Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 25
MOkGÚNBLÁÐ'Í© ^LÁÚtíARÍÍÁiÍÍÍjtÍ 16. FHBRUAR^mf--- 25 Frumvarp til sljórnskipunarlaga; Upphlaup og bráðræði - segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson Frumvarpið um breytingar á þeim ákvæðum sljórnarskrárinn- ar er varða Alþingi — m.a. að Alþingi starfi í einni málstofu — var til 1. umræðu í efri deild í gær. Frumvarpið var samþykkt með nokkrum breytingnm í neðri deild. En af umræðunum í gær má ráða að nokkuð meiri and- staða sé í efri deildinni. Frumvarpið er samið af formönn- um þingflokkanna að ósk forseta Alþingis. í efri deild í gær mælti Margrét Frímannsdóttir formaður þingfiokks Alþýðubandalags (Ab- Sl) fyrir frumvarpinu. Hún taldi sig ekki þurfa að hafa langa framsögu fyrir málinu en vísaði til greinar- gerðar og ítarlegrar framsöguræðu Olafs G. Einarssonar formanns þingflokks sjálfstæðismanna fyrir málinu í neðri deild. Margrét taldi mörg veigamikil atriði í frumvarp- inu vera til bóta. Framsögumaður benti á að nefnd formannanna sem samdi frumvarpið hefði einungis tekið þau atriði í frumvarpið sem samstaða hefði verið um. Hún og fleiri hefðu kosið að sjá mörg atriði öðruvísi. T.a.m. hefði hún gjaman viljað gera róttækar breytingar á því ákvæði stjómarskrárinnar sem fjallaði um útgáfu bráðabirgðalaga. Margrét greindi frá því að hún og fleiri þingflokksformenn hefðu lagt á það áherslu að sæmilega ítarleg drög að þingsköpum lægju fyrir. Þau drög sem fylgdu frumvarpinu væru í mörgum veigamiklum atrið- um til bóta en einnig væri þar ýmislegt sem að hennar hyggju mætti breyta eða fjarlægja. Að endingu lagði framsögumaður til að fmmvarpinu yrði vísað til alls- heijamefndar eins og gert var í neðri deild. Söguskoðun Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S-Vl) hafði margt við þetta frumvarp að athuga. Sagði það m.a. vera „bráðræði" og „upp- hlaup“ sem hefði illu heilli verið samþykkt í neðri deild. Hann sagði marga hafa í umræðunni um stjóm- arskrármálið mælt af misskilningi um uppmna stjómarskrár okkar; litið á hana sem afsprengi danskrar stjórnskipunar og stjórnvisku og viljað samþykkja nýja. En það væri ekki að kenna amlóðahætti stjóm- arskrámefnda sem starfað hafa frá lýðveldisstofnun að árangur hefur ekki skilað sér í nýrri stjórnarskrá, heldur vegna þess að þegar í harð- bakkann hefur slegið hafa menn staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að sú stjórnarskrá sem við höfum, hefur þjónað okkur vel svo afger- andi breytingar hafa ekki verið sjálfsagðar. Þorvaldur Garðar taldi að ólíkt fyrri breytingum á stjórnarskrá lýð- veldisins væri nú gerð tillaga um grundvallarbreytingu, þar sem meginásinn væri að leggja niður deildaskiptingu Alþingis. Ræðu- maður rakti í nokkru máli söguleg- ar forsendur deildaskiptingarinnar. Danir hafi gert tillögur um að Al- þingi starfaði í einni deild en „ís- lendingar vom andvígir Dönum í þessum efnum sem fleirum, þeir vildu deildaskipt Alþingi". Þorvald- ur sagði að þegar á allt væri litið væri harla haldlítið að halda því fram að með því að afnema deilda- skiptinguna væri verið að afmá danskar leifar í stjórnskipun lands- ins. (í framsöguræðu Ólafs G. Ein- arssonar í neðri deild komu fram röksemdir og söguskoðun mjög á annan veg, innskot blm.) Þorvaldur Garðar vísaði því á bug að Alþingi yrði skilvirkara ef það starfaði í einni málstofu. Þingmenn þyrftu að segja sitt álit og skil- virkni væri í þessu efni fólgin í því að sem flestir þingmenn gætu tjáð sig á þeim tíma sem til umráða væri. Deildaskiptingin gerði mögu- legt að samtímis gætu tveir þing- menn verið í ræðustól hvor í sinni deild. Ræðumaður taldi heldur ekki að skilvirkni ykist með fækkun nefnda og ekki væri sjálfgefið að stórar nefndir væru skilvirkari en litlar. Rseðumaður taldi einnig að deildaskipting Alþingis stuðlaði að vandaðri lagasetningu en í einni málstofu, „betur sjá augu en auga“. Þorvaldur Garðar gagnrýndi margt fleira í sinni ræðu, t.a.m. að formenn þingflokka væru að endur- skoða stjórnarskrána að beiðni for- seta Alþingis. Það væri stjómar- skrámefnd sem hefði umboð til að endurskoða stjórnarskrána. í