Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 MORGUNBLiAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 23 Pttrj0fwMalril> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Skuggalegar furðu- fréttír frá Sovétríkjunum * Itæp sex ár eða síðan Míkhaíl Gorbatsjov var hafinn til æðstu valda í Sovétríkjunum hafa borist þaðan margar furðu- legar fréttir. Á fyrstu misserum Gorbatsjovs glöddust menn yfir því, að hann slakaði hiklaust á harðstjórninni og vakti vonir um aukið frelsi og betri efnahag. Undanfarna mánuði hefur allt annað verið að gerast. Tökin hafa aftur verið hert innan Sov- étríkjanna og viðmótið út á við er einnig að breytast. Sovésku fréttimar vekja þó enn furðu margra. Má þar nefna tvær sem hafa borist í þessari viku. Á þriðjudag sagði Valentín Pavlov, nýr forsætisráðherra Sovétríkjanna, í blaðaviðtali, að með naumindum hefði tekist að hindra tilraun til að bola Gorb- atsjov frá völdum. Hefði átt að standa að valdaráninu með þeim hætti, að auðvaldsherrar í vest- rænum bönkum dældu ógrynni af rúblum inn í sovéskt efna- hagslíf. Sagði Pavlov meðal ann- ars í samtalinu: „Þetta er á eng- an hátt einstakur atburður. Slíkum aðferðum hefur oftlega verið beitt víða um heim til að koma á breyttu stjórnarfari og til að losna við óþægilega stjóm- málamenn. Einhver taldi að Gorbatsjov væri til trafala.“ Hin sovéska fréttin sem vakin er athygli á hér birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Þar segir frá grein í sovésku vikublaði um að Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands og helsti keppinautur Gorbatsjovs, sé viðriðinn „glæpamafíu“ í Moskvu. Einnig hefur verið sagt frá því að KGB hafi komið fyrir hlustunartækj- um_ allt í kringum Jeltsín. Á Vesturlöndum hafa menn keppst við að mótmæla ummæl- um sovéska forsætisráðherrans sem uppspuna, ásakanir hans eru „hneykslanlegar og fárán- legar“ að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. Talsmaður Jeltsíns í Moskvu lýsti greininni um mafíutengsl forseta Rússlands sem „ljótasta rógburði af þessum toga sem nokkurn tíma hefur birst á prenti“. Við sem höfum þjálfast í mati á fréttum án ritskoðunar og höfum tækifæri til að afla okkur upplýsinga eftir mörgum leiðum undrumst þessar skuggalegu furðufréttir frá Sov- étríkjunum. Málið horfír öðru vísi við gagnvart óupplýstum sovéskum almenningi. Hann verður að kyngja því sem honum er rétt. Vegna glasnost-steínu Gorbatsjovs líta sovéskir borgar- ar ef til vill öðrum augum en áður á það sem birtist í íjölmiðl- um. Þeir trúa því líklega frekar nú en áður. Einmitt þess vegna kunna þessar lygafréttir Kreml- verja að vega þyngra en þær gerðu í tíð forvera Gorbatsjovs. Um árabil hefur KGB lagt stund á lygafréttamennsku inn- an Sovétríkjanna og utan. Þessi starfsemi, sem átti meðal annars að breyta almenningsáliti um víða veröld Kremlveijum í vil, byggðist til dæmis á því að telja Afríkumönnum trú um að bandarískir vísindamenn eða bandaríski herinn hefði fundið upp alnæmi. Áherslan á lygafrétta- mennsku KGB á alþjóðavett- vangi hefur minnkað en sprettur nú upp með þessum furðulega hætti innan Sovétríkjanna, þeg- ar glasnost er að renna sitt skeið. Kremlveijar gripu til þeirrar óvinsælu og óréttlátu ráðstöfun- ar fyrir fáeinum dögum að inn- kalla alla 50 og 100 rúblna seðla. Leiddi þetta til mikillar reiði og ótta fólks um stórfellda eignaupptöku. Forsætisráðherr- ann var að reyna að kenna Vest- urlöndum um þessa vitlausu ráð- stöfun með því að saka þau um tilraun til efnahagslegs valda- ráns. Fyrir honum vakti einnig annað, að ala á tortryggni í garð útlendinga og erlendra fyr- irtækja en það gengur þvert á stefnuna sem Gorbatsjov fylgdi í nafni perestrojku, að