Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 27
itf.i sAúHaa'a 8i suoacwao j/j aiGAja^uoaoM MÖRGUNBLAÐIÐ JiAUGARÐAGlfR~U5. FEBRUAR 199L~- 92 ■27 JWtóáur r a morgun ARBÆJARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson annast stund- ina. Guðsþjónusta kl.14. Miðviku- dag: Fyrirþænaguðsþjónusta kl. 16.30. Fimmtudag: Föstumessa kl. 20. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala safn- aðarfélagsins eftir messu. Munið kirkjubílinn. Tónleikar Ten-Sing- hópsins í Áskirkju kl. 20.30. Mið- vikudag: Föstumessa kl. 20.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Sameiginleg barnaguðsþjónusta Breiðholts- og Seljasókna verður í Seljakirkju kl. 11. Brottför verður frá Breiðholts- kirkju kl. 10.50. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Altarisganga. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa í Bústöðum kl. 11. Guðrún Ebba Ól- afsdóttir. Guðsþjónusta kl.11. (Ath. breyttan messutíma.) Ingveldur Ól- afsdóttir syngur einsöng. Barna- bjöllu- og kirkjukór ásamt hljóðfæra- leikurum. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Aðalsafnaðarfundur Bú- staðasóknar að lokinni guðsþjón- ustu. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL. Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasam- koma í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kl. 17. Föstumessa. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kór Tónskólans í Reykjavík syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Miðvikudag: Hádegisbænir í kirkjunni kl. 12.15. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Þórir Jökull Þorsteinsson guðfræðinemi predikar, sr. Bjarni Sigurðsson lektor þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarþresta. Miðvikudag: Föstuguðsþjónusta kl. 18.30. Egill Hallgrímsson. FELLA- og HÓLAKIRKJA. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Jó- hanna Guðjónsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Þriðjudag: Fyrirbæn- ir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Mið- vikudag: Föstugúðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Fimmtudag: Helgistund fyrir aldraða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknarprestar. GRAFARVOGSSÓKN: Messuheim- ili Grafarvogssóknar Félags- miðstöðinni Fjörgyn. Barnamessa kl. 11. Skólabíllinn fer frá Húsa- hverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson predikar og fjallar um uppbyggingu safnaðar- starfs á fundi að lokinni messu. Kaffi og veitingar. Sóknarprestar. GRENSÁSKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. María Ágústsdóttir guðfræðistúd- ent predikar. Altarisganga. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudag: Biblíu- lestur kl. 14. Miðvikudag: Helgi- stund kl. 11. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið- vikudag: Föstumessa kl. 20.30. Eftir messu mun dr. Sigurbjörn Einars- son biskup flytja erindi um trúarlíf. Umræður og kaffi. Kvöldbænir með lestri passíusálma mánudag, þriðju- dag, fimmtudag og föstudag kl. 18. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA. Kl. 10. Morgun- messa sr. Arngrímur Jónsson. Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Kirkjubíll- inn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrirog eftirguðsþjónustuna. Kl. 14: Messa. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkj- Guðspjall dagsins: Matt. 4.: Freisting Jesú unni á miðvikudögum kl. 18. Sóknar- nefndin. HJALLAPRESTAKALL: Barna- messur kl. 11 í messusal Hjallasókn- ar Digranesskóla. Haldið verður í messuheimsókn að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Rútuferð frá Digra- nesskóla kl. 12. Messa að Saurbæ kl. 14. Sr. Jón Einarsson þrófastur þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Þorvarðarsyni, sem einnig predikar. Hjallakórinn syngur. Kaffidrykkja að Ferstiklu að messu lokinni. Sóknar- nefndin. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Altarisganga. Organisti Guðmundur Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA. Kirkja Guð- brands biskuþs: Óskastund barn- anna, söngur, sögur og leikir. Þór Hauksson guðfræðingur og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðs- þjónusta kl. 14. Prestursr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugardag 16. febrúar: Guðsþjónusta í Hátúni 10 B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Messa kl. 14. Jón Þor- steinsson óperusöngvari syngur einsöng. Altarisganga. Eftir messu verður boðið upp á kaffi í safnaðar- heimilinu, þar munu bjöllukór og kirkjukór leika nokkur lög. Rútuferð- ir verða frá Hátúni 10 og Dalbraut 18 og 20. Einnig getur fólk hringt í kirkjuna milli kl. 11 og 12 og pantað akstur í og úr kirkju. Fimmtudag: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleik- ur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknar- prestar. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónas- son. Eftir guðsþjónustuna ræðir Guðrún Ásmundsdóttir leikkona um trú og lífsviðhorf. Kaffiveitingar. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtu- dagur: Biblíuleshópur kl. 18. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Heimsókn barna úr Breið- holtskirkju. Guðsþjónusta kl. 14. Molasoþi eftir guðsþjónustuna. Sóknarþrestar. SELTJARNARNESKIRKJA. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- kórinn syngur. Organisti Gyða Hall- dórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Samkoma mið- vikudag kl. 20.30. Sönghóþurinn „Án skilyrða", stjórnandi Þorvaldur Halldórsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14. Barnastarf í Kirkjubæ á sama tíma. Kaffiveitingar eftir messu. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN íRvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Gestgfjafi í söguhorninu er Eðvarð Ingólfsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.30 föstuguðsþjónusta. Orgel- leikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18, nema á laugardögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti. Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18, nema fimmtud. kl. 19.30 og laugardögum kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis- samkoma kl. 16.30. Majorarnir Reidun og Kare Morken stjórna og tala. Sunnudagaskóli á sama tíma. KFUK & KFUK: Samkoma fellur inn í samkomuátak í Bústaðakirkju kl. 20.30. Ræðumaður Jens Olav Mæ- land frá Noregi talar. GARÐASÓKN: Biblíulestur og bænastund í dag kl. 13 í Kirkjuhvoli og barnasamkoma þar sunnudag kl. 13. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermdir verða: Grímar Jónsson og Karl Gunnar Jónsson, Blómvangi 8, Hafnarfirði, og Jón Hákon Hjal- talín og Stefán Hjaltalin, Sævangi 44, Hafnarf. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Trompetleikari Eiríkur Örn Pálsson. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Sameiginleg messa Hafnarfjarðar- kirkju og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson predikar. Kórar kirknanna leiða söng. Kaffis- amsæti í Álfafelli eftir messu. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Sameiginleg messa Hafnarfjarðarsóknar ■ og Fríkirkjunnar í Þjóðkirkjunni kl.14. Kaffiveitingar að lokinni guðsþjón- ustu í sal íþróttahússins í Strand- götu. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN, St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Frank Herlufsen. Sr. Bragi Friðriksson. INNRI-Njarðvíkurkirkja. Barnastarf kl. 11. Barnakór syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknar- prestur. YTRI-Njarðvíkurkirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA. Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og Ragnars. Munið skólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Messudagur Tón- listarskólans í Keflavík. Mikill tón- listarflutningur verður við guðsþjón- ustuna. Kennarar tónlistarskólans lesa ritningarlestra. Ræðuefni: Tón- listin og kirkjan. Kór Keflavtkurkirkju syngur. María Guðmundsdóttir og Steinunn Karlsdóttir syngja tvísöng. Organisti Einar Örn Einarsson. Bif- reið fer að íbúðum eldri borgara við Suðurgötu kl. 13.30, þaðan að Hlé-<** vangi við Faxabraut og sömu leið til baka að lokinni guðsþjónustu. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Barnakórinn syng- ur og börn úr Tónlistarskóla Grindavíkur leika á ýmis hljóðfæri. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Föstuguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn ann- ast ritningarlestur. Organisti Svavar Sigurðsson. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Föstuguðsþjón- usta kl. 14. Organisti Svavar Sig- urðsson. Helgistund á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra, kl. 15.30. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. KIRKJUVOGSKIRKJA. Kirkjuskóli í * dag kl. 13 í umsjá Sigurðar Lúthers og Hrafnhildar. Messa kl. 14. Org- anisti Svanhvít Hallgrímsdóttir. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Messu- kaffi selt í félagsheimilinu til styrktar ferðasjóði fermingarbarna. Sóknar- prestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA. Messa kl. . 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Kristín- ar Sigfúsdóttur. HEILSUHÆLI NLFÍ: Messa kl. 17. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna i dag kl. 13 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Barnaguðs- þjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 11 og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fyrirbænaguðs- þjónusta fimmtudag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. BORGARPRESTAKALL: Fjölskyldu- messa í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. VETRARÚÐUN Blém vikunnar Ágústa Björnsdóttir 194. þáttur Ágæti lesandi. Hlýindin undanfarnar vikur og hækkandi sól hafa ýtt óþyrmilega við garðagróðri og nú er „Blóm vikunnar" vaknað af vetrardva- lanum. Það er auð jörð um nær allt land og frost í jörðu sáralítið. Þegar svona viðrar fer gróðurinn að bæra á sér og skeytir engu þótt almanakið segi að enn sé þorri ekki liðinn og því allra veðra von. Garðeigendur eru kvíðnir óg mikið er hringt á skrifstofu Garð- yrkjufélagsins og spurt hvað eigi að taka til bragðs svo ekki fari illa þegar „vetrar“ aftur. Því er vandsvarað. Helst er að fylgjast með veðurspánni og hitamælinum og sé frost í aðsigi að tína til koppa og kyrnur, striga og annað yfirbreiðsluefni og leggja yfir fjö- læru beðin til varnar. Huggun er að þær laukplöntur sem fyrst taka við sér, s.s. krókusar, þola tölu- vert frost. Erfiðara er að skýla trjám eða runnum, þar þyrfti að byggja strigaskýli yfir ef vel ætti að vera. En margur garðeigandinn er farinn að huga að næsta sumri. Fyrri hluta sumars er oft rætt um skordýraplágu og hvort eitra skuli eða ekki. Þess vegna er grein sú er hér fylgir við hæfi. UMSJ. Vetrarúðun Eyðing meindýra á tijágróðri fer að mestu leýti fram með úðun eiturefna fyrri hluta sumars. Þá hafa meindýrin vaknað til lífsins eftir veturinn og eru byijuð að heija á gróðurinn. Þessi úðun fer oft fram kerfisbundið og án tillits til þess hvort þörf er á úðun eða ekki. Úðun garða á sumrin hefur óhjákvæmilega ýmsa ókosti í för með sér. Eiturefnin sem notuð eru drepa allar tegundir skordýra þar með talin nytsamleg skordýr. Blómflugur og býflugur hjálpa til við fijóvgun plantna og rándýr leggjast á skaðleg skordýr og fækka þeim. Við úðun drepst að- eins hluti meindýranna og þau sem eftir lifa eiga auðveldara með að fjölga sér þegar rándýrin eru horfin. Eiturúðun er i öllum tilvik- um fjandsamleg umhverfínu og þá sérstaklega þegar lífríkið er í fullum gangi á sumrin. Helstu skaðvaldar á tijám og Vetrarúðun runnum hér á landi eru haustfeti, víðifeti, skógarvefari og fleiri fíðr- ildalirfur auk blaðlúsa. Fiðrildal- irfur skríða úr eggjum á vorin, stinga sér inn í brum plantna og éta af blöðum þeirra um leið og þau stækka á vorin. Lirfurnar púpa sig í jarðveginum undir tijánum um sumarið ogum haus- tið skríða fíðrildin úr púpunum. Karl- og kvendýrin para sig og kvendýrið verpir eggjum í spmng- ur og rifur á greinum tijánna. Þannig er séð fyrir næstu kynslóð árið eftir. Blaðlýsnar skríða úr eggjum á vorin og sjúga safa úr plöntunum. Þær fjölga sér með meyfæðingu um sumarið en para sig að haustinu. Kvendýrið verpir eggjum á tijágreinar og þar með er hringnum lokað. Þau efni sem notuð eru til vetr- arúðunar eru olíuefni sem leyst em í vatni. Olían sest á egg mein- dýranna og kæfír þau. Þannig er lífsferill þessara skodrýra rofinn að stórum hluta. Aðeins eitt vetr- arúðunarefni er skráð hér á landi. Það heitir Sterilite og fæst hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Vetrárúðun fer fram þegar gróðurinn er í dvala, áður en bmm fara að þrútna. Oftast í janúar til mars. Uða skal í þurra, kyrru og frostlausu veðri. Uða skal efninu vandlega þannig að það þeki allar greinar og kverkar og nái til sem allra flestra eggja. Efni til vetrar- úðunar eru tailtölulega skaðlaus mönnum og umhverfí og notkun þeirra hefur ekki áhrif á nytsam- leg skordýr sem kvikna í jarðvegi eða grasi. Sígrænn gróður þolir ekki veírarúðun og gras getur sviðnað undan efninu. Því er best að úða í logni til að valda ekki skemmdum. Eins þarf að gæta þess að úðinn berist ekki á hús- hliðar, bíla o.þ.h., þar sem erfítt er að hreinsa hann af. Ef snjór hylur tré eða runna nær olían ekki til eggjanna og árangur næst ekki. Af þessu sést að vetr- arúðun getur ekki gert sumarúð- un algjörlega óþarfa en ætti þó við hentug skilyrði að geta dregið verulega úr klaki meindýra að vori. Hægt er að meta árangur vetr- arúðunar að vorr með því að fylgj- ast með tijágróðrinum. Ef mikið sést af lirfum á árssprotum í lok maí og byrjun júní þarf að grípa til sumarúðunar. Hafið ætíð í huga að nokkrir maðkar eða blað- lýs valda litlu sem engu tjóni og era eðlilegur hluti af náttúrunni. Því er ráðlegt a meta alltaf úðun- arþörfína vandlega áður en ráðist er i miklar eithinarframkvæmdir. Helgi Johannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.