ræðulok hvatti Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson efri deild til að sýna ábyrgðartilfinningu og standa vörð um sæmd og stöðu Alþingis og láta ógert að samþykkja þetta frumvarp. Skiptar skoðanir Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) sá bæði kost og löst á frumvarpinu en sagði að í sínum huga væru miklar efasemdir um frumvarpið en tók fram að hún vildi ekki fyrir- fram taka um það ákvörðun að berjast á móti samþykkt þess. Svavar Gestsson (Ab-Rv) vildi segja sína skoðun á málinu sem þingmaður. Almennt var hann sam- mála breytingunum en gerði nokkr- ar athugasemdir, m.a. lagði hann sérstaka áherslu á að í þingsköpum yrði réttur þingmanna og sérstak- lega minnihlutans virtur. Hann fór í saumana á nokkrum greinum í drögunum sem hann taldi orka tvímælis. Guðrún Halldórsdóttir (SK-Rv) taldi að breyta mætti mörgu í starfsháttum þingsins en var ekki viss um að það að Alþingi starfaði í einni deild, væri sú breyt- ing sem mest væri aðkallandi. Hún sagði að í þingflokki Samtaka um kvennalista hefðu verið nokkuð skiptar skoðanir um frumvarpið en þingmenn þar á bæ iegðu áherslu á að þingskaparlögin yrðu athuguð vandlega. Guðmundur H. Garð- arsson (S-Rv) hafði hinar mestu efasemdir um frumvarpið, taldi að ekki væri hægt að afgreiða það fyrr en lög um þingsköp lægju fyr- ir. Stefán Guðmundsson (F-Nv) tók undir sjónarmið fyrri ræðu- manns, og ekki síður Þorvaldar Garðars Kristjánssonar sem hann sagði hafa flutt „frábærlega gott mál“. Stefán sagði m.a. að deilda- skipting hefði oft varnað því að „meingölluð" frumvörp færu í gegn. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S-Vf) þakkaði fyrir vinsamleg viðurkenningarorð og þingmönnum fyrir góðar og sérlega málefnalegar umræður. Guðmundur Ágústsson þóttist merkja að skoðanir í efri deildinni væru nokkuð á annan veg en í þeirri neðri. Guðmundur var ekki jafnsannfærður og áður um að verið væri að stíga skref í þá átt sem e.t.v. væri eðlilegt. Hann taldi að það þyrfti að styrkja og efla þingið betur gagnvart fram- kvæmdavaldinu. — En frumvarpið væri flutt með sinni vitund og vilja og hann lofaði þingheimi sem form- aður allsherjarnefndar að þetta mál fengi mjög svo góða meðferð í nefndinni. Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) ítrekaði fyrri gagnrýni — og kvað jafnvel fastar að orði. Frumvarþið einkenndist af hugsun nútíma tæknimanna og skipulags- hyggju og myndi efla mjög fram- kvæmdavaldið og flokksræðið. Hann lagði til að þetta frumvarp — eins og það lægi nú fyrir — fengi ekki afgreiðslu. Frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga: Ráðherrum ber ekki saman FRUMVARP félagsmálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga var enn til umræðu í neðri deild í gær. Félagsmálaráðherra taldi sig hafa síðastliðið vor, náð sam- komulagi við menntamálaráð- herra um ákvæði um skipan leik- skóla. Menntamálaráðherra sagði ekkert efnislegt samkomulag vera, aðeins að frumvarpið mætti leggja fram sem stjórnarfrum- varp en þingflokkur Alþýðu- bandalags gerði fyrirvara. Ágreininginn um skipan málefna leikskóla hefur komið fram í fjölmiðl- um og umræðum á Alþingi. Mennta- málaráðherra hefur lagt fram frum- varp um málefni leikskóla. í fram- söguræðu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra síðgstliðinn þriðjudag kom m.a. fram að á vor- dögum 1990 hefði náðst samkomu- lag í ríkisstjóm sem fól í sér nokkra breytingu á báðum frumvörpum. En þrátt fyrir samkomulagið hafi í upp- hafi þings enn komið fram ágrein- ingur. I umræðunum í gær gerði Geir H. Haarde (S-Rv) þetta samkomu- lag að umtalsefni og þann ágreining milli ráðherra sem augljóslega væri enn ríkjandi. Hann taldi vafasamt að kalla frumvarpið um félagsþjón- ustu sveitarfélaga stjórnarfrumvarp. í ræðu Svavars Gestssonar menntamálaráðherra kom fram að ekkert efnislegt samkomulag væri um að leikskólinn væri inni í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það sem menn hefðu rætt unf milli stjórnarflokkanna væri að frumvarp- ið yrði lagt fram sem stjórnarfrum- varp með fyriivara um þetta atriði. Þessi fyrirvari væri ekki aðeins sinn heldur þingflokks Alþýðubandalags- ins. Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra kom yfirlýsing menntamálaráðherra nokkuð á óvart. Hún hefði haldið hún hefði náð samkomulagi. Um þetta mál hefðu gengið milli ráðuneytanna minnisblöð og lægi það alveg skjal- fest fyrir. Hún ætti mjög erfitt með að trúa því, ef menntamálaráðherr- ann væri að hlaupa frá þessu sam- komulagi. Hún kvaðst ekki kunna við slík vinnubrögð. Vonum að viðbrögð Sovét- manna skelfi ykkur ekki - segir Juuri Luik, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Eistlands „íslendingar hafa sýnt mikið hugrekki og viðbrögð Sovétstjórnar- innar hafa verið sérkennileg," sagði Juuri Luik, aðstoðarmaður Lennarts Meris, utanríkisráðherra Eistlands, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við vonum að þau viðbrögð skelfi ykkur á engan hátt því þið eruð að inna mjög mikilvægt starf af hendi. „Með því _að koma Litháum til hjálpar eru íslendingar einnig að aðstoða Eistlendinga og Letta,“ segir Luik. „Samstaða Eystrasalts- þjóðanna er mikil og við trúum því ekki að hægt sé að leysa vanda einnar í einu. Litháar hafa verið í fararbroddi en þeir búa líka við bestu aðstæðurnar og þá á ég við samsetningu íbúa landsins. Skref fyrir skref munum við öll feta í fótspor Litháa. Ákvörðun íslend- inga er undanfari viðurkenningar á Eistlandi og Lettlandi einnig. Við trúum því ekki að okkur verði neit- að um viðurkenningu þegar við föl- umst eftir henni." Juuri Luik var spurður álits á því viðhorfi sem Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra Dan- merkur, hefur látið í ljós að ákvörð- un Islendinga sé marklaus því ekki sé hægt að framfylgja henni að svo stöddu og Danir stefni frekar að því að knýja Sovétmenn að samn- ingaborðinu. „En það er nákvæm- lega það sem íslendingar eru að gera. Þið eruð að sýna fram á að Eystrasaltsríkin séu sjálfstæð ríki og Sovétmenn segja sjálfir að þeir semji einungis við ríki sem svo er ástatt um. Þið eruð því að aðstoða okkur við að koma á samningavið- ræðum,“ sagði Luik. Þegar Luik var spurður um líkur á því að önnur ríki færu að dæmi íslendinga svaraði hann því til að flest ríki hefðu viðurkennt sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna á þriðja áratugnum, þ. á m. Sovétríkin. Morgunblaðið/RAX Frá för utanríkisráðherra til Eystrasaltsríkjanna í sl. mánuði. Mynd- in var tekin í þinghúsinu í Tallinn og má þar sjá frá vinstri: Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, Jón Baldvin Hannibalsson, og Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands. Vandinn snerist því ekki um viður- „ísland ætlar að ríða á vaðið og kenningu heldur möguleikana á því reyna hvað hægt sé að gera. Við að koma á fót stjórnmálatengslum. vitum að í mörgum ríkjum hefur þetta verið rætt. En ákvarðanir hafa einungis verið teknar _á ís- landi.“ Luik staðfesti að Sovétríkin hefðu reynt að þrýsta á Austur- Evrópuríki að stíga ekki sama skref og íslendingar en þau væru ekki í mjög góðri aðstöðu til þess vegna þess hve illa þau stæðu efnahags- lega. Eistlendingar og Lettar hafa ákveðið að halda atkvæðagreiðslu 3. mars um stuðning við sjálfstæði eins og Litháar hafa þegar gert. Embættismenn í Eistlandi sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu að ákveðið yrði á grundvelli niður- stöðu þeirra kosninga til hvaða að- gerða verður gripið næst í sjálf- stæðisbaráttu Eistlendinga. Luik sagðist telja að eftir kosningamar ættu Sovétmenn ekki annarra kosta völ en setjast að samningaborðinu bæði vegna þrýstings utan frá og innan. En það væri jafnframt ljóst að Sovétmenn settust aldrei að samningaborðinu fyrr en þeim væri Ijóst að öll önnur ráð væru þrotin. Luik var spurður hvort Eistlend- ingar litu á Borís Jeltsín Rússs- landsforseta sem bandamann sinn og svaraði hann því til að þeir kysu að dæma menn eftir verkum sínum. „Fyrir nokkrum árum var Míkhaíl Gorbatsjov okkur hliðhollur og nú hefur Jeltsín ákveðið að styðja okk- ur og sér sér hag í því og við fögn- um því en veltum því ekkert sérs- taklega fyrir okkur hvað vaki fyrir honum með því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.