Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 ttecftAim .. .að halda á sér hita. TMReg. U.S. Pal Off.—allrightsreserved ©1991 LosAngelesTimesSyndicate Dæmigert: Bíllaus og finn strax stæði fyrir hann! Með morgunkaffmu HÖGNI HREKKVISI Barnaskírn - svar til Sóleyjar Jónsdóttur Kæra Sóley Jónsdóttir. Þú ferð í grein þinni hörðum orðum um barn- askírn: „Fólk er blekkt í hinu allra mikilvægasta máli, þegar kennt er að barnaskírnin sé inntökuskilyrði í Guðsríki.“ Ég býst við að þú hefðir' sleppt þessari dómhörku, ef þú hefð- ir hugleitt, hvernig fagnaðarerindið breiddist út á fyrstu öld. Það gerðist ekki eins og í Gamla testamentinu, þegar viðkomandi varð meðlimur Guðs útvöldu þjóðar með umskurn. Postularnir töluðu oft í sam- kunduhúsum við fulltíða fólk. En það útilokar þó ekki, að síðar var skírt „allt heimilið“. Textinn, sem þú bendir á heldur svo áfram (Post. 16, 33): „Og var hann þegar skírður og allt hans fólk.“ Útilokar þessi texti lítil böm frá skím? Nei. Síðan segir í Postulasögunni 16, 15: „Hún (Lýdía) vár skírð og heim- ili hennar.“ Páll postuli skírði sjálf- ur Stefanas og heimili hans (oik- os=hús 1. Kor. 1, 16). Talar Páll postuli um það, að hann hafi ein- göngu skírt fullorðið fólk? Nei. Þá er líka ekki verið að útiloka börn frá skím. Er þá einhvern texta að finna í Nýja testamentinu, sem bannar að skíra börn eða sem segir að það megi aðeins skíra fullvaxið fólk? Nei, slíkt segir enginn texti. Enn er svo hægt að andæfa og segja sem svo: Biblían talar um skírn í sambandi við synd, iðrun og trú. Hvar er þá synd, iðmn og trú á meðal bijóstmylkinga? Gagnvart þessu ber að benda á það, að skírnin er hrein gjöf, sem við verðskuldum ekki og getum alls ekki áunnið okk- ur vegna synda, iðrunar eða trúar. Væri slíkt hægt, þá væri skírnin ekki lengur hrein gjöf. En fullorðið fólk sem lætur skírast, meðtekur skírnina vitanlega í trú. Guð neyðir engan til þess að þiggja gjafir sínar. Sóley segir að Jesús hafi ekki skírt börn. Jóhannes segir (4, 2): ....reyndar skírði Jesús ekki sjálf- ur“. Það að skíra „til nafns Jesú“ eða „í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda“ byijar aðeins eftir hvítasunnudag. Fyrsta skírnarform- álann að skíra „til Jesú nafnsins" sjáum við í Postulasögunni og Páls- bréfunum. Þetta merkir að við til- heyrum Jesú Kristi. Að tilheyra Jesú Drottni merkir hjá Páli að „vera limir á líkama hans“ (Efsusbr. 5, 30). Kirkjan er líkami hans (Ef. 1, 23). Nú má því spyija: Eigum við að trúa því, að Jesús vilji ekki að börn- in séu limir á líkama sínum? Eða mundi Jesús, sem sýndi það að hann var „barnavinur rnesti", hrekja börn- in frá sér, þegar foreldrar óska þess, að börnin þeirra verði líka limir á líkama hans? En í Sögu Trúarsetninga (hand- bók B. Neunheuser IV. bindi) segir: „Það getur verið erfitt að sanna barnaskírn beint út frá Nýja testa- mentinu. En það eru bara engin rök gegn gildi barnaskírnarinnar og það sannar alls ekki að hún sé í ósam- ræmi við Heilaga Ritningu. Spum- ingunni um þetta mál er svarað-í postullegri erfikenningu, sem túlk- ar og greinir rétt efni Heilagrar Ritn- ingar.