Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991 Magnús Kristjánsson, Hvolsvelli — Minning Fæddur 13. nóvember 1964 Dáinn 1. febrúar 1991 í dag verður til moldar borinn frá Stórólfshvolskirkju elskulegur frændi okkar, Magnús Kristjáns- son, sem varð bráðkvaddur í Tromsö í Noregi hinn 1. febrúar síðastliðinn. Skammt er um liðið frá því hann kvaddi okkur glaður í bragði eftir ánægjulegt jólafrí í for- eldrahúsum, fullur áhuga og eftir- væntingar að hefja lokaáfanga í námi sínu og hitta aftur vini sína ytra. Sárt er að trúa og erfitt að skilja að hann sé nú allur. Magnús fæddist 13. nóvember 1964 og var einkabarn foreldra sinna, Erlu Jónsdóttur og Kristjáns Magnússonar, sem búsett eru á Hvolsvelli. Erla er dóttir hjónanna. Guðbjargar Guðsteinsdóttur og Jóns Sigurðssonar frá Nesjavöllum í Grafningi, en Kristján er sonur hjónanna Laufeyjar Guðjónsdóttur og Magnúsar Kristjánssonar frá Hvolsveili, síðar búsett í Reykjavík. Faðir Erlu og foreldrar Kristjáns eru látin fyrir nokkru. Magnús ólst upp á Hvolssvelli og hlaut þar sína grunnskólamennt- un. Hann var fyrsta barnabarn ömmu sinnar og afa, sem þar bjuggu, og mikill augasteinn í fjöi- skyldunni. Það var bjart yfir litla drengnum og hann var heilbrigt og tápmikið barn sem gaf og gladdi. Hugurinn varð fljótt mikill og óþrjótandi urðu viðfangsefni æsk- unnar í leik og námi. Ósjaldan kom hann inn óhreinn og votur að kveldi, hvergi búinn að Ijúka öllu því sem til stóð. A móti honum tóku jafnan mildar móðurhendur og vel leið honum í heimilishlýju hjá um- hyggjusömum foreldrum. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að hlýða á það sem hinir fullorðnu skröfuðu í eldhúskróknum og fylgj- ast með umræðum og fréttum um Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. málefni stór og smá. Það þótti nokk- uð sérstætt við snáðann, sem lifði og hrærðist í sveitaþorpi, að ekkert vakti meir áhuga hans en það er laut að hafinu, fiskveiðum og sjáv- arútvegi. Myndir af bátum voru klipptar úr blöðum og haldið til haga og fylgst var náið með afla- brögðum þeirra. Er amma og afi voru heimsótt til Reykjavíkur, voru það hans eftirlætisstundir að fara niður á höfn í aftursætinu hjá afa og fá að líta augum báta og skip. Stundum kom fyrir að ferðin var framlengd til Hafnarfjarðar sem unga manninum þótti ekki ónýtt. Frá blautu bamsbeini vandi Magnús komur sínar að Nesjavöll- um með foreldrum sínum. Þar kynntist hann mikilfengleik sveitar- innar með ömmu og afa, stórum hópi skyldmenna og vina, gesta- gangi, svipmiklu fólki, sauðburði, heyskap, smalamennsku, silungs- veiði í Þingvallavatni, stórbrotinni náttúru, ævintýrinu í hinu smáa. Þessi heimur dró hann til sín og frá tíu ára aldri var hann þar í sveit að sumarlagi. Á Nesjavöllum leið honum einstaklega vel og þar naut hann mikillar ástúðar. Þar fékk hann útrás fyrir kraft sinn og at- hafnasemi við leik og vinnu. Hann var afar duglegur við bústörfin og hafði af þeim mikið yndi. Á ungl- ingsárum varð sveitin honum mið- punktur tilverunnar og í bijóstinu blundaði þrá að gerast bóndi. Sumr- in á Nesjavöllum mótuðu Magnús mjög og urðu honum hollt vega- nesti. Haustið 1980 hóf Magnús nám í