stofna til samvinnuverkefna með útlend- ingum og heimila þeim að fjár- festa í Sovétríkjunum. Og hvað með Jeltsín? Getur KGB látið þann mann gegna æðsta emb- ætti Rússlands sem er í tengsl- um við „glæpamafíu“ í Moskvu? Er ekki verið að búa til átyllu til að handtaka Jeltsín? Hinn almenni sovéski borgari óttast ekki aðeins að ríkið hirði alla peninga af honum heldur einnig að glæpaflokkar steli því litla sem þá er eftir. Sé fólk sann- fært um að Jeltsín sé handbendi slíkra glæpaflokka yrði þeim fagnað sem settu hann á bak við lás og slá. Þessar tvær skuggalegu furðufréttir frá Sovétríkjunum boða ekki gott. Okkur jiykir þetta frumstæður áróður. I ótta og upplausn innan Sovétríkj- anna kann hann að hitta í mark. Kremlveijar eru að búa sig und- ir að herða tökin í krafti útlend- ingahaturs og hræðslu fólks við glæpaflokka. Kærleiksblóm stj órnarheimilisins eftir Þorstein Pálsson í hlýjunni undanfama daga virð- ast kærleiksblómin á stjómarheimil- inu spretta í kring um hitt og þetta. Það blómskrúð er nú fjölbreyttara en oftast nær áður og minnir á að kosningar eru í nánd. Kærleikurinn kemur fram í djúp- stæðum ágreiningi í öllum viðameiri ámlum sem liggja á borðum ríkis- stjórnarinnar. Hið tvöfalda siðgæði stjómarflokkanna kemur á hinn bóginn fram í því að þrátt fyrir ágreining sem sviðsettur er í fjöl- miðlum virðast flokkarnir staðráðnir í því að halda samstarfinu áfram eftir kosningar með þátttöku Kvennalistans í stað Borgaraflokks- ins. Þess vegna minnir flóra ágrein- ingsefnanna einna helst á kærleiks- blóm, hversu mikil þverstæða sem það nú annars er. Blóml Gott dæmi um þessa stöðu er vandi byggingasjóðanna. Hann er orðinn svo alvarlegur að stjóm Hús- næðisstofnunar þurfti á dögunum að gefa út aðvömn þar sem hún benti á að lífeyrissjóðirnir, sem hafa verið aðallánveitendur húsnæðis- kerfísins fram til þessa, væm komn- ir í hættu vegna þess að ekki væri víst að stofnunin stæði undir endur- greiðslum. Stjórnarflokkamir deila svo inn- byrðist og á opnum vettvangi um leiðir til úrbóta. Fyrir þá sök gerist ekkert. En forystumenn stjórnar- flokkanna em sammála um að mikil- vægara sé að þeir haldi áfram að sitja á stólunum en leysa úr vanda þess fólks sem misserum saman hefur beðið eftir úrlausn í húsnæðis- málum. Blóm II Ýmsar blikur em á lofti varðandi samninga um nýtt álver. Endurmat á kostnaði við virkjanaframkvæmdir hefur sett strik í reikninginn svo og vandkvæði hinna erlendu fyrir- tækja við að fjármagna álverksmiðj- una sjálfa. Hvað sem því líður hljóta menn enn að binda vonir við að um síðir náist viðunandi samningar um nýtt stóriðjuver sem yrði gmndvöll- ur raforkusölu frá nýjum stórvirkj- unum. Iðnaðarráðherra lýsir því yfir í fjölmiðlum að æskilegt sé að Al- þingi veiti nauðsynlegar heimildir til áframhaldandi samningsgerðar. En fjármálaráðherrann lýsir því opinberlega að allar slíkar hug- myndir séu barnaskapur. Þeir virð- ast á hinn bóginn vera- sammála um að halda áfram að sitja á stólunum. í þeirra huga eru slíkir hagsmunir mikilvægari en málefnin. Blóm III Að því kom að ríkisstjórnin féllst á að árétta með ályktun frá Alþingi viðurkenningu á sjálfstæði og full- veldi Litháens frá 1922. Jafnframt náðist víðtækt samkomulag milli allra flokka á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að taka upp stjórn- málasamband við Litháen svo fljótt sem verða má. Hér er á ferðinni ein af stærri ákvörðunum sem ísland hefur tekið í utanríkismálum. Þó að forsætis- ráðherra tæki þátt í samkomulaginu þótti honum eigi að síður rétt að senda utanríkisráðherranum skeyti þar sem hann gaf til kynna að form- aður Alþýðuflokksins hefði látið til- fínningamar hlaupa með sig í gön- ur. Ug þrátt fyrir