“ Hvað merkir þá erfikenning og erfðavenja? Þessu má svara sem svo, að þar komi allt fram, sem er ekki beint frá postulunum sjálfum komið. Þannig eru t.d. Markúsar- guðspjall, Lúkasarguðspjall og Post- ulasagan þegar erfikenning, þar sem höfundar þessara rita skrifuðu það, sem þeir höfðu ekki séð, en bara heyrt frá öðrum, frá Pétri og Páli. Það má líka benda á kirkjuvald. Lítum þá á: Jesús sagðist ekki hafa komið til þess að afnema lögmálið, heldur til þess að uppfylla það (Mt. 5, 17). Var umskurn ekki mikilvægt boðorð í lögmálinu? Jú. En hvað lagði þá Páll postuli til málanna? Hann sagði að umskum væri ekki lengur í gildi. Var það mögulegt? í söfnuðinum í Antiokkíu kom upp misklíð og deila vegna þessa. Hvað var þá gert? Þá var ákveðið að þeir Páll og Barnabas fæm upp til Jerú- salem á fund postulanna og öldung- anna. Skv. Gal. 2, 1-2 fór Páll þang- að „eftir opinberun" og lagði það, sem hann prédikaði um umskum fyrir þá, sem í áliti vora. „Það mátti eigi henda, að ég hlypi og hefði hlaupið til einskis." Hvað ákvað svo þetta fyrsta kirkjuþing? Eftir ræðu Péturs var umskurn felld úr gildi og mörg boð Gamla testamentisins. Höfðu þeir vald til þess? Ef þeir höfðu það ekki, þá ber okkur að halda ennþá lögmál gyðinga, t.d. varðandi umskurn. En ef kennivald kirkjunnar mátti fella umskurnina, má það þá ekki líka kveða upp úr og staðfesta barnaskírnina, sem hvergi er bönn- uð í Biblíunni? Og hvað segir þá erfikenningin um barnaskírnina? Origenes, fræg- asti biblíufræðingur 2. og 3. aldar, sem fór til Rómar, Grikklands, Mið- austurlanda, Egyptalands og var með biblíuskóla í Palestínu, ritar það um barnaskírn, að uppruni hennar sé postullegur. Og það sama segir t.d. einnig Ágústínus. Ef við tölum um skírnina er mikil- vægt að hafa umskurnina í huga, enda kallar Páll postuli skírnina „umskurn Krists, sem ekki er gjörð með höndum“ (Kól. 2, 11). Kom þá skírn í stað umskurnar, sem venjulegast var gerð á 8. degi? Það er kunnugt að 3. kirkjuþingið í Karþagó 253 ákvað, að leyfilegt væri að skíra lítil börn fyrr en 8 dögum eftir fæðingu, ef hætta var talin á því að viðkomandi barn dæi. Sambandið er skýrt. Loks má svo segja þetta: Ef barnaskírnin gefur ekki réttinn til inngöngu í Guðsríki, í kirkjuna, þá hafa nær engir kristnir menn til- heyrt kirkjunni frá fyrstu öldum. Komu þeir þá ekki til sögunnar fyrr en á 16. öld með sértrúarflokki bapt- ista? Sé svo, er ekki annað að halda, en að Jesús hafi verið falsspámaður, af því að hann lofáði því að vera með postulunum (lærisveinunum) allt til enda veraldar (Mt. 28, 19-20) og líka að senda þeim „hjálp- ara, Anda sannleikans", sem yrði „með þeim að eilífu". Allt frá þessum tíma væri svo bara ekki til kirkja, ef kenning Sol- eyjar „um kirkjunnar menn, sem fundu upp barnaskírnina" stæðist. Þá væri líka Jesús, sem er „höfuð líkamans, sem er kirkjan" (Efes- usbr. 1,22-23) allt frá fyrstu öldum án þessa líkama síns. Áð lokum þettta: Hefur sú skírn ekkert gildi, sem ekki felst í baði? Svarið er augljóst. Úr því að Jesús stofnsetti postul- legt embætti, sem hafði vald til að nema úr gildi mikilvægt boðorð um umskurn, mátti