Menntaskólanum á Laugarvatni og þaðan varð hann stúdent vorið 1984. Vistin á Laugarvatni féll hon- um vel og þar kynntist hann ung- mennum sem komin voru víðsvegar að af landinu og kunnu frá mörgu að segja. í menntaskólanum eignað- ist. hann marga ágætisvini sem hann hélt tryggð við. Á þessum árum van.n hann á sumrin hjá bygg- ingarfélaginu Ási í Hvolsvelli við húsbyggingar í sveitum Rangár- valla- og Árnessýslu og þar hélt hann áfram starfi að menntaskóla loknum og fram á árið 1985. Þáttaskil urðu í lífi Magnúsar haustið 1985 er hann réð sig sem háseti á bátinn Hrafn Sveinbjamar- son II frá Grindavík. Hjá honum rættist gamall draumur sem hann hafði átt frá barnæsku. Sjómennsk- an átti strax vel við Magnús. Hann var vanur löngum vinnudegi og kunni að skila sínu. Vel féll honum að vera í félagsskap dugmikilla og litríkra sjómanna sem miðluðu af reynslu sinni. Hann drakk í sig karakter þeirra og frásagnir sem hann lýsti oft á góðum stundum. Á Hrafni var Magnús vetrarvertíðina 1985—1986 við síld- og þorskveið- ar. Við þessi kynni af fiskveiðum og útgerð fann hann hvert hugurinn stefndi og ákvað að hér skyldi hans starfsvettvangur verða. Haustið 1986 hóf Magnús nám í sjávarút- vegsfræðum við háskólann í Tromsö í Noregi. Það var ekki laust við að löndum hans og námsfélögum í Tromsö, sem flestir voru upprannir við sjávarsíðuna, þætti hann í fyrstu svolítið kynlegur kvistur, kominn ofan af landi og alinn upp við sveita- störf. Þeir fundu fljótt að ekki var komið að tómum kofunum hjá hon- um, féll Magnús einkar vel í hópinn og eignaðist í Tromsö góða félaga. Hann stundaði námið af kappi og gekk það mjög vel enda áhuginn mikill. Hlé gerði Magnús á námi sínu veturinn 1987—1988 og vann þá við fiskeldi hjá fyrirtækinu Bú- fiski í Landsveit. Þráðinn tók hann upp í náminu að nýju haustið 1988. í sumar- og jólafríum kom hann jafnan heim til íslands og fór á sjó- inn. Hélt hann í fyrstu áfram á Hrafni Sveinbjarnarsyni en færði sig seinna yfir á Grindvíking sem hann var síðast á. Hann átti þar víst skipsrúm nú í janúar og ætlaði að vera við loðnuveiðar fram í febr- úarbyijun er skólinn hæfíst að nýju, en loðnan gaf sig ekki og því hélt hann út til Tromsö fyrr en ætlað var. Á sjónum hlaut Magnús góða reynslu sem nýttist honum vel í náminu. Hann kynntist m.a. veiðum á síld, loðnu, þorski, rækju og grá- lúðu. Magnús var kominn að þeim áfanga í náminu að vinna lokaverk- efni. Hafði hann ákveðið að hafa það úr íslenskum sjávarútvegi og taka fyrir tengsl loðnu- og þorsk- veiða út frá hagfræðilegu sjónar- miði. Var hann byrjaður að viða að sér gögnum um það efni er hann féll frá. Með Magnúsi er genginn einstak- ur Ijúflingur og efnismaður. Þungur harmur er að öllum kveðinn við frá- fall hans. Mikill er missir foreldra hans og ömmu sem hann var svo kær. Megi góður guð veita þeim styrk. Við eram þakklát fyrir að hafa átt þennan góða dreng og frænda sem veitti flestum meir en hann vildi sjálfur þiggja. Með okkur skilur hann eftir sig góðar endur- minningar sem lýsa veginn fram- undan. Blessuð sé hans minning. Borgþór, Svanfríður og fjölskyldur. Þegar mér barst sú harmafregn að besti vinur minn, Magnús Krist- jánsson, Hvolsvegi 