Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBR'TAR 1991 21 Reuter Milli öryggisvarða Palestínsk stúlka labbar á milli tveggja ísraelskra hermanna með alvæpni fyrir utan al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Oflug öryggisgæsla er við moskuna þó aðsókn að henni sé frekar dræm þar sem útgöngubann er í gildi á stórum svæðum á Vestur- bakkanum. Tímamót í Suður-Afríku: ANC skuldbindur sig til að hætta vopnaðri baráttu Höfðaborg. Reuter. AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC) hefur skuldbundið sig til að falla frá neðanjarðarstarfsemi stríðsmanna samtakanna og hefur þar með verið rutt úr vegi helsta deilumáli ANC og stjórnar hvíta minnihlut- ans í Suður-Afriku. F.W. de Klerk forseti fagnaði þessum áfanga og sagði að brautin hefði verið rudd fyrir frekari pólitískar umbætur i landinu. Sömuleiðis lýsti Pallo Jordan upplýsingastjóri Afríska þjóðar- ráðsins yfir ánægju sinni með sam- komulagið sem náðst hefði við stjórn De Klerks sl. þriðjudag. Sagði hann að ANC myndi fylgja því út í æsar og hætta vopnaðri baráttu sinni gegn aðskilnaðarstefnu ríkis- stjórnarinnar. Gegn því að hætta neðanjarðar- starfsemi fékk ANC því framgegnt að pólitískir fangar verða látnir lausir örar en verið hefur og útlæg- um andófsmönnum verður leyft að snúa til Suður-Afríku. Ennfremur að ekki verði eltar ólar við fyrrum skæruliða ANC. Af hálfu samtak- anna er því haldið fram að 3.000 pólitískir fangar séu enn í haldi í Suður-Afríku og allt að 40.000 út- lagar dveljist erlendis. De Klerk og Nelson Mandela, leiðtogi ANC, sátu að samningum í 12 stundir á þriðjudag og náðu þar framangreindu samkomulagi. Efnisatriðum þess var hins vegar haldið leyndum þar til í gær meðan beðið var eftir því að ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn ANC hefðu samþykkt það. Afríska þjóðarráðið hafði haldið uppi vopnaðri baráttu gegn aðskilnaðarstefnu stjórnar hvítra manna í 29 ár. The Times: Sovétmenn hóta íslend- ingum vegna viðurkenn- ingarinnar á Litháen St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frimannssyni, fréltaritara Morgunblaðsins. STOFNUN íslensks sendiráðs í Vilníus gæti haft afar slæmar af- leiðingar að sögn sovéskra stjórn- valda, að því er segir í The Times í gær. The Times greinir frá hörðum við- brögðum Sovétstjórnarinnar við ákvörðun Alþingis Islendinga um að viðurkenna sjálfstæði Litháens og segir að sovéski sendiherrann í Reykjavík hafi verið kallaður heim. Aðalfréttaritari blaðsins í Moskvu, Mary Dejevsky, segir, að sovésk stjórnvöld hafi ákveðið að bregðast hart við ákvörðun íslendinga til að koma í veg fyrir, að aðrir fylgi í kjöl- farið. Yfirlýsing stjómvalda segi ákvörðun Alþingis innihaldslausa og hún sé Ihlutun í innanríkismál Sov- étrík,janna. Að sögn blaðsins líta forystumenn Litháa á yfirlýsingu íslendinga sem mikinn sigur því þetta sé í fyrsta skipti sem nokkurt vestrænt ríki hafi verið reiðubúið að ganga gegn Sovétríkjunum með þessum hætti. Blaðið segir, að Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins, hafi ekkert viljað láta hafa eftir sér um afleiðingar þess „að ís- lendingar stofnuðu sendiráð í Viln- íus“. En í yfirlýsingu sovéskra stjórn- valda segi, að það geti haft afar slæmar afleiðingar. Fréttaritari blaðsins í Osló segir, að svo virðist sem viðurkenning ís- lendinga hafi komið stjórnum ann- arra Norðurlanda í opna skjöldu. Þær hafi aðeins verið reiðubúnar að veita Litháum siðferðilegan stuðning. A HAGSTÆÐARA VERÐI EN NOKKURN DREYMDI UM TÆKNI- BYLTING NÝR SIGURVEGARI Á ÍSLENSKA VEGI HÉR & NÚ AUCLÝSINCASTOfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.