Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 15 Fiskur, menning o g heimsfrægð eftir KnútBruun Nú hefur skotið upp kollinum sú kenning að aldrei skuli kynna erlend- is íslenskan gæðafisk úr sjó nema með fylgi í farteskinu listimar í ein- hverri mynd. Ennfremur að ríkis- valdið eigi nú að vakna af löngum svefni, blása í iúðra um heimsbyggð alla til þess að gera íslenska popp- ara heimsfræga. Nefnd hefur séð dagsins ljós og í henni sitja einn poppari, sem talinn er vera fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, og einnig þrír embættismenn úr öðrum ráðuneytum. Enginn full- trúi íslenskra listamanna. Allt væri þetta í lagi ef nefndin hefði einung- is það hlutverk að gera íslenska poppara heimsfræga en ef nefndin ætlar að fara að hræra saman heims- frægum poppurum, fiskafurðum og íslenskri menningu og búa til íslenskan fisk- og menningarkynn- ingar erlendis þá fer í verra. Það er undarleg þessi árátta mannsins að vera sífellt að breyta, eingöngu breytinganna vegna, ein- hver pólitíkus eða háttsettur frammámaður slær fram háleitri físksetningu með menningarlegu ívafi — hálfgerðri hótfyndni. Yfir- völd ijúka þá upp til handa og fóta gaidra fram nefnd til þess að setja upp sérstakt nýtt allsheijarapparat sem gera á poppara heimsfræga og leyfa listamönnum að vera með í farteskinu, þegar fiskframleiðendur sýna afurðir sínar í útlöndum. Kæri menntamálaráðherra, hafðu nú bara menningu og listir áfram í ráðuneytinu þínu og hjá samtökum listamannanna og auktu þessum stofnunum kraft og ijármuni til þess að rækja betur kynningu á íslenskri menningu erlendis. Sjálfs er höndin hollust, ég held að listamannasam- tökin í náinni samvinnu við ráðu- neytið fari best með þetta hlutverk. Hitt er annað mál að ef íslenskum ráðamönnum finnst það verðugt verkefni að gera poppara landsins heimsfræga kann að vera rétt að setja á stofn sérstaka skrifstofu í því skyni, með forstjóra og fleira liði, en endilega ekki blanda því saman við aðra menningu og listir. í þessum trylla, tölvuvædda lífsgæðaheimi hvíla listimar og menningin hugann, eru nokkurs konar skjól til varnar síbylgju popps- ins, flóði gluggaumslaga með reikn- ingum og hótunum, ásamt erlendum sólarhringsfréttum, endurtekning- um um vondan einræðisherra og öll- um sprengjunum sem rignir yfir þegna hans. I aldir og árþúsundir eða næstum svo lengi sem maðurinn hefur geng- ið á þessari jörð hafa listirnar verið til að gleðja huga mannsins-og hvíla hann frá daglegu amstri. í nútíman- um róumst við í tónleikasölum, för- um með lotningu um sýningarsali að skoða gömul og ný myndverk, eða sitjum í stofunni heima að lesa bókmenntir okkar. Nógu margt er til að trufla þessa nauðsynlegu og kyrrlátu einsemd hugans, þó við blöndum henni ekki saman við popp og vörusýningar. Kæri ráðherra, ekki er hugmynd mín með þessum fátæklegu línum að gera lítið úr vörusýningum og kynningum á afurðum okkar eða poppi. Þvert á móti allt er þetta Knútur Bruun „Allt væri þetta í lagi ef nefndin hefði ein- ungis það hlutverk að gera íslenska poppara heimsfræga.“ góðra gjald vert. Ég er einungis að biðja þig að vera ekki að rugla þessu saman, þessir merkilegu þættir í þjóðlífi okkar eiga að vera aðskildir. Að lokum. Eg veit að þér er í mun að formframa íslenska menn- ingu og listir, reyndar held ég að þú sért hinn ágætasti listvinur. Því bið ég þig að hafa menningu og list- ir áfram inn í ráðuneytinu hjá þér með því að efla safna- og listadeild og styrkja starfsemi samtaka lista- manna. Höfundurer hæstaréttarlögmaður. ÚTSALA GÓLFDÚKAR, VEGGFÓÐUR, BAÐHERBERGISÁHÖLD, BAÐMOTTUR, Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup á útsölu Veggfóðrarans. 15-50% afsláttur af gólfdúkum, veggfóðri, gólfkorki, baðmottum, baðher- bergisáhöldum og baðhengjum Athugið að útsalan stendur aðeins í eina viku. VEGGFÓDRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK SÍMAR: (91) - 687171 / 687272 Góðan daginn! I M I I i~.T I I II I „I..........1.J-.J-l II I 11....L-1-L..I. 30 HÉR ERU ÞÆR ALLAR MEÐ TÖLU Taflan, hér að neðan, sýnir hve oft hver tala hefur komið upp frá 10. september 1988 (þegar Bónustalan bættist í hópinn) til 9. fóbrúar 1991. □ LOTTÓTÖLUR mBÓNUSTALA Tilviljun ræður öllu um hvaða tölur koma upp í Lottóútdrætti hverju sinni. Fólk hefur misjafna trú á einstökum tölum og eru margvíslegar aðferðir notaðar við val talna. Það er gaman að skoða hve oft hver Lottótala hefur komið upp og hver veit nema einhver talnaspekingurinn geti fundið hinar einu sönnu lukkutölur. VERTUMEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.