28, Hvolsvelli, hefði látist á dvalarstað sínum í Tromsö í Noregi, þar sem hann var við nám í sjávarútvegsfræðum og hefði að forfallalausu útskrifast þaðan í vor sem sjávarútvegsfræð- ingur, sat ég sem þramu lostinn í nokkra stund eftir að hafa meðtek- ið þessa fregn og gat mig hvergi hrært. Þessi fregn kom svo óvænt sem reiðarslag. Fyrir hugskotssjón- um mínum runnu myndir og minn- ingar frá liðinni tíð, frá þeim tímum er við Magnús voram litlir drengir að alast upp hér á Hvolsvelli. Það er erfítt, hvers vegna ungur maður í blóma lífsins er hrifinn á brott úr þessu jarðlífí, ungur maður sem aldrei varð misdægurt né kenndi sér nokkurs meins. Víst er að vegir Guðs eru okkur oft óskiljanlegir. Skömmu áður en Magnús hélt út til Noregs að loknu jólaleyfi nú í janúar áttum við stund yfír kaffi- bolla á heimili mínu, þar sem margt bar á góma um liðna daga, nútíð og framtíð, eins og jafnan er fund- um okkar bar saman. Hún er um margt eftirminnileg samverustund- in þennan eftirmiðdag, 17. janúar. Þar sem við sátum við eldhúsborðið var samtal okkar rofið er síminn hringdi og tilkynnt var að Hekla væri farinn að gjósa, öílum að óvör- um. Saman fórum við vinirnir ásamt konu minni og bami til að líta á kraft náttúrannar úr fjarska og glóandi hraunið braust úr iðrum jarðar í kvöldrökkrinu. Utan úr Velli horfðum við á tilkomumikið gosið og ekki óraði mig fyrir á þeirri stundu er við stóðum á Suður- landsvegi að þar ættum við okkar síðustu samverustund, en Magnús hélt utan til Noregs nokkram dög- um síðar og varð ekki aftur snúið á meðal vor. Magnús var fæddur 13. nóvember 1964, hann vareinka- sonur hjónanna Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra, frá Nesjavöllum í Grafningi, og Kristjáns Magnússon- ar, bifreiðastjóra, frá Hvolsvelli. Við Magnús vorum ekki háir í loftinu er fundum okkar bar fyrst saman við leik og störf í fremur fámennum hópi annarra barna og unglinga í ört vaxandi byggðarlagi sem Hvols- völlur var. Mjög náin vinatengsl mynduðust okkar á milli og voram við m.a. sessunautar alla skóla- göngu er við gengum saman, alls níu ár. Nær undantekningarlaust urðum við samferða að loknum skóladegi héldum þá á heimili ann- ars hvors okkar til að takast á við heimalærdóminn, líta yfír fréttir dagsins í dagblöðunum, hlusta á útvarp um leið og síðdegiskaffinu var rennt niður. Oftar en ekki var síðan haldið með íþróttatöskurnar í félagsheimilið Hvol þar sem degin- um var jafnan eytt í hópi bekkjarfé- laga og kunningja í boltaleikjum ýmiss konar. Eftir annir dagsins kom það alloft fyrir að við sváfum saman heima hjá Magnúsi eða mér. í þau skipti var ekki farið snemma í háttinn, margt var um að spjalla í gamni og alvöru. Þessir tímar líða mér seint úr minni. Magnús var íþrótta- og keppnismaður -góður, metnaðargjarn, gafst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana, játaði sig seint sigraðan í baráttunni við keppinaut sinn, hvort heldur hann var þátttakandi í hópíþrótt, í keppni einstaklinga í fijálsum íþróttum, í sundi eða við skákborðið. Hann var drengur góður á velli, hafði prúða framkomu, þó svo að fyrir kæmi að mönnum hitnaði í hamsi en það var jafnan gleymt