. Helst eru það skera (skar, skárum, skorið) bera, stela og nema (nam, námum, numið). Koma var upphaflega eftir þessum flokki, en er nú orðin heldur fátækleg (með o í öllum kennimyndum); sofa er regluleg nema í nafnhætti. En troða og fela hafa verið á flækingi og líkjast nú mest sögnum í 6. röð, sem síðar kemur að. Gömul þátíð af troða er trað, sbr. trat í þýsku, og fela beygðist í eina tíð: fela, fal, fálum, folgið. Eimir svo sem eftir af þeirri beygingu enn. Vefa fer óreglu- leg í þessari röð, og enn er þess að geta, að til var svima, svam, 577. þáttur svámum, sumið= synda. Hafa frændþjóðir okkar varðveitt hana (eða svimma) eftir 3. röð) betur en við. Ég ætla að láta þetta duga um 4. röð. Hún er ekki mjög skemmtileg. ★ Þá tekur til máls Pétur Þor- steinsson í Reykjavík. yKæri Gísli: I síðasta þætti þínum [573] talaðir þú um að í stað leigumóð- ur fyrir konu, sem gengur með fóstur annarrar konu, þá kæmi „staðgöngumóðir“. Það orð finnst mér vera slæmt, þar sem það gæti ruglast saman við þá hugsun „að ganga einhverjum í móður stað“. Það gæti vel verið staðgöngumóðir, sem gengur einhveijum í móður- stað, fóstra eða stjúpmóðir. Það orð, sem mér finnst að einna helzt nái þessu, er „með- göngumóðir“. Lýsir það orð vel, hvað fram fer. Þessi kona, sem gengur með fóstrið fyrir ein- hveija aðra konu, er einungis móðir barnsins um meðgöngu- tímann og er því meðgöngumóð- ir. Þar getur ekki orðið um neinn rugling að ræða í skilningi eins og staðgöngumóðir getur gert. Auk þess eru „emmin“ í „með- öngumóðir" ágæt til þess að orðið festist frekar í mæitu máli en ella væri. Með kveðjum og ósk um áframhaldandi Moggaskrif frá þér.“ Ég færi Pétri þakkir fyrir þessa breytingartillögu og vísa henni til þjóðarinnar. ★ Úr fréttabréfi frá Vilfríði vestan. Jón var spurður að heimilishöpm, er hélt hann þijár frúrnar í Krögum: „Sko, að taka bara eina er tóm vitleysa að reyna, — og tvíkvæni er glæpur að lögurn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.