aðild forsætisráð- herrans að samkomulaginu nennti hann ekki að mæta við atkvæða- greiðslu á Alþingi um málið. Þannig ganga olnbogaskot og hnútusendingar á milli ráðherranna, jafnvel í viðkvæmum utanríkismál- um, þar sem stjórnarandstaðan hef- ur lagt sig fram við að ná þjóðar- samstöðu í þeim tilgangi að sýna styrk þjóðarinnar út á við. En stjóm- arflokkarnir fínna ekki til þeirrar ábyrgðar. I þessu tilviki sem öðmm skiptir setan í ráðherrastólunum meginmáli. Misvísandi yfírlýsingar um afstöðu okkar á erlendum vett- vangi virðast vera aukaatriði. Blóm IV Deilurnar um söluna á Þormóði ramma eru eitt dæmið enn. í stað þess að viðhafa almennt útboð með skilyrðum um áframhaldandi starf- rækslu fyrirtækisins á Siglufirði kaus fjármálaráðherra að velja kaupendur sjálfur. Þessi óeðlilegu vinnubrögð við sölu fyrirtækisins Þorsteinn Pálsson „Og þrátt fyrir aðild forsætisráðherrans að samkomulaginu nennti hann ekki að mæta við atkvæðagreiðslur á Al- þingi um málið.“ hafa sætt harðri gagnrýni. Ríkisendurskoðun var beðin um að meta fyrirtækið og söluvirði þess. Það mat benti til að fyrirtækið hafi verið selt verulega undir sannvirði og ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að mat ríkisendurskoðunar í því efni sé varfæmislegt. Fjármálaráðherra hefur sætt mjög harðri gagnrýni innan þings og utan fyrir þessi vinnubrögð. Sú gagnrýni hefur meðal annars komið frá þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis vestra, einkum þeim Páli Péturssyni og Pálma Jónssyni. Páll hefur látið þau 'ummæli falla að ráðherrann hafi gerst sekur um misferli og siðleysi. En ákvarðanir og athafnir ráð- herrans eru allar gerðar í umboði meirihlutans á Alþingi og því ber Páll Pétursson alveg sömu ábyrgð á þeim gerðum og ráðherrann sjálf- ur. Þingflokksformanni Framsóicnar kemur ekki til hugar að koma fram ábyrgð gagnvart ráðherra sem hann sakar um misferli og siðleysi, af því að setan í ráðherrastólunum er mik- ilvægari en allt annað. Stóryrðin hafa því enga merkingu og hitta í raun þingflokksformann Framsókn- arflokksins sjálfan fyrir. BlómV í varnarstöðu greip fjármálaráð- herra til þess örþrifaráðs að biðja um sérstaka umræðu á Alþingi til þess að bera fram ásakanir og ván- traust á ríkisendurskoðun með kröfu um að gripið yrði til aðgerða gegn stofnuninni. Málum er því þann veg komið að ráðherra með umboð meirihluta Alþingis hefur borið fram vantraust á ríkisendurskoðun, sem fyrir ekki löngu var sett undir Al- þingi til þess að hún gæti starfað sem sjálfstæð og óumdeild stofnun í þeim tilgangi að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Með þessu hefur stjórnarmeiri- hlutinn á Alþingi rýrt mjög starfsað- stöðu ríkisendurskoðunar og veikt stöðu hennar til þess að gegna mikil- vægu hlutverki sínu. í sérhveiju landi hefði fjármálaráðherra verið vikið úr starfí fyrir athæfí sem þetta í þeim tilgangi að tryggja eðlilega starfsaðstöðu viðkomandi stofnun- ar. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er sammála um að setan á ráðherra- stólunum sé mikilvægari en þeir hagsmunir sem í húfi eru varðandi starfsaðstöðu ríkisendurskoðunar, álit hennar og hlutverk. Eigi staða ríkisendurskoðunar ekki að veikjast alvarlega til frambúðar verður Al- þingi því að samþykkja sérstaka traustsyfírlýsingu í garð stofnunar- innar. Það virðist jafnvel vefjast fyrir stjómarmeirihlutanum þó að því verði ekki trúað að óreyndu að ríkisendurskoðun verði skilin eftir í þeirri stöðu sem hún er í nú. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um pólitískt siðferði stjórnar- flokkanna. Og upp úr þeim jarðvegi spretta kærleiksblómin, sem laða eiga kjósendur til áframhaldandi stuðnings. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Bretar gefa SYFÍ ratsjá Frá afhendingu gjafarinnar. Talið frá vinstri: Alper Mehmet, ræðis- maður Breta á Islandi, Orlygur Hálfdánarson, forseti SVFI, Sir Ric- hard Best, sendiherra Breta á Islandi og Hannes Þ. Hafstein, for- stjóri SVFÍ. SENDIHERRA Breta hér á landi, Sir Richard Best, heimsótti aðalstöðvar Slysa- varnafélags íslands fyrir nokkru og afhenti fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar félaginu ratsjá af gerðinni Kelvin- Hughes. Gjöf Breta er þannig til kom- in að utanríkisþjónusta þeirra hefur jafnan til umráða nokk- urt fjármagn sem ætlað er til gjafa í þeim löndum sem Bret- ar hafa stjórnniálasamband við. Sir Richard lagði til við Bretastjórn að hún sýndi Slysa- varnafélaginu hug sinn í verki með því að gefa eitthvert tæki eða búnað sem kæmi að veru- legu gagni á vettvangi þess. Ratsjáin er framleidd af Kelvin-Hughes verksmiðjunum sem hafa lengi verið í fylking- arbijósti á sviði öryggistækja á sjó. Ratsjáin verður sett í bát Slysavarnafélagsins, Henry A. Hálfdánarson, sem verður þá búinn tveimur slíkum tækjum. Ríkisstj ómin er óheil í álmálinu eftir Halldór Blöndal Enginn vafi er á því, að þorri Islendinga er hlynntur stóriðju. Fyrir því eru einföld rök. Síðustu 2-3 árin hafa lífskjör versnað veru- lega. Menn höfðu gert sér vonir um, að tími þjóðarsáttar yrði nýttur til þess að skapa skilyrði fyrir því, að lífskjör gætu farið batnandi á nýjan leik. En því miður ætlar að vora seint í íslenskum þjóðmálum. Og samningar um nýtt álver á Keilis- nesi eru jafnfjarri og áður. Nú á að ljúka samningsgerð eftir þijá mánuði og skrifa undir eftir sex, segir iðnaðarráðherra, sem er ein- lægt jafnnákvæmur í tímasetning- um. Á þeim tíma sem Þorsteinn Páls- son var forsætisráðherra og Friðrik Sófusson iðnaðarráðherra var góð- ur skriður á álmálinu. Þá snerust viðræðumar um nýtt álver eða stækkun álversins í Straumsvík. Þær samningaviðræður vom í miðj- um klíðum, þegar Framsóknarmenn og kratar hlupu úr ríkisstjórninni haustið 1988 og gengu til liðs við gamla Alþýðubandalagið. Jón Sig- urðsson treysti sér ekki til að fylgja álmálinu eftir, þar sem hann var óöruggur um sósíalistana í ríkis- stjórninni. Þessi dráttur varð til þess að ekki náðust samningar við Swiss Aluminium. Jón Sigurðsson var svo öruggur um, að samningamir um álverið í Straumsvík tækjust. haustið 1989, að hann tók sér ferð á hendur um Austurland og Norðurland og út- deildi álverum næst þegar farið yrði að semja. Hann komst því í ljótan bobba, þegar Swiss Alumin- ium heltist úr lestinni og hann þurfti að standa við stóru orðin, eftir að nýi Atlantsálhópurinn hafði verið myndaður. Hann reyndi að leysa málið með því að íjölga stöð- unum, þar sem álver gæti risið, svo að þeir urðu eins og fánaborgir á Islandskortinu. Ráðherrann tók sér góðan tíma til að útskýra fyrir hveijum einasta manni, að álverið ætti að vera einmitt þar sem hann var staddur hveiju sinni. Þannig fengu allir óskir sínar uppfylltar í orði kveðnu. En samningarnir dróg- ust á langinn og eru farnir að fylgja ráðherranum eins og skuggi, sem hann getur ekki hlaupið uppi. En eftir á fór ýmislegt að koma í Ijós. Atlantsálhópurinn hafði frá byijun fest sig við Keilisnes, en aðrir staðir voru nefndir til mála- mynda. Steingrímur Sigfússon ráð- herra hafði allan tímann verið andvígur álveri við Eyjafjörð. Og nú upp á síðkastið eru ráðherrar Alþýðubandalagsins, gömlu sósíal- istarnir, andvígir álveri hvar sem er á landinu eins og þeir hafa alltaf verið. Ólafur Ragnar hefur iðnaðar- ráðherrann að háði og spotti og kannast ekki við að hafa kynnt sér málavexti fyrr en nú. í mínum huga er ekki nema ein haldbær skýring á því, hvers vegna