að loknum góðum leik. Magnús var duglegur náms- maður þar sem keppnisskapið naut sín oft og tíðum en ekki síst var hann samviskusamUr og snyrtilegur en snyrtimennskan var honum í blóð borin sem lýsti sér í öllu því sem hann gerði og lét frá sér fara. Hann var sú manngerð sem undi því illa að hafa ekkert fyrir stafni, hann var atorkumaður. Ungur gerðist Magnús umboðsmaður fyrir dagblaðið Vísi er var og hét. Hann kom blaðinu samviskusamlega og stundvíslega út á meðal áskrifenda ýmist á hjóli eða fótgangandi í ýmiss konar veðrum. Á þessum áram voru sveitastörf Magnúsi hug- leikin. Á hveiju vori eftir skóla hélt hann í sveitina til ömmu sinnar og frænda á Nesjavöllum, fullur spenn- ings og eftirvæntingar. Það var ekki laust við það, að ég sem éftir sat fyndist ég sem vængbrotinn fugl meðan hann dvaldi í sveitinni. í a.m.k. tvö skipti varð ég þess heiðurs njótandi að vera með í göngum og réttum á Nesjavöllum, þar sem Magnús var eins og kóng- ur í ríki sínu. Á Nesjavöllum var mér tekið sem einum af fjölskyld- unni og er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst því fólki er Magnús vitnaði svo oft í. Það vakti athygli í fari Magnúsar sem unglings hve vel hann fylgdist með allri þjóðfé- lagsumræðu, hann las dagblöðin spjaldanna á milli og missti vart EmarBekk Guð- mundsson Fæddur 24. september 1904 Dáinn 9. febrúar 1991 Far vel heim, heim í drottins dýrðargeim! Náð og miskunn muntu finna meðal dýpstu vina þinna; friðarkveðju færðu þeim. Far vel heim! (Matth. Joch.) í dag, laugardaginn 16. febrúar, verður jarðsettur frá Seyðisfjarðar- kirlq'u Einar Bekk Guðmundsson. j Látinn er maður, sem varð að taka > þeim óvenjulegu örlögum að geta i ekki tekið þátt í lífínu, eins og flest- ir upplifa það — það að stunda vinnu, j menntast, eignast fjölskyldu, ferðast og taka þátt í félagslífí staðarins. ; Það segir sig sjálft að slík örlög reyna | á skapfestu og kjark. Það þarf góða greind og heilbrigðan huga til þess að geta tekið því með æðruleysi eins og hann gerði, að geta ekki gengið fyrr en um 9 ára aldur og dvelja um 40 ár á sjúkrahúsi. En slík hetjulund var honum gefin. Einhveiju sinni þegar við vorum — Minning stödd á Seyðisfirði í sumarfríi datt okkur í hug að bjóða Einari í bíltúr. Okkur fannst hann dálítið þver þegar hann afþakkaði að koma með okkur upp á hérað og njóta útiveru í Hall- ormsstaðarskógi. En seinna skildist okkur að það var vegna þess að hann vildi ekki íþyngja okkur um of eða að láta hafa fyrir sér að óþörfu. Hann var sjálfstæður í skoðunum um menn og málefni og fylgdist mjög vel með öllu athafnalífi á staðn- um. Hann ólst upp á Gullsteinseyri við Seyðisfjörð hjá ástríkum foreldrum sem allt gerðu til þess að honum mætti líða sem best. Þessi sæmdar- hjón Guðmundur Bekk Einarsson og kona hans Vilborg Sigríður Jónsdótt- ir tóku þá ákvörðun þegar Einar var 9 ára að þeir feðgar færu saman til Kaupmannahafnar ef það mætti verða Einari til hjálpar. Árið 1913 í nóvember lögðu þeir af stað með „Ceres“, skipi Sameinaða gufuskipa- félagsins. Þá var ekki tekinn upp síminn til þess að panta gistingu eða aðra fyrirgreiðslu. Eiginlega var far- ið út í óvissu hvað.