Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 13 Gjörið iðrun og trú- ið fagnaðarerindinu eftirAlfreð J. Jolson Nú er að byija hinn mikilvægi árstími, langafasta. A þessum tíma gefst einkar gott tækifæri til að þiggja náð Guðs. Þetta er tækifæri til að sjá sjálfan sig bet- ur og breyta sjálfum sér, að snú- ast til trúar. Piri Thomas skrifaði um reynslu sína í bókinni Down Those Mean Streets (í lauslegri þýðingu: Niður þessi hrörlegu stræti). Hann var í klefa með manni, sem kallaður var „sláninn". Þegar hann hélt, að samfangi sinn væri sofandi féll hann á kné og baðst fyrir. Honum var hugsað til þess, hvað hann hafði farið illa með líf sitt. Hann bað af hjartans ein- lægni upphátt. Þegar hann hafði lokið bæninni heyrði hann „slán- ann“ segja „amen“! Eftir þetta skrifaði Piri: „Ég held, að Guð sé alltaf með okkur. Við erum bara ekki með honurnl" Gjörið iðrun! Breytið ykkur! Hafíð gætur á hvenær þið eruð eigingjörn, hugsið fremur um eig- in makindi en hag annarra, eruð stolt, viljið ekki viðurkenna mistök ykkar og biðjast afsökunar, eruð á valdi Ietinnar. Ég er hættur að hjálpa öðrum! Gjörið iðrun! Horfist í augu við þessar tilhneigingar og gerið eitt- hvað við þeim. Trúið! Langafasta er sérstakur náðartími til breyt- ingar — að sættst við Guð, að játa syndir sínar í sakramentinu, að byija aftur. í bókinni Lazarus eftir Morris West segir frá því, þegar Leo XIV páfi er að dauða kominn. Hann spyr, hveiju hann hafí fengið áorkað í lífinu. Áður lét hann stefnumál sín ganga fyrir á kostn- að fólksins. Hann tók staðfestu fram yfír auðmýkt og hreinskilni. Hann náði sér og varð sem annar maður. Langafast getur verið tímamót í lífí þínu eins og hún var í lífi Jesú. Hann horfðist í augu við freistingarnar og sigraðist á þess- um óstýrilátu skepnum. Trúið! Fólk, sem snerti Jesú, heyrði í honum, sá hann sjálfan fyrir 2000 árum, trúði ekki. Við höfum meira. Trúið fagnaðarer- indinu oggjörið iðrun! Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu! Þiggur þú bóð Jesú? Höfundur er biskup kaþólskra manna á Islandi. in) Ehrensvard mótaði það um leið og hann reisti það. Hver var Ehrensvard? Siðmenntaður hermaður, sem hafði á huga á list og listrænum málefnum en vissi ekkert um virki eða byggingarlist. — Þannig bregður textinn upp mynd af sögunni á mjög lifandi hátt, sem heldur athygli skoðand- ans fanginni, og um leið er mikil saga sögð í fáum dráttum. Þess skal getið, að á stærstu eyjunni er nú aðsetur Norrænu menningarmiðstöðvarinnar, og það sem hinn listræni Ehrensvard gerði nefnist í dag sjónræn sköpun og telst æðra stig skipulags. Það er nefnilega ekki nóg að vera skólaður á skipulagi og húsagerðarlist, ef tilfínningin fyrir lífrænni sköpun er ekki fyrir hendi. Saga Helsingfors er mikil saga uppbyggingar og niðurrifs, og svo mikla tilfinningu hafa finnskir húsameistarar fyrir hinu gamla, að þeir teiknuðu samviskusamlega hús og umhverfí, sem átti að rífa.og umbylta, áður en þeir hófust handa við framkvæmdirnar! Og í þessari borg var miskunnar- laust rifíð niður og byggt upp. í Finnlandi hafa starfað mikíir arkitektar, og ýmsar fegurstu byggingar Helsingfors eru eftir hinn þýskættaða Carl Ludwig Eng- el, er hafði áður starfað í Leningrad og var svo snjall og persónulegur, að það má rekja slóð hans, hvar sem hann bar niður um sína daga. Sjálfír hafa þeir af ríkum sjóði arfleifðar að ausa og eiga og hafa átt framúrskarandi listamenn, arki- tekta, listiðnaðarfólk og hönnuði, sem byggja á þjóðlegri hefð og eru um leið sumir hveijir heimsfrægir, svo sem kunnugt er. Hin mannlega saga gleymist ekki á sýningunni, sem er í stuttu máli í þeim mæli athyglisverð, að sem fæstir ættu að láta hana fram hjá sér fara. Sýningin kynnir sig sjálf og hér er öðru fremur vakin athygli á merku og þakkarverðu framtaki. ■ HLJÓMLEIKAR verða haldnir á Púlsinum mánudags- og þriðju- dagskvöld 18. og 19. febrúar nk. til styrktar heimilislausu ungu fólki í Reykjavík. 18. febrúar hefjast tón- leikarnir kl. 21.00 og fram koma hljómsveitirnar Léttsveit Tón- menntaskóla Reykjavíkur, KK & Co., Gildran, Danshljómsveit Konráðs B. 19. febrúar hefjast tónleikamir kl. 22.00 og kom þá fram hljómsveitirnar Ný dönsk, Bootlegs og Sjálfsfróun. Allir sem koma fram gefa vinnu sína. Hljóm- leikarnir eru haldnir á vegum Rin- ars Vilbergs með stuðningi kvik- myndafélagsins Útí hött - inní mynd, sem á dögunum gerði þátt um utangarðsunglinga og sýndur var í Ríkissjónvarpinu. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.000 hvort kvöld. EFTIRMENNTUN BÍLGREINA NÁMSKEIÐ Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um rafeindakveikjuna og er markmið þess hluta að gera þátttakendur hæfa til að greina bilanir í Ijós- stýrðum, spanstýrðum og segulstýrðum rafeinda- kveikjum. í seinni hlutanum er fjallað á bóklegan og verklegan hátt um rafeinda- og tölvutækni í farar- tækjum. Fjallað verður um skynjara, „anolog“ rásir, rökrásirog örtölvuna. í lokin eru þessirþættirtengd- ir saman I heildarkerfi. Þátttakendur: Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi hafi sótt námskeið í Rafkerfi III, þar sem fjallað er um nokkur grundvallaratriði I rafeindatækni. Lengd námskeiðs: 20 tímar. o. Rafkerfi IV verður haldið fimmtudaginn 21. febrúar, föstudaginn 22. febrúar frá kl 9-18 og laugardaginn 23. febrúar frá kl. 9-13. Þeir, sem koma utan af landi, fá ferða- og dvalarstyrk. Þátttaka tilkynnist í síma 91-83011 eða 91-681551. Þátttökugjald fyrir félags- menn er 6.500 kr., utanfélagsmenn 26.000 kr. MITSUBISHI BÁÐIR GÓÐIR — HVOR Á SINN HÁTT A K U R □ Framdrif □ Handskiptur / Sjálfskiptur E3 Aílstýri, Veltistýrishjól □ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar Verð frá kr. 895.680,- A MITSUBISHI MOTORS m HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 H LAÐBAKUR B Framdrif / Aldrif H Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aflstýri, Veltistýrishjól 0 Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar Verð frá kr. 922.560,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.