Morgunblaðið - 16.02.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991
17
Samstarfshópur fimm ráðuneyta:
Áhvílandi veðskuldir loðnu-
verksmiðja 2,5 milljarðar kr.
Ætla má að 5-6 verksmiðjur þyrftu hálfan milljarð í úreldingarstyrk
SAMKVÆMT upplýsingTiin bankanna voru áhvílandi veðskuldir
loðnuverksmiðjanna um 2,5 milljarðar króna um síðustu áramót og
eru áætlaðar greiðslur afborgana á þessu ári 700-750 milljónir en
550-600 milljónir á næsta ári. Auk þess fengu nokkrar verkmsmiðj-
ur lán samtals að fjárhæð 130-150 milljónir króna í viðskiptabönkum
fyrr í vetur út á væntanlega vertíð. Þetta kemur fram í minnisatrið-
um í fylgiskjali með frumvarpi til laga um ráðstafanir vegna loðnu-
aflabrests, sem lagt var fram á Alþingi á fimmtudag.
Þessi minnisatriði eru samin af verksmiðjunum, verði breytt í lán
samstarfshópi ráðuneyta en á fundi
ríkisstjórnarinnar 1. febrúar síðast-
liðinn var ákveðið að fela fulltrúm
frá félagsmála-, fjármála-, sjávar-
útvegs- og utanríkisráðuneyti, svo
og Byggðastofnun fyrir hönd for-
sætisráðuneytis, að fjalla um við-
brögð við þeim vanda, sem skapast
vegna lítillar loðnuveiði í vetur.
Hér er 21 loðnuverksmiðja og
þær eru reknar af 16 fyrirtækjum
á 18 stöðum. Um helmingur verk-
smiðjanna er rekinn í tengslum við
aðra framleiðslu sjávarafurða. At-
ján verksmiðjur^ eru í viðskiptum
við Landsbanka íslands en tvær eru
í viðskiptum við íslandsbanka. Ekki
liggja fyrir upplýsingar um lausa-
skuldir verksmiðjanna en gera má
ráð fyrir að nokkrar þeirra eigi við
lausaíjárvanda að stríða, þar sem
rekstrarafkoma síðustu vertíðar var
slæm, segir í minnisatriðunum.
Þar segir orðrétt: „Þar sem veð-
staða margra verksmiðja er slæm
er ólíklegt að viðskiptabankar og
sjóðir séu tilbúnir að veita aukin lán
með veði í verksmiðjunum. Hins
vegar virðist koma til greina að
þeim lánum, sem nú þegar hvíla á
til lengri tíma. Slíkar aðgerðir hlytu
þá að miða að því að skuldbreyta
sérstaklega afborgunum þessa árs.
Komi til slíkra aðgerða þarf jafn-
framt samþykki þeirra veðhafa,
sem aftar eru í röðinni.
Félag íslenska fiskmjölsframleið-
enda hefur með bréfi til sjávarút-
vegsráðherra, sem dagsett er 31.
janúar síðastliðinn, óskað eftir að
ráðuneytið afli heimildar til ríkis-
ábyrgðar fyrir lántöku að fjárhæð
750 milljónir króna til að loðnuverk-
smiðjurnar geti staðið við greiðslu-
skuldbindingar vegna yfirstandandi
loðnubrests. Er jafnframt farið
fram á að slíku láni yrði skipt milli
verksmiðjanna í réttu hlutfalli við
móttekinn loðnuafla þeirra síðustu
þrjú ár. Ljóst er að slík lántaka og
þær úthlutnunarreglur sem lagðar
eru til í bréfinu eru aðeins frestun
á þeim vanda sem verksmiðjurnar
standa frammi fyrir.
Æskilegt að loðnuverksmiðj-
unum fækki á næstu árum
Það er samdóma álit allra sem
til þekkja að framleiðslugeta verk-
smiðjanna sé of mikil og er talið
æskilegt að þeim fækki á næstu
árum. Því er nauðsynlegt að við
lausn á vanda loðnuverksmiðjanna
verði tekið tillit til þessarar stað-
reyndar þannig að þær aðgerðir
sem gripið verður til muni leiða til
bættrar afkomu iðnaðarins þegar
til lengri tíma er litið. Hafa í því
sambandi verið ræddar hugmyndir
um hvernig hægt sé að fækka verk-
smiðjunum.