það snerti fyrir Guðmund en Einar átti vísa sjúkra- húsvist á spítala sem hét „Hjemmet for Vanföre", þar átti Einar að vera. Fyrir misskilning kom enginn að taka á móti þeim að skipinu. Guðmundur lagði af stað með drenginn í fanginu upp í borgina og að lokum kom hann á sjúkrahúsið seint um kvöld. Þar fengu þeir góðar móttökur, en faðir- inn var álitinn mikill friðarspillir þeg- ar hann tók ekki í mál að fara að leita sér að næturgistingu. Hann var ákveðinn í að skilja son sinn ekki eftir einan svona fyrstu nóttina í ókunnu landi. Þar segir hann orðrétt eftir forstöðukonu sjúkrahússins: „Þér erað sá ósvífnasti faðir sem hingað hefur komið en mér er sagt að þér sefíð og hughreystið drenginn yðar og talið víst aldrei um vand- ræði eða veikindi við hann.“ Þá svar- aði faðir hans: „Ég mun aldrei standa grátandi yfir mínum dreng hvað sem fyrir hann kemur.“ Eftir nokkurra mánaða veru og margar aðgerðir komst Einar loks á fætur og saman upplifðu þeir þá dýrðarstund að Einar gat gengið með aðstoð hækju og stafs. Það má geta nærri hvílík hamingja þetta var fyrir drenginn að geta nú loksins gengið uppréttur. Hann lærði nú dönskuna og talaði við jafnaldra sína og var ekki í neinu „sálarlegu hnipri" eins og faðir hans orðaði það. Saman fóra þeir heim aftur í þetta sinn, en þegar Einar var 18 ára fór iiiuii3 f).; ,f.ö[I i Brnniurií: moá 6iA hann einn til Kaupmannahafnar til þess að læra burstagerð, trúlega einn af fyrstu íslendingum sem það lærðu. Talið var að hann gæti haft af því einhveijar tekjur þegar heim kæmi. En því miður reyndist það aldrei nein fjáröflunarleið fyrir hann. Einar var félagslyndur og tók þátt í lífinu þama úti á Gullsteinseyri að svo miklu leyti sem mögulegt var fyrir svo fatlaðan mann. Hann hafði góða söngrödd og var í kór. Um tíma keu. di hann bömum lestur. Hann heimsótti oft nágrannana og var all- staðar aufúsugestur, vinsæll og vel liðinn. Fylgdist vel með atvinnuhátt- um til sjós og lands. Við fráfall móður hans breyttust hagir þeirra feðga, þá flutti Einar á Sjúkrahús Seyðisfjarðar og dvaldi þar til dauðadags. Ekki varð það honum sársaukalaust að flytja að heiman frá föður sínum en það varð ekki umflúið. Eins og áður er sagt urðu það nærri 40 ár sem Einar bjó uppi á lofti á sjúkrahúsinu og fór aðeins út á svalimar en helst aldrei niður stig- ann. Hann vildi ekki láta aðra hafa fyrir því að bera sig niður. Öllum lagði Einar gott til mála og hann naut virðingar og vinsældar meðal fólksins á sjúkrahúsinu. Hann hafði gaman af að tefla skák og föndra ýmislegt. Það var ótrúlegt hvað hann gat gert fallega muni miðað við fötl- un hans. Má nú sjá margar skútur listilega vel gerðar af honum sem prýða herbergi hans. Hann naut þess að rækta blóm og helst vildi hann hafa sem mest af blómstrandi blóm- um í kringum sig. Þá kom sér vel fyrir hann að eiga að góða vinkonu Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Hún hjálp- aði honum við blómaræktina og var alltaf boðin og búin til þess að fara fyrir hann erinda um bæinn ef hann þurfti einhvers með og leit inn til hans á hveijum degi. Það var ómet- ■iKg9(j ,ansn irmo'rgsfi i irgniffrisl iBi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.