Jón Sigurðsson kaus að tefla samn- ingsgerðinni við báða Atlantsálhóp- ana í tvísýnu með því að drága þá í tíma framyfir það sem réttlætan- legt gat talist. Hann var hræddur um, að ríkisstjórnin myndi falia á álmálinu og hafði ærna ástæðu til, eins og nú er komið í ljós. Ráðherrann hefur lýst því yfir, að hann muni leggja fram frumvarp nú á þessu þingi, sem heimili bygg- ingu álvers hér á Iandi. Það má segja, að það sé viðleitni og viður- kenning á því, að verkið hafi unnist of seint. Um stjórnarfrumvarp verð- ur ekki að ræða, eins og andrúms- loftið er í ríkisstjórninni en verk- stjórn engin. Sjálfsagt er fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að taka slíkum til- löguflutningi vel. Samningsgerðin ' . Halldór Blöndal „Um stjórnarfrumvarp verður ekki að ræða, eins og andrúmsloftið er í ríkisstjórninni en verkstjórn engin. Sjálf- sag’t er fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að taka slíkum tiilöguflutningi vel. Samningsgerðin verður í höndum næstu ríkisstjórnar.“ verður í höndum næstu ríkisstjórn- ar. Það er vonandi, að frumvarp iðnaðarráðherra fái efnislega með- ferð á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Straumhvörf í sjónvarpi eftirJón Óttar Ragnarsson Sú ákvörðun Stöðvar 2 að opna fyrirvaralaust fyrir gervihnatta- sendingar bandarísku fréttastöðvar- innar CNN hefur hrundið af stað dæmigerðri íslenskri dægurmá- laumræðu um frelsi og afturhald. Eins og vanalega þegar íslend- ingar ræða mál af þessu tagi rísa upp tvær andstæðar fylkingar. Önn- ur segir: gervihnettir er framtíðin, öll höft eru afturhald. Hin segir: Gervihnettir eru af hinu illa. Lokum á þá. Sem betur fer á veruleikinn jafn- lítið skylt við bæði þessi sjónarmið og þessi undarlegu skoðanaskipfi sem virðast eins konar íslensk þjóð- aríþrótt sem þessar fylkingar grípa til í hvert skipti sem vandi steðjar að samfélaginu. Sjónvarpið Ákvörðun Stöðvar 2 að opna fyr- ir CNN án þess að afla tilskilinna leyfa var ekki einasta fráleit heldur og í fullkominni fjandstöðu við fyrri stefnu sem var að reyna að leysa mál með viðræðum innan ramma laganna áður en gripið var til að- gerða. Sú ákvörðun Svavars Gestssonar að rýmka skilyrði til slíkra útsend- inga í kjölfarið sýndi vel hversu veikt íslenska stjórnkerfíð er gagn- vart uppivöðsluseggjum sem hafa vald íjölmiðlanna eða peninganna á bak við sig. Sú ákvörðun RÚV að semja við Sky Channel í kjölfarið var að mínu viti skiljanleg, enda þótt Ríkisút- varpið færi offari í þessum útsend- ingum. Sú staðreynd að Sky Chann- el er mun betri fréttastöð fyrir ís- lendinga en CNN sakaði ekki heldur. Eftir stendur að allt þetta írafár hefur ekkert með það að gera hvort hér eigi að opna fyrir gervihnatta- sjónvarp. Þetta var dæmigert íslenskt klúður sem Stöð 2 átti sök „Ákvörðun Stöðvar 2 að opna fyrir CNN án þess að afla tilskilinna leyfa var ekki einasta fráleit heldur ogf í full- kominni fjandstöðu við fyrri stefnu sem var að reyna að leysa mál með viðræðum innan ramma laganna.“ á og allir aðrir syntu með eins og kjánar ... nema Morgunblaðið. Viðurkenningin Margir virðast álíta að þessar aðgerðir Stöðvar 2 séu eitthvað sem sé runnið undan mínum riQum eða sé byggt á einhveijum áætlunum sem lágu á mínu borði þegar ég kvaddi Stöð 2 fyrir meira en ári. Það er reginmisskilningur. Þvert á móti var ég staðráðinn að beijast gegn öllu sem hét gervi- hnattasjónvarp á meðan Stöð 2 var að koma undir sig fótunum, vegna þess að hefði ég ekki gert það hefði Stöð 2 aldrei náð landi, heldur ein- faldlega farið á hausinn. Sú staðreynd að Stöð 2 leggur nú opinbera blessun sína yfir gervi- hnettina — og Ríkissjónvarpið í kjöl- farið — þýðir annaðhvort að Stöðv- armenn telja