Nefndinni hafa meðal annars
borist upplýsingar frá Noregi um
hvernig staðið hefur verið að fækk-
un um 50 bræðsluverksmiðja þar í
landi frá árinu 1976. Það var gert
með þeim hætti að ríkið lagði fram
styrk í þessu skyni en auk þess var
tekið lán sem þau fyrirtæki endur-
greiddu sem eftir voru í greininni
og nutu hagræðis af fækkuninni.
Virðist koma til greina að beita
svipuðum aðgerðum til að auka
hagræði í íslenskum loðnuiðnaði.
Fyrsta skrefið yrði að gera tækni-
lega úttekt á loðnuverksmiðjunum.
Út frá siíkum tæknilegum upp-
lýsingum ásamt staðsetningu og
Ijárhagslegri stöðu verksmiðjanna
þyrfti síðan að meta hvaða verk-
smiðjur skuli úrelda. Eigendum
þessara verksmiðja yrði síðan gef-
inn kostur á úreldingarstyrk sem
miðaðist við móttekið magn verk-
smiðjanna síðustu þijú árin. Styrk-
urinn yrði notaður til að semja við
lánardrottna um greiðslur áhvílandi
veðskulda. Ekki liggur fyrir hvaða
íjármuni þarf til að framkvæma
slíka aðgerð.
Sé miðað við að 5-6 verksmiðjur
verði úreltar má ætla að til þess
þurfi um 500 milljónir króna. Þá
fjárhæð sem eðlilegt þykir að iðnað-
urinn beri þyrfti hann að endur-
greiða á 15-20 árum til dæmis sem
hlutfall af framleiðsluverðmæti. Að
þessu verkefni þyrfti að vinna í
nánu samstarfi við iðnaðinn en und-
ir handleiðslu opinberra aðila.
Tryggja þarf að slíkar aðgerðir leiði
til varanlegrar fækkunar loðnu-
verksmiðja án þess að leyfisbinda
þurfi starfsemi í þessari grein.
Sýnist koma tii álita að þinglýsa
þeirri kvöð á þær verksmiðjur sem
úreltar kunna að verða að ekki verði
framvegis brædd loðna eða síld í
þeim. Með þessu móti væri ekki
verið að koma í veg fyrir að verk-
smiðjurnar gætu nýst til að bræða
hefðbundinn fiskúrgang. Það yrði
síðan fyrst og fremst hlutverk
banka og sjóða að koma í veg fyrir
að nýjar verksmiðjur verði byggðar
enda hljóta hagsmunir iðnaðarins
og lánardrottna að fara saman í
þessum efnum. Kæmi til álita að
fela Fiskveiðasjóði íslands að ann-
ast verkefnið af hálfu stjórnvalda.
Ein leið væri vissulega að gera
ekkert fyrir verst settu verksmiðj-
urnar en það leiddi til þess að þær
yrðu gjaldþrota. Reynslan sýnir
hins vegar að líklegt er að þeir lán-
ardrottnar sem koma til með að
eignast verksmiðjurnar munu reyna
að selja þær til áframhaldandi starf-
semi. Sú leið virðist því ekki tryggja
betri rekstrarskilyrði fyrir þær
verksmiðjur sem standast kunna
áfallið," segir í minnisatriðunum.
Sýning í Bóksölu
Sýning á læknisfræði - og
hjúkrunarfræðibókum hefst í
Bóksölu stúdenta á mánudaginn.
Auk þess verður á sýningunni
fjöldi bóka í öðrum greinum,
m.a. í líftækni, lyfjafræði, vist-
fræði, næringarfræði, tannlækn-
ingum, líffræði og sjúkraþjálfun.
Yfir 350 bókatitlar verða á sýn-
ingunni, sem er öllum opin sýn-
ingardaga frá kl. .9:00 - 18:00.
Sýningin stendur til 1. mars.
Að sögn Hrafnhildar H. Jóhann-
essdóttur verða á sýningunni bækur
frá forlögunum Harcourt Brace Jo-
vanovich, W.B. Saunders, Academic
Press, Baillere Tindall og Springho-
use.
B Y K O
BREiDD
RYMINGARSALA
vegna breytinga á
hreinlætistækjcicleilcl
SÉÐASTI DAGIIR
i dag á Skemmuvegi 4, Breiddinni
Dæmi um vörur:
Parket, innihurðir, flísar, hreinlætistæki, sturtuklefar,
stálvaskar, gólfdúkar og veggþiljur.
ALLT Á AÐ SELJAST.
4^ m
MJÓDDIN
IDPIN
ms