þá þetta sama kirkjuvald ekki einfalda form baðs- ins ef slíkt væri nauðsynlegt? Gleymum ekki hinni gullvægu reglu Páls postula, sem hefur ein- mitt svo mikið að segja varðandi barnaskírnina: „Bókstafurinn (lög- málsins) deyðir, en andinn lífgar“ (2. Kor. 3,6). Þröngsýni kæfír og veldur sundr- ung í hjörð Guðs. Séra Jón Habets Víkveiji skrifar Notkun ávísanahefta er mikil hér á landi og er Víkveiji enginn eftirbátur annarra í þeim efnum. Hins vegar furðar Vfkveija á þjónustuleysi viðskiptabanka síns, sem felst í því að aðeins er hægt að fá keypt hefti í því útibúi sem reikningurinn er stofnaður í. Reyndar er honum sagt að mögu- legt sé að panta hefti til afgreiðslu í hvaða útibúi sem er, en þá fylgir sá böggull skammrifi að ekki er hægt að fá það afgreitt fyrr en næsta dag. Víkveija er með öllu hulin ráðgáta hvers vegna ekki er hægt að fá hefti fyrirvaralaust í hvaða útibúi viðskiptabankans sem er, hvort heldur er í Reykjavík eða úti á landi. Á tékkablöðin er prent- að nafn hvers útibús og ef það er ástæðan fyrir þessum þjónustu- stirðleika er auðvelt að bæta úr því. Það má einfaldlega gera með því að öll útibú séu með sams kon- ar tékkhefti. Til að greina á milli útibúa, ef þess þarf, ætti að nægja að bæta einni tölu eða bókstaf við númer reikningseigendanna. Þetta gæti trúlega einnig Ieitt til lækkun- ar á kostnaði bankanna við tékka- reikninga, sem ráðamenn bankanna segja umfram tekjur af þeim. xxx Fæðuval okkar íslendinga hefur breyst mikið á síðustu árum í átt að heilbrigðari háttum. Trefja- ríkara brauð, ávextir og grænmeti eru oftar á borðum okkar en áður. I nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar er bent á að frekari breytinga sé þörf í neyslumynstri Vestur Evrópubúa og bent á matar- venjur íbúa við botn Miðjarðarhafs sem góða fyrirmynd. Á vísindalegu máli þýðir þetta að spekingarnir vilja að allt að 70% fæðunnar sé í formi kolvetna, grænmetis og ávaxta, bauna og korns; 10-15% hitaeininganna í formi próteins (sem ekki þarf að vera kjöt), en ekki meira en 10% hitaeininga ætti að koma úr dýrafitu; best er að sleppa sykurneyslu alveg og alls ekki meira en 10% hitaeininga ætti að neyta með þeim hætti. Með öðr- um orðum ætti ekki að bera kjöt og fisk fram sem aðalrétti, heldur meira til skrauts. Helsta röksemd fyrir aukinni ávaxta- og grænmetis- neyslu var fyrst í stað, að þannig fengi líkaminn nauðsynlegar trefj- ar. Fyrst og fremst er þó aukin grænmetis- og ávaxtaneysla heilsu- samleg að því leyti, að jafnframt minnkar yfirleitt neysla á fituríkara fæði. Þá þykir orðið nokkuð öruggt að neysla á gulum og grænum ávöxtum minnkar hættu á krabba- meini í bijóstum, lungum og ristli, sem eru algengustu krabbamein á vesturlöndum. xxx. Víkveiji fór fyrir nokkrum áram á sjó með sjómönnum í Grímsey. Veiðin var mjög dræm, j en hinir léttlyndu Grímseyingar létu I það ekki á sig fá, heldur sögðust þá bara borða þeim mun meira af kartöflum með fiskinum það kvöld- ið. Ef marka má þær rannsóknir sem Víkveiji var að vitna í, þá eru slíkar máltíðir einmitt heilsusam- legastar. h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.