fyrirtækið komið í höfn eða þeir taka stundarhagsmuni fram yfír eigin hagsmuni til lengri tíma. Hver sem skýringin er blasir af- leiðingin nú við. Gervihnattasjón- varp hefur fengið þann opinbera gæðastimpil sem það hefur barist fyrir um árabil. Héðan í frá verður ekki aftur snúið hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Gallinn er sá að gervihnattadiskar eru dýr og fáránleg fjárfesting. Jón Óttar Ragnarsson Krafa almennings hlýtur að vera sú að þeim gervihnattarásum sem mesta hylli hafa sé dreift í gegnum loftið í UHF-sviði og áskrift boðin á viðráðanlegu verði. Auk þess er sjónvarpsáhorf lítið í morgunsárið og á nóttunni, heldur í yfír 90% tilvika bundið við kjörtíma (17.30-23.00) á kvöldin svo þessar stöðvar eiga heimtingu á að fá að- gang að ljósvakanum á sérrásum á þessum tíma úr því sem komið er. Sú hugmynd Pósts og síma að dreifa þessum rásum sjálfir er hins vegar út í hött. Póstur og sími eins og önnur ríkisfyrirtæki bíður einka- væðingar og frekari umsvif slíks opinbers risa í þessu dvergríki verða ekki þoluð. Sama gildir um RÚV. Tungan En kvak fijálshyggjumanna er ekki síður þreytandi og villandi en betl og yfirgangur ríkisrisanna. Stöðugt klifar t.d. DV á því að tungan sé í engri hættu og menning- in standi traustum fótum. Hvort tveggja er bull. Þvert á móti vita allir sem vita vilja að bæði íslensk tunga og íslensk menning hefur aldrei staðið jafnveikum fótum og nú. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltækið. ís- lendingar ættu að gera sér fulla grein fyrir því að það heyrir til und- antekninga að smáþjóðir haldi tungu sinni. Hitt er reglan að þær glati henni. Þvífólki fækkar jafnt og þétt sem talar lýtalausa íslensku og getur skrifað góðan texta. Engilsaxnesk áhrif eru svo öflug og einhæf að allir sem vilja hlusta geta heyrt hvernig innviðir tungunnar eru smám saman að riðlast. Og um menninguna er það að segja að á flestum sviðum eru týr- urnar orðnar svo daufar að við minnsta vindgust gæti slokknað á þeim einni af annarri þrátt fyrir ótrúlega viðleitni aragrúa vel menntaðs fagfólks á ótal sviðum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir það að aldrei í íslandssögunni hafí fleiri lagt fyrir sig og lært í fínum skólum alla hluti sem viðkoma listum og vísindum. Samt komumst við ekki með tærnar núna þar sem t.d. alda- mótakynslóðin hafði hælana. Hvers vegna? Vegna þess að sú rótgróna íslenska trú að upphefðin skuli koma að utan dregur æ meira úr okkur mátt. Hún hefur gert okk- ur flest að fólki sem snobbar fyrir útlendingum og lítilsvirðir eigin af- reksmenn. Ef svo fer sem nú horfir verður íslenskan um miðja næstu öld orðin eitthvað sem erlendir ferðamenn munu gera sér sérstaka ferð á Hrafnistu eða Grund til þess að heyra í sinni tæru og upprunalegu mynd. Mötunin En úrkynjun íslenskunnar og slakur árangur á menningarsviðinu hefur ekkert með það að gera að Ioka fyrir utanaðkomandi áhrif. Gervihnattasjónvarpi á einfald- lega að koma fyrir á þar til gerðum * rásum og þeir sem vilja kaupa sér áskrift á vægu verði geta þá gert það nákvæmlega eins og menn geta keypt Time og Newsweek í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar. Engin ástæða er til þess að hafa kröfur um þýðingar á þessu efni of strangar. Sá þröngi hópur sem kaupir áskrift gerir það af áhuga, ekki mötun. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar þarf ekki að þýða Time og Newsweek! Hitt er aðalatriðið að gervihnatta- sjónvarp sé ekki eitthvað sem er troðið niður um kokið á þjóð sem á allt sitt undir að rækta eigin garð og nota þau áhrif sem koma erlend- is frá sem krydd á steikina, en hvorki kjötið eða fískinn! Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.